Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 25.–27. október 2013 n Kári Stefánsson rökstyður ráðningu Hannesar Smárasonar H ann er ekkert að fara að vinna hjá mér,“ segir Kári Stefáns- son, forstjóri deCode, um ráðningu Hannesar Smára- sonar fjárfestis sem for- stjóra bandaríska sprotafyrirtækisins NextCode Health. Viðskiptablaðið greindi frá ráðningu Hannesar á fimmtudaginn. Fyrirtækið mun að hluta til markaðssetja sjúkdóms- greiningu sem byggð er á rannsókn- um Íslenskrar erfðagreiningar. „Það kom fram í frétt Viðskiptablaðsins að þetta væri dótturfyrirtæki deCode en svo er ekki,“ segir Kári. Sprotafyrirtækið sem um ræðir er í eigu bandaríska lyfjaþróunar- fyrirtækisins Amgen sem er eigandi deCode auk tveggja fjárfestingar- sjóða sem heita Polaris Partners og ARCH Venture Partners. Kári segist ekki hafa ráðið Hannes í starfið þar sem hann stýri ekki hluthöfum NextCode Health. „Þeir réðu Hannes í þetta starf. Einu tengslin við deCode eru þau að NextCode Health kaup- ir af okkur þjónustu.“ Hann segir að eigendur NextCode hafi unnið með Hannesi þegar hann var aðstoðarfor- stjóri deCode, og næstráðandi Kára, um og eftir síðustu aldamót í ein átta ár. Utangarðs að eilífu? Kári segist hins vegar vera á þeirri skoðun að Hannes eigi skilið að fá annan séns í samfélaginu þrátt fyrir fortíð hans í íslensku viðskiptalífi. „Hannes hefur verið utangarðs í ís- lensku viðskiptalífi síðastliðin sex ár. Þrátt fyrir að þú skrifir einhverja frétt um skattarannsókn á honum þá breytir það því ekki að það liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að það eigi að halda honum utangarðs að ei- lífu.“ Kári segir að sex ár séu nægilega langur tími til að komast að því hvort menn hafi gert eitthvað ólöglegt. „Mér finnst að það eigi ekki að halda mönnum með stöðu sakbornings svo árum skiptir.“ Fyrir liggur að Hannes hefur verið til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara, til að mynda skattamál hans, milljarða millifærsla frá FL Group og eins Sterling-viðskiptin svokölluðu. Hannes var einnig einn þeirra sem var framarlega í því að „tjakka upp“ hlutabréfaverð í fyrirtækjum með sér- stæðum viðskiptum eins og Sterling- fléttunni og komu upp miklar deilur innan stjórnar FL Group út af stjórn- unarháttum og ákvörðunum Hann- esar. Forstjóri flug rekstrarhluta FL Group, Ragnhildur Geirsdóttir, lét af störfum vegna þess og þrír stjórnar- menn sögðu af sér. Saga Hannesar í íslensku viðskiptalífi er því alls ekki slétt og felld. Blaðamaður: „En þú getur ekki neitað því að jafnvel þó Hannes verði ekki dæmdur þá ber hann mikla ábyrgð á því hvernig fór í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Hver stýrði FL Group inn í eitt mesta rekstrartap sögunnar á Íslandi?“ Tap FL Group nam tæplega 70 milljörð- um króna árið 2007 og var Hannesi ýtt úr forstjórastól félagsins í kjölfarið. Kári: „Það er ekki nokkur spurn- ing að Hannes, ásamt fjölmörgum öðrum, fór yfir mörk sem við hefð- um átt að setja fyrir lifandis löngu. Sú staðreynd að hann stýrði FL Group eins og hann gerði er dapurlegur kafli í hans sögu, það er ekki spurning um það. En „so what“?“ Hann segir að hann hafi ekki haft neina aðkomu að ráðningu Hannesar í forstjóra- starfið hjá NextCode Health. „Ég hef enga aðkomu að því að ráða hann í þetta starf. Hann er ráðinn í það af áhættufjárfestum sem unnu með honum í átta ár.“ Sjálfsagt að veita annan séns Kári segist hins vegar telja að það sé ekkert að því að Hannes fái annan séns. „Mér finnst alveg sjálfsagt að veita honum annan séns. Ef það eru einhverjir sem eru reiðubúnir að setja fé í þetta fyrirtæki og láta hann stýra því þá sé ég ekkert því til fyrir- stöðu. Ég setti ekki fé í þetta fyrirtæki.“ Hann segist aðeins hafa verið spurð- ur að því hvort hann teldi óráðlegt að ráða Hannes í starfið og að hann hafi sagt nei: „Ég var spurður hvort ég héldi að það væri óráðlegt að gera þetta og mitt svar var nei.“ Kári segist vera á þeirri skoðun að sú tilhneiging samfélagsins eftir hrun íslensku bankanna árið 2008 að dæma menn fyrirfram, án dóms og laga, sé röng: „Mér finnst hins vegar, persónulega og prívat, að sú tilhneiging, sem til dæmis þú hefur sem blaðamaður og margir í þessu samfélagi, að dæma menn áður en þeir hafa verið leiddir fyrir dómstóla, vera skringileg, röng og stangast á við grundvallarreglur réttarríkisins sem ganga út á það að menn eru saklausir eins sekt þeirra er sönnuð.“ En viðskiptasiðferðið? Blaðamaður: ,„En hvað með sið- ferðið, Kári? Það er til eitthvað í mannlegu samfélagi sem heitir sið- ferði og viðskiptasiðferði og Hannesi hefur skrikað fótur þar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og oftar en þrisvar.“ Kári: „Hvað röksemdir hefur þú til að styðja það?“ Blaðamaður: „Ég var búinn að nefna við þig millifærsluna frá FL Group – sem var algjörlega galin – sem verið hefur til rannsóknar og sú staðreynd að Ragnhildur Geirsdótt- ir hætti sem forstjóri, Inga Jóna, Árni Oddur og Hreggviður hættu í stjórn- inni og þeir sem voru að vinna með Hannesi á þeim tíma virðast aldrei hafa kynnst öðrum eins viðskipta- háttum …“ Utangarðs eða innan? Kári: „Hlustaðu á mig, hlustaðu á mig. Ég er handviss um að Hann- es, líkt og margir aðrir, fór á sínum tíma yfir þau mörk sem við hefðum átt að vera búin að setja sem samfé- lag. Hann tók þátt í þessu fjármála- sukki sem einkenndi íslenskt sam- félag á þessum tíma. Þetta var allt saman mjög óæskilegt; að kaupa og selja fyrirtæki og reyna að pumpa upp verðið á þeim. Auðvitað á hann að bera ábyrgð á því, bæði lagalega og siðferðilega.“ Kári telur hins vegar að ákæru- valdið hafi haft fjölmörg ár til að kom- ast að því hvort Hannes hafi brotið lög en að hann hafi ekki verið ákærð- ur. „Þessi tími hefði átt að nægja til að kanna hvort hann hafi brotið lög. Þar til er Hannes saklaus að lögum.“ Kári segir að hann telji að Hannes, og fleiri viðskiptamenn sem fóru mik- inn í hruninu, eigi samt að geta snúið aftur í samfélagið. „Gerir þessi ábyrgð það að verkum að við eigum að skilja þessa menn eftir utangarðs það sem eftir er ævinnar? Ég held því fram að það sé að mörgu leyti óeðlilegt og rangt og í þessu tilfelli þá held ég því fram að það sé sérstaklega óeðlilegt þar sem Hannes hefur breyst mikið.“ Kári bendir líka á að Hannes hafi verið dæmdur af almenningi og að slíkt sé refsing í sjálfu sér. „Ég er líka alveg handviss um að hann er búinn að taka út sína refsingu vegna þess og að hann muni halda áfram að gera. Hann er fullur af angist út af þessu. Mér finnst bara að það eigi að gefa mönnum sem hafa reynt að taka sig á lífinu annað tækifæri til að vera að vera til,“ segir Kári en hann telur að Hannes hafi lært ýmislegt af hruninu. „Það á að gefa mönnum tækifæri á „redemption“ og ég held því fram að Hannes sé ekki undantekning á því.“ „Sá mest bright“ Auk þess segir Kári að Hannes sé mjög greindur og talnaglöggur maður sem búi yfir þekkingu sem geti nýst. „Hann er sá mest „bright“ sem ég hef unnið með og er feikilega kreatív- ur. Ég held að hann geti unnið gott starf fyrir þetta fyrirtæki. Mér finnst það ekki ósamræmanlegt að hann geri það og verði jafnframt kallaður til ábyrgðar fyrir það sem hann kann að hafa gert,“ segir Kári en með því er hann að vísa til kunnáttu Hannes- ar á fjárfestingastarfsemi. Þessir eig- inleikar Hannesar eru umtalaðir og er oft bent á það að á sama tíma og Hannes hafi verið vafasamur í við- skiptum þá sé hann skarpgreindur. Kári segir á sama tíma að fyrir liggi að eigendur NextCode Health séu meðvitaðir um stöðu Hannesar og að þetta þýði væntanlega að hann muni ekki fá marga sénsa ef honum verður á í messunni. „Hannes stend- ur núna á jafnvægisslá,“ segir Kári en með því á hann við að vegna fortíð- ar Hannesar þá megi ekki margt út að bregða hjá honum í nýja starfinu. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á meðal landsmanna um rökin með og á móti því að ráða þekkta viðskipta- menn eins og Hannes Smárason í ýmsar stöður í samfélaginu. Eftir því sem lengra líður frá hruninu má ætla að oftar komi upp slík tilfelli þar sem skeggrætt er hvort ráða eigi þessa menn til ábyrgðarstarfa eða ekki. Kári er ekki í nokkrum vafa í tilfelli Hann- esar, jafnvel þó að hann sé meðvitað- ur um fortíð hans. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Hannes er saklaus að lögum“ Refsing Hannesar Kári bendir á að refsing Hannesar sé meðal annars sú að hann var „utangarðs“ í samfélaginu í sex ár. Menn fái annan séns Kári Stefánsson segist vera á þeirri skoðun að samfélagið eigi að veita mönnum eins og Hannesi Smárasyni annan séns. Mynd SigtRyggUR ARi „Hann hefur verið fullur af angist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.