Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 35
Fólk 35Helgarblað 25.–27. október 2013 mér ekki einu sinni einn konfekt­ mola, það er annaðhvort eða. Ég finn hvernig sykur gerir mig ofsa­ lega þreytta. Þess vegna held ég mig í þessu vegna þess að ég finn raun­ verulega árangurinn. Að auki fer ég í Kramhúsið, jógatíma og leikfimi hjá hinni yndislegu ódrepandi Haf­ dísi.“ Húmor gegn einelti Edda útskrifaðist úr Bifröst síðast­ liðið vor með próf í menningar­ stjórnun og fjallaði lokaritgerðin um gildi húmors á vinnustöðum. „Ég ákvað strax að skrifa um húmor sem stjórntæki á vinnustöðum en ég hef líka haldið námskeið um heilsufarslegan ágóða af því að beita húmor, ef maður beitir hon­ um rétt. Maður getur notað húmor bæði til að gleðja og meiða. Húmor getur einmitt verið mesti skaðræðisvaldurinn í eineltis málum. Og hvað gerir mað­ ur, jú maður reynir auðvitað að hlæja með þótt manni sárni. Í fyrsta lagi þarf að greina húmorinn á vinnustaðnum. Er hann nærandi og sameinandi eða er hann sundr­ andi og eyðileggjandi vegna þess að hann getur verið svo kvikindislegur.“ Vill ekki lengur stuða aðra Edda segist vera orðin mikið við­ kvæmari fyrir því að stuða fólk með kaldhæðnum húmor. „Ég er ekki að segja að kaldhæðni sé alveg bönnuð en ég kýs að beita minni kaldhæðni eingöngu í vernduðum hópi,“ segir Edda og hlær. „Mér var alveg sama einu sinni sem ungur gamanleikari. Ég reyndi að vera eins baneitruð og ég mögulega gat í öllum ára­ mótaskaupum og uppistandsat­ riðum sem ég tók þátt í. Svo fannst mér minn kaldhæðni húmor bara í lagi alls staðar og hugsaði með mér að ef fólk kynni ekki að meta hann þá væri það bara húmorslaust. En með auknum þroska þá fer maður að átta sig á að maður vill ekki særa annað fólk.“ Einelti í leikhúsinu „Ég man eftir atviki þegar að ég var eitt sinn sem oftar að vinna í leik­ húsi að það hreinlega blæddi úr hjartanu á mér í þessu tiltekna verk efni af því að mér fannst nokkr­ ir galgopar þarna svo andstyggi­ legir við einn kunningja minn sem virtist þó í fljótu bragði hafa gaman af þessum húmor. Það endaði með því að ég dró fórnarlambið afsíðis og spurði hvort honum fyndist þetta í rauninni fyndið. Þá leit hann dapur á mig og sagði; nei veistu mér finnst þetta alveg ömurlegt og ég er líka á leiðinni út héðan,“ seg­ ir Edda og bætir því við að atvik af þessu tagi séu mjög algeng á vinnu­ stöðum og að ekki sé tekið á þeim. „Þetta eru sömu frekjudallarnir sem geta vaðið uppi með alveg ótrúlega meiðandi athæfi í formi húmors. Fólk er svo oft uppfullt af höfnun sjálft að það þarf að níðast á öðrum.“ Húmor fyrir sjálfri sér Nú eru Íslendingar jafnan þekktir fyrir að vera kaldhæðin þjóð og eru landsmenn einkar duglegir að gera grín að sjálfum sér, eitthvað sem Edda telur að sé mikilvægur eigin­ leiki. „Það er svo gott að geta hleg­ ið að sjálfum sér. Ég væri dauð úr skömm ef ég gæti ekki hlegið að öll­ um pínlegu atvikunum sem ég hef lent í yfir ævina,“ segir Edda og gerir þar góðlátlegt grín að sjálfri sér en hún segist vera hrakfallabálkur af verri gerðinni og staðfestir þá lýs­ ingu með góðri dæmisögu síðar í viðtalinu. „Ég nota þetta sem fjársjóð til að leyfa fólki að hlæja að mér með mér. Þannig myndast oft svo skemmtileg stemning. Við fjölskyldan og vin­ ir mínir hlæjum mikið saman að minni ógæfu,“ segir Edda brosandi út að eyrum. „En ég hvet líka fólk til að skrifa niður skemmtilegar sögur af börnunum. Maður er svo fljótur að gleyma.“ Allir geta verið fyndnir En nú er fólk mismóttækilegt gagn­ vart gríni. Mörgum finnst tilhugs­ unin um að vekja athygli á sér óbærileg og fólk getur hreinlega verið feimið. Geta allir lært að vera fyndnir? Edda er með gott ráð sem flestir geta tileinkað sér: „Deildu af einlægni brestum þínum! Segðu frá einhverju pínlegu sem þú hefur lent í eða einhverju sem þú skamm­ ast þín kannski pínu fyrir en sem hægt er að hlæja að. Það geta allir beitt svoleiðis kímni. En það útheimtir einlægni og kjark. Það getur hver sem er feng­ ið aðra til að hlæja með þessu móti. Þetta er samt á þeim nótum að þú ert ekkert að reyna að vera fyndinn heldur ertu bara að gefa af þér.“ Edda bætir við að yfirmenn með já­ kvæðan húmor njóti yfirleitt meira trausts og velgengni í starfi. Virðing og traust „Rannsóknir eru að sýna fram á að þeir stjórnendur sem gera góð­ látlegt grín að sjálfum sér vegnar miklu betur í starfi. Þeir njóta meiri virðingar og trausts starfsmanna og fá það besta út úr sínu starfs­ fólki. Fólk sem er mjög valdamikið eða frægt og löngu búið að fá sína staðfestingu er auðmjúkasta fólkið, finnst mér, og það hefur enga þörf fyrir að vera hrokafullt og hefur ekki áhyggjur af því að tapa virðingunni. Margir háttsettir aðilar sem ég er að þjálfa í ræðumennsku hafa áhyggj­ ur af því að tapa virðingunni ef þeir leyfa sér að gera grín að eigin lífi. Ég meina, ber maður meiri virðingu fyrir fólki sem er grafalvar­ legt og steypt í stál þegar það er til dæmis að halda ræðu? Það að deila einhverju persónulegu úr eigin lífi er frábær leið til þess að brjóta ís­ inn. En maður á aldrei að byrja á því að tilkynna að maður ætli að segja fyndna sögu, það er dauða­ dæmt.“ Vinsældir Jóns Gnarr „Nú er fólk ennþá fussandi og sveiandi yfir því að hann sé ekki nógu virðulegur embættismað­ ur en skoðanakannanir sýna að fólk elskar hann bara meir og meir. Það er bara mjög einföld skýring á því. Hann er með einlægari mönn­ um og grínistum sem ég hef á ævi minni kynnst og gjörsamlega veður beint inn í hjartað á manni. Hann hefur sagt sögur sem eru honum mjög erfiðar og endalaust getað gert grín að sér og sínu lífi. Alveg sama hversu margir eru bún­ ir að reyna að koma honum inn í embættismannastífnina þá gerir hann það ekki. Getum við fengið Besta flokkinn inn á Alþingi?“ Fær liðverki af sukki Milli þess sem við Edda spjöllum saman fær hún sér einn og einn bita af spelthrökkbrauði á meðan blaðamaður reynir að koma niður heilli rjómatertusneið. Edda seg­ ist uppskera líkamlega og andlega vanlíðan ef hún leyfir sér að sukka í sykri og mjólkurvörum. „Ég gæti alveg eins hafa verið að hella í mig landa eða annarri ólyfjan linnu­ laust í marga sólarhringa, ég verð svo timbruð eftir sykurfyllerí. Ég lít ömurlega út, fæ poka und­ ir augun og verð gráleit í framan þegar ég dett í sykurinn og hvítt hveiti. Stundum finnst mér ég vera orðin hálfgerður sykurróni og hætti þar með að bera virðingu fyrir sjálfri mér. En mér líður svo illa þannig því ég verð svo þreytt og stirð og fæ liðverki. Það hellist líka oft yfir mig hausverkur og ennisholurnar stífl­ ast á mjög stuttum tíma.“ Beinþynning gekk til baka Edda segist hafa komist yfir marga kvilla sem jafnan hafa verið taldir ættgengir bara með því að breyta mataræðinu. „Ég var með bein­ þynningu sem hreinlega lagaðist og gekk til baka þegar ég tók á því. Ég fór að einbeita mér að brokkolí og sesamfræjum og þarna ertu að fá miklu meira kalk en þú getur nokkurn tímann notað,“ seg­ ir Edda sem leggur áherslu á að kaupa lífrænt vottuð matvæli til að forðast eiturefni og erfðabreyttar lífverur. Vakna upp við vondan draum „Ég get ekki sannað að það séu miklu fleiri vítamín í lífrænt vott­ uðum eplum til dæmis en persónu­ lega vil ég tóna niður skordýraeitrið í mínu fæði, þess vegna reyni ég að borða sem mest lífrænt. Við erum að vakna upp við vondan draum núna. Það er að koma í ljós að svæðið í kringum stóriðjuverin í Hafnarfirði er hreinlega hætt kom­ ið vegna mengunar,“ segir Edda og telur unnin matvæli með of miklu af aukaefnum vera menguð á sinn hátt og skaðleg heilsu manna. „Hugsaðu þér nú kaldhæðnina að ég skuli þrá í reynd hreint fæði, samt finnst mér allt sem er óhollt girnilegt.“ Pínir þetta í sig „Lambakjötið okkar er mjög hreint og við erum ekki búin að eyðileggja fiskinn okkar með þungmálmum. En mér finnst því miður grænmeti frekar vont, nema litlu tómatarnir frá Sólheimum finnst mér algjört sælgæti. En mér leiðist yfirhöfuð að borða grænmeti. Mig langar miklu meira í eitthvað djúpsteikt og bras­ að – eða sætt. Ég öfunda svo fólk sem segist hlakka til að fara á salat­ barinn alveg með glampann í aug­ unum. Mér finnst salatbar ekki girnileg­ ur, ég þarf að taka sjálfa mig með valdi og pína mig í þetta. Þess vegna helli ég í mig grænum drykkjum á morgnana því það er svo fljótlegt og einfalt og af því að ég stend yfir­ leitt við það þá kannski dett ég síð­ ur í það yfir daginn að gúffa í mig brauðmeti, sykri og ís og einhverju sem fer ekki vel í mig – ömurlegt!“ Ástarsamband við Sólheima Edda segist hafa samfélagslega meðvitund að leiðarljósi þegar hún festir kaup á bæði mat og snyrtivör­ um og segist heilluð af samfélaginu á Sólheimum í Grímsnesi þar sem fatlaðir starfa í vernduðu umhverfi. „Mér finnst það samfélagsleg skylda að kaupa frekar heilnæmar vörur af fötluðum einstaklingum. Ég held að öllum finnist skipta miklu máli að styðja við bakið á fólki sem hefur ekki sömu möguleikana og ég og þú. Sólheimar er auð­ vitað einstakt fyrir bæri í heim­ inum. Vörurnar þeirra eru ekki bara á heimsmælikvarða, t.d. snyrtivörurnar, heldur halda þeir einstaklingar sem eru fatlaðir, full­ komlega reisn sinni á Sólheimum og lifa á listsköpun og með því að rækta náttúruna. Þetta er blandað samfélag af bæði fötluðum og ófötluðum en þar vinna bara allir saman. Ég hreinlega elska Sólheima. Þarna finnurðu líka best varðveitta leyndarmálið í ferðabransanum: gistiheimilið Brekkukot og ráð­ stefnuhúsið Sesseljuhús, ótrúlega flott hvort tveggja.“ „Maðurinn sem ég var gift í 30 ár er besti vinur minn í dag „Ég er fíkill og ef mér þætti til dæmis áfengi yfirhöfuð gott þá væri ég líklega alkóhólisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.