Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 16
1 Guðbjörg Matthíasdóttir 61 árs Eignir: 4.049 milljónir kr. Búseta: Vestmannaeyjar n Guðbjörgu Magneu Matthíasdóttur þarf vart að kynna en síðastliðin ár hefur hún verið ríkasta kona Íslands sem og skattadrottning Íslands. Auðæfi hennar má rekja til eiginmanns hennar, Sigurðar Einarssonar, og fyrirtækis hans Ísfélags Vestmannaeyja. Hann lést langt um ald­ ur fram árið 2000 en hann hafði stundað útgerð í Vestmannaeyjum um árabil. Sagt hefur verið að Guðbjörg hafi verið heppnasta kona landsins í hruninu, en vegna samnings sem hún hafði gert gat hún selt hluti í Glitni fyrir 3,5 millj­ arða króna síðasta virka dag fyrir hrun. Í dag er hún helsti eigandi Ísfélagsins hf. sem og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. 2 Kristján V. Vilhelmsson 59 ára Eignir: 1.663 milljónir kr. Búseta: Akureyri n Kristján V. Vilhelmsson er ríkasti karlmaður landsbyggðarinnar. Hann er annar aðaleigenda og stjórnenda Samherja, ásamt frænda sínum Þorsteini Má Baldvinssyni, með 33 prósenta hlut í fyrirtækinu. Gengið hefur vel hjá Samherja síðastliðin ár og það er eitt stærsta sjávarútvegsfyrir­ tæki Evrópu. Samherji og félög í eigu Samherja hafa keypt margar fyrir­ tækjaeignir á Íslandi á liðnum árum, meðal annars Útgerðarfélag Akureyrar, Berg­Hugin í Vestmannaeyjum, stóran hlut í Olís og verktakafyrirtækið Jarðboranir svo eitthvað sé nefnt. Kristján er kvæntur Kolbrúnu Ingólfsdóttur. 3 Þorsteinn Már Baldvinsson 61 árs Eignir: 1.609 milljónir kr. Búseta: Akureyri n Þorsteinn Már Baldvins­ son kemur fast á hæla frænda sínum Kristjáni hvað varðar auð. Hann er stærsti hluthafi og forstjóri Samherja, sem er best stadda útgerðarfélag Íslands. Starfsemi Samherja teygir sig til fjölmargra landa utan Íslands, en einungis þriðjungur starfsemi fyrirtækisins fer fram hér á landi. Eignarhaldsfélag Þorsteins, Steinn, sem heldur utan um hlut hans í Samherja, á eignir upp á meira en 2,8 milljarða. Steinn fékk 335 milljóna króna arð inn í einkahlutafélag sitt árið 2011 vegna hagnaðar Samherja árið á undan. Þorsteinn Már er ókvæntur. 4 Jón Zimsen 66 ára Eignir: 1.481 milljón kr. Búseta: Dalabyggð n Auðæfi Jóns Zimsen má rekja til arfs frá föður hans Christian Zimsen, lyfja­ fræðingi og stofnanda Laugarnes­ apóteks. Öll systkini Jóns – Kristinn, Nils og Else – eru mjög auðug en Jón er þó sá eini sem býr á landsbyggðinni. Faðir Jóns Christians sat meðal annars í stjórn lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. Jón er kvæntur Jóhönnu Halldóru Sigurðar­ dóttur. G uðbjörg Matthíasdóttir, helsti eigandi Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum, er langríkasti íbúi landsbyggðarinnar sam- kvæmt skatt- og útsvars- skrá 2012, en hrein eign hennar árið 2011 nam fjórum milljörðum. Auðæfi hennar má rekja til arfs sem og ótrú- legrar heppni. „Korteri“ fyrir hrun seldi hún hluti í Glitni fyrir 3,5 millj- arða króna. DV birtir í dag upplýsingar um rík- ustu einstaklinga landsbyggðarinn- ar en upplýsingar um eignir þeirra er að finna í skatt- og útsvarsskrám fyrir árið 2012. Aðeins þeir sem eiga meira en 160 milljónir í hreina eign eru tekn- ir fyrir. Séu hjón sem eru samsköttuð talin saman eru einungis þrjátíu og sex einstaklingar eða hjón sem eiga meira en 160 milljónir í hreina eign á landsbyggðinni. Samkvæmt úttekt sem DV birti í október árið 2011 áttu þá um 100 einstaklingar sem bjuggu í Reykjavík einni meira en 180 milljónir. Flestir efnamenn þjóðarinnar virðast þannig búa í Reykjavík eða þar í kring. Fimm einstaklingar búsettir á landsbyggðinni eiga meira en millj- arð, samkvæmt skattskrám. Sé rýnt í tölurnar sést að þeir fimm ríkustu skera sig nokkuð úr hvað ríkidæmi varðar. Ríkissjóður verður af um fimm milljörðum Upplýsingarnar um hve miklar eign- ir auðmennirnir eiga koma fram í því hve mikið þeir borguðu í auðlegðar- skatt. Skatturinn var settur fyrst á árið 2010 fyrir árið 2009 en var breytt við álagningu fyrir gjaldárið 2011. Þá hækkaði hann úr 1,25 prósentum í 1,5 prósenta skatt á eignir yfir sjötíu og fimm milljónir fyrir einstaklinga og hundrað milljónir fyrir samskattaða (hjón). Tekjur ríkissjóðs af skattinum voru áætlaðar um fimm milljarðar árið 2011. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra tilkynnti nú í sumar að auð- legðarskattur yrði ekki framlengdur. Bjarni sagði á sínum tíma að hann teldi skattinn jafnvel brjóta í bága við stjórnarskrá en því hefur verið haldið á lofti að um hreina eignaupptöku sé að ræða – fremur en skatt. Dómur sem féll á fimmtudag, þar sem Guðrún Helga Lárusdóttir, eigandi Stálskipa, fór í mál við ríkið vegna auðlegðar- skattsins, tekur af vafa um ólögmæti skattsins. Ríkið var þar sýknað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Kvóti og arfur algengasta uppspretta auðsins DV varpar í dag ljósi á hvernig fólkið, 36 ríkustu einstaklingar á landsbyggðinni, auðg- uðust. Í mörgum tilvikum reyndist það auðgert en þó eru nokkrir á list- anum sem láta lítið fyrir sér fara. Í mörg- um tilvikum þar sem litlar eða engar upplýsingar fundust um viðkomandi auðmann kom í ljós að auður þeirra er til kom- inn vegna arfs. Segja má að tvær meginskýringar séu á því að fólkið á listanum auðgað- ist jafn mikið og raun ber vitni. Margir hafa auðgast vegna kvóta eða reksturs í tengslum við sjávarútveg. Hin al- gengasta ástæða þess að fólkið er auðugt er arfur; fé sem fólk hefur erft frá foreldrum sínum eða systkinum. Þó allnokkrir á listanum hafi auðg- ast vegna arfs eru nokkuð margir sem brotist hafa til efna af eigin ramm- leik. Þar má nefna Arngrím Jóhanns- son, fyrrverandi eiganda flugfélagsins Atlanta, og Ásgeir Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóra vöruþróunar- sviðs Marel. Bersýnilegt er þó að útgerð og tengd starfsemi er uppruni bróðurparts auðsins. Sé litið til aldurs- samsetningar sést að ekki er um nein unglömb að ræða, en meðal aldur auðmanna landsbyggðarinnar er 64 ár. Einungis fjórir hafa ekki náð sex- tugsaldri. Aðeins einn í Reykjanesbæ Á kortinu hér til hliðar má sjá hvar ríkustu einstak- lingar lands- byggðarinnar búa en athygli vekur að það eru helst þrír staðir sem stór- eignarfólkið býr helst á: Akureyri, Vestmannaeyjar og Ísafjörður. Sér- staka athygli vekur þó hvar fáir auð- menn finnast miðað við fólksfjölda, en þar sker Reykjanesbær sig verulega úr. Þrátt fyrir að tæp fimmtán þúsund manns búi þar, samanber átján þús- und á Akureyri, býr aðeins einn þar sem kemst á lista þeirra 36 auðugustu á landsbyggðinni. Annað svæði sem sker sig úr er norðausturhluti landsins. Enginn búsettur í Þingeyjarsýslum eða á norðaustur horni landsins kemst á listann. DV mun á næstu dögum og vikum fjalla áfram um auðugustu Íslendingana – þar sem sjónum verður beint að byggðarkjörnum á höfuðborgarsvæðinu. n 16 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað Auðmenn landsbyggðar n Lestu um 36 ríkustu Íslendingana á landsbyggðinni n Fáar konur á listanum Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is 4 8 9 10 36 ríkustu á landsbyggðinni 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.