Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 11
Milljarður fyrir SMS Fréttir 11Helgarblað 25.–27. október 2013 Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Hágæða snyrtivörur úr lífrænum efnum og að sjálfsögðu paraben fríar Með því að velja Dr. Hauschka getur þú verið viss um að þú sért ekki að nota eiturefni á húðina þína. Dr. Hauschka 20% afsláttur af öllum Dr. Hauschka snyrtivörum til 31. desember 20% afsláttur ! Mikiðúrval Paraben fríar vörur n Jón Ásgeir og Ingibjörg græddu í Færeyjum n Seldu 50 prósenta hlut í verslanakeðjunni E ignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og tengdra aðila seldi 50 prósenta hlut í færeysku verslanakeðjunni SMS í fyrra fyrir nærri milljarð króna. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhalds- félagsins sem heitir Apogee ehf. Honum var skilað til ársreikn- ingaskrár ríkisskattstjóra þann 22. október síðastliðinn. Ársreikn- ingurinn er óendurskoðaður. Rekur fimm Bónusverslanir SMS rekur tíu verslanir í Færeyjum og eru fimm Bónusverslanir þar á meðal. Greint var frá sölu Apogee ehf. á hlutnum í SMS í mars í fyrra en kaupverðið var ekki tekið fram. Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ás- geirs, tjáði sig um söluna á fyrir- tækinu við fjölmiðla og benti á að áhugi forsvarsmanna Apogee lægi annars staðar. Þeir Jóhannes og Jón Ásgeir settu Iceland-keðjuna svo á laggirnar á Íslandi. Núverandi stjórnarmenn fé- lagsins eru Ingibjörg Pálmadóttir og systir Jóns Ásgeirs, Kristín Jóhannesdóttir. Ingibjörg er sömuleiðis framkvæmdastjóri þess. Eigandi Apogee ehf. er huldufélagið Moon Capital í Lúxemborg en erfiðlega hefur gengið að fá staðfest hver á það félag. Moon Capital á hins vegar hlutabréf í fjölmiðlafyrirtækinu 365 og er Ingibjörg Pálmadóttir sögð vera eigandi 365. Keypt af Ingibjörgu Þó svo að Apogee hafi selt hluta- bréfin í SMS á nærri milljarð króna, tæplega 937 milljónir, þá var rúmlega 180 milljóna króna tap á rekstri félagsins í fyrra. Eign- ir félagsins nema 920 milljónum króna og skuldirnar nema rúm- lega 340 milljónum króna. Eitt af því sem Apogee gerði á síðasta ári var að kaupa 30 pró- senta eignarhlut í eignarhalds- félaginu IP Studium, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, fyrir tæplega 140 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi félagsins. Ingibjörg er fram- kvæmdastjóri beggja félaganna og var með milljón krónur í laun á mánuði út úr síðarnefnda fé- laginu í fyrra, líkt og greint var frá í fjölmiðlum fyrir skömmu. IP Stud ium skilaði tæplega 112 millj- óna króna hagnaði í fyrra og var sá hagnaður að mestu tilkominn út af hlutdeild í hagnaði Stöðvar 2. Nú hefur Apogee keypt hlut í IP Studium, og þar af leiðandi fjöl- miðlafyrirtækinu 365, eftir söluna á SMS í Færeyjum. Óljóst eignarhald DV hefur fjallað umtalsvert um eignarhaldið á Moon Capital síðast liðinn ár. Félagið er stærsti skráði hluthafi 365 með meira en 43 prósenta hlut. Eignarhaldið á Moon Capital og þar með Apogee og 365 er hins vegar óljóst. Um mitt ár í fyrra reyndi DV ítrekað að fá upplýsingar um eignarhaldið á Moon Capital frá Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en án ár- angurs. Meðal þess sem komið hefur fram í umfjöllun DV er að á heimasíðu fjölmiðlanefndar er Moon Capital sagt vera stærsti eigandi 365 og Ingibjörg Pálma- dóttir er sögð vera aðaleigandi 365. Hins vegar var Moon Capital einnig eigandi Apogee sem hélt utan um SMS-keðjuna í Færeyjum og var Jóhannes Jónsson sagður vera eigandi hennar. Eignarhaldið á SMS og Stöð 2 var því í gegnum sama félagið, Moon Capital, sem skráð er í Lúxemborg. Jóhannes Jónsson var hins vegar aldrei sagður vera eigandi 365 og Ingi- björg Pálmadóttir var aldrei sögð vera eigandi SMS. Þarna er því um misræmi að ræða. Samkvæmt gögnum sem DV hefur hins vegar undir höndum er hluthafi Moon Capital sagður vera European Market Services, fyrirtæki í Bretlandi sem sérhæf- ir sig í þjónustu við fjárfesta og fyrir tæki. Eigendur þess félags eru sagðir vera tveir: Eignarhalds- félagið Remp Co. Ltd. í Nassau á Bahamaeyjum og annað fé- lag, Riverside Investment Corp, sem er skráð á Seychelles-eyj- um. Lengra hefur DV ekki getað komist í að reyna að átta sig á eignarhaldinu á Moon Capital og þar með á Stöð 2 og færeysku verslanakeðjunni áður en Apogee seldi hlut sinn í henni. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Selt fyrir tæpan milljarð Apogee seldi hlut sinn í færeysku verslanakeðjunni SMS fyrir tæpan milljarð í fyrra. Í kjölfarið keypti fé- lagið hlutabréf í einu eignarhalds- félagi Ingibjargar Pálmadóttur fyrir nærri 140 milljónir. „ Ingibjörg er framkvæmdastjóri beggja félaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.