Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 26
Sandkorn Á tökin um vegalagninguna um Gálgahraun eiga sér margar hliðar. Náttúruverndarsinnar telja að Vegagerðin sé að beita fáheyrðum yfirgangi með því að skera í sundur hraunið undir lög- regluvakt áður en Hæstiréttur nær að að kveða upp úrskurð sinn um lög- mæti þess að gera veginn. Mótmælendur hafa reynt allt til þess að stöðva framkvæmdirnar sem þeir telja fela í sér óafturkræft tjón. Þeir hafa þó ekki haft árangur sem erfiði því lögreglunni var miskunnar- laust sigað á mótmælendur. Eldra fólk varð fyrir hnjaski. Svo langt gekk valdstjórnin að einn helsti náttúru- verndarsinni þjóðarinnar var sviptur frelsi sínu og hann borinn nauðugur á brott. Ómar Ragnarsson nýtur þess heiðurs að dagur íslenskrar náttúru er á afmælisdaginn hans. Ruddar Vega- gerðarinnar, hvattir áfram af spuna- meistara ríkisfyrirtækisins, skeyttu hvorki um heiður né æru þegar þeir veittust að og handtóku mótmælend- ur sem áttu ekki aðra hagsmuni en þá að vilja vernda íslenska náttúru. Fram- ganga valdstjórnarinnar í Gálgahrauni er svartur blettur á öllum þeim sem þar gripu til ofbeldis gegn fólki sem af hugsjónaástæðum berst gegn eyði- leggingu lands. Náttúruvernd á nefni- lega víðar við en á hálendi landsins. En það er önnur hlið á þessum málum. Gríðarlegir hagsmunir eru fyrir eigendur lands sem liggur í grennd við nýja veginn. Fyrir eigend- ur jarðarinnar Selskarðs skipti miklu máli hvernig vegurinn færi um svæð- ið. Á meðal eigenda eru fjögur systkini úr Engeyjarættinni með 10 prósenta hlut. Allir eigendur Selskarðs hafa talað einni röddu þar sem kemur að hagsmunavörslu vegna jarðarinnar. Árið 2000 var það mat þeirra að jörðin væru 2.000 milljóna króna virði vegna fyrirhugaðra bygginga 400 íbúða á svæðinu. Nú hefur þjónustukjarni ver- ið skipulagður á jörðinni og eigendur beita sér áfram fyrir því að 400 íbúða svæðið fái að rísa. Hluti eigendanna er valdafólk í Garðabæ. Byggingarframkvæmdirnar höfðu verið samþykktar af bæjaryfir- völdum. Bjarni Benediktsson, núver- andi fjármálaráðherra, sat í skipulags- nefnd Garðabæjar. Upplýsingafulltrúi Garðabæjar staðhæfði í fréttatilkynn- ingu að hann hefði ávallt vikið af fund- um. Nú er komið á daginn að þetta er ósatt. Bjarni sat sex af sjö fundum þar sem fjallað var um jörð föður hans og frændfólks. Ljóst að eigendur Sel- skarðs eru ekki með það á stefnuskrá sinni að land þeirra verði útivistar- svæði, eins og haldið hefur verið fram. Þar er stefnt að byggingu þjónustu- kjarna og þá eru fjölmargar íbúðir á teikniborðinu. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við þau markmið. En fólk á ekki að sigla undir fölsku flaggi og þykjast vera unnendur náttúrunnar þegar peningarnir eru í forgangi. Eigendur Selskarðs beittu þrýstingi til þess að ráða vegstæðinu. Fyrir því lágu aðeins fjárhagslegar ástæður. Þeirra barátta snýst um peninga. Jörð sem í árdaga kostaði einn af ættfeðrum Engeyingar og fleiri aðila smáaura er nú að þeirra eigin mati milljarðavirði. Átökin um veginn í Gálgahrauni eru því tvenns konar. Ómar Ragnarsson er að berjast fyrir íslenska náttúru á meðan eigendur Selskarðs vilja græða. Annar hópurinn berst í sama anda og Gandhi en hinn hópurinn er með lög- menn og lobbíista á sínum snærum til að tryggja verðmæti eigna sinna. Þar er ólíku saman að jafna. Gálgahraunsmálið veitir innsýn í heim þar sem tekist er á um skipulag til að fólk geti auðgast persónulega. Milljarðahagsmunir velta á því hvar vegur er lagður. Baráttan á sér stað að tjaldabaki en það má átta sig á at- burðarásinni með því að leita uppi op- inber skjöl. Það er hlutverk fjölmiðla að raða saman púsluspilinu og setja mál í samhengi. Deilan um veginn er margslungin og flóknir hagsmunir einkaaðila blandast þar hagsmunum íslenskrar náttúru. n Kraftaverk þarf n Sjálfstæðismenn í Reykja- vík biðja nú um kraftaverk til þess að það náist að skáka Jóni Gnarr borgarstjóra sem fer með himinskautum í fylgi. Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Þor- björg Helga Vigfúsdóttir þykja ekki búa yfir þeim pólitíska töframætti sem þarf til að Sjálfstæðisflokkurinn nái reisn. En af leiðtogaefnun- um þremur þykir Þorbjörg vera sigurstranglegust. Vilja stjórnarslit n Innan Sjálfstæðisflokksins er tekið að gæta óþols vegna loforðaglamurs Framsóknar- flokksins. Það er almenn skoðun flokksmanna að ekki verði hægt að standa við það að fella niður stóran hluta af skuld- um íbúðareigenda. Leið Framsóknarflokksins er sú að prenta einfaldlega peninga til að standa við loforðið. Þær raddir eru uppi innan Sjálf- stæðisflokksins að stjórn með Framsókn sé dauðadæmd og Bjarni Benediktsson formað- ur verði að höggva tímanlega á hnútinn áður en fylgi hans fer sömu lóðréttu leið og fylgi Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar. Einelti á örþreyttan n Mikil varnarbarátta er hafin til að bjarga Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráð- herra frá því að sogast ofan í svarthol eigin kosningalof- orða. Einn af gæðingum Framsókn- ar, Guðlaugur Sverrisson, ritaði pistil á Pressuna sem var endurbirtur á Eyjunni. Þar segir hann að fjölmiðlar og stjórnarandstaða leggi flokkinn og Sigmund í einelti. Sigmundur virðist vera örþreyttur eftir nokkra mánuði á stóli forsætisráð- herra og brá sér í leynilegt frí í vikunni fyrir kjördæmaviku. Telur Guðlaugur það hafa ver- ið fíflagang fjölmiðla að leita að ráðherranum. Rekin úr skóla n Afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir hefur undan- farið rakið sögu sína fyrir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fyrrverandi alþingismanni. Þar segir hún frá sigrum sínum á suðurskautinu og sumum af hæstu fjöllum veraldar. Annað forvitni- legt er að hún var rekin úr nokkrum framhaldsskólum og virðist hafa verið fyrir- ferðarmikil á unglingsárum. Þeir hrintu mér Við þolum meiri skuldir en margur annar Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, um bága fjárhagsstöðu Sandgerðisbæjar. – DV Ruddar Vegagerðarinnar„Milljarðahagsmunir velta á því hvar vegur er lagður N iðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins hófst ekki með efnahagshruninu 2008. Það sem hins vegar gerðist í kjölfar þess var að niðurskurðurinn var þá stóraukinn eða um á milli 20 og 25% á fjórum árum! Starfsmönnum var fækkað, tækja- kostur drabbaðist niður og dregið var úr þjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk og landsmenn almennt létu sig hafa þetta – þótt margir mótmæltu hástöfum, ekki síst á landsbyggðinni. Allir sáu þó hvernig komið var fyrir ríkis sjóði. En þótt þetta væri látið gott heita af margra hálfu, þá breytir það ekki því að alltof langt var gengið eins og nú er að koma í ljós. Niðurskurður fyrir og eftir hrun Í þenslunni í aðdraganda hruns hafði sem áður segir verið stöðugur niður- skurður sem á fínu máli gengur undir heitinu hagræðingarkrafa. En niður- skurður fyrir hrun var af öðrum toga en eftirhruns-niðurskurðurinn að því leyti að fyrirhruns-ríkisstjórnir vildu knýja fram kerfisbreytingar í heil- brigðiskerfinu í átt til einkavæðingar, og nýta sér aðhald og þrengingar til að ná því fram. Þetta var og er galin hug- mynd því kerfið verður í senn dýrara og ranglátara með einkavæðingu. En það skipti Sjálfstæðisflokkinn og fylgi- fiska hans ekki máli því þetta var póli- tískur rétttrúnaður hægri manna. Rétt er að rifja þetta upp til að gera sér betur grein fyrir því hve illa er komið fyrir heilbrigðisþjónustu okk- ar og þá einnig þeim hættum sem framundan eru. Dýfan eftir hrunið var sem sé ofan á áralangan niðurskurð. Fækkað um helming! Í byrjun vikunnar skrifar 31 yfirlækn- ir grein í Fréttablaðið þar sem talað er um mjög alvarlega „bresti í starf- semi lykildeilda“ á Landspítalanum. Fréttir þessa dagana um að fólk þurfi að bíða eftir krabbameins rannsókn vikum saman verður skiljanleg þegar við fáum jafnframt að vita að krabbameinslæknum á lyflækninga- deild Landspítalans hafi fækkað um helming á síðustu misserum. Á öðr- um deildum er og víða mannekla og tækjaskortur. Heilbrigðisráðherra, Kristján Júlíus son, sagði í byrjun sumars að menn yrðu að taka höndum saman heilbrigðiskerfinu til varnar. Ég er sannfærður um að flestir Íslendingar eru því fylgjandi. En þá er eins gott að endurtaka ekki gömul mistök. Því miður er ekki frítt við að ég óttist það því sami mannskapur er nú kominn til valda og fyrir hrun. Hin pólitísku heimkynni eru altént hin sömu. Vilja bjóða gamla fólkið út Þannig hefur verið ákveðið, svo dæmi sé tekið, að flytja gamalt, sjúkt fólk út af Landspítalanum í hagræðingar- og sparnaðarskyni á Vífilsstaði. Þetta kann að vera skynsamlegt. En ekki leið á löngu frá þessari ákvörðun þar til okkur var sagt á forsíðu Morgun- blaðsins að til stæði að bjóða gamla fólkið á Vífilsstöðum út, enda væri það „ekki í verkahring spítalans“ að reka Vífilsstaði. En ríkisins – og þá bara í verktöku? Það kann að vera að þetta sé ekki dæmigert um alla þætti en hitt óttast ég þó að útboðin séu að hefjast á nýjan leik. Útboð leysa engan vanda En ég spyr, halda menn að útboð á sviði heilbrigðismála sé ávísun á ódýrara og hagkvæmara fyrirkomulag til lengdar? Eða stendur til að bjóða sömu starfsemi út á nokkurra ára fresti? Ég held ekki. Þegar útboð hefur farið fram, breyt- ist ekkert næstu áratugina því rekstur- inn verður ekki rifinn reglulega upp með rótum til að fá öðrum rekstrar- aðila í hendur. Nú vil ég taka það fram að ýmsir félagslegir aðilar og sjálfs- eignarstofnanir reka hjúkrunarheimili með ágætum. En síðan höfum við líka dæmi um að gagnstæða. Ráðherra tali skýrt Heilbrigðisráðherra verður að skýra betur út hvað fyrir honum vakir. Hann þarf líka að gera okkur grein fyrir því hvort aðferðafræði fyrir-hruns áranna verður endurvakin að nýju. Er ein- vörðungu verið að tala um hjúkrunar- heimili eða einnig aðra þjónustu þegar útboð eru annars vegar? Lítur núverandi heilbrigðisráð- herra á heilbrigðisþjónustu sem sam- félagsþjónustu þar sem eru læknar og sjúklingar eða lítur hann á hana sem bisniss þar sem eru seljendur og kaupendur, bisnissmenn og kúnnar? Þegar kallað er eftir samstöðu verða menn að koma hreint fram og leggja öll spil á borðið. Heilbrigðisstarfsfólk á allt gott skilið Að undanförnu hafa alþingismenn fengið skæðadrífu áskorana frá verð- andi læknum sem lýsa áhyggjum yfir því hvernig komið er fyrir heilbrigðis- kerfinu og hvert stefnir að óbreyttu. Það er í mínum huga traustvekjandi að heyra þessa tóna. Það er ekki sæmandi fyrir Ís- lendinga sem eru rík þjóð og hafa á að skipa vel menntuðu og sérlega færu starfsfólki að láta heilbrigðiskerfið drabbast niður. Mál er að linni. n Björgum heilbrigðiskerfinu! Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 25.–27. október 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Eiður Svanberg um lögregluna í Gálgahrauni. – DV Kjallari Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.