Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 20
20 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað 18 Njörður O. Geirdal 74 ára Eignir: 415 milljónir kr. Búseta: Bláskógabyggð n Njörður er eigandi Galtalækjar og menntaður arkitekt. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Snorradóttur. 19 Selma Jóhannsdóttir 73 ára Eignir: 408 milljónir kr. Búseta: Vestmannaeyjar n Selma er ekkja Gunnars Jónssonar sem lést fyrr á árinu. Árið 1975 keypti hann Ísleifsútgerðina ásamt fleirum og var skipstjóri á nýjum Ísleifi allt til ársins 2004 þegar þeir seldu Vinnslustöðinni reksturinn. 20 Arna Alfreðsdóttir 51 árs Eignir: 391 milljón kr. Akureyri n Arna er fyrrverandi eiginkona Baldurs Guðnasonar sem er ofar á lista. Ætla má að auðæfi hennar megi rekja til skilnaðarins. 21 Þórólfur Gíslason 61 árs Eignir: 372 milljónir kr. Skagafjörður n Framsóknarmaðurinn Þórólfur Gíslason stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki. Hann hefur persónulega hagnast gífurlega síðastliðin ár á ýmsum hlutabréfa- viðskiptum. Hann er kvæntur Andreu Dögg Björnsdóttur. 22 Ellert Vigfússon 58 ára Eignir: 356 milljónir kr. Búseta: Ásahreppur n Ellert er framkvæmdastjóri Sjóvíkur og fyrrverandi forstjóri Icelandic USA & Asia sem var selt fyrir nokkrum árum. Ellert er kvæntur Jóhönnu Sigríði Njálsdóttur. 23 Guðjón Stefán Guðbergsson 70 ára Eignir: 356 milljónir kr. Búseta: Rangárþing eystra n Guðjón Stefán er fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteigna- og fram- kvæmdasviðs gamla Olíufélagsins. Hann græddi töluvert á hlutabréfavið- skiptum í Olíufélaginu. Hann er kvæntur Sigríði Hjartar sem er fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins. 24 Hjálmar Þór Kristjánsson 55 ára Eignir: 354 milljónir kr. Búseta: Snæfellsbær n Hjálmar Þór er aðaleigandi KG fiskverkun (Hellissandur). Hann er sonur Kristjáns Guðmundssonar sem stofnaði Brim hf. árið 1998 er hann skipti rekstri sínum á Rifi. Í dag er Hjálmar annar eigenda Brims hf. ásamt bróður sínum Kristjáni Guðmundssyni sem hefur verið töluvert meira í sviðsljósinu. Hjálmar er kvæntur Lydíu Rafnsdóttur. 25 Guðjón B. Steinþórsson 66 ára Eignir: 331 milljón kr. Búseta: Akureyri n Stofnaði húsgagnaverslunina Vörubæ ásamt föður sínum Steinþóri Jensen árið 1975. Hann seldi verslunina árið 2006. 26 Gunnar Ásgeirsson 70 ára Eignir: 326 milljónir kr. Búseta: Sveitarf. Hornafjarðar n Gunnar Ásgeirsson er stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess og situr í stjórn LÍÚ fyrir hönd þess fyrirtækis. Sagt hefur verið að Skinney-Þinganes sé fjölskyldufyrirtæki Hall- dórs Ásgrímssonar. Fyrirtækið hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna árið 2011 og fengu hluthafar 367 milljónir í arð. Gunnar er kvæntur Ásgerði Arnardóttur. 27 Einar Björn Einarsson 48 ára Eignir: 322 milljónir kr. Búseta: Sveitarf. Hornafjarðar n Einar Björn er staðarhaldari á Jökulsárlóni og er eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlón ehf. Fyrirtækið siglir með ferðamenn á Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi. Einar er auk þess eigandi Pakkhússins. Einar Björn er kvæntur Evu Sveinbjörgu Ragnarsdóttur. 28 Bjarni Bjarnason 54 ára Eignir: 319 milljónir kr. Búseta: Akureyri n Bjarni hefur lengi starfað sem skipstjóri og rak útgerðarfélag í samstarfi við Sverri heitinn Leósson. Þeir gerðu út Súluna þar til hún var seld árið 2007. 29 Bjarni Aðalgeirsson 69 ára Eignir: 304 milljónir kr. Búseta: Norðurþing n Bjarni er eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Langaness hf. Hann er framsóknarmaður og var borgarstjóri Húsavíkur um tíma. Hann er kvæntur Þórhöllu Sigurðardóttur. 30 Ólafur Ólafsson 56 ára Eignir: 289 milljónir kr. Eyja- og Miklaholtshreppur n Flestir kannast við Ólaf Ólafsson kaup- sýslumann en árið 2011 var hann með búsetu í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Í dag er hann skráður með búsetu í Bretlandi. Hann er eigandi Samskipa og fyrrverandi næststærsti hluthafi Kaupþings. Hann er einn sakborninga í Al-Thani málinu. Hann er kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur. 31 Steinþór Bjarni Kristjánsson 47 ára Eignir: 285 milljónir kr. Ísafjarðarbær n Steinþór Bjarni er fyrrverandi eigandi Kambs hf. ásamt bróður sínum Hinriki. Þeir seldu sjávarvinnslufyrirtækið árið 2008 og hagnaðist Steinþór um 150 til 200 milljónir á sölunni. Hann rekur bæði trésmiðju og verslun á Ísafirði. Hann er kvæntur Mörthu Sigríði Örnólfsdóttur. 32 Eiríkur Tómasson 60 ára Eignir: 273 milljónir kr. Grindavík n Framkvæmdastjóri og einn eigenda Þor- bjarnar hf. í Grindavík og varaformaður LÍÚ. Þorbjörn hf. er þriðja stærsta útgerðar- félag landsins miðað við þorskígildistonn. 33 Gunnar Sigvaldason 75 ára Eignir: 268 milljónir kr. Fjallabyggð n Gunnar er stjórnarformaður og einn eigenda Ramma hf. Sjávarútvegs- fyrirtækið gerir út fimm skip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir flatfisk-, karfa- og humarvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjalla- byggð. Hann er kvæntur Báru Finnsdóttur. 34 Kristín Elín Gísladóttir 65 ára Eignir: 255 milljónir kr. Vestmannaeyjar n Kristín Elín er ekkja Gunnlaugs Ólafssonar, en hann gerði út Gandí VE. Hann sat í stjórn Vinnslustöðvarinnar þar til hann lést árið 2005. Kristín á tæpan helmingshlut í Seil ehf. sem á svo umtalsverðan hlut í Vinnslu- stöðinni hf. 35 Kristín Vilhelmína Sigfinnsdóttir 70 ára Eignir: 249 milljónir kr. Djúpavogshreppur n Ljóðskáld og dóttir Sigfinns Vilhjálmssonar útgerðarmanns. Sigfinnur var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Svans hf. 36 Birgir Ingi Guðmundsson 49 ára Eignir: 249 milljónir kr. Grindavík n Sonur Guðmundar á Hópi útgerðarmanns og eigandi Þórkötlustaða Austur 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.