Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 6
Helgarblað 13.–16. desember 20136 Fréttir
Forsala miða á Landsmót 2014 er í fullum
gangi og stendur hún til og með
31. desember 2013
Miði er frábær jólagjöf í pakka
hestamannsins og hjá okkur færðu falleg
gjafabréf. Hafðu samband í 514 4030 eða á
landsmot@landsmot.is
Kauptu jólagjöfina á
www.landsmot.is
Jólagjöf hestamannsins!
Þungir, sögulegir dómar
n Héraðsdómur tók nær alfarið undir málflutning ákæruvaldsins n Áralangir fangelsisdómar
E
iga brotin sér ekki hliðstæðu
í íslenskri réttarframkvæmd
[…] Eiga ákærðu sér engar
málsbætur,“ segir í niður-
stöðukafla dóms Héraðs-
dóms Reykjavíkur í Al-Thani mál-
inu sem féll á fimmtudaginn. Símon
Sigvaldason kvað upp dóminn og er
hann sögulegur fyrir margra hluta
sakir. Meðal annars er um að ræða
þyngstu dóma sem fallið hafa í efna-
hagsbrotamáli á Íslandi og þá lang-
þyngstu sem fallið hafa í markaðs-
misnotkunarmáli. Dómurinn gæti
þar að auki haft mikið fordæmisgildi
fyrir önnur markaðsmisnotkunarmál
innan íslenska bankakerfisins á árun-
um fyrir hrunið, meðal annars Stím-
málið í Glitni.
Með dómnum voru Hreiðar Már
Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður
Einarsson og Magnús Guðmunds-
son dæmdir til fangelsisvistar vegna
Al-Thani málsins svokallaða: Kaupa
katarska sjeiksins Al-Thanis á rúm-
lega 5 prósenta hlut í Kaupþingi fyrir
á þriðja tug milljarða í lok september
2008. Kaupþing fjármagnaði viðskipt-
in. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs
árs fangelsisdóm, Sigurður fimm ára
dóm, Ólafur þrjú og hálft ár og Magn-
ús þrjú ár. Dómarnir eru allir óskil-
orðsbundnir.
Ólafur áfrýjar
Ólafur Ólafsson hefur nú þegar gefið
það út að hann muni áfrýja dómnum
til Hæstaréttar en í yfirlýsingu sem
hann sendi frá sér á fimmtudaginn
segir lögmaður hans, Þórólfur Jóns-
son: „Ég er ósammála þessari niður-
stöðu og tel að glögglega hafi verið
sýnt fram á sakleysi skjólstæðings
míns við réttarhöldin. Við niður-
stöðu sem þessa er ekki hægt að una
og hefur skjólstæðingur minn því
ákveðið að áfrýja málinu til Hæsta-
réttar.“
DV hringdi ítrekað í Hreiðar Már
Sigurðsson á fimmtudaginn en var
ekki svarað. Nánast má fullyrða,
þrátt fyrir að slíkar upplýsingar liggi
ekki fyrir, að allir sakborningar í mál-
inu muni áfrýja niðurstöðunni til
Hæstaréttar þar sem þeir sætti sig
ekki við þyngd dómanna.
„Tjón“ ekki „áskilið“
Meðal þess sem Hreiðar Már er
dæmdur fyrir eru umboðssvik
vegnar lánveitingar upp á 50 millj-
ónir dollara til eignalauss félags
á Bresku Jómfrúaeyjum sem var í
eigu sjeiksins Al-Thanis. Í umræðu
um þetta lán í aðalmeðferðinni var
vísað til þess að þrotabú Kaupþings
hefði fengið hluta af lánveitingunni
endurgreiddan frá Al-Thani þegar
hann gerði upp hluta skulda sinn
við búið. Í dómnum segir hins vegar
að þessi staðreynd skipti engu máli
varðandi brot Hreiðars Más þar
sem fjártjónshættan fyrir Kaupþing
hafi skapast um leið og gengið var
frá lánveitingunni: „Brot samkvæmt
249. gr. laga nr. 19/1940 er fullframið
við misnotkun á aðstöðu. Var brot
ákærða því fullframið 19. september
2008. Ekki er áskilið að tjón hljótist
af háttseminni, heldur er fjártjóns-
hætta nægjanleg. Að þessu gættu
verður ákærði, Hreiðar Már, sak-
felldur samkvæmt I. kafla ákæru og
er háttsemi hans þar rétt heimfærð
til refsiákvæða.“
Þá var Magnús Guðmunds-
son dæmdur fyrir hlutdeild í um-
boðssvikum Hreiðars Más en hann
var bankastjóri Kaupþings í Lúx-
emborg sem kom að Al-Thani við-
skiptunum: „Í ljósi þess sem að
framan greinir hefur ákærði, Magn-
ús, því án nokkurs vafa þekkt
svonefndan strúktúr viðskiptanna
vel og nauðsynlegar lánveitingar
tengdar honum […] Með þessari
háttsemi hefur ákærði, Magnús,
gerst sekur um hlutdeild í broti með-
ákærða, Hreiðars Más. Verður hann
sakfelldur samkvæmt I. kafla ákæru
og er háttsemi hans þar rétt heim-
færð til refsiákvæða.“
Sigurður og Ólafur dæmdir líka
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már
eru svo dæmdir í sameiningu fyrir
umboðssvik vegna láns til félags-
ins Gerlands Assets á Bresku Jóm-
frúaeyjum en það var í eigu Ólafs
Ólafssonar. Um var að ræða nærri
13 milljóna króna lán sem síðan var
notað til að kaupa hlutabréf í Kaup-
þingi. Samþykki lánanefndar Kaup-
þings lá ekki fyrir á þessum tíma og
félagið var eignalaust. Endurgreiðsla
lánsins var ekki tryggð með neinum
hætti. Ákæruvaldið taldi að þetta lán
hafi valdið Kaupþingi „verulegri fjár-
tjónshættu“ og tók dómarinn undir
með því og sagði meðal annars:
„Með því að lánið var greitt út þann
dag af hálfu bankans, án þess að fyrir
lægi samþykki lánanefndar stjórnar,
fóru ákærðu út fyrir heimildir sínar
til lánveitinga. Fram hefur komið
að lán þetta sé ógreitt, enda engar
tryggingar að baki lánveitingunni.
Með hliðsjón af þessu verða ákærðu
báðir sakfelldir fyrir umboðssvik
samkvæmt II. kafla ákæru og er hátt-
semi þeirra rétt heimfærð til refsi-
ákvæða í ákærunni.“
Ólafur Ólafsson er svo einnig sak-
felldur fyrir aðkomu að þessum þætti
Al-Thani viðskiptanna og þar með
umboðssvik. Um þátt Ólafs segir í
dómnum að aðkoma hans að láninu
til Gerland Assets sé „hafin yfir skyn-
samlegar vafa“: „Er að mati dóms-
ins hafið yfir skynsamlegan vafa að
ákærði hafi, í félagi við meðákærðu,
Hreiðar Má og Sigurð, lagt á ráðin
um lánveitingu til félagsins Gerland
Assets Ltd. Það félag var nýstofnað
og átti ekki aðrar eignir til að veðsetja
en eigin hlutabréf. Lán til félags-
ins að fjárhæð 12.863.497.675 krón-
ur, sem ekki voru veittar sérstakar
tryggingar fyrir, fól því í sér veru-
lega fjártjónshættu fyrir Kaupþing
banka hf. og liggur fyrir að lán þetta
er ógreitt. Með þátttöku sinni í hinni
ólögmætu lánveitingu, sem ákærða
gat ekki dulist að var umfram heim-
ildir meðákærðu, varð ákærði hlut-
deildarmaður í broti með ákærðu,
Hreiðars Más og Sigurðar. Verður
ákærði því sakfelldur samkvæmt II.
kafla ákæru og varðar háttsemi hans
þar við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. laga
nr. 19/1940.“
Þannig voru allir fjórir hinna
ákærðu dæmdir fyrir umboðssvik
samkvæmt liðum I. og II. í ákærunni.
„Hafið yfir skynsamlegan vafa“
Einn merkilegasti kafli dómsins er
sá hluti hans þar sem fjallað er um
markaðsmisnotkunarþáttinn, en
sambærilegur dómur, sem varðar
jafnháar upphæðir, hefur ekki áður
fallið í markaðsmisnotkunarmáli á
Íslandi. Þessi hluti dómsins fjallar
ekki um fjártjónshættu Kaupþings
af viðskiptunum heldur að hinir
ákærðu hafi meðal annars sett við-
skiptin á svið til að blekkja markaði
og utanaðkomandi aðila með því að
láta líta þannig út að sjeikinn hefði
lagt eigin peninga að veði í viðskipt-
unum með Kaupþingsbréfin.
Í þriðja kafla ákærunnar var þeim
Hreiðari Má og Sigurði gefið að sök
að hafa skipulagt viðskiptin með það
fyrir augum að blekkja utanaðkom-
andi aðila. Orðrétt segir um þenn-
an lið í samantekt dómarans á þess-
um ákærulið: „Ákærðu, Hreiðar Már
og Sigurður, hafi tekið sameiginlega
ákvörðun um hlutabréfaviðskiptin
og fjármögnun þeirra og ákærði,
Hreiðar Már, gefið starfsmönnum
bankans fyrirmæli um framkvæmd
þeirra. Um hafi verið að ræða við-
skipti með stóran hlut í Kaupþingi
banka hf., sem falið hafi í sér blekk-
ingu og sýndarmennsku og verið
líkleg til að gefa eftirspurn og verð
hlutabréfa í bankanum misvísandi
til kynna þar sem dulin hafi verið
að fullu fjármögnun bankans sjálfs
í viðskiptunum og að auki aðkoma
stórs hluthafa bankans, meðákærða,
Ólafs, að þeim og dulið að helming-
ur markaðsáhættu vegna hlutabréf-
anna hvíldi á bankanum sjálfum eftir
viðskiptin.“
Telur Símon að hafið sé yfir skyn-
samlegan vafa að Hreiðar Már og
Sigurður hafi gerst sekir um slíkar
blekkingar, líkt og segir í dómnum:
„Með hliðsjón af öllu þessu telur
dómurinn hafið yfir skynsamlegan
vafa að kaupin hafi verið blekking að
stofni til. Áttu ákærðu viðskipti sem
gáfu verð fjármálagerninga ranglega
til kynna. Sömuleiðis áttu þeir við-
skipti þar sem notaðar voru bæði
blekkingar og sýndarmennska. Með
því hafa ákærðu gerst brotlegir við a-
lið, 1. tl. og 2. tl., 1. mgr. 117. gr. laga
nr. 108/2007. Verða þeir samkvæmt
því sakfelldir samkvæmt ákæru og er
háttsemi þeirra í III. kafla ákæru rétt
heimfærð til refsiákvæða.“
Í þessari umfjöllun dómsins, líkt
og þar sem rætt var um ákærulið tvö,
vísaði dómarinn til „skynsamlegs
vafa“ í sönnunarfærslunni. Ljóst má
vera að ekki allir lögfræðingar telja
slíka sönnun nægjanlega til sakfell-
ingar og er ljóst að verjendur hinna
dæmdu munu fetta fingur út í þetta
orðalag þegar þeir taka til varna fyrir
þá í Hæstarétti Íslands.
Magnús Guðmundsson og
Hreiðar Már eru svo einnig dæmdir
fyrir hlutdeild í þessari markaðsmis-
notkun.
Dæmdir fyrir fréttatilkynningu
Í fjórða lið ákærunnar var fjórmenn-
ingunum gefið að sök markaðsmis-
notkun með því að hafa samið frétta-
tilkynningu um viðskiptin sem hafi
verið villandi. Ekki var tilgreint að
sjeikinn hefði ekki greitt fyrir Kaup-
þingsbréfin, ekki var tilgreint að
bankinn hefði lánað fyrir þeim og að-
komu Ólafs að þeim var leynt. Dóm-
arinn í málinu tekur einnig undir
þennan ákærulið en um þetta atriði
segir hann: „Leituðust þeir á engan
hátt við að koma þeim upplýsingum
á framfæri að kaup bréfanna hefðu
að fullu verið fjármögnuð af bank-
anum og að ákærði, Ólafur, hefði átt
þátt í viðskiptunum, þrátt fyrir að
þeim hafi mátt vera ljóst að upplýs-
ingar um þessi atriði hefðu verðmót-
andi áhrif á fjármálamarkaði. Verð
hluta í bankanum hækkaði í kjölfar
viðskiptanna og umfjöllun fjölmiðla
um þau. Með framangreindri hátt-
semi hafa ákærðu allir gerst sekir um
markaðsmisnotkun. Verða þeir sak-
felldir samkvæmt IV. kafla ákæru og
er háttsemi þeirra rétt heimfærð til
refsiákvæða í ákæru.“
Alveg ljóst er að allir hinna
dæmdu munu áfrýja dómnum,
líkt og áður segir. Endanleg niður-
staða í málinu liggur því ekki fyrir þó
héraðs dómur taki alfarið undir mál-
flutning ákæruvaldsins og dæmi í
raun út frá ákæru málsins: Dómur-
inn er mjög afdráttarlaus. n
„Eiga ákærðu sér
engar málsbætur.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Frá dómsuppsögunni Hinir
ákærðu mættu ekki í dómsuppsöguna
á fimmtudaginn. Lögmenn þeirra
sjást hins vegar hér. MynD SIgTryggur ArI
Dæmdir í áralangt fangelsi Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hafa verið
dæmdir í fimm og hálfs árs og fimm ára fangelsi í Al-Thani málinu. Þeir sjást hér í aðalmeð-
ferð málsins ásamt Gesti Jónssyni lögmanni.