Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 15
Fréttir 15 mitt ár 2011, hafi 89 einstaklingar verið dæmdir í fangelsi fyrir að fram- vísa fölsuðum eða röngum skilríkj- um. Tveir þriðju þeirra voru hæl- isleitendur eða 62. Sóttu 33 þeirra um hæli áður en þeir voru dæmdir en 29 eftir að dómur var fallinn. Tölurn- ar byggja á athugun lögreglustjór- ans á Suðurnesjum sem unnin var að beiðni innanríkisráðuneytisins. Allir dæmdir Í svari Fangelsismálastofnunar við fyrirspurn DV kemur fram að 95 erlendir ríkisborgarar hafi verið dæmdir fyrir slík brot á árunum 2011–2013. Þá hafa alls 166 erlendir ríkisborgarar verið dæmdir frá árinu 2008. Við skoðun þeirra dóma sem birtir hafa verið á netinu kemur í ljós að langflestir þeirra dæmdu komu frá löndum utan Evrópu, svo sem Afganistan, Alsír, Sýrlandi, Sómalíu, Nígeríu eða Íran. Þá voru margir á leiðinni til Kanada þegar þeir voru stöðvaðir hér á landi, en Kanada er algengur áfangastaður hælisleit- enda. Séu upplýsingar Útlendingastofn- unar um upprunaríki þeirra sem sóttu um hæli á þessum árum skoð- aðar, kemur jafnframt í ljós að upp- runalönd þeirra sem dæmdir voru og þeirra sem sóttu um hæli stemma í öllum tilfellum. Með þetta til hlið- sjónar sem og tölur fyrri ára má áætla að dágóður meirihluti þeirra 95 sem hlutu dóma á síðustu þremur árum hafi verið hælisleitendur. Niðurstöður ritgerðar Hrefnu eru í takt við gagnrýni talskonu flótta- mannahjálparinnar en þær leiða meðal annars í ljós að íslensk stjórn- völd hafi hingað til ekki greint á milli þeirra sem hyggjast í góðri trú sækja um hæli hér á landi og fram- vísa í þeim tilgangi fölsuðum eða röngum vegabréfum og hinna sem eru komnir hingað til lands í öðrum og ólögmætum tilgangi. „Allir hafa verið dæmdir og flestir með hraði,“ segir í ritgerðinni. Getum ekki valið og hafnað „Við erum að fangelsa fólk fyrir að framvísa fölsuðum og röngum skil- ríkjum. Þetta fólk er tíðum að sækja hér um hæli og ætti þar af leiðandi að njóta verndar samkvæmt 31. grein flóttamannasamningsins,“ seg- ir Hrefna í samtali við DV, en hún skoðaði Noreg sérstaklega til sam- burðar við framkvæmd mála hér á landi. Þar kom meðal annars í ljós að ekki tíðkist að ákæra og dæma flótta- menn fyrir ólöglega komu til Noregs séu skilyrði flóttamannasamnings- ins uppfyllt. „Ef við ætlum að taka þátt í þessu þá getum við ekki pikkað út hvað hentar okkur og hvað ekki. Við get- um ekki valið úr hvaða mannréttindi við ætlum að tryggja og hver ekki. Það virkar ekki þannig í alþjóða- samfélaginu en þetta er alþjóðlegur samningur sem við höfum tekið að okkur að uppfylla,“ segir Hrefna. Í svari lögreglustjórans á Suðurnesjum við ítarlegum spurn- ingum Hrefnu sem birtast í viðauka við ritgerð hennar segir hann þetta fólk oftast koma hingað til lands frá einhverju Norðurlandanna. Þá túlkar hann 31. grein flóttamanna- samningsins á þá leið að flóttamenn þurfi að koma beint frá því landi sem þeir eru að flýja til þess að hljóta þá vernd sem kveðið er á um í samn- ingnum. 30 dagar Þetta stangast á við túlkun talskonu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem sagði engu máli skipta hvort viðkomandi einstak- lingar væru að koma með flugi frá Danmörku, London eða Damaskus í Sýrlandi, ákvæði samningsins geri sérstaklega ráð fyrir því að til stað- ar sé rými fyrir fólk til að komast til þess lands þar sem það vill óska eftir hæli. Hrefna talar í svipuðum dúr: „Ef þú skoðar fræðin í kring um flótta- mannasamninginn, þá er það ekki þannig að fólk þurfi að taka flug beint frá flugvelli þess lands sem flúið er, og til Reykjavíkur til þess að uppfylla skilyrðið um að koma beint frá landi. Það er allt í lagi að hafa verið á ferða- lagi án þess að stoppa mikið og um langan tíma á einhverjum tilteknum stað. Þá ertu ennþá talinn vera koma beint frá landi og skilyrðið þannig uppfyllt.“ DV hefur farið yfir fjölda fangelsis dóma sem flóttafólk hef- ur hlotið fyrir að framvísa fölsuðum eða röngum skilríkjum hér á landi á síðustu árum. Sú yfirferð leiðir í ljós að dómarnir falla iðulega nokkrum dögum eftir komu fólksins til lands- ins. Vanalega er um 30 daga óskil- orðsbundna refsingu að ræða, með vísan í fyrri dómaframkvæmd. Þá þurfa þessir einstaklingar að greiða á bilinu 50–125 þúsund krónur í sakar- kostnað. Nær undantekningarlaust er tekið fram að ákærðu játi brot sín skýlaust fyrir dómi og afar sjaldgæft er að verjendur þeirra taki til varnar. Tortryggnir flóttamenn Í ritgerðinni fjallar Hrefna um mögu- legar ástæður fyrir því hvers vegna flóttamenn séu tortryggnir gagnvart stjórnvöldum og kjósi að gefa sig ekki fram við landamæraeftirlit: „Mögu- lega þekkja þeir ekki annað en stjórn- völd þar sem stjórnað er með harð- ræði og ofbeldi. Í þeirra augum er íslenskum stjórnvöldum ekki endi- lega treystandi. Þannig telja þeir sig til dæmis ekki örugga um að verða ekki sendir til baka til upprunaríkis ef þeir gefa sig fram við landamæraeftirlit án þess að geta framvísað skilríkjum.“ Hrefna segist telja að flestir sem þekkja til málaflokksins séu sammála um að breytinga sé þörf. „Ef fólki er almennt svona annt um að refsa fyrir þetta þá er auðvitað leið út úr þessu en hún er eftirfarandi: Málið er látið bíða á meðan verið er að taka hæl- isumsókn fyrir og ekki ákært í því nema komist verði að endanlegri niðurstöðu um að sá hinn sami sé ekki flóttamaður.“ Nú sé staðan sú að fólk sem hefur fengið viðurkennda stöðu flóttamanns uppfylli ekki skil- yrði til að sækja um ríkisborgara- rétt „vegna dóms sem það fékk fyrir skjalafals jafnvel þó það hefði átt að njóta verndar flóttamannasamn- ingsins til að byrja með.“ Það sé mjög óeðlilegt. n Helgarblað 13.–16. desember 2013 Refsiglatt Ísland mætir flóttafólki styrjöldum og þrældómi n Brot á alþjóðasamningi sem Ísland gerðist aðili að árið 1956 „Aldrei verið í fangelsi áður“ Hælisleitandi frá Gana minnist Litla-Hrauns með hryllingi Kwaku Bapie var dæmdur fyrir skjalafals stuttu eftir komuna til landsins í júlí í fyrra. Hann var færður beinustu leið á Litla-Hraun. Kwaku minnist vistarinnar með hryllingi. Eins og DV hefur greint frá var hann laminn af samfanga sínum á meðan annar fangi stóð í dyragættinni og fylgdist með barsmíðunum. Af skýrslum úr fangelsinu má ráða að hann hafi verið gerður að einhvers konar þræli í fangelsinu og látinn sjá um þrif og uppvask fyrir sam- fanga. „Ég þreif allt og gerði allt sem þeir sögðu mér að gera,“ sagði Kwaku í samtali við DV. Fangelsisyfirvöld sáu ekki ástæðu til þess að tilkynna málið til lögreglu. „Ég hafði aldrei verið í fangelsi áður,“ sagði Kwaku sem flúði ofsóknir ofbeldisklíku í heimalandinu sem herjað hafði á hann og fjölskyldu hans. Þá sagði hann frá því að hann hefði verið mjög hræddur við komuna í þetta fangelsi í þessu ókunnuga landi. Hann hafi því verið verulega ótta- sleginn þegar samfangar hans komu inn í herbergi hans og sögðu meðal annars: „I wanna fuck you!“ Katrín Oddsdóttir, lögmaður Kwaku, gagn- rýndi fangelsisyfirvöld í samtali við blaðið. „Þarna er manneskja sem getur hvergi hönd fyrir höfuð sér borið. Hann á enga aðstandendur hér og ekkert félag eða neins konar samtök eru til að verja hann,“ sagði Katrín. „Þetta sýnir bara alvarleika þess að það sé verið að fangelsa svona viðkvæman hóp sem hælisleitendur eru algjörlega án sakar,“ sagði Katrín. Hún sagði að hér væri um að ræða berskjaldaðan hóp sem væri unnvörpum varpað í fangelsi fyrir að reyna að bjarga lífi sínu með því að ferðast á fölsuðum skilríkjum. „Þetta er fullkomið dæmi um það sem getur gerst þegar það er verið að fara svona með fólk. Hann átti aldrei að vera þarna þessi maður, og þegar hann lenti í þessu þá er fráleitt að ríkið hafi ekki brugðist við.“ Hvers vegna í varðhald? Augljóslega í verra andlegu ásigkomulagi en þeir sem ekki voru handteknir Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri umdæmisskrifstofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, heimsótti hælisleitendur á gistiheimilinu Fit þegar hún kom til Íslands í október. „Þeir sem höfðu verið handteknir við kom- una voru augljóslega í verra ásigkomulagi andlega en þeir sem höfðu ekki verið fangelsaðir. Og þeir voru að spyrja hvers vegna þeir hefðu verið settir í varðhald? Einn mannanna lýsti þessu fyrir okkur: „Ég sagði þeim [lögreglunni] að þetta væri ekki vegabréfið mitt. Ég sagði þeim að ég væri að nota það vegna þess að ég gat ekki annað“.“ Önnur afleiðing af þessum dómum yfir flóttafólki sé sú að það fari beint á sakaskrá við komuna til landsins. „Og jafnvel þó fólk sé síðar viðurkennt með stöðu flóttamanns, og það hafi rétt á að sækja um ríkisborgararétt, getur þessi „sakaferill“ þeirra komið í veg fyrir að það fái hann.“ Með forgang í fangelsin Hælisleitendur í fangelsi en Íslendingar á skilorð „Málshraðinn er óvenju hraður í þessum málum. Það er yfirleitt rannsakað, ákært og dæmt á innan við viku og síðan eru menn komnir í fangelsi,“ segir Hrefna Dögg Gunnarsdóttir héraðsdóms- lögmaður á Rétti – Adalsteinsson & Partners. Hún bendir á að algengt sé að hér á landi þurfi menn að bíða í mánuði eftir því að afplána dóma sína en annað virðist vera upp á teningnum þegar kemur að dómum yfir hælisleitendum. Sé litið til þeirra dóma sem birtir hafa verið á vefsíðu Héraðsdóms Reykjaness líða sjaldnast meira en nokkrir dagar frá því einstaklingar eru færðir í gæsluvarð- hald þangað til búið er að dæma þá í óskil- orðsbundið fangelsi. Félag áhugamanna um málefni flóttafólks vann á síðasta ári samantekt á dómaframkvæmd og niðurstöðum mála þar sem einstaklingar eru sóttir til saka á grundvelli 155. og 157. greina hegningarlaga. Fyrsta yfirferð þeirrar athugunar leiddi í ljós að Ís- lendingar sem gerðust brotlegir við sömu greinar þyrftu sjaldnast að sitja inni. Þá fá þeir iðulega skilorðsbundinn dóm. „Þeir sem höfðu verið handteknir við komuna voru augljóslega í verra ásig- komulagi andlega en þeir sem höfðu ekki verið fangelsaðir. Flóttafólk á Litla-Hraun Algengast er að flóttafólk afpláni dóma sína annars vegar í kvenna- fangelsinu í Kópavogi og hins vegar á Litla-Hrauni. Mynd GuðMundur ViGFússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.