Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 40
40 Menning Sjónvarp Helgarblað 13.–16. desember 2013 U ppvakningatryllirinn World War Z sló í gegn í kvikmynda­ húsum um allan heim fyrr á þessu ári. Framleiðslufyrirtæk­ in Paramount og Skydance Pictures hafa hug á að gera framhaldsmynd, sem hefur fengið vinnutitilinn World War Z 2, og hafa þau leitað logandi ljósi að rétta aðilanum til þess að leik­ stýra gerð hennar og nú er hann fund­ inn. Leikstjóri stórmyndarinnar The Impossible, Juan Antonio Bayona, verður á bak við myndavélina. World War Z kom í kvikmyndahús í júní og er byggð á samnefndri bók eftir Max Brooks. Mannkynið hefur 90 daga til stefnu til þess að gera út af við upp­ vakningana sem þrífast á jörðinni og er Gerry Lane, leikinn af Brad Pitt, í kappi við tímann við að finna leið til þess að forða mannkyninu frá útrýmingu. Meðal aðalhlutverka eru leikkonurnar Mireille Enos og Daniella Kertesz. Von­ ast er til þess að Brad Pitt leiki einnig í framhaldi myndarinnar. Juan Antonio Bayona þykir lofa góðu sem leikstjóri en auk þess að stýra The Impossible, sem tókst afar vel, hefur hann leikstýrt kvikmyndunum The Orphanage (2007) og Deconstru­ yendo Déjame entrar (2009). n ingosig@dv.is Leikstjóri fundinn fyrir World War Z 2 Juan Antonio Bayona hefur getið sér gott orð á stuttum ferli Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 13. desember RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN SkjárGolf 15.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e 16.20 Ástareldur (Sturm der Liebe) e 17.10 Litli prinsinn (7:25) 17.33 Verðlaunafé (4:21) 17.35 Jóladagatalið - Jóla- kóngurinn (13:24) 888 17.59 Spurt og sprellað (4:26) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Villt og grænt (6:8) 888 e 18.45 Geðveik jól - lögin (2013) (1:6) 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Kastljós 20.05 Útsvar 21.15 Ljóska í laganámi 6,1 (Legally Blonde) Bandarísk gamanmynd frá 2001. Eftir að kærasti ljóskunnar Elle segir henni upp eltir hún hann í laganám í Harvard til að næla í hann aftur. Leik- stjóri er Robert Luketic og meðal leikenda eru Reese Witherspoon, Luke Wilson og Selma Blair. 22.55 Á tæpasta vaði 8,3 (Die Hard) John McClane lög- reglumaður í Los Angeles reynir að bjarga konu sinni og fjölda annarra sem þýskur hryðjuverkamaður tekur í gíslingu í jólaboði. Leikstjóri er John McTiernan og aðalhlutverk leika Bruce Willis, Alan Rickman, Bonnie Bedelia. Bandarísk spennumynd frá 1988. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.05 Kona, byssa og núðluhús (San qiang pai an jing qi) Þetta er endurgerð hinnar sígildu myndar Coen- bræðra, Blood Simple, og segir frá misheppnuðum áformum kínversks núðluhússeiganda um að myrða ótrúa konu sína og elskhuga hennar. Leikstjóri er Yimou Zhang og meðal leikenda eru Honlei Sun og Xiao Shen-Yang. Kínversk bíómynd frá 2009. Atriði í myndinnin eru ekki við hæfi ungra barna. e 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Sveppi og Villi bjarga jólasveinunum (3:13) 07:06 Barnatími Stöðvar 2 08:15 Malcolm In The Middle (3:22) 08:40 Ellen (64:170) 09:20 Bold and the Beautiful 09:40 Doctors (93:175) 10:25 Harry's Law (3:22) 11:05 Drop Dead Diva (9:13) 11:50 Dallas 12:35 Nágrannar 13:00 Mistresses (5:13) 13:50 Home Alone 7,3 15:30 Waybuloo 15:50 Skógardýrið Húgó 16:15 Ellen (65:170) 16:58 Bold and the Beautiful 17:20 Nágrannar 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasveinunum (3:13) 17:50 Simpson -fjölskyldan (13:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Popp og kók 19:50 Logi í beinni 20:50 On Strike For Christmas Skemmtileg jólamynd frá 2010 með Daphne Zuniga og David Sutcliffe í aðal- hlutverkum. Myndin fjallar um konu sem fer í verkfall á jólunum eftir eiginmaður hennar og unglingssynir eru of uppteknir til þess að hjálpa til við jólaundirbún- inginn. 22:15 Special Forces 6,2 Spennu- mynd frá 2011 með Diane Kruger og Djimon Hounsou í aðalhlutverkum. Elsa Casanova er fréttaritari í Afganistan. Henni er rænt af Talíbönum og hennar bíður ekkert nema dauðinn, nema að sérsveit nái að bjarga henni úr höndum hryðjuverkamannanna. 00:05 Wrecked 01:35 The Runaways Þessi mynd gerist árið 1975 í Bandaríkjunum og fjallar um táningabandið The Runaways. 03:20 Fright Night 05:05 Rush Hour 2 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr.Phil 09:10 Pepsi MAX tónlist 16:10 Once Upon A Time (20:22) 17:00 Secret Street Crew (8:9) 17:50 Dr.Phil 18:30 Happy Endings (16:22) Bandarískir gaman- þættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf að koma sér í klandur. Þótt hárgreiðslumenn séu ekki löggildir geðlæknar er oft hægt að treysta þeim og trúa fyrir vandamálum sínum. 18:55 Minute To Win It 19:40 America's Funniest Home Videos (9:44) 20:05 Family Guy 8,4 (6:21) Ein þekktasta fjölskylda teiknimyndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:30 The Voice 6,5 (12:13) Spennandi söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans. Heimsþekktar popp- stjörnur skipa sem fyrr dómnefndina en Christina Aguilera og Cee Lo Green snúa nú aftur eftir hlé. 22:00 Home for the Holidays 6,4 Bandarísk kvikmynd í leikstjórn Jodie Foster. Claudia er einstæð móðir sem nýlega missti vinnuna. Hún ákveður að fara til fjöl- skyldu sinnar til að fagna Þakkargjörðarhátíðinni en þar lendir hún í óvæntum ævintýrum. 23:45 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 00:10 The Bachelor (6:13) 01:40 Ringer (9:22) 02:30 Pepsi MAX tónlist 11:15 Chronicles of Narnia, The: The Voyage of the Dawn Treader 13:05 Airheads 14:40 The Descendants 16:35 Chronicles of Narnia, The: The Voyage of the Dawn Treader 18:25 Airheads 20:05 The Descendants 22:00 Contraband 23:50 The Dept 01:40 Arn - The Kingdom at the End of the Road 03:45 Contraband 16:55 Strákarnir 17:20 Friends (12:24) 17:45 Seinfeld (16:23) 18:10 Modern Family 18:35 Two and a Half Men (23:24) 19:00 Evrópski draumurinn (2:6) 19:35 Matarást með Rikku (2:10) 20:05 Spaugstofan 20:35 Veistu hver ég var? 21:15 Fóstbræður (2:8) 21:45 Mið-Ísland (2:8) 22:15 Wipeout - Ísland 23:10 Bara grín (1:6) 23:40 Logi í beinni 00:30 Það var lagið 01:35 Besta svarið (1:8) 02:15 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 16:35 Around the World in 80 Plates (4:10) 17:20 Raising Hope (13:22) 17:45 Don't Trust the B*** in Apt 23 (7:19) 18:10 Cougar Town (13:15) 18:30 Funny or Die (2:10) 19:00 Top 20 Funniest (4:18) 19:45 Smash (14:17) 20:30 Super Fun Night (8:17) 20:55 The X-Factor US (24:26) 21:35 Grimm (5:22) 22:20 Strike Back (4:10) 23:05 Golden Boy (13:13) 23:50 Top 20 Funniest (4:18) 00:35 Smash (14:17) 01:20 Super Fun Night (8:17) 01:45 The X-Factor US (24:26) 02:25 Grimm (5:22) 03:10 Strike Back (4:10) 04:00 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 12:50 Evrópudeildin 14:30 HM kvenna í handbolta 15:50 HM kvenna í handbolta 17:20 Evrópudeildin 19:00 Sportspjallið 20:00 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 20:30 La Liga Report 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:55 HM kvenna í handbolta 23:15 Evrópudeildin 00:55 Meistaradeild Evrópu 13:05 Arsenal - Everton 14:45 Stoke - Chelsea 16:25 Messan 17:40 Crystal Palace - Cardiff 19:20 Liverpool - West Ham 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:30 Ensku mörkin - neðri deild 22:00 Match Pack 22:30 Premier League World 23:00 Southampton - Man. City 00:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 01:10 Messan 02:25 Man. Utd. - Newcastle 06:00 Eurosport 09:00 World Challenge 2013 (3:4) 12:00 World Challenge 2013 (4:4) 15:00 World Challenge 2013 (4:4) 18:00 Franklin Templeton Shootout 2013 (1:3) 21:00 Franklin Templeton Shootout 2013 (1:3) 00:00 Franklin Templeton Shootout 2013 (1:3) 03:00 Eurosport 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Randver í Iðnó Atli Rafn Sigurðsson stígur á fjalirnar 21:30 Eldað með Holta Aðventukræsingar Úlfars! Koma Kasparovs! Þ að var staðfest fyrir nokkru síðan að Garry Kasparov muni koma til Íslands í kringum Reykjavíkurskák­ mótið í mars. Það eru mikil gleðitíðindi enda Kasparov mikill karakter og vekur eftirtekt hvar sem hann kemur í skákheiminum. Hann er þó ekki óumdeildur, og er skemmst að minnast að Anand var ekkert alltof hrifinn af komu Kasparov til Chennai þar sem An­ and tapaði krúnunni til Carlsens eins og allir vita. Kasparov hætti sem atvinnumaður í skák 2005 öllum að óvörum. Blaðamannafundurinn þar sem hann tilkynnti það var ansi magnaður og til afar myndrænar lýs­ ingar af fundinum og í raun skrifuð bók með áherslu á þann fund. Síðan hann hætti hefur hann einbeitt sér að ýmsu. Hann hefur haldið uppi miklum áróðri gegn stjórnvöldum í Rússlandi. Sú barátta hefur kostað sitt og þorir Kasparov ekki lengur til Rússlands þar sem hann heldur að hann geti verið handtekinn. Hann hefur einnig beitt sér mikið fyrir aukinni skákkennslu í grunn­ skólum víða um heim. Nú nýlega til­ kynnti hann svo um framboð sitt til forseta FIDE, þar semm hann ræðst gegn hinum alræmda Kirsan frá Kal­ mykíu sem setið hefur á valdastól síðan 1995 og þykir mörgum nóg komið. Um möguleika Kasparovs er erfitt að segja, sitjandi forseti er ansi klókur að afla sér fylgismanna með ýmsum leiðum. Á Íslandi mun Kasparov meðal annars hitta forseta norrænu skák­ sambandanna þar sem hann mun segja frá áherslum sínum ef hann nær kjöri. Sitthvað fleira mun nú kappinn taka sér fyrir hendur og væri spennandi að hlusta á hann segja frá hugmyndum sínum um tengsl skákarinnar við lífið sjálft og hvernig þessi tvö fyrirbæri endur­ spegla hvort annað í ákvarðana­ tökum og fleiru. n dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Brad Pitt í aðalhlutverki Dramatíkin var mikil í World War Z. MyND KVIKMyNDIR.IS Á sextíu sekúndum tókst Pantene hárvöru fram­ leiðandum að sýna fram á misrétti það sem konur mæta á vinnu­ staðnum. Auglýsingin hef­ ur slegið í gegn, þar er fylgst með vinnudegi tveggja yfir­ manna á vinnustað – konu og karls. Á meðan karlmaðurinn er áræðinn er konan frekja, á meðan karlmaður fer með völd, er kona valdagráðug. Ef karlmaður vinnur yfirvinnu er hann metn­ aðargjarn, ef kona eyðir löngum stundum á vinnustaðnum er hún sjálfselsk. Maður sem gengur sjálfsöruggur niður götu er svalur en kona sem gerir slíkt hið sama er yfirborðskennd. Auglýsingin er gerð af BBDO Guerrero í Maníla og fékk óvæntan stuðning í vikunni frá einum stjórn­ enda Facebook, Sheryl Sandberg. Sheryl hefur sjálfsagt þótt efni auglýsingarinnar eiga vel við, hún sjálf hefur þurft að berjast við for­ dóma gegn kvenkynsstjórnendum. Pantene hefur markaðssett vörur sínar út frá þeim gildum að konur séu verðmætar. Fræg auglýs­ ing með Jennifer Aniston, „Because I'm Worth It“, gaf tóninn en nú tekur fyrirtækið hugmyndina um virði kvenna enn lengra. „Þetta er eitt magnaðasta mynd band sem ég hef séð sem sýnir að þótt konur og karlar geri sömu hlutina, séu þau skynjuð á mjög misjafnan máta. Tímanum er vel eytt í að horfa á myndband­ ið,“ skrifaði Sheryl á Facebook og óskaði framleiðendum þess til hamingju. n Brýtur staðalímyndir Sheryl Sandberg styður við sýningu myndbands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.