Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 26
Helgarblað 13.–16. desember 201326 Fólk
Þ
að eitt að vera grunaður um
glæp getur haft í för með
sér áralanga fangelsisvist í
Nígeríu. Meira en helmingur
fanga þar í landi hefur aldrei
verið leiddur fyrir dómstóla að því er
fram kemur í gögnum á vef Amnesty
International. Aðstæður í fangelsum
landsins eru hörmulegar en tæplega
þúsund fangar týndu þar lífi á fyrri
helmingi þessa árs.
Fréttir íslenskra fjölmiðla, sumar
þeirra á ensku, hafa að undanförnu
ratað til fólks í Nígeríu. „Ég hef feng
ið skilaboð frá fólki í Nígeríu sem
hefur frétt að ég hafi verið grunaður
um aðild að mansali á Íslandi,“ segir
Tony sem óttast að verði málið ekki
til lykta leitt fyrir íslenskum dómstól
um bíði hans grimmileg fangelsisvist
í heimalandinu. „Það er í rauninni
búið að rústa mannorði mínu. Ég skil
ekki hvernig ráðuneytið gat gert mér
þetta, ég skil ekki Ísland.“ DV hitti
Tony og konuna sem segist bera barn
hans undir belti, Evelyn Glory Joseph,
á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur, en
hann hefur undanfarnar þrjár vikur
farið huldu höfði.
Kappklædd í kuldanum
Blaðamaður fékk símtal frá Evelyn að
morgni fimmtudagsins 12. desem
ber. Sagðist hún vilja hitta hann undir
fjögur augu, enda þyrfti hún að deila
með honum mikilvægum upplýs
ingum. Stuttu síðar hitti blaðamaður
Evelyn við Kolaportið, þessa þung
uðu konu sem stóð kappklædd í kuld
anum. „Hann getur þetta ekki lengur,
hann vill tala við þig,“ er það fyrsta
sem Evelyn segir og í sömu andrá
kemur Tony fyrir hornið: „Sæll. Ég er
kominn með nóg af því að húka í fel
um. Þetta er vont, svo vont. Hvar get
um við talað saman?“
Við setjum stefnuna á fáfarið kaffi
hús í miðbænum og á leiðinni skimar
Tony eftir lögreglubílum. „Óttastu
lögregluna?“ spyr blaðamaður og
Tony svarar því til að hann sé hrædd
ur um að verða handtekinn og sendur
úr landi sjáist hann á rölti um bæinn.
Hann segist ekki hafa farið út úr húsi
í þrjár vikur, en nú hafi honum þótt
nauðsynlegt að gera eitthvað. „Bara
eitthvað.“ Það er ljóst að þau eru bæði
ráðvillt þar sem þau standa í myrkr
inu, á gatnamótum svo fjarri heima
landi sínu, og bíða eftir græna kallin
um.
Eftirsjá alla ævi
„Lögreglan gerði húsleit hjá Evelyn
í gærkvöldi. Þetta er farið að valda
henni mikilli streitu og ótta. Það mik
ilvægasta núna er heilsa hennar og
barnsins,“ segir Tony sem íhugar nú
að gefa sig fram við lögreglu. „Þetta
getur ekki gengið mikið lengur, þeir
senda mig þá bara úr landi, það verð
ur að hafa það.“ Evelyn er sannfærð
um að Tony sé faðir barnsins sem
hún ber undir belti en hún á von á sér
í janúar. Tony tekur undir með henni.
„Þetta er barnið mitt, ég væri ekki að
halda því fram nema vegna þess að
ég er sannfærður um það,“ segir Tony
sem hefur lýst því yfir að hann sé til
búinn til þess að fara í faðernispróf.
Hann segir ófætt barn þeirra
Evelyn vera ástæðuna fyrir því að
hann hafi lagt á flótta. „Ég er í felum
því ég verð að fá tækifæri til að sjá
barnið mitt. Það eina sem ég á. Það er
bæn mín. Ef ég fæ ekki að sjá barnið
mitt mun ég sjá eftir því alla ævi,“
segir Tony titrandi röddu. Lögreglan
hefur gert húsleit hjá fleiri hælisleit
endum í leit sinni að Tony. Þá sendi
alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sér
staka mynd af Tony á alla fjölmiðla og
lýsti eftir honum í kjölfar fjölmiðlaum
fjöllunar um hann.
Óvanalegt er að slíkt sé gert í til
felli hælisleitenda sem á að senda úr
landi, en sem dæmi má nefna að Mo
hammed Lo frá Máritaníu, var í felum
hér á landi í meira en ár, án þess þó að
lýst væri opinberlega eftir honum. Að
gerðir lögreglunnar og leki persónu
upplýsinga um þau hafa komið Tony
og Evelyn í opna skjöldu. „Ég skil ekki
hvað er á seyði,“ segir Tony sem seg
ist finna fyrir miklu vantrausti og ótta
gagnvart stofnunum íslenska ríkisins.
Ráðuneytið rauf trúnað
DV fjallaði um brottvísun Tonys úr
landi í nóvember. Í kjölfarið var minn
isblaði innanríkisráðuneytisins lekið
til valinna fjölmiðla en þar kom meðal
annars fram að Tony hefði verið grun
aður um aðild að mansali, en einnig
að hann væri ekki lengur til rannsókn
ar og var það reyndar tiltekið sem ein
af ástæðunum fyrir brottvísuninni. Þá
var dregin sú ályktun að Tony hefði
beitt Evelyn þrýstingi um að halda því
fram að hann væri faðir barnsins.
Tony segir að sér hafi verið brugð
ið þegar hann las fréttirnar og vísar
ásökunum innanríkisráðuneytisins
alfarið á bug. „Ég mundi aldrei taka
þátt í mansali, ég er ekki þannig og ég
geri ekki slíkt,“ segir hann. Um trún
aðarbrest ráðuneytisins segir hann:
„Ég vissi ekki að ráðuneyti í Evrópu
beittu sér með þessum hætti.“ Tony
segist hafa fengið skilaboð frá Níger
íu um að þar haldi fólk að hann hafi
gerst sekur um mansal. „Fréttirn
ar koma frá lýðræðisríki og fólk trú
ir þessu. Þetta mun fylgja mér til Ní
geríu og þess vegna verður að útkljá
málið fyrir dómstólum hér á landi.
Annars verður þetta notað gegn mér
í Nígeríu og þá veit ég ekki hvað verð
ur um mig.“
Núna segist Tony hins vegar fyrst
og fremst hafa áhyggjur af Evelyn.
„Ég er hræddur vegna þess að hún er
ólétt. Og alltaf þegar lögreglan kem
ur þá verður hún hrædd.“ n
Réttarkerfi Nígeríu er í skötulíki. Í október
tilkynntu mannréttindasamtökin Amnesty
International að tæplega þúsund fangar
hefðu dáið í nígerískum fangelsum á fyrri
helmingi þessa árs. Margir þeirra hefðu
verið teknir af lífi en aðrir dáið vegna
hörmulegra aðstæðna, hungurs og skorts á
heilbrigðisþjónustu.
Mörg þjóðarbrot búa í Nígeríu og hefur ríkt
spenna milli þeirra um árabil. Undanfarin ár
hefur nígeríski herinn barist af mikilli hörku
gegn skæruliðasamtökunum Boko Haram,
en auk þess hafa mótmælendur verið eltir
uppi og drepnir. DV ræddi við nígerískan
hælis leitanda að nafni Osahon Okoro síð-
asta sumar, en hann lýsti því hvernig skugga-
her, handgenginn stjórnvöldum, hefði ráðist
inn í þorp hans eftir mótmælaaðgerðir sem
hann tók þátt í að skipuleggja. „Þeir skutu
fólk til bana og brenndu hús, grímuklæddir
menn sem sýndu enga miskunn,“ sagði
Okoro en þeir Tony Omos kynntust á Íslandi.
Það eitt að vera grunaður um glæp getur
haft í för með sér áralanga fangelsisvist
í Nígeríu. Meira en helmingur fanga þar í
landi hefur aldrei verið leiddur fyrir dóm-
stóla að því er fram kemur í gögnum á vef
Amnesty International. Þá eru pyntingar
daglegt brauð og notaðar til að knýja fram
játningar sem þykja gild sönnunargögn fyrir
rétti. Fólki er hrúgað inn í litla fangaklefa
þar sem matur og vatn er af skornum
skammti. „Ég er hræddur um að fjölskylda
mín þurfi að færa mér mat ef ég enda
þarna inni,“ segir Tony sem óttast að verða
fangelsaður verði hann sendur heim.
Óttast ofsóknir vegna
lekans úr ráðuneytinu
Tony Omos, hælisleitandi frá Nígeríu, óttast að
leki minnisblaðs innanríkisráðuneytisins sem innihélt
upplýsingar um að hann hefði sætt rannsókn vegna
mansalsmáls geti haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir hann í heimalandinu. Samkvæmt úrskurði
innanríkisráðuneytisins á að senda Tony til Sviss á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þar hefur honum
þegar verið neitað um hæli, sem þýðir að hann verður
að öllu óbreyttu sendur þaðan aftur til Nígeríu.
„Eina sem ég á“ „Ég verð
að fá tækifæri til að sjá barnið
mitt, það eina sem ég á,“ segir
Tony sem óttast að verða
sendur frá barnsmóður sinni
og enda í nígerísku fangelsi
vegna leka innanríkisráðu-
neytisins. Mynd SigtRygguR ARi
„Ef ég fæ
ekki að sjá
barnið mitt mun
ég sjá eftir því
alla ævi
Fólk fangelsað án dóms og laga
Amnesty segir pyntingar algengar í Nígeríu
Á svig við
alþjóðalög
Brottvísun gæti stangast á
við skuldbindingar Íslands
Ísland hefur fullgilt alþjóðasamninginn
gegn pyntingum og annarri grimmilegri,
ómannlegri eða vanvirðandi meðferð
eða refsingu. Samkvæmt þriðju grein
samningsins er aðildarríkjum bannað að
vísa úr landi, endursenda eða framselja
mann til annars ríkis, ef veruleg ástæða
er til að ætla að hann eigi þar á hættu að
sæta pyntingum.
„Þegar ákveðið er hvort slíkar ástæður
eru fyrir hendi skulu þar til bær yfirvöld
hafa hliðsjón af öllum atriðum sem
máli skipta, þar á meðal, eftir því sem
við á, hvort í ríki því sem um ræðir
viðgangist áberandi, gróf eða stórfelld
mannréttindabrot,“ segir í samningnum.
Samkvæmt fyrstu almennu athugasemd
Alþjóðanefndarinnar gegn pyntingum
felst í 3. grein einnig bann við því að
senda flóttamann til lands sem líklegt er
til að endursenda hann til ríkis sem kann
að beita hann pyntingum.
Íslenska ríkið hyggst senda Tony Omos til
Sviss á grundvelli Dyflinnarreglugerðar-
innar. Þar hefur hælisumsókn hans verið
synjað og því má ætla að Sviss sendi
hann aftur til heimalandsins, Nígeríu, þar
sem staðfest er að mannréttindabrot og
ómannúðleg meðferð fanga viðgengst.
Taka ber fram að Ísland er einnig aðili
að flóttamannasamningi Sameinuðu
þjóðanna, en 33. grein hans er svipuð að
innihaldi og ákvæði alþjóðasamningsins
gegn pyntingum.
Jón Bjarki Magnússon
og Jóhann Páll Jóhannsson
jonbjarki@dv.is / johannp@dv.is