Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Qupperneq 22
Helgarblað 13.–16. desember 201322 Fólk Viðtal Þ á sést hversu heppinn mað- ur er að eiga sjálfur góða foreldra. Maður fæðist ekk- ert og elur sig sjálfan upp. Mér finnst svo sjálfsagt að vera allt í einu farinn að kaupa bleyj- ur. Allt í einu hef ég mikinn áhuga á öllu í kringum börn, hvað þau hafa stækkað og hversu þung þau voru við fæðingu. Þetta eru hlutir sem manni var alveg sama um áður. Það er magnað fyrirbæri að litla ok- fruman sé allt í einu orðinn einhver töffari sem brosir til manns og er að gleðja mann,“ segir Jón með bros á vör. Jón Ragnar Jónsson mætir snyrtilegur til fara í hljóðver sitt við Ármúla. Lítið bréfsnifsi hefur verið límt við hlið útidyrahurðarinnar þar sem stendur Hljóðmúli. Ef ein- hver skyldi vera óviss um hvar hann væri að knýja á dyr. Þar skapa Jón og samstarfsmenn hans tónlistina sem ratar yfirleitt á vinsældalista útvarpsstöðvanna. Jón sýnir blaða- manni hvern krók og kima hljóð- versins; græjurnar eru margar og hljóðfærin eru ekki á undanhaldi. Við fáum okkur sæti í sófa sem er líklega hugsaður til þess að hægt sé að kasta mæðinni á milli tónlistar- leiks. Afsalaði sér fyrirliðabandinu fyrir söng Auk þess að sinna föðurhlutverkinu og tónlistinni leikur Jón fótbolta með FH, uppeldisfélagi sínu úr Hafnarf- irði. Jón hefur haft mörg járn í eldin- um frá unga aldri, en hvaða áhugamál vó þyngst á táningsárum? „Ég held að fótboltinn hafi alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér þangað til ég byrjaði í Versló,“ útskýrir Jón. „Þá fór ég í söngleikina og þá komst ég ekki á allar æfingarnar. Ég þurfti að afsala mér fyrirliðabandinu. Ég var alltaf fyrir liði á eldra ári frá 6. flokki upp í 3. flokk. En í 2. flokki þá var ég ekki á öll- um æfingum og því ekki til fyrirmynd- ar lengur. En fótboltinn skilaði mér nú til dæmis í nám til útlanda.“ Jón útskrifaðist frá Boston Uni- versity í samnefndri borg í Banda- ríkjunum árið 2009 og fluttist síð- an heim. Hann komst inn í skólann á fótboltastyrk, sem er nokkuð al- gengt meðal ungra Íslendinga sem iðka knattspyrnu, og líkaði dvölin vel. Liðið yrði ekki Íslandsmeistari „Það er náttúrulega eitthvað sem ég mæli með fyrir ungt fólk,“ segir Jón. „Ég fór í HÍ í eitt ár og mér fannst ég bara vera eitthvert núm- er. Þegar ég var kominn til Boston þá fannst mér gaman í tíma því ég vildi reyna að standa mig vegna þess að þjálfarinn var að fylgjast með mér og kennarinn vissi hver ég var.“ Jón bendir á að Bandaríkin séu stórt land og skólarnir séu jafn mis- jafnir eins og þeir eru margir. Sjálfur var hann í góðum skóla en á banda- ríska vísu var fótboltaliðið hans í meðallagi. „Á okkar svæði vor- um við fínt lið. En þetta fótboltalið myndi ekki vinna Íslandsmeistara- titilinn,“ segir Jón til viðmiðunar. Missti af undanúrslitum bikarsins Meðan á háskólagöngu hans stóð í Bandaríkjunum kom hann heim á sumrin og lék með Þrótti Reykjavík. Fyrrverandi landsliðsþjálfari, Atli Eðvaldsson, hélt þar um stjórnar- taumana og hafði trú á Jóni og stillti honum upp í byrjunarliði. Vegna skólaskyldunnar ytra gat hann ekki leikið í byrjun og undir lok fótbolta- tímabilsins á Íslandi. Sérstaklega voru það mikil vonbrigði fyrir Jón að missa af einum leik. „Ég missti af undanúrslitaleik á Laugardals- velli gegn KR árið 2006,“ segir Jón en KR bar sigurorð af Þrótturum í leiknum, 0–1. „Þá var ég búinn að taka þátt í bikarævintýrinu en síð- an varð ég að fara út í skólann,“ seg- ir hann. „Þegar ég var alkominn til Íslands árið 2009 vildi ég fara á heimaslóðir og athuga hvort ég gæti átt einhvern séns á að spila með liðinu sem ég elska, FH. Heimir var það elskuleg- ur að hann gaf mér leyfi til að æfa,“ segir hann og á við Heimi Guð- jónsson, þáver- andi og núver- andi þjálfara FH. Besta sumarið í ár „Ég fór og hitti Heimi og hann sagði að ég myndi varla spila hjá honum á þeim tíma, en ég sagðist samt ætla að taka slaginn,“ segir Jón og lagði ýmislegt á sig til þess að eiga von um spilatíma hjá FH-ingum. „Heim- ir leyfði mér að æfa og ég bætti mig. Ég æfði tvisvar á dag þann veturinn og var svona að komast inn í þetta. Ég spilaði Evrópuleik á móti BATE hérna heima en sneri mig svo illa á ökklanum í undanúrslitum bik- arsins og var frá keppni út tímabilið. Síðan var ég eiginlega bekkjarsetu- maður 2011 og 2012.“ Tímabilið í ár er þó hans minnis- stæðasta á ferlinum. Vegna meiðsla annarra leikmanna fékk Jón tækifæri í byrjunarliðinu og greip tækifærið fegins hendi. Hann lék sextán leiki á Íslandsmótinu og stóð sig vel með FH-liðinu sem endaði í 2. sæti. „Tímabilið í ár var langbesta sum- arið mitt,“ útskýrir Jón. „Evrópu- ævintýrið var mjög skemmtilegt. Þá er maður svo ótrúlega innstilltur að maður getur ekki annað en spil- að vel. Þú ert búinn að vera að fara yfir einhver myndbönd og ert bara inni á hóteli að hugsa um leikinn á milli þess sem þú ferð á æfingu. Mér fannst það frábærlega skemmtilegt. Ég er mjög þakklátur að hafa fengið að upplifa það.“ Hinn hvíti Cafú Jón segist ekki vera hæfileikaríkasti knattspyrnumaðurinn, en hann leggi sig fram og sé með mikla hlaupagetu. „Ég spila með hjartanu og það fleytir mér langt,“ segir Jón hógvær. „Ég er ekkert mesta tækniundur eða besti spyrnumaður í heimi. Ég er lúmskur tuddi. Ég er varnarmað- ur og maður þarf að stoppa and- stæðinginn. Ég hef alltaf verið þeim eiginleika gæddur að ég get hlaupið rosalega mikið. Ég þreytist því voða- lega seint. Eins og Björn Bragi, vinur minn, vill alltaf festa á mig að ég sé hinn hvíti Cafú þó svo að ég sé ekk- ert sérstaklega sammála því.“ Kærleiksríkur pabbi Jón hefur komið sér vel fyrir í Sjá- landshverfinu í Garðabæ ásamt unnustu sinni og syni. Þau festu kaup á íbúð sinni fyrir tveimur og hálfu ári. Um sama leyti og hann fékk afhenta lyklana að íbúðinni varð hann ritstjóri Monitor og gaf út sína fyrstu plötu, Wait for Fate, sem sló rækilega í gegn á landsvísu. „Ég hefði líka þurft að eignast Jón Tryggva þá til að fullkomna þetta!“ segir Jón en hann lét skíra son sinn í höfuðið á pabba sínum. Þeir þre- menningar bera því allir sama nafn. En hvernig pabbi er Jón, að eigin sögn? „Ég reyni að halda í barnið í sjálfum sér. Það má ekki gleyma því,“ segir Jón eftir stuttar vanga- veltur. „Ég er kærleiksríkur og verð örugglega líka sanngjarn. Ég er samt alveg smá harður. Ég er ekkert mættur með snuðið þegar hann fer að gráta. Hann þarf að gráta og vera smá töff. Og þó svo að ég muni dekra við hann að einhverju leyti þá mun ég samt passa að hann átti sig á því að maður þarf að hafa fyrir hlutunum.“ Vináttan skiptir mestu máli Barnsmóðir Jóns er Hafdís Björk Jónsdóttir. Hafdís er ári yngri en Jón og kynntust þau þegar hún hóf nám við Verslunarskóla Íslands. Þar var Jón að hefja sitt annað ár. Þau eru búin að vera saman í ellefu ár og segir Jón að sambandið verði aðeins betra með tímanum. „Við erum bestu vinir, það er bara þannig. Það skiptir mestu máli. Áður en hún byrjaði í Versló „Magnað að verða pabbi“ „Það er svolítið magnað að verða pabbi,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sem varð pabbi í fyrsta sinn fyrir rúmu hálfu ári. Lítill fyrirmyndar- piltur kom í heiminn og nærist og sefur vel. Og hlær. Eins og pabbi hans er þekktur fyrir. Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is „Sony má ekki vera stelpan sem heldur mér heitum en byrjar aldrei með mér „En þetta fót- boltalið myndi ekki vinna Íslandsmeist- aratitilinn. Varð pabbi í sumar Frumburður Jóns og nafni fær ekki snuðið um leið og hann grætur. Sigursælir FH-ingar Jón fagnaði Íslands­ meistaratitlinum með uppeldis félagi sínu árið 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.