Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 46
Helgarblað 13.–16. desember 201346 Fólk
T
ónlistarmaðurinn Herbert
Guðmundsson fagnar sex-
tugsafmæli sínu á sunnu-
daginn en þessi margreyndi
söngvari hefur marga fjör-
una sopið í bransanum. Herbert hóf
ferilinn með skólahljómsveitinni
Raflost í Laugarlækjarskóla í Reykja-
vík árið 1970, en sjálfur segist hann
miða upphaf ferilsins við þegar hann
gerðist aðalsöngvari í hljómsveitinni
Tilveru þremur árum síðar. Um það
leyti bankaði frægðin upp á og fjöru-
tíu árum síðar er Herbert í fullu fjöri
og sjaldan hefur verið jafn mikið
að gera hjá honum. Herbert hyggst
halda upp á afmælið á Kex Hostel á
sunnudagskvöld í tilefni afmælisins
og útgáfu safnplötunnar sem ber tit-
ilinn Flakkað um ferilinn.
Þakklátur fyrir tónlistarferilinn
„Ég mun taka þekktustu lögin mín.
Það eru allir velkomnir, enda er frítt
inn. Ég hugsa að það verði slatti af
fólki þarna,“ segir Herbert en kvik-
myndagerðarmennirnir Friðrik
Grétarsson og Ómar Sverrisson ætla
að taka tónleikana upp á myndband.
„Við erum að taka þetta upp vegna
þess að það er verið að gera heim-
ildamynd um ferilinn minn. Ég er
virkilega þakklátur fyrir að hafa lifað
á tónlist í 40 ár.“
Framan af afmælisdeginum
verður Herbert að gera allt klárt fyrir
tónleikana og mun því ekki gefa sér
tíma til að borða afmæliskökuna fyrr
en að þeim loknum. Það verður boð-
ið upp á kaffi og rjómatertu fyrir tón-
leikagesti.
Aldrei jafn mikið að gera
„Ég þarf að bera upp tækin, stilla þau,
tengja snúrur og gera hljóðprufu. Ég
þarf einnig að taka rennsli fyrir tón-
leikana,“ segir Herbert.
Tónleikarnir hefjast klukkan níu
og standa yfir í klukkustund. Herbert
verður með mæta menn sér til halds
og trausts en það eru þeir Hjörtur
Howser hljómborðsleikari, Harald-
ur Þorsteinsson bassaleikari, Tryggvi
Hübner gítarleikari og Ingólfur Sig-
urðsson leikur á slagverk. Herbert
verður síðan með gítarinn við hönd.
„Þetta er yndislegt líf. Ég er að
syngja tvö, þrjú gigg hverja einustu
helgi. Það eru afmæli, útskriftarteiti,
árshátíðir, bara nefndu það. Það hef-
ur aldrei verið jafn mikið að gera hjá
mér á ferlinum. Þetta er orðinn feitur
ferill,“ segir Herbert sem lifir bara
fyrir einn dag í einu. Á virkum dög-
um hefur hann einnig nóg á sinni
könnu.
Syngur fyrir fanga
„Ég byrja daginn á því að vakna upp
úr sex, tek góða bæn og fer í rækt-
ina í Sporthúsinu,“ segir Herbert sem
æfir alla jafna sex sinnum í viku, þrjá
daga hjá einkaþjálfara og hina þrjá er
hann að brenna.
„Síðan, á hverjum fimmtudegi,
fer ég í fangelsið á Skólavörðustígn-
um með félaga mínum þar sem við
erum með jákvæða og góða stund
með föngunum. Ég tek lagið fyrir
þá og félagi minn flytur þeim nokk-
ur góð orð. Við byggjum heim-
sóknina á 12 spora kerfinu og líka á
kristilegu nótunum. Síðan fer ég á
Hraunið einu sinni í mánuði með 12
spora fund til að gefa af mér. Þegar
ég vakna á morgnana kýs ég að fara
bjartur inn í þann dag. Ég reyni að
lifa í núinu. Það hefur alltaf reynst
mér mjög vel,“ segir tónlistarmaður-
inn vinsæli að lokum. n
Sagafilm
sækir liðstyrk
Handritshöfundurinn Jóhann
Ævar Grímsson hefur gengið
til liðs við kvikmyndafyrirtæk-
ið Sagafilm. Í tilkynningu frá
Sagafilm kemur fram að ráðning
Jóhanns Ævars sé til að styrkja
fyrirtækið í þeirri sókn sem það
er í. Nýverið opnaði Sagafilm
skrifstofu í Stokkhólmi. „Eftir-
spurn eftir leiknu sjónvarps-
efni hefur margfaldast í heimin-
um á undanförnum misserum
og ætlar Sagafilm sér að sækja í
auknum mæli á nýja markaði fyr-
ir leikið efni,“ segir jafnframt í til-
kynningunni. Jóhann Ævar hefur
marga fjöruna sopið á ferli sín-
um, hefur komið að skrifum fyr-
ir þáttaraðir auk kvikmyndanna
Ástrópía og Bjarnfreðarson.
Bíl DJ
Margeirs
stolið
Plötuspilarinn Margeir Ing-
ólfsson, DJ Margeir, birti
stöðuuppfærslu á Facebook
þar sem hann greindi frá því
að bílnum hans hefði verið
stolið. Margeir biðlar til vina
sinna að vera með augun
opin og birtir mynd af bílnum
sem er grænn Land Rover. Í
fundarlaun eru frítt óskalag
og ísbíltúr niður Laugaveg-
inn. „Einn ókostur þess að
búa í miðbænum er að vera
ekki með fast stæði, þannig að
ég lifi í voninni að flottasta bíl
landsins hafi ekki verið stolið
og hann finnist fljótt – með
ykkar hjálp!“ skrifaði Margeir.
„Alltaf reynst mér
vel að lifa í núinu“
Áfangi Herbert
hefur átt langan
og farsælan feril.
Herbert Guðmundsson er sextugur og heldur upp á áfangann með tónleikum á Kex Hostel
Ingólfur Sigurðsson
ingosig@dv.is
Plöturnar hans Herberts
n 1977 - Á ströndinni
(ásamt hljómsveitinni Eik)
n 1984 - Í ræktinni
(ásamt hljómsveitinni Eik)
n 1985 - Dawn of the Human Revolution
n 1986 - Transmit (tólf tommu plata)
n 1987 - Time Flies
n 1993 - Being Human
n 1996 - Dawn of the Human Revolution
(endurútgefin á geisladisk)
n 1998 - Faith
(safndiskur – öll helstu lög Herberts)
n 2001 - Ný spor á íslenskri tungu
n 2008 - Spegill sálarinnar
n 2010 - Herbert Guðmundsson í
Íslensku óperunni DVD
n 2011 - Tree of Life (Lífsins Tré)
- Herbertsson
n 2012 - Nýtt upphaf
„Þetta er
yndislegt
líf. Ég er að syngja
tvö, þrjú gigg
hverja einustu
helgi.
Kolbeinn verður
pabbi á nýju ári
Knattspyrnukappinn Kolbeinn
Sigþórsson á von á barni með
Hildi Ósk Sigurðardóttur, kær-
ustu sinni. Von er á barninu í lok
apríl. Hildur Ósk er ári yngri en
Kolbeinn, eða 22 ára, og hefur
lært gullsmíði undanfarin ár. Kol-
beinn leikur með hollenska stór-
liðinu Ajax og er jafnframt lykil-
maður í íslenska landsliðinu og
helsti markaskorari þess. Kol-
beinn er nýkominn aftur á ferðina
eftir að hafa lent í ökklameiðsl-
um í fyrri umspilsleik Íslands
gegn Króatíu á Laugardalsvelli nú
í haust.
Vildi að saga Sigrúnar yrði sögð
Handboltastjarnan Aron Pálmarsson er verndari minningarsjóðsins
M
inningarsjóðurinn skipt-
ir mig og alla fjölskyldu
Sissu miklu máli. Við telj-
um að styrkir úr sjóðnum
gagnist vel, enda fjármunir í með-
ferðarstarfi af skornum skammti.
Það skiptir okkur líka máli að halda
minningu Sigrúnar Mjallar á lofti
og það gerist svo sannarlega í gegn-
um starf minningarsjóðsins,“ skrif-
ar fréttamaðurinn Jóhannes Kr.
Kristjánsson á bloggsíðu sinni en
dóttir hans, Sigrún Mjöll, lést fyrir
þremur árum af völdum fíkniefna.
Minningarsjóðurinn var stofnaður
í fyrra en úthlutað verður úr hon-
um í annað sinn þann 22. desem-
ber næstkomandi, en þá hefði Sig-
rún Mjöll orðið 21 árs.
Handknattleiksmaðurinn Aron
Pálmarsson er verndari sjóðsins
og mun hann gefa handboltatreyju
sem boðin verður upp til styrkt-
ar sjóðnum, en í fyrra styrkti hann
sjóðinn um 450 þúsund krón-
ur. Uppboðið stendur í eina viku
og geta bæði fyrirtæki og einstak-
lingar boðið í treyjuna.
Líkt og fyrr sagði lést Sigrún
Mjöll árið 2010, í júní, af völdum
fíkniefna og vakti mál hennar tals-
vert mikla athygli á sínum tíma.
„Ég ákvað fljótlega eftir lát Sig-
rúnar Mjallar dóttur minnar, að
hennar saga yrði sögð – sögð til
að hafa áhrif og kannski bjarga
mannslífum – þó ekki væri nema
einu. Mannslífin sem hún bjarg-
aði eru þó miklu fleiri því strax eft-
ir andlát hennar fengum við, stór-
fjölskylda hennar, fréttir af ungum
krökkum sem hefðu hætt neyslu
eftir að hafa heyrt um andlátið,“
skrifaði Jóhannes á bloggsíðu sína
stuttu eftir að þættir um andlát Sig-
rúnar Mjallar voru sýndir í Kast-
ljósi árið 2011. n
horn@dv.is
Verndari
sjóðsins
Aron Pálmars-
son er verndari
minningar-
sjóðsins.
Sigrún Mjöll Sigrún lést af völdum fíkni-
efna aðeins 17 ára að aldri.
Á árum áður Herbert hefur
gefið út á annan tug platna.