Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 8
Helgarblað 13.–16. desember 20138 Fréttir ,,Fékkst enginn til að búa hérna“ Eyjólfur Valdimarsson, yfirmaður á RÚV, ræðir um fría húsnæðið á Vatnsenda Þ að var gengið á alla hús­ verði hérna í Efstaleitinu og það fékkst enginn til að búa þarna,“ segir Eyjólfur Valdi­ marsson, forstöðumaður þróunarsviðs Ríkisútvarpsins, að­ spurður hvernig það hafi borið að að Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttafrétta hjá RÚV, var fengin til að búa frítt í húsi sem er í eigu RÚV á Vatnsendahæð í Kópa­ vogi. Í húsinu er vararafstöð Ríkis­ útvarpsins, geymsla fyrir ýmiss kon­ ar hluti sem stofnunin á sem og útvarpssendar. DV greindi frá málinu í blaði sínu á þriðjudaginn og ræddi við Kristínu Hörpu um húsið. Hún sagði skyldur sínar sem staðarhaldara vera eftir­ farandi: „Þetta er engin höll […] Það er bara að fylgjast með stórum sal sem er þarna, sem er fullur af dóti frá RÚV, það þarf að fylgjast með ör­ yggiskerfinu og brunakerfinu og svo er þarna dísilvél, sem þarf að fylgj­ ast með og starta reglulega, sem er vararafstöð fyrir RÚV.“ Kristín Harpa hefur búið í húsinu síðan árið 2010 og greiðir ekki leigu. Hún sagði að í staðinn fyrir að búa í húsinu sinni hún verkefnum sem tengjast því, fylgist með og vakti muni, vararaf­ stöð og annað. Húsið er á milli 500 og 600 fer­ metrar og segir Eyjólfur að íbúðin sjálf sé um 90 fermetrar að stærð. Vantaði húsnæði Eyjólfur segir að Kristín Harpa hafi á þessum tíma verið að flytja frá Hvera­ gerði til Reykjavíkur og að hana hafi vantað húsnæði í borginni. „Það hittist þannig á að Kristín Harpa var að flytja frá Hveragerði til Reykja­ víkur og vantaði húsnæði í bænum. Hún var þá spurð að því hvort hún væri tilbúin að taka að sér búsetu gegn því að sinna eftirliti með því.“ Aðspurður hvort íbúðin í húsinu hafi verið boðin öðrum starfsmönn­ um RÚV, eða auglýst, segir Eyjólfur að svo hafi ekki verið. „Nei, þetta er ekkert auglýst eða neitt slíkt. Við töldum okkur bara heppna að finna einhvern sem væri reiðubúinn að taka þetta að sér og búa þarna.“ Í samtali við DV á þriðjudaginn sagði Kristín Harpa að hún hefði verið beðin um að taka að sér að vera staðarhaldari í húsinu. „Ég veit eiginlega ekkert annað um þetta en það að ég er staðarhaldari […] Ég veit lítið annað um þetta en hvað ég geri þarna.“ Bjó í húsinu í tíu ár Eyjólfur segir að íbúðin í húsinu á Vatnsendahæð hafi losnað eftir að yfirhúsvörður RÚV lét af störfum hjá stofnuninni fyrir nokkrum árum. Búsetu í húsinu má rekja aftur til ársins 2001 þegar RÚV sá fram á að þurfa að hafa einhvern starfsmann á vakt í því allan sólarhringinn. Yfir­ húsvörðurinn flutti þá inn í það: „Húsið hafði verið mannlaust um nokkurra ára skeið þegar við ákváð­ um, árið 2001, að fá einhvern til að búa þarna því þetta er mjög mikil­ væg sendistöð fyrir RÚV. Við inn­ réttuðum íbúð því íbúðabyggðin hafði færst nær húsinu og við sáum að það var meiri traffík þarna: tóm­ ar áfengisflöskur og sprautunálar voru til dæmis í kringum húsið. Ára­ tugum saman hafði þetta hús verið mannað af vaktmönnum allan sól­ arhringinn af því langbylgjustöðin hafði verið þarna.“ Greiðir skatt af hlunnindunum Líkt og kom fram í DV á þriðjudaginn þá felst í því ágætis búbót að þurfa ekki að greiða leigu eða afborganir af húsnæði sínu. Skýringarnar á því af hverju sú er raunin hjá einum af yfir­ mönnum RÚV liggur fyrir í framan­ nefndum skýringum. Eyjólfur segir enn fremur að búsetan í íbúðinni sé hlunnindi sem Kristín Harpa greiði staðgreiðslu skatta af. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Hún var þá spurð að því hvort hún væri tilbúin að taka að sér búsetu gegn því að sinna eftirliti með því. Skattlagt sem hlunnindi Búsetan í húsinu er skattlögð sem hlunnindi að sögn Eyfjólfs Valdimarssonar. Hann segir engan hafa viljað búa í húsinu og því hafi Kristín Harpa verið beðin um það. Vantaði húsnæði Eyjólfur segir að enginn af húsvörðum RÚV hafi viljað búa í íbúðinni og því hafi Kristín verið beðin um það. Það þótti heppilegt enda vantaði Kristínu húsnæði á þeim tíma. Mynd SIGtryGGur arI Öll spjót beinast að ráðuneytinu Hanna Birna fór fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni og svaraði fyrir leka trúnaðarupplýsinga S kjal sem ber heitið „Minnis­ blað varðandi Tony Omos“ og lekið var á valda fjölmiðla í síð­ asta mánuði er ekki til á mála­ skrá hjá Útlendingastofnun og ríkis­ lögreglustjóra og þar kannast enginn við að hafa séð skjalið. Þetta gengur í berhögg við það sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt undan­ farið en hún hefur vísað til þess að Útlendingastofnun, lögreglan og lögmenn hælisleitendanna hafi haft umrædd gögn undir höndum. Öll spjót beinast nú að innanríkisráðu­ neytinu en Hanna Birna var kölluð fyrir stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd á þriðjudag vegna málsins. Minnisblaðið byggir á skjölum ráðuneytisins um málsmeðferð hælisleitendanna en Mbl.is sagði það vera upprunnið í ráðuneytinu. Lögmenn hælisleitendanna hafa ekki fengið minnisblaðið afhent frá ráðuneytinu þrátt fyrir formlega beiðni þess efnis. Lögmaður Tony Omos hefur lagt fram kæru vegna leka persónuupplýsinga um skjól­ stæðing hans til fjölmiðla. Málið er litið alvarlegum augum. Svör Útlendingastofnunar og ríkislög­ reglustjóra við fyrirspurnum DV hafa verið skýr. Svör innanríkisráðu­ neytisins við ítrekuðum fyrirspurn­ um DV hafa hins vegar verið þver­ sagnarkennd og loðin eins og rekið hefur verið í fyrri umfjöllun. DV spurði Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, út í það í síðustu viku hvort ráðuneytið hygðist láta rannsaka hvernig skjal sem ber öll merki þess að vera frá innanríkisráðuneytinu komið, hafi endað í höndunum á völdum fjöl­ miðlum. Sagðist hann ætla að kanna hvernig svarað yrði. DV ítrekaði fyrir­ spurn sína viku seinna en þá sagðist Jóhannes enn vera að kanna hvernig svarið yrði. n jonbjarki@dv.is Íhuga svör Innanríkisráðuneytið hefur tekið viku í að íhuga hvernig svara eigi fyrirspurn DV. Niðurskurður bitnar á Afríku Höfum aldrei náð mark- miðum í þróunaraðstoð Niðurskurðarhugmyndir ríkis­ stjórnarinnar hafa mætt miklum óvinsældum síðustu daga. Með­ al annars vegna hugmynda um niðurskurð til þróunaraðstoðar sem nemur 700 milljónum króna frá því í núverandi fjárlögum. Gunnar Bragi Sigurðsson utan­ ríkisráðherra staðfesti í umræð­ um á Alþingi að ráðast ætti í þennan niðurskurð. Samkvæmt yfirliti í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var stefnt að því að framlög Ís­ lands til þróunarmála næmu 0,26 prósentum af vergri þjóðarfram­ leiðslu. Það er langt frá þeim 0,7 prósentum sem er markmið sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett iðnvæddum ríkjum á borð við Ís­ land. Ekki einu sinni á góðæris­ árinu 2007 komst Ísland nálægt þessu markmiði en þá nam þró­ unaraðstoð 0,24 prósentum af landsframleiðslu. Mest fer til afríku Stærstur hluti þróunaraðstoðar sem Íslendingar taka þátt í fer í gegnum Þróunar­ samvinnustofn­ un Íslands, eða um 1,8 milljarðar króna á þessu ári. Öll starfsemi stofnunarinnar er í Afríku og þá helst þremur ríkjum; Malaví, Mó­ sambík og Úganda. Stærstur hluti fjármunanna nýtist í Úganda, eða rétt rúmur hálfur milljarður. Þróunarsamvinnustofnunin, sem komið var á fót árið 1971, starfar líka að svæðaverkefni um jarð­ hitaleit í austanverðri álfunni. Mikið hefur verið skorið nið­ ur í vinnu Þróunarsamvinnu­ stofnunarinnar en fyrir hrunið 2008 voru samstarfslönd Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu sex talsins en ekki þrjú. Á árunum 2009 til 2011 lokuðu Íslendingar umdæmisskrifstofum sínum í Namibíu, Níkaragva og Srí Lanka. Eftir standa áðurnefnd þrjú lönd en óvíst er hvaða afleiðingar 700 milljóna króna niðurskurður mun hafa á starfsemina. alþingi búið að álykta Í mars 2013, í tíð síðustu ríkis­ stjórnar, samþykkti Alþingi þró­ unarsamvinnuáætlun fyrir árin 2013 til 2016 en hún fól meðal annars í sér að hlutfall þróunar­ aðstoðar yrði komið í 0,42 pró­ sent af vergri landsframleiðslu í lok tímabilsins. Í þingsályktun­ inni var lagt upp með að framlög til þróunaraðstoðar yrðu komin í 0,28 prósent af þjóðarframleiðslu árið 2014 og næmi samtals tæp­ um fimm milljörðum króna. Árið 2015 var gert ráð fyrir að hlutfall­ ið væri komið í 0,35 prósent. Ljóst er að með niðurskurðin­ um nú verður ekki unnt að halda í þá áætlun. Margoft hefur komið fram í máli fulltrúa ríkisstjórnar­ innar, þá sérstaklega formanns fjárlaganefndar, Vigdísar Hauks­ dóttur, að engin áform eru uppi um að fylgja áætlunum eða plön­ um fyrri ríkisstjórnar í þessum málefnum. Gunnar Bragi Sveinsson „Stærstur hluti nýtist í Úganda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.