Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 12
Helgarblað 13.–16. desember 201312 Fréttir „Ekki meiningin að móðga nokkurn mann“ n Kirkjan endurskoðar ekki framlög til þolenda ofbeldis í Landakotsskóla n Býður sáluhjálp Ó lafur Kristinsson, lögmaður kaþólsku kirkjunnar, segir að ekki komi til greina að endurskoða þær upphæðir sem kirkjan greiddi þeim sem sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í Landakotsskóla. „Ég geri ekki ráð fyrir því.“ Málið var tekið fyrir á Alþingi á þriðjudag þar sem Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmála- ráðherra, skoraði á kaþólsku kirkjuna að hækka framlög sín til þessa fólks. Það gerði einnig Ögmundur Jónas- son, þingmaður og fyrrverandi inn- anríkisráðherra. Ólafur sagðist annars eiga erfitt með að tjá sig um framhaldið þar sem hann hefði ekki ákvörðunarvald. „Ég get ekki tjáð mig um annað en að í yfirlýsingu kirkjunnar kemur fram að málinu sé lokið af hennar hálfu. Hún hefur farið í mikla naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona muni nokkurn tímann koma fyrir aftur. Þó að það sé kannski ekki hægt að full- yrða að það muni aldrei gerast þá er allt gert til að koma í veg fyrir það. Núverandi kirkjuyfirvöld vissu ekkert af þessu fyrr en árið 2010 þegar kvartanir komu fram á fundi með kirkjunni. Þau fóru þá að skoða málið og ákváðu að fá hjálp, kalla saman rannsóknarnefnd og setja stífar reglur um starfsmenn kirkjunnar.“ Ákvörðun yfirstjórnar kirkjunnar Ólafur tók undir þau orð Ögmundar að fjárframlög í svona málum væru táknræn en vildi ekki meina að upp- hæðirnar sem kaþólska kirkjan greiddi út væru svo lágar að þær væru lítilsvirðandi, líkt og viðmælendur DV hafa lýst því. „Kannski getur einhver upplifað það þannig en ég vil ekki tjá mig um það. Ég hef fulla samúð og fyrirgefningin sem barst var sett fram af heilum hug og var innileg. Það var ekki mein- ingin að móðga nokkurn mann. Þetta var gert af heilum hug,“ segir Ólafur. „Trúðu mér það var enginn að hugsa um að koma fram af lítilsvirðingu. Þetta var gert af fullum vilja og heilum hug. Kirkjan býður enn fram alla þá aðstoð og sáluhjálp sem hún getur.“ Hann segir að kaþólska kirkjan á Íslandi hafi tekið á þessu hér eins og gert er úti í Evrópu þar sem sambærileg mál hafa komið upp inn- an kirkjunnar. Sérstaklega hafi verið litið til Þýskalands. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðamaður hefur virðast hæstu framlög kirkjunnar hafa verið um 300 þúsund krónur. Ólafur vildi ekki stað- festa hvort það væri rétt eða hversu há framlögin voru. „Ég hef ekki forsendur til þess þar sem ég kom ekki nálægt ákvörðun um þessi fram- lög. Það var yfirstjórn kirkjunnar sem sá um það. Ég get ekki tjáð mig um þetta mál. Ég sé ekki um fjármál.“ Aðspurður hvort framlög kirkj- unnar til þeirra sem urðu fyrir miska af völdum starfsmanna kirkjunnar hafi ekki verið hærri í Þýskalandi, þar sem hæstu framlögin voru um 800 þúsund segir hann: „Ég tjái mig ekki um það hvernig þetta endaði í Þýska- landi. Þetta er bara byggt á starfs- reglum innan kirkjunnar.“ Ríki og söfnuð saman Alls fjallaði fagráð kaþólsku kirkjunnar um sautján kröfur um að kirkjan greiddi bætur vegna ofbeldis sem börn sættu af hálfu starfsmanna kirkjunnar. Kirkjan viðurkenndi að- eins bótakröfu í einu máli, þar sem viðkomandi hafði gert ítrekaðar til- raunir til að segja frá ofbeldinu á sínum tíma. Aðrir fengu flestir frjáls framlög frá kirkjunni sem voru að því er virtist á bilinu 82.170–300 þúsund krónur, en þó ekki allir. Líkt og fram hefur komið dugar framlag kirkjunn- ar ekki fyrir málskostnaði sem fylgdi því að útbúa kröfu og leggja hana fram í einhverjum tilvikum. Þá var Ólafur spurður af hverju það væri svona mikið ósamræmi á milli fjárframlaga kirkjunnar og sanngirnisbóta sem ríkið hefur greitt þeim sem urðu fyrir miska af hálfu starfsmanna á vist- og með- ferðarheimilum. „Þetta var greitt af fúsum og frjálsum vilja til þess að sýna hug kirkjunnar. Þetta voru ekki sanngirnis bætur. Sanngirnis bætur eru pólitísk ákvörðun ríkisins. Við erum ekki ríkið. Við erum ekki þjóð- kirkja. Við erum annars vegar að tala um ríkisvaldið og hins vegar um söfn- uð. Fólk heldur að við séum á ein- hverjum fjárframlögum frá Róm, en það er ekki þannig. Kirkjan á eignir en hún má ekki gera hvað sem er með þessar eignir, hún er eins konar gæslumaður þessara eigna. Þetta er ofboðslega erfitt mál. Hvergi í heiminum hefur einhver verið sáttur við málalyktir. En ég get fullvissað þig um að aldrei var neitt aðhafst af illvilja heldur var þetta alltaf gert af velvilja.“ n Leiðrétting n Séra Patrick en ekki séra Jakob Í síðasta blaði var ranglega sagt að blaða- maður hefði rætt við séra Jakob Rolland, þegar rætt var við séra Patrick, staðgengil biskups. Beðist er velvirðingar á því. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Þetta voru ekki sanngirnisbætur. Sanngirnisbætur eru pólitísk ákvörðun ríkis- ins. Við erum ekki ríkið. Afþakkaði framlagið Ísleifi Friðrikssyni var svo misboðið þegar hann fékk 170 þúsunda fjárframlag frá kirkjunni að hann afþakkaði það. Hann sætti stöðugu, kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar í sex ár. MynD SIgtRygguR ARI Verulega misboðið Valgarður Bragason á erfitt með að sætta sig við 82 þúsunda fjárframlag frá kirkjunni. Ofbeldið sem hann sætti í Landakots- skóla hófst þegar hann var sjö ára og hafði alvarlegar og lang- varandi afleiðingar á líf hans. MynD SIgtRygguR ARI Erfitt mál Ólafur Kristinsson, lögmaður kaþólsku kirkjunnar segir að hvergi í heimin- um séu þolendur sáttir við málalyktir. Vilja greiða 24 heiðurslaun Fyrrverandi þingmaður þar á meðal A llsherjar- og mennta- málanefnd hefur lagt fram tillögu um hverjir fái greidd heiðurslaun listamanna á næsta ári. Í tillögunni eru tuttugu og fjórir einstaklingar tilgreindir sem flestir eiga að fá tæpar þrjár milljónir greiddar hver. Meðal þeirra er þing- maðurinn fyrrverandi Þráinn Ber- telsson. Þau nöfn sem nefndin telur upp í tillögu sinni eru eftirfarandi: Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búa- dóttir, Erró, Guðbergur Bergs- son, Guðmunda Elíasdóttir, Gunn- ar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Magnús Pálsson, Matthías Johannessen, Sigurður A. Magnússon, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þuríður Pálsdóttir. Þau Jónas Ingimundarson, Þráinn Bertels son, Edda Heiðrún Backman, Megas og Vigdís Grímsdóttir eiga svo líka að fá heiðurslaun greidd en meira en hinir nítján. Tillagan kemur í formi breytinga- tillögu á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er til umræðu í þinginu. Heildarlaunin nema 74,9 milljónum. Heimild er fyrir því í lögum að veita allt að tuttugu og fimm listamönnum heiðurslaun á fjárlögum. Heiðurs- laun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs en þau eru þau sömu og starfslaun lista- manna, eða listamannalaun, eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt lækka þau í áttatíu prósent af starfslaunum. n adalsteinn@dv.is greiða laun Alþingi ætlar að greiða tuttugu og fjórum listamönnum heiðurs- laun samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.