Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 30
Helgarblað 13.–16. desember 201330 Sport Ofurhelgi á Englandi n City hefur haft betur gegn Arsenal í gegnum tíðina n Markaleikir hjá Tottenham og Liverpool H ætt er við því að fimm stiga forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinn- ar verði minna eftir leiki helgarinnar en í hádeginu á laugardag mætir liðið Man chester City á Etihad-vellinum. Fjölmargir athyglisverðir leikir eru á dag- skránni um helgina. Liverpool sem er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal, á erfitt verk- efni fyrir höndum á sunnudag þegar liðið heimsækir Tottenham og Eng- landsmeistarar Manchester United heimsækja Aston Villa á Villa Park. City haft betur Arsenal hefur ekki gengið neitt sér- staklega vel gegn Manchester City í gegnum tíðina. Í síðustu tíu viður- eignum þessara liða hefur Arsenal unnið tvisvar, Manchester City fimm sinnum og þrír leikir hafa endað með jafntefli. Ekki hefur verið mikið skorað í þessum leikjum, en marka- talan er 12–7 fyrir City. Gengi City á heimavelli í vetur hefur í raun verið með ólíkindum. Liðið hefur unnið alla sjö heimaleiki sína og skorað í þeim 29 mörk en fengið aðeins 2 mörk á sig. City er fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 29 stig. 19–11 fyrir Tottenham Annar stórleikur fer fram um helgina þegar Tottenham tekur á móti Liverpool. Bæði lið hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Þremur stigum munar á liðunum; Liverpool er með 30 stig en Tottenham 27 stig. Leikir þessara liða hafa verið fjörugir í gegnum tíðina en Tottenham þó haft yfirhöndina þegar síðustu tíu viðureignir liðanna eru skoðaðar. Liverpool hefur unnið þrjá leiki, Tottenham sex leiki en aðeins einn hefur endað með jafntefli. Marka- talan er 19–11 fyrir Tottenham sem þýðir að búast megi við markaleik á sunnudag. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Stórslagur Spánverjarnir David Silva hjá City og Santi Cazorla hjá Arsenal munu að öllum líkindum mætast um helgina. Leikir helgarinnar P áll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs og stuðningsmaður Liverpool, spáir í leiki helg- arinnar Laugardagur Manchester City - Arsenal 3–2 „Þetta er alvöruleikur. Ég held að heimavöllur City sé nánast óvinnandi vígi. Ég tel því að City vinni þennan leik sem verður mjög fjörugur. Eigum við ekki að segja að Aguero skori öll mörkin.“ Newcastle - Southampton 2–0 „Ég held að Newcastle vinni þennan leik. Það er smá bremsufar að myndast á spútnikliði Southampton og þeir eru aðeins að gefa eftir. Newcastle er með sterkan hóp og þeir eiga að geta bland- að sér í baráttuna um Evrópusæti.“ Cardiff - WBA 1–0 „Nú vinnur Cardiff og Aron Einar er spræk- ur og setur sigurmarkið. Það þarf ekkert að ræða þetta meira.“ Chelsea - Crystal Palace 5–0 „Chelsea vinnur mjög öruggan sigur þarna. Fernando Torres setur þrjú í fyrri hálfleik og Samuel Eto'o tvö í seinni. Nú mæta Chelsea-menn klárir í slaginn.“ Everton - Fulham 1–1 „Ég held að Everton muni rétt ná jafntefli og jafna metin í uppbótatíma. Everton rétt nær jafntefli og jafnar í uppbótatíma. Ég er hrifinn af Everton- liðinu en það nær bara einu stigi þarna. Berbatov skorar fyrir Fulham.“ West Ham - Sunderland 0–0 „Þetta verður fram og til baka en lítið um færi. Liðin sættast á skiptan hlut.“ Hull - Stoke 1–0 „Hull-liðið er flott en skorar ekki mikið af mörkum. Þeir vinna þarna góðan sigur og verjast vel.“ Sunnudagur Norwich - Swansea 2–2 „Bjartasta von Englendinga, markmað- urinn John Ruddy, verður maður leiksins og kemur í veg fyrir tiki-taka sigur Swansea-manna.“ Aston Villa - Man. United 2–1 „Þetta verður mjög athyglisverður leikur. Villa er með sterkan heimavöll og ég hef trú á að liðið nái að vinna United. Það er pressa á United-mönnum og þeir verða full graðir fram á við og fá á sig tvö mörk. Moyes fær séns þetta tímabil að minnsta kosti.“ Tottenham - Liverpool 1–2 „Það má aldrei spá sínum mönnum tapi, er það nokkuð? Við vinnum þennan leik, 2–1, og Suárez skorar bæði mörkin. Mignolet verður í stuði en Suárez klárar þetta.“ Vissir þú … … að 17 af 21 marki Swansea í vetur hefur liðið skorað í seinni hálfleik í leikjum sínum. … að 1.626 mínútur höfðu liðið síðan Danny Graham, framherji Hull, skoraði síðast áður en hann skoraði gegn Swansea á mánudags- kvöld. … að Manchester United (93) var eina liðið sem ekki náði 100 sendingum á síðasta þriðjungi vallarins í deildinni um síðustu helgi. … að Sunderland hefur skorað fimm sjálfsmörk það sem af er tímabilinu. Metið á heilu tímabili á Leicester (8) tímabilið 2003–2004. … að 11 ár eru liðin síðan bæði Liverpool og Everton höfðu 28 stig eða meira eftir fyrstu 15 deildarleikina í úrvalsdeildinni. … að í 16 af síðustu 25 skiptum hefur Manchester United dregist gegn úrvals- deildarliði í 3. umferð bikarkeppninnar. … að Christian Benteke hjá Aston Villa hefur ekki skorað í 10 klukkustundir og 40 mínútur í deildinni. Andlausir meistarar Englandsmeistarar Manchester United hafa verið í miklum vand- ræðum að undanförnu. Liðið er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikj- um sínum, þar af hafa tveir síðustu leikir tapast. Liðið fer til Birming- ham-borgar á sunnudag og mætir Aston Villa. United er með 22 stig í 9. sæti deildarinnar en með sigri getur Villa náð United að stigum; liðið er með 19 stig í 11. sæti. Árangur Villa á heimavelli hefur valdið vonbrigðum í vetur en liðið hefur unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum á Villa Park á meðan United hefur unnið þrjá af sjö útileikjum sínum. Skyldusigur á Brúnni Chelsea ætti að eiga þægilegt verkefni fyrir höndum þegar nýliðar Crystal Palace koma í heimsókn á Brúna á laugardag. Chelsea er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig en Palace í 19. sætinu með 13 stig. Everton, sem hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarnar vikur, tekur á móti Fulham. Everton er í 5. sæti deildarinnar með 28 stig en Fulham í 18. sæti með 13 stig. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.