Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 20
Helgarblað 13.–16. desember 201320 Fréttir
n Niðurstöður úr árlegri bragðkönnun DV n Hryggurinn frá Iceland var neðstur
H
amborgarhryggurinn frá
Nóatúni var hlutskarpastur
í árlegri bragðkönnun DV
á hamborgarhryggjum
fyrir þessi jól. Fimmtán
hryggir voru prófaðir í ár. Ham
borgarhryggurinn frá KEA var í
öðru sæti en í því þriðja hryggur frá
Kjarnafæði, einungis 0,05 í einkunn
á eftir öðru sætinu.
Dómnefndina skipuðu Ylfa
Helgadóttir, matreiðslumeistari
á Kopar og meðlimur í kokka
landsliðinu, Kjartan H. Braga
son formaður, Meistarafélags kjöt
iðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir
Þorvaldsdóttir, heklari og mat
gæðingur, Elvar Ástráðsson, verka
maður og matgæðingur, og Hákon
Már Örvarsson, þjálfari íslenska
kokkalandsliðsins.
Leitað var til framleiðenda og
þeir beðnir um að leggja til kjöt og
urðu þeir fúslega við þeirri bón.
Kann DV þeim bestu þakkir fyrir
það.
Brynjar Eymundsson, mat
reiðslumeistari á Höfninni, sá um
matreiðsluna í ár líkt og fyrri ár en
hryggirnir voru allir eldaðir með
sömu aðferð, ef undan er skilinn
hamborgarhryggurinn frá Hag
kaupum sem á ekki að sjóða áður
en hann er settur í ofn, samkvæmt
fyrirmælum framleiðanda. Sami
gljái var settur á alla hryggina. Sú
nýlunda var tekin upp nú í ár að
hryggirnir voru bornir fram heitir
enda flestir Íslendingar vanir að
borða þá heita. Var það samdóma
álit nefndarmanna að þannig kæmi
bragðið betur fram, kaldur hryggur
væri líklega bragðdaufari en heitur.
Kjötið var borið fram á núm
eruðum bökkum þannig að engin
leið var fyrir dómara að vita hvaða
hryggur var frá hvaða framleið
anda. Dómararnir gáfu umsagnir og
einkunn á bilinu 0–10. Einnig voru
hryggirnir vigtaðir fyrir og eftir suðu
og þannig fengið út hversu mikið
þeir rýrnuðu.
Aðspurð eftir hverju væri leitað
þegar bragð á hamborgarhryggjum
væri metið var dómnefndin sam
mála um að fyrst og fremst væri um
að ræða bragðgæði og það hversu
safaríkur bitinn væri, auk þess sem
jafnvægi þyrfti að vera bæði í söltun
og reykingu.
Með kjötinu var boðið upp á
laufabrauð og jólaöl. n
Nóatúns-hryggur bestur
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Dómnefndin Jafnvægi í salti og reyk er mikilvægt í hamborgarhryggjum.
Sigurvegarar
síðustu ára
n 2012 - KEA
n 2011 - KEA
n 2010 - Fjarðarkaup
n 2009 - Krónan
n 2008 - KEA
n 2007 - ALI
Sker kjötið Brynjar á
Höfninni sá um að elda
kjötið og allan undirbúning.
MynDir Sigtryggur Ari