Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 25
Helgarblað 13.–16. desember 2013 Fólk Viðtal 25 Hrædd við að vera hafnað E ivør  hefur verið á ferð og flugi allt árið og nú þegar árið er senn á enda er hún farin að þreytast ögn og hún hlakkar til að fara í jólafrí til fjölskyldu sinnar í Færeyjum. Þegar blaðamaður náði tali af henni stóð hún í undirbúningi vegna tónleika á Íslandi. Hún mun koma fram á Jólagestum Björgvins í Laugardals- höll. Þreytumerkin er hvergi að greina og það er jafn létt yfir henni og vanalega.  „Þetta er búið að vera anna- samt ár, ég er búin að vera ótrúlega mikið á ferðinni en á sama tíma er ég þakklát annríkinu, þetta hef- ur verið gjöfult ár. Ég hef fengið að fylgja síðustu plötu minni,  Room, vel eftir. Nú er ég nýkomin frá Noregi, Danmörku, Rússlandi og Þýskalandi. Mikill erill og stund- um finn ég fyrir ferðaþreytu sem safnast upp. Ég hlakka þess vegna einstaklega mikið til að heimsækja foreldra mína og syst kini um jólin í Færeyjum. Þetta verður yndislegt jólafrí,“ segir Eivør og dæsir.  Ræst kjöt í uppáhaldi Eivør  er færeysk, fædd og upp- alin í Götu, sem er fimm hundruð manna þorp á Austurey. Henni finnst gott að hvíla sig og hlaða sig orku í heimabænum. Í Götu ólst hún upp við mikla hlýju og frelsi. Á heimili hennar var ekki sjónvarp en í staðinn voru sagðar sögur og flutt kvæði. „Á jólunum heima þá finnst mér gott að elda mat, þetta er eitthvað sem við gerðum saman, ég og pabbi. Best þykir mér að fara, spjalla, heyra sögur og vera með fjölskyldunni. Við erum mörg saman, við borðum hjá ömmu á jóladag, spilum og borðum góðan mat. Við erum öll saman og erum ekki að gera svo mikið annað en að vera saman. Þá fæ ég eftirlætis- matinn minn sem er ræst kjöt. Ræst kjöt er þurrkað til hálfs, sigið. Það er kryddað af söltu sjávarloftinu og mér finnst þetta mikið sælgæti. Ég fæ þetta auðvitað hvorki í Dan- mörku né hér og ég hlakka alltaf til að gæða mér á þessu,“ segir hún og hlær. Fjölskylda mín er hávær. Við tölum og hlæjum hátt, grátum og syngjum mikið. Við erum eins og Ítalir þarna í    Götu,“ segir hún    og hlær. „Fjölskyldan styrkir  mig, það er ekkert sem við getum ekki rætt og við erum opin og frjálsleg í fasi. Það allra erfiðasta við að búa í útlönd- um er að búa frá þeim. En á jólun- um erum við saman og það skiptir máli.“ Sátt við bók um sig Eivør  lýsir sjálfri sér í æsku sem dreyminni, henni gekk vel í skóla og þá helst í skapandi greinum. Í nýútkominni bók –  Eivør  og fær- eysk tónlist – eftir Jens Guðmunds- son, sem er betur þekktur sem Jens Guð ofurbloggari er hins vegar frá- sögn af Eivør sem lýsir óvæntri hlið á henni. Þar er henni lýst ungri á fótboltamóti í Vestmannaeyjum sem ákafri og grimmri í boltan- um. Ákafinn skilaði litlu öðru en rauðu spjaldi. Reyndar voru gul og rauð spjöld tíð á stuttum fót- boltaferli.  Hún var tólf ára og hafði þá ákveðið að leggja knattspyrnu fyrir sig. Fékk sér búning og fór að keppa utan Götu. „Þetta var mín fyrsta heimsókn til Íslands. Bróðir langafa míns bjó í Vestmannaeyjum og þar á ég ætt- menni. Ég man eftir nokkrum rauð- um og gulum spjöldum. Ég er léleg í íþróttum og svona keppnisíþrótt- um. Þá bregst ég við af hörku og fer í baráttu. Verð óþolinmóð og erfið, eiginlega alveg brjáluð,“ segir hún og skellir upp úr. Náttúrubarn Sem barn eyddi  Eivør  mestum tíma úti í náttúrunni. „Ég var alltaf úti að leika mér, og þetta frelsi sem ég fékk þegar ég var lítil er mér mjög dýrmætt og tengingin við náttúruna. Þessi heimur er enn með mér. Ég er miðjubarn, á tvo hálfbræður,  Magnus  og Erling og    tvær yngri systur,  Elisabetu  og Elinborgu en um þær hefur hún samið lag. Hún sat í flugvél og söknuðurinn til systranna braut sér leið í lagi, Liten fuggel. Hún er náin fjölskyldu sinni. „Við erum öll mjög náin og ég sakna fjölskyldu minnar á ferðalögum og finnst oft erfitt að vera án þeirra. Nú er ég búsett með eiginmanni mín- um og stjúpdóttur í Kaupmanna- höfn og það væri auðvitað betra að hafa alla fjölskylduna nærri. Ég flutti ung að heiman, var að- eins sautján ára gömul og hef verið burtu frá heimilinu vegna tónlistar- innar. Það er einhver söknuður við- varandi vegna þessa.“  Það sem hjartað vildi Tónlistin hefur alltaf verið hluti af lífi Eivør og hún man eftir sér á rölti á leið heim úr skóla þar sem hún samdi lagstúfa og söng. „Að búa til tónlist og syngja var það sem hjart- að vildi, það vissi ég strax sem barn og var alltaf mjög ákveðin í því sem ég vildi gera.  Ég stefndi á að verða söngkona og hef eiginlega aldrei misst sjónar á þessum draumi sem rættist auðvitað.“  Hún var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutt- ist til Íslands. Í Færeyjum gat hún ekki þróað áfram eigin söngstíl og þurfti að halda í nám. Ég flutti út því ég vildi læra söng og það var enginn söngskóli í Færeyjum.  Foreldrum mínum fannst þetta ofsalega erfitt. Ég var sautján ára þegar ég fluttist til Íslands í árs- byrjun 2001 í boði Ólafar Kol- brúnar Harðardóttur, óperu- söngkonu og söngkennara. Ólöf rekur Söngskólann í Reykjavík ásamt Garðari  Cortes.  Mér fannst rosalega spennandi að koma til Reykjavíkur, mér fannst allt svo stórt og gekk fyrst um borgina með galopin augu. Ég er alin upp í sveit og mér fannst Reykjavík vera eins og stærri útgáfa af heimahögun- um.“  Nándin er meiri í Færeyjum Þó að  Eivør  hafi flust ung frá Fær- eyjum þótti henni lífið gott. Nándin er meiri í Færeyjum þar sem minna er um að vera. „Samböndin eru svo náin, því vinir skipta svo miklu máli. Það er helst vináttan sem gerir lífið gott í Færeyjum og mér fannst hún góð og frelsið líka. Ég var alltaf í einhverjum kjöllurum að spila eða hlusta á tónlist. Í rauninni er svipað andrúmsloft í Reykjavík en meira um að vera og allt stærra í sniðum.“   Beislar orku í söng Talið berst að tilfinningaríkum söng hennar og þeirri staðreynd að hún syngur ávallt berfætt. Hvers vegna er það? „Ég held að ég hafi byrjað að syngja berfætt vegna hræðslu. Ég söng 10 ára gömul í afmæli frammi fyrir gestum og var taugaóstyrk. Þá skalf ég og nötraði svo fæturnir voru stirðir og báru mig varla. Þá fór ég úr skóm og sokkum og fann fyrir einhverri tengingu sem róaði mig. Ég fékk einhverja orku sem ég gat notað og beislað. Ég hef fundið fyrir þessari tengingu síðan og treysti á hana. Ég get samt alveg sungið í sokkum,“ segir hún og hlær. „En oft er þetta svolítið hvimleitt ef ég er til dæmis í flottum kjól sem væri fal- legt að vera í hælum við. Mér finnst ég einhvern veginn ekki tilbúin á svið ef ég er í skóm.“  Þessi innilega tenging sem  Ei- vør  er nauðsynleg í söng er þess valdandi að hún nær taki á áhorf- endum sínum og flutningurinn er geysilega kraftmikill. „Ég er með fólkinu sem er að hlusta á mig. Ég nota orkuna sem er í umhverfinu og reyni að beisla hana á jákvæðan hátt. Orkan er mjög mismunandi eftir því hverja ég er að spila fyrir.“   Uppgjör við eltihrelli Eivør á sér marga aðdáendur en líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í nokkur ár glímdi hún við  eltihrelli  sem fékk hana á heil- ann og  hrellti  hana og fjölskyldu hennar.  Eltihrellirinn  er hættur að elta hana og hrella. Hefur látið hana í friði í um það bil ár.  En það var erfið glíma. Uppgjörið við  elti- hrellinn átti sér langan aðdraganda. Eivør  hafði tekið eftir því að sami maðurinn kom á alla tónleika hennar. Þegar hún kom til Íslands virtist hún rekast á hann á hverju götuhorni. „Hann var alltaf á sama stað og ég fann til hræðslu. Hann var að elta mig og trúði að við ætt- um í heilögu sambandi og að að- eins fjölskyldan stæði í vegi fyrir því að við gætum verið saman. „Ég þurfti að leita til lögreglunn- ar og fá nálgunarbann, þá lét hann mig í friði um stund.“ Friðurinn varði ekki lengi. Hann mætti á minningartónleika um látinn föð- ur hennar öllum að óvörum.  Þar kom hann inn í kirkjuna og fékk sér sæti. Hann hafði verið beðinn um að fara en neitaði. Að lokum þurfti að hringja á lögregluna sem kom skjótt á vettvang og fjarlægði manninn. „Nú hef ég sem betur fer fengið frið frá honum í langan tíma og skynja frið innra með mér. Mér finnst ég ekki þurfa að líta um öxl lengur. Sem betur fer, en það þurfti að ganga alltof langt áður en hann hætti. Það sem gerði það að verkum að ég þurfti að leita til lögreglunnar og stöðva hann með öllum ráðum var að hann var farinn að elta fjöl- skylduna. En þessu er lokið núna.“  Sönn ást Eivør  gifti sig í júlímánuði þar síð- asta sumar, honum Tróndi Boga- syni.  Tróndur  er vel metinn í fær- eyskri tónlist sem tónskáld og hljóðfæraleikari. Hún er inni- lega ástfangin og segir eiginleika mannsins síns bæta sig.  „Við höfum alltaf þekkst, við  Tróndur. Við erum bæði tón- listarmenn og alin upp í Færeyjum. Við kynntumst fyrir um tveim- ur árum síðan. Það sem heillaði mig og heillar mig aftur og aftur er persónuleiki hans – já, og fallegu krullurnar, rifjar hún upp. „Hann hefur svo góða jarðtengingu og býr yfir ró og festu sem ég sæki í.  Þetta er sönn ást, gerðist mjög fljótt í lífi mínu en samt er eins og við höfum alltaf þekkst. Við höfum unnið saman, unn- um til dæmis saman að Lörvu, plöt- unni minni. En fórum ekki að hitt- ast fyrr en svolítið eftir það. Við giftum okkur svo þar síðasta sumar og það var yndisleg stund heima í Færeyjum með góðum vinum. Hann gefur sér svo mik- inn tíma til að pæla í hlutunum, það þarf svo mikið til að hann verði stressaður. Svo er hann ótrú- lega góð manneskja og yndislegur pabbi.“  Erfitt að vera stjúpmóðir Tróndur  á átta ára gamla dóttur, hana Tóru. Eivør er því stjúpmóðir og segir það hafa verið erfitt hlut- verk að laga sig að því hlutverki í fyrstu. Hún var hrædd um að sér yrði hafnað.  „Það var ekki auðvelt að finna sér pláss í byrjun, ég þurfti að vinna svolítið í sjálfri mér til að tengj- ast þessu nýja hlutverki í lífi mínu. Þetta gerðist allt svo fljótt. Ég varð hrædd um að henni myndi ekki líka við mig. Þetta gæti verið svo flók- ið en sem betur fer varð þetta nátt- úrulegt, við urðum góðar vinkonur strax og vináttan sterk. Það er yndis- legt að eiga þau í lífinu mínu. Það er blessun að hafa hitt þau. Mað- ur hefur heyrt margar sögur um hvernig það er að ganga inn í svona erfitt hlutverk en það hversu vel fór er mikið Tróndi að þakka. Hann fékk mig til að láta af öllum áhyggj- um og sagði mér að taka því rólega. Það gerði ég og þá fór allt vel. Ég gæti alveg hugsað mér að eignast fleiri börn, ég finn mig í þessu hlut- verki. Mamma er líka alltaf að suða í mér,“ segir hún og hlær. Notalegt í Kaupmannahöfn Litla fjölskyldan býr í Kaupmanna- höfn. Þaðan er auðvelt að ferðast um heiminn og stundum tekur hún  Trónd  og Tóru með sér. „Ég er alltaf á flakki og nýti tímann vel með þeim þegar ég er heima. Ég vil alltaf fagna því að ég eigi þau að og reyni að vera ekki lengi í burt. Ef ég sé fram á að vera lengi þá reyni ég að fá þau með ef það er mögulegt. Það er auðvelt að ferðast til og frá Kaupmannahöfn og það gerir lífið einfaldara og ferðaþreytuna ögn minni. Það er meira flakk fram und- an en ég er einnig farin að vinna að minni næstu plötu. Ég er komin stutt með hana og það verður bjart yfir henni en melan kólían  í lögum mínum er samt alltaf til staðar. Ég mun flytja einhver ný lög þegar ég kem til Íslands í febrúar næstkom- andi og held tónleika fyrir norðan með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Ég hlakka alltaf til að koma til Íslands, hér á ég marga vini.“ Það er ekki að undra að  Eivør eigi hér marga góða vini enda bjó hún á Íslandi í fjögur ár. Hún fluttist frá Íslandi árið 2008 og ílentist hér þrátt fyrir önnur áform. „Ég eignaðist svo marga góða vini hér og tónlistarsenan er spennandi. Íslendingar eru líkir Færeyingum að mörgu leyti þótt ís- lenskt samfélag sé hraðara, stærra og hið færeyska friðsamara.“ n Eivør Pálsdóttir fluttist 17 ára til Íslands. Móðir hennar krossaði sig í bak og fyrir að senda hana barnunga til landsins. Hér lærði hún að beisla firnasterka orku í tjáningarríkan söng og ferill hennar hefur verið farsæll alla tíð síðan. Einkalífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Hún glímdi við eltihrelli í mörg ár en hefur nú notið friðar og ástar í nokkurn tíma og telur sig lánsama. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Mér finnst ég ekki þurfa að líta um öxl lengur Stuttur fótboltaferill „Ég er léleg í íþróttum og svona keppnisíþróttum. Þá bregst ég við af hörku og fer í baráttu. Verð óþolinmóð og erfið, eiginlega alveg brjáluð,“ segir hún og skellir upp úr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.