Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Qupperneq 37
Menning 37Helgarblað 13.–16. desember 2013 Í fyrsta og eina skipti sem ég hef rekist á Ragnar Frey Ingvarsson matmann tók ég í hendina á hon- um og hneigði ég mig grunnt – djúp hneiging getur verkað eins og oflof og þar með háð og vildi ég alls ekki koma þeim skilaboðum á framfæri. Þetta var í Kringlunni rétt fyrir jólin í fyrra. Ég hafði fylgst með bloggi Ragnars Freys um nokkurra ára bil og dáðist að ástríðunni sem skein út úr skrifum hans um mat. Hann hefur birt ótal margar færslur með uppskriftum og myndum af góðgæti og áhuginn virðist ekkert vera að dvína. Þegar ég hugsa um „bestu“ bloggara landsins er Ragnar Freyr þar ofarlega á blaði. Ástríðukokkur Sömu ástríðuna er að finna í mat- reiðslubók sem Ragnar Freyr hefur nú gefið út þar sem hann birtir sam- ansafn af uppskriftum af réttum sem hann hefur eldað í gegnum árin. Ragnar Freyr er ástríðukokkur sem býr í Lundi í Svíþjóð; hann er gigtar- læknir og fjölskyldufaðir sem finnur sér tíma til að sinna þessari ástríðu sinni og deila henni í netheimum og nú í þessari bók: Lækninum í eld- húsinu. Ragnar Freyr heldur áfram að smita lesandann með mataráhuga sínum í bókinni líkt og hann hefur gert á bloggi sínu: Maðurinn hefur svo gaman af þessu og það skín svo í gegn – hann er nánast eins og barn, slík er leikgleðin yfir matnum. Bók- in er hin eigulegasta: Tæpar 500 síður og fjölmargar og litríkar ljós- myndir af mat á góðum pappírnum gera það að verkum að gaman er að fletta í henni. Ragnar Freyr birtir svo einnig myndir af sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni og því hefur bókin yfir sér persónulegan blæ. Þekktar stærðir Í bókinni er aragrúi klassískra upp- skrifta af þekktum réttum eins pasta carbonara, lasagna, beef Wellington, Nicoise-salati, panna cotta og créme brúlee og yfir í minna þekkta rétti. Segja má að þetta sé matreiðslubók fyrir byrjandann þó vissulega séu flóknari réttir inn á milli. Engin sér- stök skilgreining er á efni bókarinn- ar: Þetta eru alls konar uppskriftir hvaðanæva að úr heiminum. Upp- skriftirnar eru því ekki rammaðar inn í flokka eftir löndum eða þemum öðrum en þeim að hvert hráefni fyrir sig – lambakjöt, nautakjöt, grísakjöt – fær hvert sinn flokk. Maður sem á enga matreiðslubók gæti því fengið sér þessa og komist ágætlega af með því að elda upp úr henni hinar og þessar uppskriftir. Eitt af vandamálum bókarinnar er einmitt þetta: Hvernig matreiðslu- bók er um að ræða? Ljóst er út frá uppbyggingu bókarinnar að um er að ræða alhliða matreiðslubók þar sem farið er „yfir í brauð og kökur“. Ég myndi segja að almennt séð sé einhvers konar skilgreining á efni eða ramma matreiðslubóka af hinu góða þannig að efnið sé hólfað nið- ur með einhverjum hætti: Ítölsk mat- reiðslubók er eitt dæmi, marokkósk nú eða spænsk. En hér er allt undir og ekki skilgreint hver rammi bókar- innar er. Skortur á nýjungum Í öðrum tilfellum, þar sem greint er frá minna þekktum uppskriftum, eru réttirnir byggðir á réttum sem hann hefur séð í öðrum matreiðslu- bókum eða fengið á veitingahúsum. Eitt dæmi sem hægt er að nefna er uppskriftin að Kartöflusalati með strengjabaunum og linsoðnum eggj- um, þar sem fram kemur að hug- myndin sé „sótt til“ ísraelska kokks- ins Yotam Ottolenghis. Uppskriftin í bók Ragnars er í raun einfölduð út- gáfa af salati Ottolenghis sem hann kallar Konunglegt kartöflusalat: Í stað lynghænueggja notar Ragnar venjuleg hænuegg og færri hráefni. Annað dæmi er Katalónskar kartöfl- ur, einfaldur réttur þar sem kartöflur eru steiktar með hvítvíni og timjan, en sú uppskrift er sótt til veitinga- staðar í Barcelona. Í bókinni segir samt að uppskriftin hafi „orðið til“ á ferðalagi í Barcelona en svo virð- ist sem um að sé að ræða rétt frá veitingahúsi þar í borg. Auðvitað fá kokkar og matmenn lánað eitt og annað héðan og þaðan þegar þeir setja saman rétti og upp- skriftir. Í öllum skapandi greinum lista og menningar – matreiðsla er menning – nota menn arfinn og þá reynslu og kunnáttu sem er fyrir hendi og byggja á henni þegar þeir búa til nýja hluti úr þessum arfi. Sama hvort um er að ræða skáldsögu, málverk eða mat; maður sem hefur aldrei lesið skáldsögu er ekki líklegur til að skrifa góða skáldsögu, maður sem hefur ekki kynnt sér listasöguna og veit ekkert um myndlist er ekki lík- legur til að búa til frumlegt listaverk sem vekur athygli og kokkur sem hef- ur ekki þekkingu á matarmenningu og uppskriftum héðan og þaðan er ekki líklegur til að búa til nýja rétti eða setja gamla rétti í nýtt samhengi með frumlegum hætti. Við notum þann arf sem fyrir liggur á einhverju menningarsviði og byggjum ofan á hann og gerum eitthvað nýtt. Meira af Ragnari Frey Vandamálið við þessa fallegu og ástríðufullu bók Ragnars er að það er fátt nýtt í henni: Hann birt- ir fyrst og fremst þekktar uppskrift- ir en bætir ekki miklu nýju við frá sjálfum sér. Bókin er því ekki sér- staklega frumleg eða nýjungagjörn og kemur þar af leiðandi ekki mik- ið á óvart. Gaman hefði verið að sjá meiri tilraunamennsku – fleiri nýj- ungar, meiri uppbrot á þekktum réttum, nýjar brautir – því eiginlega allt í bókinni eru frægar uppskriftir sem finna má á ótal öðrum stöðum. Þó bókin sé öðrum þræði persónu- leg vantar aðeins meiri Ragnar Frey í uppskriftirnar því eldamennska er sannarlega skapandi grein þegar þekkingargrunnurinn er kominn: Ragnar Freyr mætti alveg sleppa sér meira því hann virðist búa yfir kunnáttunni og þekkingu á mat og matarmenningu til þess. Kannski býður það næstu bókar Ragnars Freys að feta inn á nýjar slóðir. Meiri nýbreytni ofan á brennandi ástríðu hans fyrir mat væri góð blanda. Það geta allir, eða að minnsta kosti flest- ir, fylgt uppskrift eða forskrift í mat- reiðslu en ekki allir geta búið til eitt- hvað nýtt og spennandi á gömlum merg. n Smitandi ástríða en frumleika skortir Matarbloggarinn Ragnar Freyr Ingvarsson hefur gefið út fallega matreiðslubók Smitandi ástríða Ástríða Ragnars Freys Ingvarssonar fyrir mat er smitandi og hefur verið gaman að fylgjast með bloggsíðu hans síðustu ár.Læknir í eldhúsinu Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson Útgefandi: Sögur 477 blaðsíður Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Dómur „Gaman hefði ver- ið að sjá meiri til- raunamennsku Sögur og lög um Afríku Út er komin platan Afríka, samstarfsverkefni Einars Þor- grímssonar og listamannsins gímaldins. Á plötunni segir Einar börn- unum sögur af Afríku í ljóðum og lestri, við eigin lög og tón- setningu gímaldins. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magn- ússonar sem er sonur Megasar. Ýmsir fleiri leggja Einari lið á Afríku, meðal annars söngv- ararnir HEK, Hermann Stef- ánsson, María Einarsdóttir og Hjalti Þorkelsson. Einar Þorgrímsson er sögumaður og hefur gefið út nokkrar bækur sjálfur. Sextán ára gamall, árið 1970, skrif- aði hann sína fyrstu barna- og unglingabók „Leynihellirinn”. Bækurnar urðu fimm – og náði ein þeirra miklum vin- sældum árið 1971. Hún bar titilinn Leyndardómar eyði- býlisins. Bóhemalífið að breytast í gnægtir Í dag opnar myndlistarmaður- inn Snorri Ásmundsson vinnu- stofusýningu á vinnustofu sinni á Nýlendugötu 14. á 3. hæð (fyrir ofan Forréttabarinn). Þar ætlar hann að sýna málverk, teikningar, skúlptúra og fremja gjörninga. Snorra finnst gaman að sýna á vinnustofu sinni í sínu uppá- halds vinnuumhverfi. Næstu misseri verður mikið um að vera hjá honum þar sem hann er að fara að sýna í Austurríki í lok jan- úarmánaðar. Snorri segir lífið leika við sig um þessar mundir og hann sé fjáðari en venjulega. Eftirspurnin eftir verkum hans sé mikil. „Ég held að þessi lífsgleði mín sé að veita mér uppskeru nú um mundir og bóhemalífið að breytast í gnægtir. Það er gaman að selja list og eiga peninga og ég býst við að selja mikið á næstunni því eftirspurnin er mikil.“ Adda á Kex Hostel Laugardagskvöldið 14. desember heldur tónlistarkonan Adda út- gáfutónleika til að fagna útkomu fyrstu plötu sinnar, My Brain E.P. Með Öddu koma fram Sunna Ingólfsdóttir, söngkona og Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóluleikari. Tónleikarnir fara fram á Kex Hostel - innri sal - og dagskráin hefst á slaginu 20:30. Miðar verða seldir á staðnum og miðaverð er 1.500 krónur. Framandverka- konan Eva Rún Snorradóttir hitar upp með ljóðum úr nýútgefinni bók sinni Heimsendir fylgir þér alla ævi. Titillag plötunnar, My Brain er nú þegar komið út í vefhlustum og er aðgengilegt á Soundcloud.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.