Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 33
Helgarblað 13.–16. desember 2013 Skrýtið 33 Banatilræði sem mistókst n Connie átti sér einskis ills von n Slapp við illan leik úr sprengjutilræði S íðla dags 23. september, 2010, veifaði Connie Hoag- land í kveðjuskyni til vinnu- félaga sinna á leikskóla í úthverfi San Diego í Banda- ríkjunum. Vinnudegi hennar var lokið en þó að ýmsu öðru að hyggja. Connie settist upp í Ford-pallbíl sinn, var reyndar eilítið undrandi á að hann væri ólæstur en gaf því ekki frekari gaum. „Verða að láta laga þetta,“ hugsaði hún þegar hún rak augun í vír sem hékk laus und- ir stýrinu. „Kannski Larry geti lagað þetta.“ Connie og Larry, sem vann við ljósmyndun, höfðu verið gift í aldarfjórðung og hann var nokkuð handlaginn. Áður er Connie ræsti vélina renndi hún í huganum yfir það sem hún þyrfti að kaupa á leiðinni heim – enda hafði fjölgað á heimilinu; son- ur á táningsaldri, tvær uppkomn- ar dætur sem snúið höfðu heim í hreiðrið, önnur með ungbarn. Connie ímyndaði sér að heimili hennar hefði getað verið ham- ingjuríkt ef ekki væri fyrir fjár- skort og slæmt samband hennar og Larrys. Liðin var sú tíð er hon- um þótti gott að koma heim til fjöl- skyldunnar. Þegar þarna var kom- ið sögu vann hann oftar en ekki fram eftir og brást hinn versti við er Connie spurði um ástæðurnar. Illa slösuð, en á lífi En það átti ekki fyrir Connie að liggja að komast heim þennan dag því vart hafði hún snúið kveikjulykl- inum þegar pallbíllinn sprakk í loft upp. Þegar lögreglu og sjúkraliða bar að komu þeir að Connie sem lá sem slytti í blóðugu flakinu. Connie var illa brunnin og voru skurðir víða um líkama hennar. Bein höfðu brotnað í hvort tveggja höndum hennar og fótleggjum – opið svöðusár á vinstra fæti gein við sjúkraliðunum. En, merkilegt nokk, Connie var á lífi. Var Connie komið undir læknis- hendur með hraði og Larry og börn- um þeirra hjóna gert viðvart og biðu þau ekki boðanna og fóru rakleiðis á spítalann. Rörasprengja Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að rörasprengju hafði verið komið fyrir í bifreið Connie og hafði ver- ið sprengd með fjarstýringu. En lögreglu rámaði í að hafa haft við- líka drápstól til rannsóknar aðeins tveimur vikum áður. Þá hafði fund- ist rörasprengja í götu skammt frá heimili Connie og Larry og talið að hún hefði losnað af einhverri bif- reið. Vírinn sem tengdi farsíma við sprengjuna hafði losnað og því ekki mögulegt að sprengja þá sprengju. Í ljósi sprengjutilræðisins við Connie vaknaði sú spurning hjá lögreglunni hvort fyrri rörasprengj- an hefði einnig verið ætluð Connie og virtist grunurinn vera stað- festur þegar lögreglan fann leifar af límbandi á undirvagni bifreiðar Connie. Elskuð af öllum – eða hvað Fjölskylda Connie var slegin. Hver í ósköpunum myndi vilja Connie – sem var elskuð af öllum – illt. Fljótlega kom í ljós að vinnufé- lagi Larry, Jim Coit, hafði um margra mánaða skeið efast um heilindi Larry. Larry hafði eytt óeðlilega miklum tíma í Pennylvaníu, allar götur síðan 2008, og á vinnutölvu hans var að sjá ljósmynd af dökkhærðri konu – sem áreiðanlega var ekki Connie. Við myndina hafði Larry skrifað „Pennsylvaníu-fegurð og fullkom- in kona“. Jim Coit upplýsti lögrgluna um grunsemdir sínar. Menntaskólaástin Ekki skorti áhuga af hálfu lög- reglunnar og fjórum dögum eftir sprengjutilræðið var Larry handtek- inn. Við yfirheyrslur kjaftaði á hon- um hver tuska; Dökkhærða dísin frá Pennsylvaníu var Lee Ann Rubert, menntaskólaástin hans, þau höfðu átt í eldheitu ástarsambandi frá ár- inu 2008, eftir að þau hittust á ný. Allar ferðir Larry til Pennsylvaníu voru vegna hennar og þau ráðgerðu að ganga í hjónaband og hann hafði ætlað að segja Connie tíðindin. „Ég veit ég virðist vera gunga, en ég ætlaði í alvörunni að segja henni þetta,“ sagði Larry. Larry hringdi til Connie úr varð- haldinu og sagði henni alla sólar- söguna, en harðneitaði aðild að sprengjutilræðinu. Vart hafði Connie skellt á er hún hóf undirbúning skilnaðar og börn þeirra settu föður sinn út af sakramentinu og skipti litlu þó hann héldi fram sakleysi sínu. Larry fullyrti að hann hefði bara vilj- að skilja við Connie – ekki ráða henni bana. Ótrúverðugur framburður Lögreglan hefur án efa glott við tönn þegar hún hlustaði á frásögn Larry enda benti fjöldi vísbendinga til sektar hans. Hann leitað 22 sinn- um upplýsinga á netinu um hvern- ig hægt væri að búa til sprengju sem hægt væri að sprengja með farsíma. Í veski hans fundust tvö handskrifuð símanúmer – annað var fyrir símann sem festur hafði verið við rörasprengjuna sem fannst skammt frá heimili Larry og Connie og úr hinu númerinu hafði verið hringt í fyrra númerið – 18 sinnum. Í örvæntingarfullri tilraun til að sleppa fyrir horn skellti Larry skuldinni á flæking nokkurn, sem hann hafði af óendanlegri mann- gæsku sinni gefið leyfi til að leggja hjólhýsi sínu fyrir utan vinnustofu hans. Flækingurinn átti að hafa auga með vinnustofunni. Sagði Larry númerin tvö, sem fundust í veski hans, hefðu verið frá flækingnum komin. Réttarhöld hófust í mars í fyrra og urðu málalyktir þær að Larry fékk lífstíðardóm og þrettán ár að auki. Hann verður því sjötugur þegar hann getur sótt um reynslu- lausn. n Þegar allt lék í lyndi Larry vildi losna við Connie og smíðaði sprengju. „Ég veit ég virðist vera gunga, en ég ætlaði í alvörunni að segja henni þetta. Slapp lygilega vel Fallhlífarstökkvari slapp ótrúlega vel þegar félagi hans flækti sig í fallhlíf hans. Atvikið átti sér stað í Flórída á sunnudag. Mennirnir stukku úr fjórtán þúsund feta hæð en flæktust saman þegar þeir voru komnir í níu þúsund feta hæð. Mennirnir, Bretinn Shaun Phillips, 28 ára, og Bandaríkja- maðurinn Victor Brye, 27 ára, flæktust saman og festi Phillips annan fót sinn í fallhlíf Brye þegar hún opnaðist. Þetta gerði það að verkum að fallhlíf Phillips opnaðist ekki eins og hún átti að gera og því steyptist hann á ógnarhraða til jarðar. Phillips tókst að losa sig skömmu síðar og lenti heill á húfi nokkrum mínút- um síðar. Talið er að það hafi verið Phillips til lífs að fallhlíf hans opnaðist að hluta sem dró tals- vert úr hraðanum. Þrátt fyrir það var höggið mik- ið þegar hann loksins lenti og braut hann fjölmörg bein í lík- ama sínum ásamt því að hljóta nokkuð alvarlega höfuðáverka. Hann er þó á batavegi. Barn olli banaslysi Þrettán ára stúlka frá Illino- is í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir þátt sinn í að tólf ára vinur hennar lést. Forsaga máls- ins er sú að fjögur ungmenni, þar á meðal stúlkan sem nú hefur verið ákærð og tólf ára drengur- inn sem lést, stálu bifreið. Ekki vildi betur til en svo að unga stúlkan missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði á tré. Hinn tólf ára Almani Creamer lést í slysinu. Samkvæmt lögum Illinois-ríkis geta ung- menni öðlast ökuréttindi í fyrsta lagi þegar þau eru sextán ára. Raðmorðingi fékk dauðadóm Bandarískur karlmaður, Jos- eph Michael Nissensohn, var í vikunni dæmdur til dauða fyrir morð á þremur unglings- stúlkum á 9. áratugnum. Það var kviðdómur í El Dorado í Kaliforníu sem mælti með refsingunni en Nissensohn var sakfelldur þann 31. október fyrir morðin. Fórnarlömb Nissensohn voru 13, 14 og 15 ára. Málið er umfangsmikið en undir lok 9. áratugarins var Nissensohn dæmdur í fangelsi fyrir morð á ungri stúlku, Sally Jo Tsaggaris, í Washington-ríki. Árið 2008, skömmu áður en Nissensohn átti að ljúka afplánun fyrir morðið á Sally, komu upplýs- ingar fram í dagsljósið sem bentu til þess að Nissensohn bæri ábyrgð á dauða stúlkn- anna þriggja. Mikil vinna rann- sóknarlögreglumanna leiddi til þess að Nissensohn var loks ákærður. Sem fyrr segir var endir bundinn á málið í vik- unni þegar Nissensohn var dæmdur til dauða. Birti athæfið á Facebook 22 ára Breti var sakaður um að nauðga sofandi konu S tephen Brawn, 22 ára breskur karlmaður, hefur verið sýkn- aður af nauðgunarákæru. Málið þykir um margt athygl- isvert enda tók Brawn atvikið þetta örlagaríka kvöld í maí síðastliðn- um upp á myndband og birti síðan á Facebook-síðu sinni. Hin meinta nauðgun fór fram þegar konan steinsvaf í rúminu og virtist ekki getað spornað gegn verknaðinum. Svo fór að hún kærði málið til lögreglu þegar myndbandið leit dagsins ljós og virtust sönnunar- gögnin liggja nokkuð ljós fyrir, enda sýndi myndbandið svo ekki var um villst að hún hefði verið sof- andi þegar atvikið varð. Saksóknar- ar ákváðu í kjölfarið að gefa út ákæru í málinu. Brawn var með málsvörn sína á hreinu þegar málið kom til kasta dómstóla. Hann neitaði því að hafa nauðgað konunni og sagði að kon- an hefði beðið hann sérstaklega um að hafa samfarir við sig meðan hún svæfi. Þótt ótrúlegt megi virðast tók kviðdómur mark á þessari frásögn Brawn og komst að þeirri niður- stöðu að hann væri ekki sekur. Sjálf- ur segir Brawn að hann hefði aldrei átt að verða ákærður enda hefðu hann og konan skipst á klúrum myndum af hvoru öðru og áður haft samfarir. „Málið hefði aldrei farið fyrir dóm ef lögreglan hefði unnið sitt starf almennilega.“ n Slapp með skrekkinn Stephen Brawn var sýkn- aður af ákærunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.