Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 18
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
18 Umræða Helgarblað 13.–16. desember 2013
Þær ryksuga mig tvisvar í
viku í 50 mínútur í senn
Mikil vonbrigði hvað líf
dóttur minnar er lítils metið
Hvernig er hægt að kalla
þennan mann leiðtoga
Hin góðu svik
Ellý Ármanns er í óvanalegu heilsuátaki. – DV Russell Brand um Sigmund Davíð á uppistandi í Hörpu. - DV.isSvavar Skarphéðinn Guðmundsson, faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttur. – DV
H
luti íslenskra kjósenda er
með asnaeyru og lætur
teyma sig þangað sem verða
vill. Þetta sannaðist í síðast-
liðnum alþingiskosningum
þegar brellumeistarinn Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson náði að töfra
til sín atkvæði undir þeim formerkj-
um að hann ætlaði að leggja 200 til
300 milljarða króna í skuldaniður-
fellingu. Í einhverri útfærslu þýddi
þetta 20 prósenta almenna skulda-
niðurfellingu fyrir alla þá sem skulda
í íbúðarhúsnæði sínu. Og það besta
við allt saman var að fólkið í landinu
átti ekki að borga. Það átti að sækja
gullið í klær hrægamma. Undir þess-
um fána niðurfellinga og alls konar
fyrir skuldara sigldi Sigmundur Davíð
þráðbeint í forsætisráðuneytið. Þriðj-
ungur kjósenda gleypti loforðin án
þess að kúgast og sló heimsmet í
heimsku. Og Sjálfstæðisflokkurinn lét
blekkjast til fylgilags við Framsóknar-
flokkinn og tryggði honum völd.
Flestu hugsandi fólki var og er
ljóst að niðurfellingin sem Framsókn
boðaði var ekki framkvæmanleg án
þess að allt færi á hliðina í efnahags-
málum þjóðarinnar. Og flestum var
einnig ljóst að það var beinlínis hættu-
legt að fara þessa braut. Hrægamm-
arnir eru í skógi og eina færa leiðin til
að lækka skuldir íbúðareigenda er sú
að nota skattfé.
Nú er komið á daginn að það eru
ekki 200 eða 300 milljarðar sem fara
til niðurgreiðslu skulda. Fjárhæðin
er nær 80 milljörðum króna. Hluti
af lausn hinna þjáðu skuldara er
að blekkja þá til þess að leggja sér-
eignarsparnað sinn undir í fjárhættu-
spili fasteignakaupa. Peningar, sem
áttu að gulltryggja fólki áhyggjulaust
ævikvöld og voru ekki aðfararhæfir,
fara þá í steinsteypu og í áhættufjár-
festingu. Gulrótin er sú að lífeyririnn
er skattfrjáls. Ríkið gefur þar með eftir
tekjur og veltir vandanum yfir á alla
skattgreiðendur. Bankaskatturinn,
sem eyrnamerktur er niðurfellingum,
er af sama toga. Þetta er tekjupóstur
fyrir ríkið og gat farið í hvað sem er
til að létta róðurinn. Og það versta er
að hugsanlega stenst skattlagningin á
þrotabúum bankanna ekki lög og það
getur myndast gríðarleg skaðabóta-
skylda. Við gætum verið með nýtt
Icesave-mál í uppsiglingu.
Framsóknarflokkurinn hefur
krosssvikið kosningaloforð sín um
svimandi niðurfellingar. Það má lík-
lega þakka Bjarna Benediktssyni og
öðrum sjálfstæðismönnum fyrir að
hafa staðið á bremsunni og stöðvað
hugmyndir um glórulausa óráðsíu.
Sjálfstæðismenn voru með hófstillt
loforð í kosningabaráttunni sem
snérust fyrst og fremst um almenn-
ar aðgerðir í skattamálum á meðan
Framsókn fór með himinskautum í
loforðapakka sem á sér varla fordæmi
í Íslandssögunni.
En svo skrýtið sem það er þá er
niðurstaðan léttir. Svikin á kosn-
ingaloforðunum gefa von um að
efnahagur landsins fari ekki á hliðina.
Mögulegt er að „skuldaleiðréttingarn-
ar“ svokölluð verði þrátt fyrir allt þol-
anlegar fyrir skattgreiðendur. Burtséð
frá fjárhættuspilinu með lífeyrinn
gæti annað í tillögunum orðið til þess
að lagfæra hag einhverra skuldara í
landinu þótt í smáu sé. Svikin eru góð
en jafnframt er nauðsynlegt að þau
verði gerð upp í fyllingu tímans. n
Leyndarmál Birgittu
Birgitta Jónsdóttir, foringi
Pírata, liggur undir ámæli fyrir
að neita að gefa upp hvað hún
þáði í laun frá Dreamworks
í Hollywood fyrir ráðgjöf við
handrit myndar um WikiLeaks.
Birgitta og Julius Assange deildu
hart í gegnum Twitter þegar
hann ljóstraði hagsmunum
Birgittu upp. Sjálf þverneitar
þingkonan að upplýsa um fjár-
hæðir og telur leyndina sjálf-
sagða. Samþingmaður hennar,
Helgi Hrafn Guðmundsson, tekur
í sama streng og telur ástæðu-
laust að hafa málið uppi á borð-
um.
,,Ofvaxið barn“
Grínistinn Russel Brand fór á
kostum í Hörpu þar sem hann
grínaðist meðal annars með
Sigmund Davíð
Gunnlaugsson
forsætisráðherra.
Grínistinn sagði
að Sigmundur
liti út eins og of-
vaxið barn sem
hefði gengið í
gegnum kynþroska. „Hvernig
geta Íslendingar sem þjóð litið
á þennan mann sem leiðtoga,“
sagði Russell Brand og salurinn
sprakk úr hlátri.
,,Mafíósar“ RÚV
Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi
dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins,
er í dag alsæl með að hafa verið
hrakin úr starfi
af Páli Magnús-
syni útvarps-
stjóra. Sigrún er
nú komin í starf
hjá Háskólanum
á Akureyri en
hjarta hennar
slær með vinnufélögunum á
RÚV sem margir voru mis-
kunnarlaust reknir á dögunum.
„Svona aðgerðir tíðkast kannski
í mafíósafyrirtækjum og eiga ef
til vill einhvers staðar við en ekki
þar sem starfsfólk Rásar 1 er
annars vegar,“ sagði Sigrún í við-
tali við eirikurjonsson.is.
Reiði Óðins
Mörgum er minnisstætt þegar
Páll Magnússon útvarpsstjóri
lýsti reiðiköstum sínum í
helgar viðtali
við DV. Sagðist
hann þá reyna
að hafa stjórn á
sér. Innan Ríkis-
útvarpsins eru
fleiri skaphund-
ar. Þannig fer
sögum af reiðiköstum Óðins
Jónssonar fréttastjóra sem á
það til að missa stjórn á skapi
sínu þegar ekki gengur allt sem
skyldi. Hermt er að undirmenn
Óðins eigi á stundum erfitt
vegna þessa.
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari „Það átti
að sækja
gullið í klær
hrægamma
Þorvaldur
Gylfason
Kjallari
N
ú eru liðnar tæpar tvær vik-
ur frá því að ríkisstjórnin
kynnti áform sín um leið-
réttingu húsnæðisskulda í
samræmi við loforð Fram-
sóknar fyrir kosningar. Fyrirhug-
uð leiðrétting er að vísu að umfangi
bara röskur fjórðungur af því, sem
Framsókn lofaði, en látum það vera.
Leiðréttingin mun kosta, ef af henni
verður, innan við 10% af landsfram-
leiðslu og gæti verið réttlætanleg,
væri fjármögnun hennar tryggð. En
fjármögnunin er ekki tryggð. Hún er
eins og sagt er á ensku fugl í skógi,
ekki fugl í hendi. Verði af henni, mun
leiðréttingin vísast hleypa verðbólg-
unni á skrið, og er verðbólgan á Ís-
landi nú þó hin næstmesta á OECD-
svæðinu eins og jafnan áður allar
götur frá 1960. Bara Tyrkir búa við
meiri verðbólgu en Íslendingar.
Má ég minna á, að íslenzka krón-
an hefur í boði Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknar, sem hafa verið við
völd ýmist annar flokkurinn eða
báðir í einu nær óslitið í bráðum
hundrað ár, tapað 99,95% af verð-
gildi sínu gagnvart dönsku krónunni
frá 1939? Færeyingar nota á hinn
bóginn evruna með því að festa fær-
eysku krónuna við dönsku krónuna,
sem er rígbundin við evruna.
Hvers vegna verðbólga?
Það er segin saga, að útgjaldalof-
orð af hálfu ríkisins án tryggrar fjár-
mögnunar leiða til verðbólgu. Þá
gildir einu, hvort ríkið lætur prenta
peninga beint með því að blanda
Seðlabankanum inn í fjármögnun-
ina ljóst eða leynt eða hvort ríkið
reynir að kreista fé út úr þrotabúum
gömlu bankanna eins og ríkisstjórn-
in segist vilja reyna, þótt lögmætið
sé umdeilt. Sé gengið að þrotabú-
unum og þau þvinguð til að leggja
fram fé eða skattlögð, má líkja inn-
spýtingunni við peningaprentun
af hálfu Seðlabankans, þar eð féð,
sem rynni til að lækka skuldir heim-
ila, væri ekki tekið úr umferð, heldur
væri þá verið að virkja óvirkt fé. Það
er alls staðar og ævinlega ávísun á
verðbólgu.
Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn og Seðlabankinn vara við fyr-
irhugaðri leiðréttingu eins og ég
gerði á þessum stað fyrir viku, eink-
um vegna fyrirsjáanlegra áhrifa
hennar á verðbólguna. Seðlabank-
inn stenzt prófið. Það er framför.
Efnahagsráðgjafar fjármálaráð-
herra eru þöglir sem gröfin. Þó hefur
Oddgeir Ottesen hagfræðingur, sem
situr í efnahags- og viðskiptanefnd
Sjálfstæðis flokksins og er varaþing-
maður flokksins, stigið fram og sagt:
„ Fyrir utan óréttlætið eru aðgerð-
irnar þjóðhagslega óhagkvæmar.“
Ný verðbólgugusa nú myndi koma
illa við þjóðarbúskapinn m.a. vegna
þess, að ríkisstjórnin hefur engar
áætlanir kynnt um endurskoðun
verðtryggingar húsnæðislána og
annarra neyzlulána. Verðbólgan
myndi því halda áfram að hækka
höfuðstól húsnæðislána með gamla
laginu og íþyngja skuldugum heim-
ilum enn frekar, ef laun ná ekki
að halda í við verðbólguna. Leið-
réttingin gæti því étið sjálfa sig upp
á skömmum tíma, fari verðbólgan á
skrið með tilheyrandi gengisfalli.
En ef bankarnir borga?
Ríkisstjórnin hefur nefnt bankaskatt,
þ.e. skatt á nýju bankana, sem aðra
hugsanlega leið til að fjármagna fyr-
irhugaða leiðréttingu. En bankarnir
þurfa ekki enn að lúta neinni erlendri
samkeppni frekar en endranær
og gætu því velt bankaskatti yfir á
varnarlausa viðskiptavini, sem eiga
ekki í önnur hús að venda. Bank-
arnir gætu einfaldlega lækkað inn-
lánsvexti og hækkað útlánsvexti og
þóknanir til að hafa fyrir skattheimt-
unni. Þeir hafa gert það áður. Án er-
lendrar samkeppni og án endur-
skipulagningar bankakerfisins, sem
hvort tveggja er löngu tímabært,
munu bankarnir geta haldið áfram
að hegða sér eins og ríki í ríkinu. Þeir
eru aftur byrjaðir að borga bónusa.
Djúp sár
Þótt ríkisstjórnin 2009–2013 kæmi
að ýmsu leyti til hjálpar skuldugum
heimilum, eru mörg heimili eftir
sem áður enn í nauðum stödd. Þrjár
fjölskyldur hafa misst heimili sín á
hverjum degi að jafnaði frá hruni.
Fátæktin er sárari en fyrr. Fréttir ber-
ast af fimmtíu þurfandi fjölskyldum
í Grindavík, einum helzta útvegs-
bæ landsins. Hrunið risti djúp sár
í þjóðlífið. Þau sár munu vonandi
gróa, en varla til fulls fyrr en að löng-
um tíma liðnum. Ábyrgðarlaus hag-
stjórn með gamla laginu mun ekki
flýta batanum, heldur tefja hann og
trufla. n
Fugl í skógi
„Leiðréttingin gæti
því étið sjálfa sig
upp á skömmum tíma.