Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Qupperneq 32
Helgarblað 13.–16. desember 201332 Skrýtið n Skrýtnustu glæpirnir og heimskustu glæpamennirnir n Fyndið og sorglegt Þ að er aldrei góð hugmynd að brjóta af sér en stundum eru brot afbrotamanna svo heimskuleg, klúðursleg, furðuleg eða hreinlega sorgleg að hinum almenna borgara ofbýður vitleysan. Fréttir af furðu- legum glæpum og heimskum glæpa- mönnum vekja jafnan athygli og lukku og hefur DV því tekið saman brot af því „besta“ á árinu 2013 en listinn er tekinn saman, í engri sér- stakri röð, af vefsíðunni The Stir. Hleraði eigið morðsamsæri Bílasalinn Larry Barnett var hand- tekinn vegna gruns um að hann hefði í hyggju að myrða fyrrverandi starfsmann sinn hjá Legend Motor Company í Jonesboro í Arkansas. Upp komst um fyrirætlan Barnetts eftir að hann hringdi óvart í mann- inn sem hann ætlaði að láta drepa meðan hann var með símann í vasanum. Fórnarlambið tilvonandi heyrði Barnett lýsa því í smáatriðum fyrir leigumorðingjanum, í 90 mín- útur, hvað hann vildi láta gera til að koma manninum fyrir kattarnef. Það átti að líta út eins og slys. Mað- urinn hafði samband við lögreglu sem handtók hinn 68 ára bílasölu- mann eftir að rannsókn á heimili fórnarlambsins leiddi í ljós að brotist hefði verið þar inn, átt við gaselda- vél á heimilinu og búið þannig um að allt myndi springa í loft upp næst þegar kveikt væri á henni. Hið gegnsæja dulargervi Rúmlega fertugur Breti, Jamie Neil, hafði setið að sumbli ásamt fé- laga sínum kvöld eitt í september í Cornwall þegar þeir fengu þá hug- mynd að ræna bensínstöð í ná- grenninu. Neil og hinn tvítugi Gareth Tilly, ákváðu að dulbúa sig fyrir verknaðinn. Eitthvað hugs- uðu þeir það ekki alveg til enda. Tilly vafði trefli um höfuð sér en Neil fann greinilega enga lambhús- hettu og ákvað því að setja glæran og mjög svo gegnsæjan plastpoka yfir höfuðið. Afgreiðslumaðurinn var að vonum smeykur þegar mennirnir beindu að honum byssu meðan þeir gripu áfengi úr hillum bens- ínstöðvarinnar en hann róaðist þó og kveikti á öryggiskerfinu þegar hann áttaði sig á að byssan var í raun farsími. Það var nefnilega hr- ingt í Tilly og við það lýstist upp lyklaborð símans. Félagarnir hlupu þá út með rýra uppskeru. Tveimur dögum síðar þekkti lögreglumaður á frívakt Neil af myndum úr öryggis- myndavél stöðvarinnar og handtók hann á gangi um nágrennið. Þessir góðkunningjar lögreglunnar hlutu tveggja ára fangelsisdóm hvor. Bíllyklalaus bankaræningi Hinn 57 ára gamli Andrew Frank Laviguer kemst á listann sem einn heimskasti bankaræningi ársins. Laviguer gekk inn í bankaútibú Wells Fargo í Portland í Bandaríkj- unum og fékk þar afhentar fúlgur fjár gegn hótunum með byssu. Allt virtist ganga eins og í sögu hjá kall- inum þar til hann kom hlaupandi út úr bankanum og ætlaði að hoppa inn í bílinn sinn og bruna á brott. Þá kom í ljós að hann hafði gleymt bíllyklunum inni í bankanum. Tók hann þá til fótanna með seðla- slóðina á eftir sér og lögguna á hæl- unum. Hann komst ekki langt og var yfirbugaður af lögreglumanni og vegfarendum skammt frá. Til að bíta höfuðið af skömminni þá reyndist byssan sem Laviguer notaði við ránið vera leikfangabyssa. Athygli vekur að hann var enginn byrjandi í faginu því í ljós kom að hann var eftirlýstur fyrir fimm önnur rán í tveimur ríkjum. Dagsformið hefur eitthvað svikið hann. Náttúran kallar í morgunskokki Það er misjafnt hvernig morgun- rútínan er hjá fólki. Kona ein í Al- buquerque Bandaríkjunum var af- hjúpuð sem bölvaður sóði eftir að maður einn sendi upptökur af henni á staðarfréttastofuna KOAT. Maður- inn sagðist í að minnsta kosti fjög- ur skipti hafa séð konuna ganga örna sinna upp við húsvegg heim- ilis hans. Gerði hún þetta alltaf á sama tíma, um helgar á meðan hún var í miðju morgunskokkinu. Von- aðist maðurinn til að hún myndi hætta þessu ef hann birti mynd- bandið opin berlega enda taldi hann litlar líkur á því að hann yrði tekinn alvarlega ef hann kærði framferðið til lögreglu. Engum sögum fer af því hvort konan hafi skammast sín til að hætta að nota heimili mannsins sem almenningssalerni. Farsi á Facebook Matthew Oliver, frá Flórída í Banda- ríkjunum, var allt annað en sáttur þegar lögreglan í Pasco-sýslu ákvað að lýsa eftir honum á Facebook-síðu embættisins undir myndaalbúminu „Flóttamaður dagsins.“ Oliver var eftirlýstur í tengslum við á rán og ákvað að setja inn röð athugasemda við myndina. Þar hélt hann fram sakleysi sínu og útlistaði fjarvistar- sönnun sína sem hljóðaði þannig að hann hefði verið á sjúkrahúsi þegar ránið var framið og að hann ætlaði að leita réttar síns. Uppátækið vakti mikla athygli meðal annarra not- enda á Facebook sem gerðu stólpa- grín að Oliver sem var handtekinn tveimur dögum síðar. Talsmaður lögreglunnar sagði það hafa gefið góða raun að lýsa eftir flóttamönn- um á Facebook en þetta væri í fyrsta skipti sem einhver þeirra skrifaði athugasemdir við eigin mynd. Dópsali fékk lögregluaðstoð Hinn 19 ára gamli Morgan Tapp, frá Tennessee í Bandaríkjun- um, hafði samband við lögreglu í Murfreesboro í ágúst síðastliðn- um allt annað en sáttur enda hafði hann verið rændur. Tilkynnti hann lögreglunni að af heimili hans væri horfinn öryggisskápur. Svo ótrúlega vildi til að nokkrum klukkustundum síðar fannst óopnaður öryggisskápur sem passaði við lýsingar Tapp. Á meðan lögreglan beið eftir að Tapp kæmi á lögreglustöðina til að vitja skápsins merkti fíkniefnaleitarhund- ur skápinn og vakti það grunsemd lögreglumanna. Við komuna féllst Tapp á að opna skápinn og kom þá í ljós að inni í honum voru ósköpin öll af kannabisefnum. Rúmlega 250 grömm í sölueiningum, pillur og 930 dalir í reiðufé. Var hinn ráðalausi dópsali að sjálfsögðu handtekinn á staðnum. Blæti fyrir kúamykju Eitt furðulegast blæti sem varð að lögreglumáli á árinu hlýtur að til- heyra hinum 44 ára gamla Breta David Truscott. Hann er haldinn þeim undarlegu hvötum að fá eitt- hvað kynferðislegt út úr því að velta sér nakinn upp úr kúamykju. Og það verður að lögreglumáli þegar þú þvælist í óleyfi inn á bóndabýli til að fullnægja þessum undarlegheitum og hótar síðan landeigendum lífláti reyni þeir að stöðva þig. Truscott fór alltaf á sama bóndabæinn og hef- ur í þrígang verið dæmdur fyrir brot tengd þessu blæti sínu. Bóndinn, Clive Ross, hafði reynt ýmislegt til að verjast ágangi Truscott, eins og að þrífa mykjudreifarann sinn reglu- lega, en þá svaraði Truscott fyrir sig með því að kveikja í hlöðunni hans. Fyrr á þessu ári var Truscott fluttur af geðdeild og í fangelsi til að afplána dóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð. Reyndi að selja barnið sitt – tvisvar Næsta frétt er eiginlega meira sorgleg en skrýtin þó vissulega sé athæfið heimskulegt. Leeanna Brown frá Kentucky var handtekin á dögunum eftir að hún reyndi að selja barnunga dóttur sína. Til að gera illt verra þá var þetta í annað skiptið sem hún reyndi að koma barninu í verð. Upp komst um málið eftir að Luonda Martin, frænka Brown, kom á lögreglustöð- ina í Elizabethtown til að kvarta und- an frænku sinni. Martin taldi sig vera að fara að ættleiða barnið til að búa því betra heimili en þá hafi Brown allt í einu farið að heimta greiðslur og framfærslu. Hún vildi sumsé eitthvað í staðinn fyrir barnið. Martin hafði tek- ið barnið að sér eftir að tilraun Brown til að selja barnið fyrir 5 þúsund dali gekk ekki eftir. Leeanna Brown á tvær aðrar ungar dætur. Systurnar búa nú allar saman á fósturheimili á með- an móðir þeirra á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. n Furðulegustu glæpir ársins Misheppnaðir glæpamenn Furðufréttir af misheppnuðum glæpamönnum virðast ansi margar koma frá Bandaríkjunum. Einhverra hluta vegna. MyND ReuteRs Matthew Oliver Var eftirlýstur á Facebook-síðu lögreglunnar í Pasco-sýslu. Ákvað að tjá sig í athugasemdakerfinu. Larry Barnett Maðurinn sem hann ætlaði að láta drepa fékk að hlusta á ráðabruggið. Andrew Frank Laviguer Gleymdi bíllyklunum inni í bankanum sem hann hafði nýlokið við að ræna. Leeanna Brown Reyndi að selja ungbarn sitt í tvígang. Jamie Neil Rændi bensínstöð í Bretlandi með gegnsæjan plastpoka á höfðinu. Versta dulargervi ársins. David truscott Er reiðubúinn að stofna lífi bænda í hættu til að fá að fullnægja sér í mykjuhaug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.