Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 14
14 Fréttir Helgarblað 13.–16. desember 2013 F lóttafólk er ítrekað dæmt í fangelsi hér á landi fyrir brot gegn ákvæðum 155. eða 157. greinar hegningarlaga, en þær lagagreinar kveða á um refsingar til handa þeim sem fram- vísa annars vegar fölsuðum skilríkj- um, og hins vegar röngum. Athug- un lögreglustjórans á Suðurnesjum leiddi í ljós að af þeim 89 erlendu rík- isborgurum sem dæmdir voru í fang- elsi á grundvelli fyrrgreindra laga- greina á árabilinu 2005–2011 voru 62 hælisleitendur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í meistararit- gerð lögmannsins Hrefnu Daggar Gunnarsdóttur. Þar kemst Hrefna meðal annars að þeirri niðurstöðu að íslensk lög tryggi flóttamönnum og hælisleitendum ekki þá vernd sem fjallað er um í 31. grein flótta- mannasamnings Sameinuðu þjóð- anna. Ísland fullgilti samning um réttar stöðu flóttamanna (flótta- mannasamning Sameinuðu þjóð- anna) árið 1956, en hann kveður á um að ekki skuli refsa flóttamönn- um fyrir ólöglega innkomu til að- ildarríkis. Pia Prytz Phiri, fram- kvæmdastjóri umdæmisskrifstofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, sagði í viðtali við DV á dögunum að með þessu væri íslenska ríkið ítrekað að brjóta á mannréttindum flóttafólks. Fólki á flótta skuli ekki refsað fyrir það eitt að hafa beitt tiltækum ráð- um til þess að komast leiðar sinn- ar. Ef vafi leiki á um ástæður flóttans eða sannleiksgildi frásagna, sé sér- staklega tilgreint að fólk eigi að fá að njóta vafans. Fólk sem er að koma frá landi þar sem lífi þeirra eða frelsi er ógnað, ferðast oftar en ekki á fölsuðum skil- ríkjum. Ástæður þess eru mismun- andi en þar getur verið um að ræða fólk sem er í ónáð hjá ráðandi stjórn- völdum eða fólk sem er ríkisfangs- laust. DV hefur farið yfir fjölda fang- elsisdóma sem flóttafólk hefur hlotið fyrir að framvísa fölsuðum eða röng- um skilríkjum hér á landi á síðustu árum. Sú yfirferð leiðir í ljós að ung- lingar, fórnarlömb mansals og aðilar á flótta undan þrælahöldurum sín- um eru á meðal þeirra sem hafa ver- ið færðir í einangrun og gæsluvarð- hald við komuna til landsins. Það tekur yfirleitt ekki nema örfáa daga að færa fólkið fyrir dóm þar sem það er undantekningarlaust dæmt í 30 daga fangelsi og í tugþúsunda sakar- kostnað. DV skoðar fangelsun flótta- fólks á Íslandi í ítarlegri úttekt. Flóttafólk „glæpgert“ Sé litið til þess að 57 ár eru liðin síð- an Ísland fullgilti flóttamannasamn- inginn, má ljóst vera að íslenska ríkið hefur ítrekað og kerfisbundið brotið á mannréttindum einstaklinga sem hafa komið hingað til lands í leit að skjóli. Þetta er á meðal þess sem tals- kona Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna gagnrýndi sérstaklega við komuna hing- að til lands í október síðast- liðnum en hún benti til að mynda á að þessi vinnu- brögð viðgangist ekki annars staðar í ríkjum Norður-Evrópu. „Flótta- menn eru ekki handtekn- ir svona og settir beint í varðhald fyrir það eitt að framvísa fölsuðum skilríkj- um.“ Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra hefur tekið fálega í athugasemdir talskonu Flóttamannahjálparinnar. Í svari við fyrirspurn um málið á Alþingi í síðasta mánuði sagði hún þetta þyrfti að „yfirfara og meta“, en tilgreindi þó ekkert frekar hvort eða hvernig þeirri vinnu yrði háttað. Fangelsisdómar yfir þeim sem sækja um hæli hér á landi hafa ýmsar hliðarverkanir. Ein þeirra er sú að þeir enda á saka- skrá og eru þannig „ glæpgerðir“ við komuna, sem skerðir alla möguleika þeirra hér á landi til framtíðar. Þá fylgir því mik- ill ótti að dúsa í fangelsi í fjarlægu landi. Sérstaklega fyrir fólk sem hef- ur aldrei þurft að gera slíkt áður. Sendir á Hraunið Sú var raunin með hælisleitandinn Kwaku Bapie frá Gana en DV greindi nýlega frá því að hann hafi verið laminn af samföngum sínum á Litla-Hrauni þegar hann afplánaði þar dóm fyrir að framvísa röng- um skilríkjum við flóttann hingað til lands. Sömu sögu má segja um Mohammed Lo, ungan mann frá Máritaníu, sem flúði til Íslands eftir að honum hafði tekist að flýja þrælahaldara sinn í heimalandinu. Hann var dæmdur til fangels- isvistar fyrir sömu sakir og afplánaði dóm sinn á Hrauninu. Skoðun DV hefur leitt í ljós að algengast sé að flótta- fólk afpláni dóma sína annars vegar í kvenna- fangelsinu í Kópavogi og hins vegar á Litla-Hrauni. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, héraðs- dómslögmaður hjá lög- mannsstofunni Rétti, skrifaði meistararitgerð sína Bann við refsingum samkvæmt 31. gr. flóttamannasamningsins og gildi þess í íslenskum rétti, árið 2012. Á meðal þess sem fram kemur í ritgerðinni er að á sjö ára tímabili, frá árinu 2005 fram á Refsiglatt Ísland mætir flóttafólki n Flóttafólk ítrekað dæmt í fangelsi við komuna til Íslands n Á flótta undan mansali, Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Jól á Hrauninu Komst undan þrælahaldara sínum en dæmdur í fangelsi á Íslandi Mohammed Lo frá Máritaníu var 21 árs þegar hann kom hingað til lands rétt fyrir jólin árið 2010. Hann var þræll í heimalandi sínu og hafði tekist að flýja þrælahaldara sinn við illan leik. Mohammed gat engan veginn útskýrt stöðu sína eða ástæður flóttans þar sem hann talaði litla sem enga ensku. Hann var færður beint í gæsluvarðhald og nokkrum dögum síðar var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalafals. Hann eyddi jólunum á Litla-Hrauni. Seinna átti Útlendingastofnun eftir að útvega honum franskan túlk og það þrátt fyrir að hann tali litla sem enga frönsku. Mál Mohammeds átti eftir að vekja mikla athygli en eins og DV greindi frá á sínum tíma fór hann huldu höfði hér á landi í yfir ár eftir að tekin var ákvörðun um að vísa honum aftur til Noregs, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þar hafði hon- um þegar verið neitað um hæli og stefndi því allt í að hann yrði sendur þaðan til þrælahaldara síns í Máritaníu. Samtökin No Borders héldu málstað Mohammeds á lofti. Bentu þau meðal annars á að þrælahaldari Mohammeds væri ríkur og valdamikill maður sem myndi leitast við að refsa honum fyrir flóttann myndi hann snúa aftur. Slík refsing fæli í sér geldingu á hrottalegan hátt og/eða aftöku. Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkis ráðherra, varði ákvörðun Útlendingastofnunar. Þrælahald er útbreitt í Máritaníu en það var löglegt þar í landi allt til ársins 2007. Þrátt fyrir að lög- unum hafi verið breytt eru þrælahaldarar sjaldnast dæmdir enda oft um valdamikla aðila að ræða. Mohammed óttaðist hefnd þrælahaldara síns það mikið að hann fór vart út úr húsi í ár. Þannig tókst honum að fela sig fyrir yfirvöldum með hjálp velviljaðs fólks, eða þar til ákvörðun um brottvísun var tekin til endurskoðunar. Mál hans hefur nú verið tekið fyrir hér á landi. „Þetta fólk er tíðum að sækja hér um hæli og ætti þar af leið- andi að njóta verndar. „Allir hafa verið dæmdir og flestir með hraði Mannréttindaráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur tekið fálega í athugasemdir talskonu Flóttamannahjálparinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.