Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 11
Inngangur.
Introduction.
1. Um búnaðarskýrslurnar almennt.
General statement.
Búnaðarskýrslurnar eru að þessu sinni aðallega fyrir árið 1957. Þó sýna þær
einnig jarðargróða, jarðabætur og tölu búpenings ásamt tölu framteljenda garð-
ávaxta, beyfengs og búpenings 1955 og 1956.
Skýrslur þessa heftis eru mjög með sama bætti og búnaðarskýrslurnar fyrir
árið 1954. Eyðublaðið undir búnaðarskýrslur hreppa og kaupstaða er lítið breytt frá
því, er þá var, og réð það mestu um skýrslugerðina. Helztu breytingar á eyðublað-
inu voru þær, að bætt var við dálkum fyrir kaupgreiðslur við fjárfestingu fram-
teljenda, en í stað þess felldir niður dálkar fyrir framtal á mó og hrísi til eldiviðar.
En þar sem kaupgreiðslur við fjárfestingu hafa ekki verið teknar með í töflur þessa
heftis, eru einu breytingarnar á töflunum vegna breytinga á eyðublaðinu þær,
að niður er fellt úr töflu II A og B framtal á mó og hrísi. En þetta skiptir mjög
litlu máli, þar sem mótekja og hrísrif er nær því að engu orðið.
Þá hefur sú breyting verið gerð á skýrslunum, að ekki kemur fram nein eign
refa og minka eða tekjur af þeim. Munu að vísu enn til fáein slík dýr í búrum, en
ástæðulaust þótti að taka þau og afurðir af þeim með í töflurnar, þar sem þau eru
svo fá og auk þess óreglulega framtahn. Árið 1957 var t. d. ekkert loðdýr fram
talið, en hinsvegar 10 refaskinn.
Búnaðarskýrslur skattanefnda voru að þessu sinni betur úr garði gerðar en
nokkru sinni fyrr. Þó varð ekki komizt hjá því að bera skýrslur nokkurra hreppa
saman við skattaframtöl til þess að bæta úr ýmsum vanköntum á búnaðarskýrsl-
um hlutaðeigandi skattanefnda, og einkurn til þess að bæta inn á þær upplýsing-
um, sem vantaði.
Skattanefndir taka þá eina á búnaðarskýrslu, er telja fram búfé eða jarðar-
gróða. Því koma ekki á skýTslu margir, er vinna við landbúnað, og eigi heldur
roskið fólk, sem lifir á eignum eða ellilaunum, þó að það sé í skjóli bænda (foreldrar,
gömul vinnuhjú o. s. frv.). Koma því eigi fram allar launatekjur þeirra, er að land-
búnaði vinna, og eigi heldur allar eignir eða eignatekjur þeirra, er hafa þó framfæri
sitt af landbúnaði. Þetta er vitanlega mikil vöntun í skýrslurnar, en við því er ekki
unnt að gera, nema skýrslugerðinni sé verulega breytt. Það orkar vitanlega mjög
tvímælis, hvar mörkin ætti að setja milli þeirra, er taka ber á búnaðarskýrslu,
og binna, er eigi skal taka, ef önnur regla er höfð en sú, er fylgt hefur verið, en hún
hefur þann mikla kost að vera auðveld í framkvæmd, þó að vísu verði ekki sagt,
að allir fylgi henni alveg á sama hátt. Eftir endurskoðun Hagstofu á skýrslunum
má þó fullyrða, að ekki munar miklu milh einstakra sveitarfélaga á því, eftir hvaða
reglu framteljendur hafa verið teknir á búnaðarskýrslu. Á hinu munar hins vegar
nokkru, hve vandlega skattanefndir hafa til búnaðarskýrslanna safnað og sópað,
en minnkað hefur sá munur nokkuð við þann samanburð, er Hagstofan hefur gert
b