Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 61
Búnaðarskýrslur 1957
59*
10. yfirlit. Fjárfesting Héraðsrafmagnsveitna ríkisins í sveitum til ársloka 1957.
State Electricily Authority's investments in rural areas up to end of year 1957.
í millj. kr. CO to r- LO
s g Á árunum durin°
Orkuveitur distribution neticorks S’B'ð '< sa 1954 1955 1956 1957 M £ s ^ 'M sa
Gullbringuveita _ _ 0,23 1,06 0,76 2,05
Borgarfjarðarveita 3,39 0,11 1,50 1,11 0.82 6,93
Mýraveita 2,30 - 0,70 1,20 0,69 4,89
Snœfellsnesveita - - 1,15 0,50 0,07 1,72
Strandaveita - - - 1,76 2,03 3,79
Vestur-Húnaveita - - 2,00 1,50 0,05 3,55
Austur-Húnaveita - 1,00 0,05 0,61 - 1,66
Skagafjarðarveita 2,49 1,02 2,23 1,56 1,39 8,69
Eyjafjarðarveita 1,78 5,23 2,05 1,15 2,83 13,04
Suður-Þingeyjarveita 2,08 1,27 0,64 2,71 1,60 8,30
Austurlandsveita 0,49 - 0,02 0,30 0,84 1,65
Rangárvallaveita 6,70 1,35 1,56 0,75 3,03 13,39
Ámesveita 5,24 2,18 3,51 4,31 3,33 18,57
Samtals total 24,47 12,16 15,64 18,52 17,44 88,23
Hins vegar skyldu þeir, er rafmagnið fengju, kosta allar rafleiðslur innan húsa og
rafbúnað, og sömuleiðis leiðslur til útihúsa, þar sem um þær er að ræða.
Áætlun þessi kom til framkvæmda í ársbyrjun 1954, og skyldi það ár (sam-
kvæmt tilhögun raforkuráðs og fyrirmælum ráðherra) leiða rafmagn inn á 346
býli. Árið 1955 skydli leiða rafmagn til 248 býla og 1956 til 300 býla. En fram-
kvæmdinni seinkaði nokkuð vegna ýmislegra tafa. Árið 1957 lagði raforkuráð til,
að enn væri leitt rafmagn til 242 býla, en ekki var ákveðið að leiða rafmagn nema
til 148 býla, þar sem eigi var þá í ársbyrjinu komið rafmagn á öll þau býli, er það
áttu að fá 1956.
Vegna hækkandi verðlags urðu framkvæmdir þessar nokkru dýrari árin 1955,
1956 og 1957 en áætlað var 1953. Stofnkostnaður héraðsrafveitna í sveitum varð,
eins og 10. yfirlit sýnir, 15,64 millj. kr. 1955, 18,52 millj. kr. 1956 og 17,44 millj.
kr. 1957. Upp í þetta gekk heimtaugargjald, 2,90 millj. kr. 1955, 3,60 millj. kr.
1956 og 3,00 millj. kr. 1957, en ríkisframlag 12,74 millj. kr. 1955, 14,92 millj. kr.
1956 og 14,44 millj. kr. 1957. Við þetta bættizt kostnaður við leiðslur innanhúss
og rafbúnað, sem samkv. lauslegri áætlun raforkumálaskrifstofunnar má áætla um
20 þús. kr. á hvert býli að meðaltali þessi ár. En þann kostnað allan bera þeir,
er rafmagnið fá, eins og fyrr er sagt.
í 11. yfirliti er sýnt, hvernig rafvæðingu sveitanna var komið í árslok 1957.
Þá höfðu frá byrjun alls 517 býli fengið rafmagn frá smáum vatnsaflsstöðvum
(einkastöðvum), 395 frá mótorstöðvum og 1 774 frá almenningsveitum, samtals
2 686 býli. Auk þessa höfðu svo flestir skólar og félagsheimili í sveitum fengið
rafmagn, ýmist frá einkarafstöð eða almenningsveitu, nema hvort tveggja væn.
Árið 1958 fengu enn 177 býli rafmagn, 33 frá einkastöðvum og 144 frá almenn-
ingsveitum. í árslok 1958 höfðu þannig 2 863 sveitabýli fengið rafmagn, og er
það rúmlega helmingur býlanna á landinu.