Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 70

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 70
68* Búnaðarskýrslur 1957 Tafla þessi er að töluverðu leyti gerð eftir öðrum heimildum en hinar eigin- legu búnaðarskýrslur. Aðalheimildirnar, sem notaðar eru við samningu þessarar töflu, eru framleiðsluskýrslur Framleiðsluráðs landbúnaðarins og skýrslur frá út- flytjendum landbúnaðarafurða, og síðan er heimaneyzla áætluð eftir ýmsum leið- um, svo sem heimaneyzla kjöts eftir framkomnum gærum og húðum o. s. frv. Skal nú gerð nokkru nánari grein fyrir þessu. Nautgripaafurðir. Mjólkurmagnið 1957 í þessari viðbótartöflu er tahð 3,8 millj. kg eða 4,1% meira en mjólkurmagnið samkvæmt töflu VIII A. Þetta er að vísu aðeins áætlun, en hún er byggð á margs konar samanburði, sem gerður hef- ur verið öðru hvoru um nokkur ár á afhendingu mjólkur til mj ólkurbúanna og framtali mjólkur til búnaðarskýrslu, svo og á athugun á neyzlu mjólkur og mjólk- urvara á sölusvæðum mjólkurbúanna. Fyrir einni slíkri atliugun er gerð grein í Búnaðarskýrslum 1954, bls. 65*. Munurinn á fram töldu mjólkurmagni og áætl- aðri mjólkurframleiðslu eftir öðrum leiðum hefur aldrei verið eins lítill og 1957, og mun það öðrum þræði stafa af því, að verð á mjólk, sem seld er beint til neyt- enda, var talsvert greitt niður af ríkissjóði 1957, og virðist framtal þeirrar mjólk- ur hafa batnað við það. Annars er líklegt, að mjólk sé meira vantalin en hér er gert ráð fyrir, þar sem ekki hafa alveg alhr framleiðendur mjólkur verið teknir á búnaðarskýrslu, og talsverður hluti mjólkurinnar er fram talinn samkvæmt regl- um Ríkisskattanefndar um, hve mikla mjólk skuli reikna hverri kú. Hafa þessar reglur verið óbreyttar I nokkur ár, þó að meðalnyt hafi hækkað verulega, að minnsta kosti þar, sem mjólk er seld. Upplýsingar um tölu og þyngd nautgripahúða og kálfskinna eru frá verzlun- um, sem verzla með þær vörur. Magn nautakjöts er áætlað eftir sömu reglu og 1954, en þá var það reiknað á grundvelh athugunar, er bagdeild Framkvæmda- bankans bafði látið gera á hlutfallinu milli þyngdar húðar og kjöts. Verð á naut- gripakjöti og húðum er samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún- aðarins. Sauðfjárafurðir. Sauðfjárafurðir eru taldar eftir skýrslum Framleiðsluráðs landbúnaðarins það, sem þær ná, en heimaslátrum eftir tölu á gærum, er komið hafa í verzlanir. Ull (óhrein) er áœtluð 2 kg eftir liverja fóðraða kind. Verð afurð- anna er samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs. Verðmæti sláturs af hverri kind 1955 og 1956 er reiknað eins og Framleiðsluráð telur, að framleiðendur hafi fengið, en 1957 er það verðmæti áætlað af Hagstofunni, þar sem Framleiðsluráð hefur enn ekki reiknað, hvað framleiðendur hafa fengið fyrir slátrin að meðal- tali. Ástæða þess, að nú er miðað við óhreina ull, er sú, að Framleiðsluráðið hef- ur verðreiknað hana þannig til framleiðenda. Aðrar afurðir. Um sláturafurðir hrossa er hið sama að segja og sláturafurðir nautgripa, að magn þeirra er reiknað eftir tölu og þyngd húða, er fram liafa komið í verzlunum. Upplýsingar um verð eru frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Magn afurða af svínum er áætlað eftir tölu svína í ársbyrjun. Getur þar skeik- að miklu, en annarra kosta er ekki völ. Egg og kjöt af alifuglum er áætlað eftir fjölda alifugla samkvæmt framtölum og upplýsingium um tölu eggja eftir hvern fugl á stórum hænsnabúum. Eru þær áætlanir um eggjafjöldann miklu hærri en tölur búnaðarskýrslna þar um, en eiga að vera nær sanni. Verið getur, að reiknað sé með helzt til mörgum eggjum eftir hvern fugl, þar sem sá reikning- ur er látinn ná til smáu búanna líka, en þar kemur til mótvægis, að mikið vantar á, að fuglarnir séu allir fram taldir, og mun magn eggja og fuglakjöts í heild því ekki oftalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.