Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 16
14* Búnaðarskýrslur 1957 um tveggja mánaða skeið eða fram til loka nóvembermánaðar. Með desember kólnaði nokkuð, og var til jóla vetrarveðrátta, en heldur mild. Um jólin og fram til áramóta voru umhleypingar með miklum veðrum, ýmist af suðri, vestri eða norðri. Meðal- hiti í september var 0,6° yfir meðallagi á öllu landinu og einna hlýjast á Norðaustur- landi, 1—2° lilýrra en í meðallagi. í október var hitinn að jafnaði 0,7° undir meðal- lagi, og var þá 1—2° minni en í meðallagi á Norðausturlandi. En úrkoma var lítil, 60—-70% af meðalúrkomu og veður stillt. í nóvember var hitinn að meðaltali 2,6° meiri en í meðalári og úrkoma um 90% af meðalúrkomu. í desember var hiti 2° minni en í meðallagi, en úrkoma 60% af meðalúrkomu. Veðurfar árið 1956. Árið hófst með umhleypingasamri veðráttu og kaldri. Kom allmikill snjór um mestan hluta Norðurlands, en snjólétt var á Suðurlandi. Meðalbiti í janúar var 2,1° lægri en í meðallagi og var tiltölulega kaldast á Suð- vesturlandi, en hlýjast um mitt Norðurland. tJrkoma á Norður- og Norðaustur- landi var meiri en í meðalári, en annars staðar minni en í meðallagi. Febrúarmán- uður hófst með ofsaveðri af suðri, en 3. dag mánaðarins var veðrið gengið niður, og eftir það voru veður mild til vetrarloka. í febrúar var hiti 3,4° yfir meðallagi, og var þetta annar hlýjasti febrúarmánuður aldarinnar. Einkum voru hlýindi mikil á Norðurlandi. í marzmánuði var lntinn 3,7° yfir meðallagi og nokkuð jafn um allt land. í apríl var meðalhitinn 0,9° yfir meðallagi, og var síðasti hluti mánaðarins tiltölulega kaldastur. Úrkoma í febrúar var um 130 miðað við 100 sem meðalúrkomu mánaðarins, í marz um 110, en í apríl í tæpu meðallagi. Snjólítið var í byggðum frá byrjun febrúarinánaðar vegna hlýindanna. Vorið byrjaði vel, einkum á Suðurlandi. Norðanlands kólnaði í lok aprílmán- aðar og fyrri hluta maímánaðar var norðanátt, en oftast hæg. Um miðjan mánuð- inn snjóaði nokkuð nyrðra, en á Suðurlandi voru veður björt og fögur allan fyrri hluta mánaðarins fram til hins 23. Síðari hluta mánaðarins voru veður oftast betri nyrðra, einkum eftir hinn 20. Hinn 27. maí gerði mikið vestanrok og spillti særok gróðri um allt vestanvert landið langt upp í sveitir. Var mikið lauffall á trjágróðri, þar sem hann var laufgaður orðinn, en svo var í flestum veðursælli sveitum. Særok þetta mun ekki hafa náð til Norðurlands. Eftir veður þetta var fremur kalt til loka júnímánaðar, en þó sæmileg veður um miðjan júní. — Hitinn í maí var 0,8° yfir meðallagi og hlýjast að tiltölu á Austfjörðum og Suðausturlandi, en kaldast á Suðvesturlandi. Úrkoma í maí var meiri en í meðallagi, og mjög mikil á Norðaustur- landi, t. d. á Húsavík fjórfalt meiri en í meðalári. í júní var hiti 0,9° minni en í meðallagi, en úrkoma um meðallag. Sumarmánuðina júlí og ágúst var fremur kalt um allt laud, meðalhiti í júlí 0,6° minni en í meðallagi og í ágúst 0,7° minni. Á Norðurlandi voru oftast dumb- ungsveður, úrkomulítið, en svo kalt, að öðru hvoru hrímuðu fjöll. Hlýjast var um miðjan júlímánuð og var þá hæg sunnanátt. Á Suðurlandi voru veður oftast björt og þurr, nema um miðjan júlímánuð í sunnanáttinni. Heyskapartíð var fremur óhagstæð á Norðurlandi, einkum á annesjum. Þó voru þar þurrkar um miðjan júlímánuð, og náðu bændur þá víða mikilli töðu í hlöður, einkum þeir, er fyrst byrjuðu slátt. Eftir það var þurrklítið í flestum sveitum norðanlands fram til loka ágústmánaðar, en þó náðist víða nokkuð af heyjum, en hitt, sem úti var, skemmd- ist lítið vegna kuldanna. Á Suðurlandi var lieyskapartíð sérstaklega bagstæð, og hirtust hey eftir hendinni, nema nokkurn tíma um miðjan júlímánuð. Aðfaranótt 28. ágúst var mikið frost um allt land og gjörféll kartöflugras víðast, þar sem það hafði ekki fallið áður. Eftir þetta brá til ágætra þurrka á Norður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.