Fréttablaðið - 14.01.2016, Síða 56

Fréttablaðið - 14.01.2016, Síða 56
Hvernig á að sigrast á hvimleiðum janúarkvillum? Grænmetið oG hreina loftið eru vinir í raun „Þetta hefðbundna sem fólk gerir yfir jólin er að borða of þungt þannig að það þarf í rauninni að létta matinn,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasa- læknir. Upphaf nýs árs er oft sá tími sem fólk notar til þess að taka til í mataræð- inu eftir að hafa notið margs yfir nýaf- staðna jólahátíð. „Það getur verið gott að taka út mjólkurvörur, sykurinn og allt hvítt. Hvítt hveiti, ger og stundum glúten, það á þó ekkert endilega við um alla,“ segir Kolbrún og leggur áherslu á að vera duglegur að bragða á grænmeti. „Bara borða hreinan mat, meira grænmeti en minna. Ekkert endilega sleppa kjöti en ekki borða of mikið af því. Svo er gott að taka einhverjar jurtir til þess að hjálpa til við að hreinsa,“ segir Kolbrún og mælir meðal annars með Suttungamiði sem fæst í Jurta- apótekinu. Að auki mælir Kolbrún með því að skella sér út í hreina loftið og sjúga í sig súrefni. Kolbrún skellir sjálf oft í einfaldan drykk sem hún deilir með lesendum ef þeir vilja prófa og fá sér í eldhúsinu. Sellerí Gúrka Sítróna Vatn Einnig er hægt að setja kletta- salat í eða jafnvel spínat og svo eru herlegheitin sett í blandara. Hlutföllin fara eftir smekk hvers og eins og tilvalið að prófa sig áfram. Kolbrún mælir sérstaklega með drykknum á morgnana þó hann sé auðvitað góður til síns brúks hvenær dags sem er. Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is Janúarmánuður er tæplega hálfnaður og fólk líklega þegar búið að heyja eina orrustu eða tvær við þá fylgi- kvilla sem þessum misvinsæla mánuði fylgja. Samfélagsmiðlarnir loga til að mynda af síkveinandi nýsprottnum ræktardurgum sem mega hafa sig alla við að standa ógrenjandi upp af klósettskálinni vegna harðsperra, á meðan aðrir hafa sogið upp í nefið látlaust og mega eflaust muna fífil sinn fegurri. Sumir lufsast jafnvel áfram með hið alræmda janúarsamviskubit. Fréttablaðið tók saman nokkur grund- vallaratriði til þess að komast eins vel frá janúarkvillunum og hægt er. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r44 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð Lífið Skotheld flenSuráð Janúarflensan heilsar upp á ansi marga um þessar mundir, og boðflennan sem hún er, gerir sig heimakomna með sitt slen, slím, hor og hitavellu. Hér eru nokkur skotheld ráð sem fólk ætti að hafa bak við eyrað ef það hefur ekki í hyggju að leggjast í rekkju. l Borða hollan mat. l Sofa nægilega vel. l Forðast streitu. Nota bréfþurrkur til að byrgja nef og munn við hnerra og henda notuðum þurrkum í lokaðan poka eða fötu, og þvo hendurnar vand- lega á eftir. Tíður og almennur handþvottur er besta vörnin. Til handþvotta þarf vel volgt vatn og sápu og nudd á öll svæði beggja handa í 15-20 sekúndur, skola og þurrka vel með hreinu handklæði eða pappírsþurrku. Ef skömmin nær hins vegar ból- festu, er vissara að hafa eftirfar- andi við höndina: l Pappír, og nóg af honum. l Nefúða eða saltvatn til að skola stíflaðar nasir. l Hálstöflur. l Vatn. Fullt af því. l C-vítamín. l Hvítlauk. l Afþreyingu í tonnavís, svo sem sjón- varpsþætti, hnaus- þykkar bækur eða kvik- mynda- mara- þon. ekki Gráta yfir harðSperrunum „Nei,“ segir Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari, þegar hann er spurður um hvort mögulega megi komast hjá harð- sperrum. „Sko, harðsperrur koma út frá vöðvavinnu, það er þegar við gerum aðeins meira en við höfum verið að gera, og þannig rifnar vöðvinn smá. Þannig verður hann sterkari og við getum betur næst. Við ættum raunverulega að taka harðsperrunum fagnandi.“ l Ekki láta það eftir þér að kyrrsetja þig, það er það versta. l Auktu blóðflæðið, með léttri hreyfingu svo sem að labba upp létta brekku eða lyfta létt. l Borða prótein. Harðsperrur eru ekki annað en skemmd á vöðva, og þá hjálpar að byggja sig upp svoleiðis. l Létt nudd. l Bólgueyðandi lyf eru ólíklega til að hjálpa í þessum aðstæðum. l Heitt bað hjálpar sennilega ekki heldur. l Taktu harðsperrunum fagnandi, það getur verið erfitt en með harð- sperrunum aðlögumst við áreiti. Skorpna janúarhúð, hypjaðu þiG! Adda Soffía Ingvarsdóttir, yfir förðunar- og fegurðarkafla Glamour, segir fjölmargt hægt að gera í þeim þurrki sem frostinu fylgi. „Stærstu mistökin sem fólk gerir er að hreinsa húðina ekki almennilega, eða nota bara vatn og þvottapoka til að þvo hana. Að nota hreinsiklúta er sömuleiðis eitt það versta sem fólk býður húðinni upp á. En það alversta sem hægt er að gera, er að sofa með farða á andlitinu, það bókstaflega býður þurrkinum heim.“ 1 Þekktu muninn á hvort húðin þurfi fitu eða raka. Ef hana vantar raka finnst þér hún vera stíf og strekkt. Ef hana vantar fitu er hún meira eins og sand- pappír viðkomu 2 Hreinsun er númer eitt, tvö og þrjú bæði kvölds og morgna. Notaðu hreinsimjólk eða hreinsiolíu til að fjarlægja farða og hreinsa húðina. 3 Það er ekki nauðsynlegt að skipta út dagkreminu, heldur oft nóg að bæta við rakaserum undir. 4 Rakamaski er nauðsyn fyrir allar húðgerðir. Ef húðin er mjög þurr skaltu ekki láta þér bregða þótt þig svíði örlítið fyrst, það er eðli- legt. 5 Notaðu varasalva og handáburð áður en þú ferð út til að vernda varir og hendur. Skiptu púðrinu út fyrir fljótandi eða krem- farða eða BB krem. Það verndar húðina fyrir frosti. 6 Vatn getur þurrkað húðina svo styttu bað- og sturtuferðir. janúarSamviSkubitið látið lönd oG leið Mörg hver þjáumst við af janúarsamviskubitinu, þar sem allnokkur pressa er á fólki að taka rækilega til í lífinu strax á nýársdag með betri útgáfum á alla kanta. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hjá Líkamsvirðingu segir lykil- atriði í þessari holskeflu líkamsræktarátaka landsins að fyrst og fremst hlusta á líkamann. „Ef við horfum í fréttir þar sem talað er um að fleiri sæki líkamsræktarstöðvar nú en á sama tíma fyrir ári, sjáum við að markaðurinn er greini- lega að stækka, svo mér sýnist öfgarnar vera meiri en í fyrra. Við verðum að passa okkur á að vera gagnrýnin á skilaboðin og hlusta á okkur sjálf.“ 1 Færir það sem þú ert að gera þér vellíðan á meðan? 2 Ekki horfa endalaust á kílóafjölda og endapunkt. 3 Líður þér raunverulega vel á þessum kúr? 4 Gagnast þetta líkama þínum? 5 Það þarf ekki alltaf að vera að breyta líkamanum eða forma hann og það þarf ekkert alltaf að fara yfir sársaukamörk í æfingum. 6 Hlustum á líkamann, hvenær hann er svangur, saddur og allt þar á milli. Heilsufar er óháð holdafari. 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 2 6 -7 1 C 0 1 8 2 6 -7 0 8 4 1 8 2 6 -6 F 4 8 1 8 2 6 -6 E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.