Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 6
föstudagur 10. október 20086 Fréttir Sandkorn n Sigmundur Eyþórsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, hefur fengið nýtt starf hjá Reykja- nesbæ en hann mun verða sérlegur tækniráðgjafi bæjar- félagsins. Sigmundur tók með- al annars þátt í fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjanes- bæjar þar sem hann kynnti dagsekta- ferli varðandi ólöglega gáma í sveitarfélaginu. Sigmund- ur sagði starfi sínu lausu hjá Brunavörnum Suðurnesja eftir að upp komst að hann hafði veitt völdum fjölmiðlum aðgang að tetra-kerfi slökkvi- liðsins. n Frá Sigmundi yfir í silíkon. Kristrún Ösp Barkardóttir, fyrrverandi kærasta knattspyrnu- kappans Dwights Yorke, gekkst undir lýtaaðgerð nú á dög- unum en hún lét uppfæra brjóst sín um nokkrar skálastærðir. Aðgerðin var framkvæmd í Keflavík en Kristrún Ösp er að eigin sögn mjög sátt við útkomuna. Hún mælir reyndar með lýtalækn- inum Ottó á blogginu sínu og segir hann mjög góðan. Hún gefur líka upp nákvæma stærð á fyllingunni en hún er hvorki meira né minna en 375 grömm. n Sparisjóðir landsins hafa ekki farið varhluta af ástand- inu á Ís- landi. Sparisjóður Keflavíkur er með- al þeirra sem nú glíma við hin ýmsu vandamál en ljós hans í myrkrinu reynist vera bæjarfélagið sjálft. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, segir bæjarfélag- ið leita allra leiða til að koma Sparisjóði Keflavíkur til hjálp- ar. Sparisjóður Keflavíkur hef- ur staðið dyggilega við bakið á bænum að undanförnu en bankinn borgaði meðal annars eina veglegustu flugeldasýn- ingu í manna minnum á sjálfri Ljósanótt. Þannig að þjóðnýt- ing virðist ekki blasa við spari- sjóðnum en hann gæti hins vegar orðið bæjarnýttur. 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Tvær þýðingarmestu útflutnings- vörur Íslands eru ál og sjávaraf- urðir. Fram kom í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands í upphafi mán- aðarins að útflutningsverðmæti áls það sem af er árinu er komið yfir 100 milljarða króna. Af heild- arútflutningi Íslands er hlutur áls 39 prósent, en sjávarafurðir fylgja fast á hæla þess með 37 prósenta hlut. Í ágúst var flutt út ál fyrir 15,4 milljarða króna sem reyndist 90 prósenta aukning frá sama mán- uði í fyrra. Halda sínu striki „Reksturinn hér hjá okkur geng- ur bara mjög vel og við erum bjart- sýn. Við höfum enn sem komið er ekki merkt nein áhrif þess sem hefur verið að gerast og höldum okkar striki,“ segir Erna Indriða- dóttir, framkvæmdastjóri samfé- lags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli. Álfyrirtæki hafa verið að koma vel út undanfarið og Fjarða- ál blómstrar við erfiðar aðstæður hér heima. Jákvæð gengisþróun Erna segir sveiflurnar á gengi krónunnar ekki hafa haft teljandi áhrif hjá Fjarðaáli. „Tekjur okkar eru í dollurum og stærstu kostn- aðarliðir okkar einnig þannig að gengissveiflur íslensku krónunnar gagnvart dollaranum skipta okkur þannig séð ekki miklu máli, en eru kannski heldur jákvæðar ef eitthvað er þegar gengi dollarans hækkar hér á landi,“ segir Erna. Álverð er í dag um 2,200 doll- arar fyrir tonnið en hefur verið að lækka undanfarið. Hæst fór það í 3,000 dollara fyrir tonnið, sem þótti óvenju hátt, en eins og Erna bendir á var álverðið 1,600 dollar- ar tonnið þegar ákvörðun var tek- in um að reisa álverið fyrir austan. Verðið sé því enn hærra en það var þá. 80 milljarðar á ári „Við flytjum út 6,500 tonn af áli á viku en framleiðslugeta álvers- ins er 346,000 tonn á ári. Tekjurnar af þeirri framleiðslu eru áætlaðar um 900 milljónir dollara. Með fyr- irvörum um breytingar á verði og gengi dollarans má ætla að þetta séu 70-80 milljarðar króna á ári,“ segir Erna. Jákvæð áhrif álversins á samfélagið fyrir austan hafa löng- um verið tíðrædd en Alcoa hefur ráðið um 450 manns til starfa. Um- svifin eru því mikil. Mikilvægi uppbyggingar „Það skiptir máli í framleiðslu- greinum að verið sé að framleiða, selja og skapa gjaldeyri en við finnum mikinn stuðning við þetta verkefni og munum halda áfram að vinna að því,“ segir Erna aðspurð um nýtt álver á Bakka í Húsavík. Margir hafa bent á að mikilvægt sé að koma stórum álverum sem eru í undirbúningi af stað við núver- andi efnahagsástand. Fall krónunnar bætir kjörin Gengi krónunnar hefur áhrif á kjör sjómanna eins og annarra í greinum sem reiða sig á útflutn- ing. En gengisfallið hefur ekki skil- að sér inn í fiskverðið til þeirra sjómanna sem eru að landa fiskn- um, að sögn Hólmgeirs Jónsson- ar, framkvæmdastjóra Sjómanna- sambands Íslands. „Gengið hefur vissulega áhrif á kjör sjómanna. Við þekkjum það frá því krónan var allt of sterk, þá rýrnuðu kjör sjómanna og síðan lagaðist það þegar krónan fór að veikjast. Ein- hvers staðar er jafnvægið,“ segir Hólmgeir. En hann segir gengis- fallið ekki hafa skilað sér inn í fisk- verðið. „Það hafa ekki orðið hækk- anir á mörkuðum, ég veit svo sem ekki af hverju, en það getur verið að verð á erlendum mörkuðum sé eitthvað að gefa eftir. En staðan hjá sjómönnum er ekkert öðruvísi en hjá almenningi almennt. Þeir eru í sama limbóinu,“ segir Hólmgeir. Umræða um kvótaaukningu á villigötum Guðni Ágústsson sagði í kvöld- fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn að hann teldi að auka ætti þorsk- veiðikvótann um 40-50 þúsund tonn. „Sjórinn er fullur af þorski, segja sjómenn,“ sagði Guðni og bætti við að taka yrði áhættuna. Þessu er Hólmgeir ekki sammála og telur allt tal um aukningu kvóta hættulega. „Við erum að veiða samkvæmt ráðgjöf Hafró til þess að byggja fiskistofninn upp til fram- tíðar. Og í þessum erfiðleikum get- um við ekki sleppt því að horfa til framtíðar þannig að mér finnst sú umræða vera aðeins á villigötum,“ segir hann aðspurður um nánustu framtíð í fiskveiðum þjóðarinnar. Græða á útflutningi aflans Það getur munað tugum, jafn- vel hundruðum þúsunda króna, í launaumslögum sjómanna eft- ir því hvort landað sé fyrir innan- landsmarkað eða til útflutnings, miðað við dapurt gengi krónunn- ar í augnablikinu. DV ræddi við háseta á Vesturlandi sem sagði að það væri að skila sér í mikilli tekju- aukningu hjá þeim sem stund- uðu útflutning á sjávarafurðum við núverandi ástand. Hann segir sjómenn hafa það almennt ágætt um þessar mundir þrátt fyrir að ástandið í landi væri ekki beisið. Hásetinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, vinnur sjálfur á bát sem landar öllu á innanlandsmark- að og þar hefði mönnum reiknast til að þeir myndu fá umtalsverða launahækkun með því að selja afl- ann úr landi. Hann sagðist telja að meirihluti sjómanna væri fylgjandi því að þorskkvótinn yrði aukinn í takt við það sem Guðni Ágústsson talaði fyrir. „Við þurfum nánast að forðast allan þorskinn þarna úti. Þetta er vinnan okkar og við sjáum hvað er að gerast með eigin aug- um.“ „Við þekkjum það frá því krónan var allt of sterk, þá rýrnuðu kjör sjómanna og síðan lag- aðist það þegar krónan fór að veikjast.“ SiGUrðUr Mikael JónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Blómstra í kreppu Útflutningsgreinar hafa notið góðs af lágu gengi krónunnar. Tvær þýðingarmestu útflutn- ingsvörur Íslands eru ál og sjávarafurðir sem samanlagt eru um 75 prósent af heildarút- flutningi þjóðarinnar. Fall krónunnar fer illa með almenning og heimilin í landinu en stærstu útflutningsgreinarnar njóta góðs af því að einhverju leyti. DV varpar ljósi á tvær greinar sem margir telja að verði máttarstólpar á erfiðleikatímunum fram undan. Áliðnaður blómstrar alcoa fjarðaál stendur vel að vígi að sögn forsvarsmanna. Mynd SiGtryGGUr Meira fæst fyrir fiskinn Veikt gengi krónunnar eykur tekjur sjómanna ef aflinn er fluttur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.