Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 8
föstudagur 10. október 20088 Fréttir „Það er ekki ljóst hversu mik- il skerðingin verður en það stefnir vissulega í að lífeyrir verður skertur á fyrrihluta næsta árs,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Forsvarsmenn sjóðanna fund- uðu með viðskiptaráðherra og for- sætisráðherra í gærmorgun. Hrafn vildi ekki gefa upp hversu mörg pró- sent sjóðirnir myndu skerðast, að- allega vegna þess að það er ómögu- legt að segja til um framtíðina að hans sögn. Vísir.is greindi frá því í gær að skerðingin næmi að minnsta kosti fimm prósentum. Athygli vek- ur að lífeyrir ráðamanna þjóðarinn- ar mun ekki skerðast þrátt fyrir þessi tíðindi. Ástæðan er eftirlaunafrum- varp sem var samþykkt 2003. Stórtap lífeyrissjóða „Staða síðustu áramóta var mjög góð fyrir sjóðina. Núna blasir annað við,“ segir Hrafn sem er áhyggjufull- ur fyrir hönd sjóðsþega en ljóst er að skerðingin mun taka strax gildi snemma á næsta ári. Það þýðir að ellilífeyrir eldri borgara mun skerð- ast nokkuð. Lífeyrissjóðir hafa tapað millj- örðum í hræringum efnahagslífs- ins undanfarnar tvær vikur en sum- ir sjóðir áttu meðal annars talsvert hlutafé í bönkunum sem nú hafa verið þjóðnýttir. Við ríkisvæðing- una tapaðist hlutafé, auk þess sem sjóðirnir tapa miklu á gengismun- inum með þeim afleiðingum að eldri borgarar fá minni lífeyri á næsta ári. Fyrirhyggja ráðamanna Aftur á móti þurfa ráðamenn þjóðarinnar ekki að kvíða ellinni. Umdeild eftirlaunalög, sem voru samþykkt veturinn 2003, tryggðu ráðherrum og þingmönnum fastar eftirlaunagreiðslur beint úr ríkis- sjóði. Það þýðir að eftirlaun þeirra munu ekki skerðast um krónu. Al- menningur mótmælti frumvarpinu árið 2003 en það var engu að síð- ur samþykkt rétt fyrir jól 2003. Al- menningur taldi frumvarpið ósann- gjarnt miðað við þau lífeyriskjör sem tíðkuðust hjá hinum almenna borgara. Nú er komið í ljós að ráða- menn reyndust fyrirhyggjusamir enda allar líkur á skerðingu lífeyris fyrir alla landsmenn, nema ráða- menn. Hryllilegt ástand „Ástandið er hryllilegt í einu orði sagt,“ segir Margrét Margeirs- dóttir, ellilfeyrisþegi og formaður Félags eldri borgara, um þá válegu stöðu sem eldri borgarar standa nú frammi fyrir. Hún segir þann efna- hagslega storm sem hefur geisað um heiminn hafa hræðileg áhrif á alla. Þá sérstaklega eldri borgara sem hafa sparað alla sína ævi og sjá nú ævistarfið hverfa í einu vet- fangi. Hún segir það gefa auga leið að líðan eldri borgara, auk annarra þjóðfélagsþegna, sé verri en orð fá lýst. Síðan er ekki á það bætandi, að hennar sögn, að nú blasir við skerð- ing á lífeyristekjum eldri borgara. Grét í fangi dóttur sinnar „Þetta er hræðilegt ástand sem allir standa vanmáttugir gagn- vart,“ segir Margrét en afleiðingar þess bitna harkalega á eldri borg- urum. Á vefsvæði Egils Helgasonar fjölmiðlamanns mátti lesa bréf frá dóttur 77 ára ellilífeyrisþega sem hafði misst allt sitt í bönkunum. Upphæðin var 36 milljónir króna en það var ævisparnaður manns- ins. „Það er sorglegra en tárum taki að vera með gamla vinnulúna manninn í fanginu – grátandi,“ skrifaði konan um bugaðan föð- ur sinn en sjálf segir hún að hann hafi verið beittur blekkingum þeg- ar hann lagði fé sitt inn á áhættu- reikning en ekki öruggan spari- fjárreikning. Stóraukin eftirlaun ráðherra - Núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar þurfa engu að kvíða. Eftirlaun þeirra hækkuðu með eftirlaunalögunum 2003. Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson Geir H. Haarde fyrri lög: 470 þúsund krónur 549 þúsund krónur 549 þúsund krónur Þessi lög: 862 þúsund krónur 862 þúsund krónur 862 þúsund krónur MuNuriNN: 392 þúSuND kr. 313 þúSuND kr. 313 þúSuND kr. Á meðan lífeyrisbætur eldri borgara verða skertar þurfa ráðamenn þjóðarinnar ekki að kvíða því réttindi þeirra skerðast ekki um eina krónu. Samkvæmt umdeildu eftirlaunafrumvarpi fá þeir greitt beint úr ríkis- sjóði. Með samþykkt frumvarpsins sýndu þeir talsverða fyrirhyggju, enda ellin tryggð. Á meðan þurfa líf- eyrissjóðsþegar landsins að taka á sig að minnsta kosti fimm prósenta lækkun á lífeyri strax á næsta ári. valur GrEttiSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is RÁÐAMENN HALDA LÍFEYRINUM SÍNUM „Það er sorglegra en tár- um taki að vera með gamla vinnulúna manninn í fang- inu – grátandi.“ Eldri borgarar kreppan hitti eldri borgara illa fyrir en dæmi eru um mann sem tapaði öllum sínum ævisparnaði. dóttir hans ritaði magnað bréf þar sem hún sagði föður sinn hafa grátið í fangi sínu. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir skerðingu á lífeyri sennilega verða í byrjun næsta árs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.