Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 10
föstudagur 10. október 200812 Helgarblað
Partíið er búið. Í þenslunni, góðærinu og útrásinni leyfðu auð-
menn og fyrirtæki á Íslandi sér ómældan munað í skjóli
framúrskarandi afkomu og gegndarlauss gróða. Almenn-
ingi sveið óhófið á meðan þotuliðið notaði einkaþotur eins
og leigubíla, borgaði heimsfrægum skemmtikröftum fúlgur fjár
fyrir að troða upp í einkasamkvæmum og ók um
á tugmilljóna króna bifreiðum. Nú er tíðin önnur
og teitinni er lokið. DV rifjar upp lúxusinn sem almenningur í land-
inu gat aðeins látið sig dreyma um.
Almenningur hefur setið á hlið-
arlínunni undanfarin misseri og
fylgst með auðmönnum íslensku
útrásarinnar og viðskiptabankanna
njóta góðs af gegndarlausum gróða
sínum. Mörgum virtist sem menn
þyrftu að leggja sig sérstaklega
fram við að finna nýjar leiðir til að
spreða seðlunum í stórum stíl. Allt
frá einkaþotuflugi til veisluhalda,
hvergi var til sparað hjá góðæris-
gróðamönnunum.
En einhvern tíma tekur allt enda
og nú hefur gamanið kárnað svo
um munar. Almenningur hefur
ekki gleymt milljónunum sem auð-
menn notuðu til að slá um sig hér á
landi og sérstaklega ekki nú þegar
kreppir að í þjóðfélaginu. DV rifjar
hér upp helstu atvikin sem vöktu
undrun og reiði almennings í góð-
ærinu. Veislan er búin og þoturnar
hafa þagnað.
Einkaþoturnar þagna
Íslensk fyrirtæki og auðmenn
komust fljótlega að þeirri niður-
stöðu í góðærinu að hefðbund-
ið áætlanaflug væri viðskiptalega
óhagstætt í hröðum heimi við-
skiptanna. Einkaþotur eru farar-
máti fjármálaheimsins og þegar
íslenska útrásin stóð sem hæst, og
allir græddu á tá og fingri varð varla
þverfótað fyrir einkaþotum á flug-
völlum þjóðarinnar. Íslensk fyrir-
tæki og auðmenn greiddu hundruð
milljóna og jafnvel milljarða króna
fyrir þann lúxus sem einkaþot-
an er. Þeir sem oftast eru nefndir í
sömu andrá og einkaþoturnar eru
Björgólfur Thor, Hannes Smára-
son, Jón Ásgeir Jóhannesson og
Bakkavararbræður, svo einhverjir
séu nefndir. Auðmennirnir og fjár-
málafyrirtækin notuðu einkaþot-
urnar eins og leigubíla. Þá vakti það
talsverða athygli fyrr í sumar þeg-
ar Róbert Wessmann kvaðst vera á
hrakhólum með Hawker-einkaþot-
ur fjárfestingafélags síns, Salt In-
vestments. Vildi hann tvö þúsund
fermetra flugskýli undir gripina,
ekki seinna en strax.
Flottasta
einkaþota
landsins
í dag er
í eigu
Bakka-
varar-
bræðranna Ágústs og Lýðs
Guðmundssona, en hún er af teg-
undinni Gulfstream og er metin á
um fjóra milljarða króna. Í góðær-
inu blómstraði einkaþotubransinn
hér á landi, en í dag er talið að átta
einkaþotur séu í eigu einstaklinga.
Svo mikill var ágangur einka-
þotnanna orðinn á flugvöllunum
að íbúar í nágrenni við Reykjavík-
urflugvöll sáu sig tilneydda til að
kvarta yfir hávaðamengunni í sí-
auknum mæli undir lok ársins
2007. Við lendingu gefa einkaþot-
urnar frá sér meiri hávaða en hefð-
bundnar farþegarflugvélar, enda
láta auðmenn taka eftir sér þeg-
ar þeir snerta til jarðar. Nú virðist
þotugnýrinn hafa þagnað um sinn.
Óhóf í afmælisveislum
Af mörgu er að taka þegar kem-
ur að afmælisveisluóhófi auð-
mannanna á góðæristímabilinu.
Frægt varð þegar Björgólfur Thor
Björgólfsson fékk rappstjörnuna 50
cent, auk Jamiroquai og Ziggy Marl-
ey, son Bobs Marley, til að skemmta
í fertugsafmæli hans sem haldið
var á Jamaíka árið 2007. Dagblað-
ið The Jamaica Observer greindi
frá því að skipuleggjandi afmælis-
veislu Björgólfs Thors hafi fengið
allt að þremur milljónum dollara til
að skipuleggja veisluna. Hún skyldi
vera sem glæsilegust og ekkert til
sparað. Herflugvélar hringsóluðu
yfir herlegheitunum, enda gesta-
listinn metinn á milljarða.
Ólafur Ólafsson, stjórnarfor-
maður Samskipa, sparaði heldur
ekki krónu þegar hann hélt upp á
fimmtugsafmæli sitt í frystigeymslu
Samskipa við Vogabakka 20. janúar
árið 2007. Hinn heimsfrægi tónlist-
armaður Elton John var þar á með-
al skemmtikrafta sem héldu hita
á veislugestum. Með frostrósir á
fingrunum spilaði goðsögnin í um
klukkustund fyrir viðstadda. Elton
John var ekki ókeypis, Fréttablað-
ið sagði á þeim tíma að upphæðin
væri ein milljón dollara. Stórskota-
lið íslenskra tónlistarmanna hlýjaði
einnig mannskapnum í veislunni.
Björgvin Halldórsson og Bubbi
Morthens þar á meðal.
Áramótaveislur fyrir allan
peninginn
Í lok ársins 2006
greindi DV frá því að
Hannes Smárason,
þá nýkjörinn maður
ársins hjá Markaðin-
um, hygðist halda veg-
lega áramótaveislu fyr-
ir vini og velunnara á
Hótel Búðum. Áætl-
anir gerðu ráð fyrir að
kostnaðurinn fyrir ríf-
lega fimmtíu manna
gestalistann yrði um 15
milljónir króna.
Áramótin 2007-
2008
voru glamúrpoppararnir í Duran
Duran fengnir til að leika nokkur
lög í árlegri einkaáramótateiti Ár-
manns Þorvaldssonar, forstjóra
Kaupþings í London. Veislan var
haldin í glæsilegum salarkynnum
Hampton Court Palace. Talnafróð-
um reiknaðist til að kostnaðurinn
við veisluna hefði ekki verið undir
35 milljónum króna.
Ármann hefur verið stórtækur
í að halda flottustu veislurnar því
áramótin áður en Duran Duran
steig á svið fyrir forstjórann, hafði
Tom Jones leikið í áramótaveislu
hans. Sú veisla var einnig talin hafa
kostað tugi milljóna.
Bandaríkjaforseti og bíladella
Fjórir Íslendingar tóku þátt í
Gumball 3000-kappaksturskeppni
ríka og fræga fólksins sumarið 2006.
Hannes Smárason, þáverandi for-
stjóri FL Group, settist undir stýr-
ið á forláta Porsche-bifreið. Ragn-
ar Agnarsson þandi BMW M5, á
meðan Jón Ásgeir Jóhannesson og
félagi hans Guðmundur Ingi Hjart-
arson óku Bentley-bifreið. Voru
fjórmenningarnir í ágætis félags-
skap þar sem frægir einstaklingar
á borð við Pamelu Anderson, Hugh
Hefner og Snoop Dogg voru sagð-
ir meðal þátttakenda. Þátttökugjald
fyrir hvern og einn keppanda er tal-
ið nema allt að fimm og hálfri millj-
ón.
Danska fréttastofan Ritzau hafði
heimildir fyrir því í maí árið 2006
að Baugur Group hefði fengið Bill
Clinton, fyrrverandi Bandaríkjafor-
seta, til að halda fyrirlestur á ráð-
stefnu fyrir viðskiptavini og starfs-
menn Baugs í Tívolí. Bill Clinton
tekur mikið fyrir viskumolann,
en árið 2001 tók hann 10 milljón-
ir íslenskra króna fyrir ráðstefnu í
Kaupmannahöfn.
Bankarnir bjóða
Glitnir hélt tvö ár í röð
glæsilega galakvöldverði
fyrir sína stærstu við-
skiptavini og lykilstarfs-
menn árin 2006 og 2007.
Í seinna skiptið fór veislan
fram í Laugardalshöllinni
og bar heitið Stefnu-
mót við stjörn-
urnar. Slíkt var
óhófið í kringum þá veislu að Vil-
hjálmur Bjarnason, formaður fjár-
festa, gagnrýndi veisluna opin-
berlega. Var það hans skoðun að
hagnaður bankanna ætti að renna
til viðskiptavina þeirra en ekki í
dýrar veislur. Var fárið í kringum
galaveislurnar slíkt að Glitnir ákvað
að halda ekki slíka veislu í ár „vegna
aukins umfangs veislunnar“ eins
og það var orðað.
Þá var það um miðjan september
árið 2007 sem Landsbankinn bauð
tvö hundruð völdum viðskipta-
vinum bankans, ásamt mökum, í
helgarferð til Ítalíu. Farið var á La
Scala-óperuna með hópinn sem
gisti á fimm stjörnu lúxushótelinu
Principe Di Savoia í miðborg
Mílanó. Það glæsihótel hef-
ur hýst marga stórstjörn-
una í gegnum árin. Flog-
ið var til Mílanó í beinu
leiguflugi. Var gestum
boðið upp á veitingar í
óperunni þar sem þeir
fóru að sjá Don Kíkóta.
Að því loknu var farið
með hópinn á Four Sea-
sons í veitingar. Á laug-
ardegi reisunnar var
slegið upp hátíðarkvöld-
verði í Sforzesco-kastalan-
um.
Kaupþing í Lúxemborg
munaði heldur ekki
um að bjóða hátt í
tvö hundruð við-
skiptavinum
sínum í lúx-
uskvöldverð
í Listasafni
Reykjavíkur
í septemb-
er árið 2007.
Mich-
elin-kokkur frá einum dýrasta veit-
ingastað Frakklands eldaði ofan
í elítuna og gafst mannskapnum
kostur á að skola kræsingunum
niður með víni sem kostaði allt að
hundrað þúsund krónur flaskan.
Tjaldið fellur
Nú þegar fokið er í flest skjól í
fjármálaheiminum hafa öll fyrir-
tæki þurft að rýna í bókhaldið og
hagræða í rekstri sínum. Bankarn-
ir hafa verið þjóðnýttir, fjárfest-
ingafélög hríðfalla og eftir stendur
almenningur og furðar sig á réttlæt-
ingu þotuliðsins á bruðlinu í gegn-
um árin. Áður óþekktu þenslu- og
góðæristímabili á Íslandi er nú lok-
ið. Enn á eftir að koma
í ljós hvort einhverj-
ir verði látnir svara
fyrir hvernig fór,
en þróunin hefur
verið hröð, jafn-
vel óvænt og jafn-
hátt sem risið var
þegar hæst stóð í
draumaheiminum
er fallið þeim mun
lengra niður í raun-
veruleikann.
Þoturnar Þagna
Sigurður MikaEl jÓnSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Blandar geði við goðsagnir
Ármann Þorvaldsson fékk duran
duran og tom Jones til að troða upp
í áramótaveislum sínum. kostnaður-
inn hljóp á tugum milljóna.
Fallni prins útrásarinnar Hannes
smárason reis fljótt til metorða í fjármála-
heiminum. Lúxushýsi, einkaþotur og
hraðskreiðir bílar voru daglegt brauð hjá
fyrrverandi forstjóra fL group.
Á hrakhólum með þoturnar
róbert Wessmann kvartaði
undan aðstöðuleysi fyrir tvær
einkaþotur salt Investments á
reykjavíkurflugvelli.
Útrásarkonungur Jón Ásgeir
Jóhannesson er oft nefndur í
sömu andrá og einkaþotur og
lúxuslíferni. borgaði fimm og
hálfa milljón til að keppa í
gumball 3000-kappakstrinum.
Björgólfur Thor Björgólfsson
frægt varð þegar björgólfur fékk rapp-
stjörnuna 50 cent til að skemmta í afmæli
sínu.
gulfstream einkaþota Lýðs og
Ágústs guðmundssona í bakkavör.
Dassault Falcon 2000 einkaþota
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.