Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Side 14
 „Hann er svo sannarlega réttur mað- ur á réttum stað á réttri stundu. Hann er besti hagfræðingur sinnar kyn- slóðar sem við Íslendingar eigum. Það er takmarkalaust sem hægt er að leggja á hann í vinnu. Ég treysti eng- um betur til að stýra björgunarleið- angri þjóðarinnar,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, um vin sinn og fyrrverandi ráðherra og samstarfsmann, Jón Sig- urðsson. Jón stendur nú í ströngu sem stjórnarformaður Fjármálaeftir- litsins. Jón Baldvin hefur lýst því yfir að hann vilji að Jón Sigurðsson verði gerður að seðlabankastjóra í stað Davíðs Oddssonar. „Auðvitað ætti hann að vera seðlabankastjóri. Fjár- málaeftirlitið á að vera inni í Seðla- bankanum, eins og það var áður,“ segir hann. Jón vinnur nú hörðum höndum að því að koma rekstri bankanna í fastar skorður og bjarga þeim úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er kom- in. Þóttist kunna allt Fyrstu kynni Jóns Baldvins af nafna sínum voru árið 1946. „Ég og eldri bróðir Jóns, Þórir Sigurðsson eðlisfræðingur, vorum eitt sinn kúa- rektorar í Ögri við Ísafjarðardjúp. Einn daginn þegar við vorum þar, sjö ára gamlir, fengum við yngri bróður Þóris, Jón, í fóstur,“ rifjar hann upp. Honum er þessi tími í fersku minni. „Það var mjög erfitt að hafa hemil á Jóni. Þótt hann væri tveimur, þremur árum yngri en við þóttist hann kunna allt og geta allt til jafns við okkur. Helst betur. Okkur fannst hann alla- vega ekki bera næga virðingu fyrir sér eldri og reyndari mönnum. Þetta lýs- ir því ágætlega hvernig karakter Jón Sigurðsson er,“ segir Jón Baldvin. Fæddur og uppalinn á Ísafirði Jón Sigurðsson fæddist á Ísafirði 17. apríl 1941. Hann var annar í röð þriggja bræðra, sonur Kristínar Guð- jónu Guðmundsdóttur húsmóður og Sigurðar Guðmundssonar bak- arameistara. Bræður hans eru Þórir, eðlisfræðingur og háskólakennari, fæddur 1939, og Guðmundur, sem er læknir, fæddur 1942. Móðir þeirra lést 49 ára að aldri, þegar Jón var tíu ára, og faðir hans fimm árum síðar, 59 ára að aldri. Jón er kvæntur Laufeyju Þor- bjarnardóttur húsmóður en börn þeirra eru Þorbjörn (f. 1961), Sigurð- ur Þór (f. 1963), Anna Kristín (f. 1965) og Rebekka (f. 1977). Jón lauk stúdentsprófi frá MA 1960, fil. cand.-prófi í þjóðhagfræði og tölfræði frá Stokkhólmsháskóla 1964 og M.Sc. Econ.-prófi í þjóðhag- fræði frá London School of Econom- ics 1967. Ráðherra og bankastjóri Það er óhætt að segja að Jón Sig- urðsson hafi víða komið við á sín- um ferli. Hann var hagfræðingur við Efnahagsstofnun 1964 til 1967, deild- arstjóri hagdeildar Efnahagsstofnun- ar 1967 til 1970, hagrannsóknastjóri 1970 til 1971, forstöðumaður hag- rannsóknadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins 1972 til 1974. Hann var forstjóri Þjóðhagsstofnunar 1974 til 1987. Hann varð þingmaður Reyk- víkinga 1987 og viðskiptaráðherra frá 1988. Hann var dóms- og kirkju- málaráðherra og viðskiptaráðherra 1987 til 1988. Viðskipta- og iðnaðar- ráðherra og ráðherra norrænna mál- efna 1988-1989. Þá var hann iðnað- ar- og viðskiptaráðherra 1989-1993. Jón var seðlabankastjóri og formað- ur bankastjórnar Seðlabanka Íslands 1993 til 1994. Jón var fastafulltrúi Norðurlanda í framkvæmdastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington 1980 til 1983. Þá hefur hann verið varafull- trúi Íslands í stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, setið í stjórn og verið stjórnarformaður Norræna fjárfest- ingarbankans. Verið fulltrúi Íslands í hagþróunar- og hagstjórnunarnefnd OECD auk þess að vera aðalbanka- stjóri Norræna fjárfestingarbankans í Helsinki frá 1994 til 2005. Í dag er hann formaður stjórnar Fjármálaeft- irlitsins. Hafði ungur mannaforráð Jón Baldvin segir að fráfall for- eldra Jóns hafi mótað persónuleika hans. „Þeir bræðurnir misstu for- eldra sína ungir og urðu að sjá fyrir sér af eigin rammleik. Þeir brutust áfram til mennta með mikilli vinnu. Að loknu stúdentsprófi frá MA fór Jón til Svíþjóðar þar sem hann tók cand.-próf í hagfræði og stærðfræði á mettíma. Hann mátti ekkert vera að þessu námsbrölti heldur lá honum á að koma sér upp fjölskyldu,“ segir Jón Baldvin en þeir félagar voru sam- an í einn vetur við nám í Stokkhólmi. Hann segir að Jón hafi átt afar auð- velt með að læra. „Mér liggur við að kalla nafna minn undrabarn. Það lá allt fyrir honum og hann þurfti ekk- ert að hafa fyrir náminu. Ég dauðöf- undaði hann oft á yngri árum. Sér- staklega þegar hann gat verið úti að leika sér á meðan ég þurfti að læra heima,“ segir hann. Jón Baldvin bæt- ir við að þeir hafi ýmislegt brallað saman og að Jón hafi verið leikari. „Hann gat þó aldrei leikið neitt nema sjálfan sig,“ segir hann og hlær. Getur virkað ógnandi „Hann er afskaplega góður bróð- ir. Ég er ári yngri en hann en okkur hefur alltaf samið vel. Hann er af- skaplega hugulsamur og nærgætinn. Við erum mjög nánir og höfum allt- af verið,“ segir Guðmundur Sigurðs- son, læknir og bróðir Jóns, um kosti bróður síns. Spurður um gallana seg- ir Guðmundur: „Það sem mér finnst stundum hafa orðið honum til trafala er að fólki virðist stundum standa ógn af honum. Þá aðallega vegna kosta hans. Það kunna ekki allir að meta það hversu skarpur hann er og vinnusamur. Sérstaklega á þetta við um andstæðinga hans. Hann hefur kannski einhvern tímann liðið fyrir það,“ segir Guðmundur. Hann segist treysta bróður sínum vel til að tak- ast á við þau vandamál sem steðja að þjóðinni. „Ég veit ekki um ann- an mann sem er færari um að ráða fram úr þeim vanda sem við stönd- um frammi fyrir,“ segir hann. Ofþroskuð ábyrgðartilfinning Jón Baldvin segir að Jón vinni á við marga menn. „Hann er vinnu- fíkill og tveggja eða jafnvel þriggja manna maki í afköstum. Hann hef- ur ofþroskaða ábyrgðartilfinningu, enda var honum kornungum falin stjórn og mannaforráð. Fyrst í hag- rannsóknum og svo sem eins kon- ar þjóðhagsstjóri. Hann var oftar en ekki kallaður Jón hinn þjóðhagi,“ segir Jón Baldvin. Hann segist bera ábyrgð á því að Jón fór í pólitík. „Það gerðist þannig að þegar ég var orðinn formaður Al- þýðuflokksins 1984 og undirbjó það að flokkurinn tæki völd og breytti þjóðfélaginu var nauðsynlegt að skapa tiltrú á því að við kynnum til verka. Á þeim tíma gekk ég til Jóns og sagði: „Þú ferð í fyrsta sæti í Reykja- vík, ég skal fara í þriðja.“ Þar með var það útrætt,“ segir Jón Baldvin en með því tók hann þá áhættu að komast ekki sjálfur að. Tóm froða Þeir nafnar voru samstarfsmenn í ríkisstjórnum frá 1987 til 1993. Jón Baldvin segir aðspurður að nafni föstudagur 10. október 200814 Helgarblað Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Fjár- málaeftirlitsins, tekst nú á við afar krefjandi hlutskipti í kjölfar yfirtöku ríkisins á stóru viðskiptabönkunum; Glitni, Landsbankan- um og Kaupþingi. Jón býr að áratugareynslu í miklum ábyrgðarstöðum, bæði sem ráð- herra og bankastjóri. Þeim sem þekkja til Jóns ber saman um að hann sé ákaflega afkastamikill og metnaðarfullur maður. Hann þykir orðheppinn og beinskeyttur en er þó rómantískur inn við beinið og má ekk- ert aumt sjá. Jón hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki seðlabankastjóra. Bjargvættur Bankanna „Þegar við komum að bílnum, nokkru síðar, hafði ég slysast til að ná einni rjúpu, en Jón hafði enga. Þeg- ar hann sá mig með rjúpuna sneri hann við og óð af stað aftur, þó nærri hafi verið komið svartamyrkur.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is NÆRMYND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.