Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Qupperneq 15
föstudagur 10. október 2008 15Helgarblað
hans sé alls ekki gallalaus, þó vinnu-
samur sé. „Hann getur verið mjög
háðskur og sposkur. Hann á mjög
erfitt með að þola fífl í kringum sig.
Stjórnmálamenn þurfa auðvitað
að umgangast fullt af fávitum,“ seg-
ir hann glettinn og bætir því við að
þeim sem gerir miklar kröfur til sjálfs
sín hætti stundum til að gera jafn
miklar kröfur til annarra. Þá sé voð-
inn vís. „Hann er oft ónærgætinn í
orðavali. Sumir, sem ekki hafa þykk-
an skráp, verða sárir. Hann er mjög
orðheppinn og getur verið svo bein-
skeyttur að undan svíður,“ segir Jón
Baldvin og tekur dæmi:
„Í einhverri krísunni var hann
mættur sem ráðgjafi í útvarpsþátt.
Þar mætti hann í rökræðum Dav-
íð Scheving Thorsteinssyni, sem þá
var forsvarsmaður iðnrekenda. Dav-
íð er dugnaðarforkur og mætur mað-
ur. Hann talaði geyst og fór mikinn í
þættinum. Honum varð það á að segja
að þjóðhagsspáin væri tóm froða. Því
kunni Jón illa og svaraði um hæl: „Það
mátt þú náttúrulega best vita, Davíð
minn, ert þú ekki allur í froðunni?“ en
Davíð framleiddi á þeim tíma ávaxta-
froðu og var frumkvöðull í framleiðslu
á ávaxtasöfum á Íslandi.
Ritgerðin brann
Þrátt fyrir að Jón sé bæði orðhepp-
inn og beinskeyttur er hann bæði dul-
ur og feiminn að sögn Jóns Baldvins.
„Jón Sigurðsson, hin opinbera per-
sóna, er allt annar en strákurinn sem
ég þekkti í sveitinni. Hann er tilfinn-
inganæmur, greiðvikinn og má ekkert
aumt sjá. Þar að auki er hann rómant-
ískur og skáldmæltur. Hann fer hins
vegar mjög leynilega með það,“ segir
hann um vin sinn.
Jón Baldvin segir að nafni hans
hafi aldrei mátt vera að því að vera í
skóla. Hann hafi þó eitt sinn tekið sér
hlé frá störfum til að sækja sér há-
skólagráðu. „Hann skrapp til Lond-
on og tók MA-gráðu á mettíma. Hann
átti svo mikinn afgang af mastersrit-
gerðinni að hún hefði hæglega dug-
að til doktorsprófs,“ segir Jón Baldvin.
Sagan segir að á heimleiðinni hafi öll
búslóðin hins vegar brunnið. „Þar á
meðal drögin að doktorsritgerðinni,“
segir hann en tekur það þó fram að
hann taki enga ábyrgð á þessari sögu.
Æskufélagar
Sighvatur K. Björgvinsson, fyrr-
verandi alþingismaður og ráðherra,
hefur þekkt Jón frá barnæsku. Eitt ár
skilur þá félaga að. Sighvatur segir að
Jón sé einstaklega vandaður mað-
ur. Hann sé mjög vel að sér og hóf-
stilltur. „Hann er frjálslyndur jafnað-
armaður þannig að okkar skoðanir
hafa farið mjög vel saman. Hann er
mjög vinnusamur og vandar sig
mjög vel við öll verk sem honum eru
falin. Lætur ekkert frá sér fara nema
það sé alveg hundrað prósent. Ég
get ekki annað en gefið honum mín
bestu meðmæli. Hann er mjög fast-
ur fyrir en er samt góður í samstarfi.
Ég þekki satt best að segja enga nei-
kvæða hlið á Jóni Sigurðssyni,“ segir
hann.
Bjargvættur Bankanna
Framhald á
næstu síðu
Jón Sigurðsson í hringiðu fjármála-
kreppunnar „Nú mæðir mjög á Jóni
vegna stóraukinna verkefna fjármála-
eftirlitsins. Hann hefur verið nefndur
sem hugsanlegur arftaki seðlabanka-
stjóra.“ Mynd SigtRygguR ARi