Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 18
Atvinnulífið er ótryggt
Hvernig leggst kreppan í þig?
„Hún hefur, sem betur fer, ekkert allt of mikil áhrif á mig. Ég hef
auðvitað áhyggjur af ástandinu – ég er með lágt bílalán sem lítur,
sem betur fer ekki illa út, nú þegar gengið var fryst en það hefur
náttúrlega hækkað á síðustu mánuðum. Ég er ekki skuldugur
íbúðarkaupandi, heldur á leigumarkaði, sem betur fer. Þannig að
þetta hefur ekki beint mikil áhrif á mig sjálfa.“
Hvað hefurðu hugsað þér að gera í kreppunni?
„Það er mjög lítið sem ég sem einstaklingur get gert. Ég ætlaði að
fara til Danmerkur en hugsa að ég sé hætt við sökum gengisins. Það
eina sem ég get gert er bara að bíða og vona það besta.“
Er skynsamlega að vera í skóla en vinnu núna?
„Ég myndi halda að það væri skynsamlegra. Því minna af peningum
sem þú átt því minni áhyggjur þarftu að hafa, þannig líður mér að
minnsta kosti sjálfri sem námsmaður. Atvinnulífið er svo ótryggt.“
HElga lóa Kristjánsdóttir
21 árs nemi í Margmiðlunarskólanum
föstuDAgur 10. október 200818 Helgarblað
stjórnin geri eitthvAð
Hvernig leggst kreppan í þig?
„kreppan er ekkert allt of góð fyrir mig, ég er í blússandi skuldum eftir
þessa kreppu. Ég fór til útlanda fyrir stuttu og þá var gengið í ruglinu,
þar af leiðandi þurfti ég að taka miklu meiri yfirdrátt. Því meiri yfirdrátt
sem ég er með þeim mun hærri vexti þarf ég að borga, ég er alveg
stórskuldugur eftir þessa ferð. svo er ég með bílalán á bílnum mínum
sem hefur hækkað um 800 þúsund, ég var að borga 18 þúsund krónur
á mánuði fyrir bílinn en er núna að borga 33 þúsund.“
Hvað ætlar þú að gera á næstu mánuðum?
„Ég er bara að bíða eftir að ríkisstjórnin græi þetta vesen sem er í
þjóðfélaginu, maður verður bara að vinna í takt við hana. Það er
voðalega lítið sem ég get gert sjálfur annað en að treysta á yfirvöld.“
langar þig ekkert að leita að tækifærum í útlöndum?
„Nei, ég get ekki sagt það. Maður á einhvern tímann eftir að enda þar
en það er ekkert sniðugt að fara út núna þegar gengið er í ruglinu.“
EbEnEzEr Þórarinn Einarsson
20 ára aðstoðarforstöðumaður Hraunsins
tek með mér nesti
til CostA del sol
Hvernig hefur kreppan áhrif á þig?
„Hún hefur nú ekki haft nein gífurleg áhrif á mig, enn þá. Þegar ég
keypti mér gjaldeyri var gengið 40 krónum lægra en daginn áður. Ég
fór í tvö útibú Landsbankans og þeir áttu ekki evrur þannig ég endaði
á að fara í aðalbankann og dömurnar þar gátu bjargað mér.“
Hvað ætlar þú að gera á næstu mánuðum?
„Ég ætla að skella mér til Costa del sol í viku með vini mínum og reyna
að hafa gaman af lífinu. Að vísu er ekkert mjög skynsamlegt að fara til
útlanda í þessu árferði en það var löngu ákveðið svo við gátum ekkert
bakkað út úr því . Ég læt líklega mömmu smyrja nesti með mér fyrir
þessa viku sem ég verð þar. Það kostar örugglega fáránlega mikið að
fara út að borða eða að borga fyrir eitthvað með evrum.“
sérðu eftir því að hafa ekki farið í háskóla?
„Ég veit ekki hvar ég væri staddur ef ég væri ekki að vinna.“
sKúli jón FriðgEirsson
20 árs knattspyrnumaður og bréfberi
MEÐ NESTI TIL UTLANDA