Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Síða 28
HIN HLIÐIN
Langar að koma við
hárið á Einstein
Nafn og aldur?
„Magnús Guðmundsson,
27 ára.“
Atvinna?
„Leikari og hárgreiðslumaður.“
Hjúskaparstaða?
„Í sambúð.“
Fjöldi barna?
„Núll.“
Áttu gæludýr?
„Ég á einn þriðja í gullfiski.“
Hvaða tónleika fórst þú á
síðast?
„Ég man það ekki, af hverju
spyrðu?“
Hefur þú komist í kast við
lögin?
„Mín sakaskrá er algjörlega
hrein á Íslandi.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og
af hverju?
„Ég á ekki uppáhaldsflík en ég
á þrjú uppáhaldsfatamerki;
Moods of Norway, Skunk funk
og Mustang.“
Hefur þú farið í megrun?
„Af hverju? Finnst þér ég þurfa
þess?“
Hefur þú tekið þátt í skipu-
lögðum mótmælum?
„Nei, ég svaf yfir mig.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Ég lærði í leiklistarskólanum
að vera í núinu, það er frábær
staður að vera á svo að hugsa
um framhaldslíf núna finnst
mér svolítið að vera að fara
fram úr sér.“
Hvaða lag skammast þú þín
mest fyrir að hafa haldið upp á?
„Ég er með mjög undarlegan
tónlistarsmekk en ég skamm-
ast mín alls ekki fyrir hann.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Að frumsýna Fólkið í blokk-
inni í Borgarleikhúsinu, þessi
sýning er klárlega málið.“
Afrek vikunnar?
„Það er án efa þegar ég slökkti
á logandi bakka fullum af
dísilolíu með slökkvitæki á
brunaæfingu á þriðjudaginn,
ég var hetja í fimm sekúndur
eða þangað til slökkviliðsmað-
urinn kveikti í honum aftur og
rétti næsta tækið.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei, en það spáði einu sinni
kona fyrir mér í leyfisleysi. Hún
hafði rétt fyrir sér.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Já, ég er trommuleikari en ég
spila líka á flest hljóðfæri nema
túpu.“
Styður þú ríkisstjórnina?
„Eru ekki allir komnir með nóg
af þessu? Ég ætla að hlífa les-
andanum og segja pass.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Það er einfaldlega að hafa gam-
an af því.“
Hvaða fræga einstakling myndir
þú helst vilja hitta og af hverju?
„Einstein, mig langar svo að
koma við hárið á honum.“
Ertu með tattú?
„Já, ekki að þér lesandi góður
líði betur að vita það eða hvern-
ig það er eða hvað það táknar.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já, ég er mikill ljóðaunnandi, ég
les ljóðin mín oft.“
Hverjum líkist þú mest?
„Manninum í speglinum.“
Ertu með einhverja leynda
hæfileika?
„Já, marga en ég ætla ekki að
gefa það upp hér, þá eru þeir
ekki leyndir lengur og ég hef
ekki frá neinu að segja í næsta
viðtali sem ég fer í.“
Af hverju stafar mannkyninu
mest hætta?
„Sama og öllum hinum dýrun-
um í skóginum, mannkyninu.“
Á að leyfa önnur vímuefni en
áfengi?
„Nei, það á bara að vera til eitt
vímuefni, ríkisvímuefni.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn
þinn?
„Inni í huganum á mér, þar hef
ég allt sem ég girnist, þar er ég
frjáls, glaður og öruggur í góðum
félagsskap með sjálfum mér.“
Magnús guðMundsson leikari fer Með eitt af hlutverkunuM í söngleikn-
uM fólkið í blokkinni seM fruMsýndur er í kvöld.
föstudagur 10. október 200828 Helgarblað
Mynd kristinn
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti lagersala
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
í 4 mism
unandi á
klæðumBjóðum
1 5 tungu
sófa
verð áður 139.000
kr.69.000,-
á aðeins
yfir 200 gerðir af sófum
VERÐHRUN