Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 30
föstudagur 10. október 200830 Helgarblað DV n óttastu hann undir einhverjum kringumstæðum? n er hann uppstökkur, skapbráður og/ eða fær bræðisköst? n Verður hann auðveldlega reiður undir áhrifum áfengis? n reynir hann að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál? n fylgist hann með þér hvar og hvenær sem er? n Ásakar hann þig sífellt um að vera sér ótrú? n gagnrýnir hann þig, vini þína og/ eða fjölskyldu? n Ásakar hann þig stöðugt – ekkert sem þú gerir er rétt eða nógu vel gert? n segir hann að „eitthvað sé að þér”, þú sért jafnvel „geðveik”? n gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? n Hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu? n eyðileggur hann persónulegar eigur þínar af ásettu ráði? n Hrópar/öskrar hann á þig eða börnin? n ógnar hann þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum? n Hótar hann að skaða þig, börnin eða aðra þér nákomna? n Þvingar hann þig til kynlífs? n Hefur hann ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig eða börnin? Að meðaltali leita hundrað kon- ur til Kvennaathvarfsins á ári hverju. Það sem af er þessu ári hafa hins vegar vel yfir hundrað konur leit- að til athvarfsins. Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastýra samtaka Kvennaathvarfsins, spjall- aði við Kolbrúnu Pálínu Helgadótt- ur um auknar heimsóknir kvenna í athvarfið, breytingar á húsnæðinu og margt fleira. „Athvarfið fagnar tuttugu og sex ára afmæli sínu í desember á þessu ári,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, 41 árs framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sigþrúður sá starfið auglýst fyrir rúmum tveimur árum og ákvað að sækja um þar sem henni þótti það mjög spennandi. „Ég sá þetta fyrir mér sem draumastarfið.“ Sigþrúður segir athvarfið hafa breyst mikið á þessum tuttugu og sex árum sem það hefur haldið úti starfsemi sinni. „Athvarfið hefur breyst með samfélaginu og þróast mikið síðustu ár.“ Fleiri konur leita sér hjálpar Að meðaltali leita hundrað kon- ur til Kvennaathvarfsins á ári hverju. Það sem af er þessu ári hafa hins vegar vel yfir hundrað konur leitað til athvarfsins. „Við viljum trúa því að aukningin stafi af því að konur séu farnar að leita sér hjálpar í auknum mæli en ekki að ofbeldið sjálft sé að aukast.“ Sigþrúður segir konur sem betur fer vera farnar að koma fyrr en áður þekktist til athvarfsins. „Konur sem búið hafa við ofbeldi í stuttan tíma eru farnar að leita til okkar sem er mjög jákvætt. Einnig fáum við stóran hóp kvenna sem búið hafa við ofbeldi stóran hluta ævi sinnar. Þær konur sækja í styrk til að fara frá maka sínum, sem oft getur reynst þeim erfitt.“ Andlegt ofbeldi ekki síður alvarlegt Sigþrúður ítrekar að ofbeldi þurfi ekki að vera líkamlegt til að vera kall- að ofbeldi. „Andlegt ofbeldi er ekki síður alvarlegt en það líkamlega en því miður vill það oft gleymast.“ Að- spurð hvort hún telji margar kon- ur búa við andlegt ofbeldi án þess að vera meðvitaðar um það segir hún það því miður vera. „Skömm- in situr allt of mikið hjá þolendum ofbeldis. Makinn hefur talið konu sinni trú um að allt sé ómögulegt í hennar fari, að allt sem miður fer sé henni að kenna og þar af leiðandi sjálfstraust konunnar oft í molum. Við höfum stundum fengið til okkar konur sem telja sig vera á kolröng- um stað vegna þess að þær hafa ekki verið beittar líkamlegu ofbeldi. Það er mikill misskilningur.“ Sigþrúður segir að fyrsta stig konu sem leiti sér hjálpar sé að skilgreina sjálfan sig sem þolanda ofbeldis. Algengara að konan flytji með börnin „Því miður er mjög algengt að konur sem búið hafa við ofbeldi þurfi að flytja með börnin af heim- ili sínu og að makinn sitji eftir. Okk- ar hlutverk er því að aðstoða þessar konur við að koma sér fyrir ef þær geta ekki leitað til ættingja. Við- miðunarreglan okkar er sú að kon- ur dvelji ekki mikið lengur en í fjór- ar vikur hjá okkur en vissulega hafa orðið undantekningar á því.“ Sig- þrúður segir ástæðuna fyrir viðmið- unarreglunni einfaldlega þá að ekki sé hollt að dveljast á neyðarsam- verustað of lengi. Einnig ættu fjórar vikur að duga fyrir kerfið til að grípa í taumana og aðstoða þolendur ef þörf er á því.“ Betrumbætt húsnæði Miklar breytingar eiga sér nú stað á húsnæði Kvennaathvarfsins og má búast við því að þeim ljúki í lok ársins. „Við vorum búin að leita lengi að stærra og betra hús- næði en leitin bar lítinn árangur. Þar af leiðandi ákváðum við að ráð- ast í stórar breytingar á húsnæðinu og aðlaðga það okkar þörfum. Við erum að bæta við fleiri herbergjum, erum komin með nýja snyrtingu og erum að stækka eldhúsið okkar svo um munar. Það verður ljúft þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Sigþrúður ánægð með breytingarnar. Að lokum hvetur Sigþrúður konur sem telja sig búa við ofbeldi að kanna stöðu sína í samband- inu, koma í viðtal hjá ráðgjöfum Kvennaathvarfsins sér að kostnað- arlausu eða hringja. „Það er aðeins eitt lítið skref af mörgum að koma eða láta í sér heyra. Það er fátt meira gleðiefni en að sjá konur komast í gegnum slíka erfiðleika sem heim- ilisofbeldi er.“ HeimAlAgAður AndlitsmAski Þessi einfaldi heimalagaði andlitsmaski virkar vel gegn þreyttri og þurri húð. tak- ið eina eggjahvítu og bætið við örlitlum sítrónusafa. bætið hægt og rólega ólífu- olíu út í og hrærið þangað til blandan er orðin kremkennd. berið á vel þvegið and- litið og þvoið af eftir 15 mínútur. umsjón: koLbrÚn pÁLÍna HeLgadóttIr kolbrun@dv.is Ert þú beitt ofbeldi? Á eitthvað af neð- antöldu við um maka þinn? Skömmin hjá þolendum Framkvæmdastýran sigþrúður guðmundsdóttir, framkvæmdastýra samtaka kvennaathvarfsins. mynd kristinn Hvað borðar þú í morgun- mat? „Ég borða ýmist Cheerios eða ab-mjólk með múslí á morgn- ana.“ Hver er uppáhalds drykk- urinn þinn? „Best er náttúrlega vatnið en annars finnst mér kók frekar gott.“ Hvar líður þér best? „Mér líður hvergi betur en uppi í sveit með mínum nánustu.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Með því að elta manninn, börnin, hestana og hundinn. Er reyndar að fara að byrja í pró- grammi í ræktinni líka. Kemst víst ekki lengur upp með að sleppa því.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „Ég nota frábærar vörur í nýju húðsnyrtivörulínunni okkar sem ber heitið NIMUE.“ Hvar kaupir þú helst föt? „Ég kaupi mín föt iðulega er- lendis. Svo er hún systir mín ofboðslega mikil pæja þannig að ég fæ stundum að nota fötin hennar.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „Þá skrái ég mig í einhverja af meðferðunum sem nemendur Snyrtiakademíunnar hafa upp á að bjóða.“ Hvert er þitt helsta fegrunarráð? „Hamingjan.“ Hver er þín fyrirmynd? „Ég á mér margar fyrirmyndir og hef reynt að nýta mér það besta frá öllu því fólki sem ég hef kynnst.“ L‘Occitane hefur í meira en þrjátíu ár framleitt ilmkjarnaolíur úr fjölbreyttu plöntulífi Provence-hér- aðs í Suður-Frakklandi. Ilmkjarnaolíur eru eimaðar, annaðhvort með gufu eða kaldpressun. Olíunum, sem eru fitulausar, er blandað saman á rannsóknar- stofu L‘Occitane af mikilli nákvæmni til að ná fram ákveðinni virkni og eiginleikum. Sérhver olía hefur sína sérstöku eiginleika og henta þær sérstaklega vel í hársnyrtivörur. Ilmkjarnaolíurnar sem notaðar eru í Aroma-hárlínunni eru hreinar, náttúrulegar og í hæsta gæðaflokki og veita bæði hársverðinum og hárinu þá næringu sem heilbrigt hár þarfnast. Nú hefur hársnyrtilínan verið endurbætt svo um munar og inniheldur nú fimm ilmkjarnaolíur í stað þriggja áður og gefur þar af leiðandi fjölbreyttari og meiri virkni. Vörurnar eru framleiddar úr jurta- freyðigrunni sem unninn er úr sykrum, kókos- og sólblómaolíu ásamt sérstökum ilmkjarnaolíum sem gera hárið bæði sterkara og fallegra. Vörurnar eru sérlega mildar fyrir hárið og hársvörðinn því ekki eru notuð nein gervilitarefni eða rotvarnarefni í þeim. Vörurnar skiptast niður í þrjá flokka og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Uppbyggjandi og ilmandi sprei Byggir upp og lyktar vel Þetta ilmandi sprei sem inniheldur 5 ólíkar olíur og hunang er einstaklega gott fyrir þurrt og illa farið hár og kemur í handhægum plastumbúðum. Úðið í rakt og hreint hárið og hreinsið ekki úr. einnig má nota úðann í hárið ef reykingalykt eða matarlykt sest í það. Ko guðrún möller, FrAm- kvæmdAstjóri snyrti- AkAdemíunnAr. Elti manninn til að halda mér í formi K on a v iku nn ar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.