Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 56
föstudagur 10. október 200856 Tónlist Tónlist Í bÍó fyrir vinnu Hin umtalaða kvikmynd hljómsveitarinnar flaming Lips, Christmas on Mars, var frumsýnd í kvikmyndahúsum bandaríkjanna 8. október síðastliðinn. Myndin er sú fyrsta í leikstjórn forsprakka sveitarinnar, Waynes Coyne, og var tekin upp í bakgarðinum heima hjá honum þar sem búið var að byggja kvikmyndasett sem líktist lands- laginu á Mars. að venju fara þeir ótroðnar slóðir og er myndin meðal annars sýnd klukkan sjö og níu á morgn- ana svo fólk geti séð hana fyrir vinnu.uMsjón: krista HaLL krista@dv.is Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi. Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Hefðbundnar hurðir eða renni- hurðir. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Stuttur afgreiðslutími. Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Opið: fimmtudag 9:00-18:00 föstudag 9:00-18:00 laugardag 10:00-16:00 sunnudag 13:00-16:00 Íslensk hönnun og framleiðsla í 73 ár helgina 9.- 12. október Nú er hagstætt að velja íslenskt Hljómsveitin Reykjavík! sendir frá sér sína aðra breiðskífu á mið- vikudaginn en platan kemur til með að heita The Blood. „Fyrir það fyrsta er ótrúlega kúl að plata heiti The Blood. Svo töluðum við mikið um þetta nafn, það eru rosalega marg- ir uppgjafaheimspekingar í þessari hljómsveit og við höfum gaman af því að ræða um merkingarfræði og þekkingarfræði og allt þetta rugl. The Blood er svo margþætt því bæði getur það þýtt dauða og djöfulgang, blóðslettur og viðbjóð en á sama tíma er það líka fjölskylda og líf,“ út- skýrir Haukur Magnússon, einn af liðsmönnum sveitarinnar, spurður út í nafn plötunnar. „Hljómsveitin Reykjavík! vinnur aldrei hratt. Hún vinnur alltaf mjög hægt þegar kemur að því að ákveða eitthvað svona og þess vegna hefur þetta nafn verið rætt í þaula. Ég á ör- ugglega fimm hundruð pósta í inn- boxinu mínu þar sem við förum yfir kosti og galla þess að kalla plötuna hitt eða þetta. Á endanum sættumst við á The Blood því hvar værum við nú án blóðsins?“ Þyngri en frumburðurinn Á síðasta ári sendi Reykjavík! frá sér plötuna Glacial, landscapes, re- ligion, oppression and alcohol sem fékk víðast hvar gríðargóðar viðtök- ur gagnrýnenda. Platan var tekin upp í Gróðurhúsinu og var upptöku- stjórn í höndum Valgeirs Sigurðs- sonar. Í þetta skiptið fengu strákarni Ben Frost hjá Bedroom Commun- ity til að sjá um að stjórna upptök- um. Aðspurður hvort The Blood sé frábrugðin frumburðinum svarar Haukur: „Það fer svolítið eftir því hvort fólk hefur verið að koma á tónleika eða ekki. Það sem Valgeir gerði á síðustu plötu okkar var að hann tók, og gerði meistaralega að okkur fannst, þessa kaótísku og einkennilegu orku sem myndast þegar við komum saman í herbergi og beindi henni í „hlustan- legan“ farveg svo það meikaði sens. Það sem Ben Frost gerir er að hann fer í þveröfuga átt og ýkir lætin. Þetta er því frábrugðið og efnið líklega að- eins þyngra.“ Haukur segist ekki viss um að platan verði allra og efast um að lög plötunnar eigi eftir að rata inn á vin- sældalista Bylgjunnar á milli laga með Jeff Who? og Sprengjuhöll- inni eins og hann orðar það. „Okkur finnst heldur ekkert öll tónlist þurfa að vera þar. Hins vegar höldum við allir að hún eigi erindi við alla og vonandi getur einhver fengið smá útrás með því að öskra með. Við ætl- um meira að segja að hafa textablað með núna.“ Handgerð viðhafnarútgáfa Eins og áður segir kemur plat- an út á miðvikudaginn á netinu og í takmörkuðu handunnu upplagi í helstu plötuverslanir miðborgar- innar. „Við erum að klára að mastera plötuna á laugardaginn og erum ekki enn búnir að hanna koverið á henni. Fólk getur pantað plötuna á netinu á miðvikudaginn og fengið eintak af plötunni sent þegar það er tilbúið úr framleiðslu. Svo kemur í verslanir sérstök handgerð viðhafn- arútgáfa af plötunni í litlu upplagi. Við erum svo æstir í að koma þessu út og leyfa öllum að heyra að við nennum ekki að bíða meðan verið er að pressa þetta,“ segir Haukur og bætir því við að hljómsveitarmeð- limir hafi aldrei verið jafn stoltir af neinu sem sveitin hefur gert. „Ben Frost er algjör töframað- ur og virkjaði í okkur ákveðna orku. Stemningin sem myndast þegar hljómsveit er að spila og andrúms- loftið sem myndast er jafngilt á við annað. Hann tók okkur upp læf og það myndaðist svo sterk og áþreif- anleg stemning.“ Þeir sem vilja upplifa tónleika með rokkurunum í Reykjavík! ættu ekki að missa af strákunum í næstu viku enda spilar sveitin tvisvar á Air- waves-hátíðinni og á fjölda annarra staða meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og tóndæmi má nálgast á myspace.com/reykjavik- theband. krista@dv.is Hljómsveitin reykjavík í feiknarstuði á Airwaves-hátíðinni sveitin sendir frá sér plötuna the blood í næstu viku. mynd Gúndi Margþætt merking blóðsins Rokkararnir í Reykjavík! senda frá sér sína aðra breiðskífu í næstu viku og ber hún heitið The Blood. Platan er aðeins þyngri en frumburðurinn og telur einn af meðlimum sveitarinnar, Haukur magnús- son, að platan verði ekki allra en aftur á móti eigi hún erindi við alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.