Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Síða 6
föstudagur 31. október 20086 Fréttir Sandkorn n Sagnfræðingurinn Guð- mundur Magnússon bloggar kampakátur um vinsamleg orð sem neytendafrömuðurinn Dr. Gunni lætur falla um Nýja Ísland, nýútkomna bók þess fyrrnefnda. Í bókinni leitast Guðmund- ur við að kortleggja þær breyt- ingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á liðn- um árum. Dr. Gunni segir á bloggi sínu að bókin sé ágæt „þótt þetta „Nýja Ísland“ í titlinum sé reyndar ekki það „Nýja Ísland“ sem nú stendur til að reisa úr rústunum heldur „Sturl- aða Ísland“ sem nú er dautt“. Guðmundur þakkar Gunna vinsamleg orð og stingur upp á því að þeir fari saman í bíó við tækifæri úr því Björn Bjarna- son sjái sér ekki fært að fylgja doktornum í bíó. Gunni viðr- aði þá hugmynd á bloggi sínu fyrir nokkru við litlar undir- tektir dómsmálaráðherrans. n Knattspyrnulið Skagamanna missti vænan spón úr aski sín- um þegar Kaupþing rúllaði en merki bankans hefur skreytt treyjur liðsmanna ÍA frá árinu 1991 og bankinn verið liðinu traustur bakhjarl. Skarð Kaup- þings hefur enn ekki verið fyllt á Akranesi og í því árferði sem nú er þykja hverfandi líkur á að samningar náist við fyrir- tæki um stuðning og auglýs- ingar á búningum leikmanna. Það gæti því farið svo að Skagamenn muni spila í fyrstu deild á næsta ári í ómerktum treyjum en slíkt þarf þó góðu heilli ekki aðeins að boða illt þar sem hið sigursæla lið Barcelona spilaði lengi vel í ómerktum búningum. n Þóra Tómasdóttir í Kastljós- inu vinnur að gerð heimildar- myndar um íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu og hefur því fylgt liðinu eins og skugginn með tökuvélina á lofti undanfarið. Hún var með stelpunum okkar á Írlandi um síðustu helgi þar sem loka- staðan var 1-1. Íslenska liðið sneri dæminu hressilega við á Laugardalsvelli í gær þegar þær lögðu írsku stelpurnar með þremur mörkum gegn engu og tryggðu sér sér sæti í Evrópukeppni landsliða í Finnlandi á næsta ári. Þeg- ar úrslitin lágu fyrir réð Þóra sér ekki fyrir kæti og dansaði í sigurvímu með stúlkunum sigursælu. Geir H. Haarde boðaði valda fjöl- miðla á sinn fund á óformleg- an blaðamannafund í Ráðherra- bústaðnum á miðvikudag. Ólíkt þeim blaðamannafundum sem Geir hefur haldið að undanförnu ríkti nokkur leynd um fundinn. Eftir því sem DV hefur orðið áskynja var fundurinn upphaflega hugsaður sem skraffundur þar sem forsætisráðherra gæti komið sínum hugðarefnum á framfæri í gegnum valda fjölmiðla án þess að vitnað yrði beint í orð hans. Mis- jafnt var þó hvernig fjölmiðlamenn skildu fundarboðið sem var hringt inn á suma fjölmiðla en aðra ekki. Einhverjir töldu sig vera að mæta í einkaviðtal við forsætisráðherra en aðrir á venjulegan blaðamanna- fund. Það kom mönnum því á óvart þegar blátt bann var lagt við því í upphafi að ljósmyndarar og myndatökumenn mynduðu fund- inn í bak og fyrir. Eftir nokkurt þóf var þó samþykkt að ljósmyndarar mættu mynda fundinn í upphafi en myndatökumönnum var ekki hleypt inn á hann. Ekkert opinbert Fréttablaðinu, Stöð 2, Ríkis- útvarpinu og Morgunblaðinu var boðið að senda fólk á fundinn sem haldinn var í fundarherbergi á þriðju hæð Ráðherrabústaðar- ins. Venjan er sú að fjölmiðlum, ef þeim er hleypt inn í húsið, er leyft að vera á miðhæðinni og bíða ráðherra en alls ekki hleypt upp á þriðju hæðina þar sem ríkisstjórn- in fundar. Eftir því sem næst verður kom- ist vildi forsætisráðherra koma sín- um málstað á framfæri við valda fjölmiðla gegn því skilyrði að ekki yrði vitnað beint í hann eða orð hans tekin upp. Helst er að skilja að Geir hafi viljað afla málstað sín- um kynningar og jafnvel samúð- ar á fundinum. Geir mun meðal annars hafa notað tækifærið til að koma á framfæri gagnrýni á Björg- ólfsfeðga án þess að hægt væri að rekja það beint til hans. Þekkt er víða erlendis að fjöl- miðlafulltrúar ráðamanna boði valda fjölmiðla á sinn fund til að lýsa fyrir þeim gangi mála eða af- stöðu ráðherra til manna og mál- efna. Þetta hefur til að mynda þekkst í breska forsætisráðuneyt- inu þar sem fjölmiðlafulltrúar hafa oft talað við valda blaðamenn gegn því skilyrði að ummæli séu ekki rakin beint til þeirra. Þannig geta þeir stýrt umræðunni að ein- hverju leyti án þess að hægt sé að rekja það beint til þeirra. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið tilgang- urinn með fundi forsætisráðherra þar sem tilraunum DV til að ná tali af aðstoðarmanni hans var í engu svarað. Gagnrýnni miðlum ekki boðið Ekki var þó öllum fjölmiðlum boðið. Þannig var ekkert samband haft við ritstjórn DV sem frétti fyrst af fundinum eftir að hann var af- staðinn. Þetta er fráleitt í fyrsta skipti sem DV er ekki boðið á fundi þar sem Geir svarar spurningum. Ítrekað hefur komið fyrir að for- sætisráðuneytið láti DV ekki sitja við sama borð og aðrir fjölmiðlar. Ekki hefur verið staðið við loforð um að bæta úr þessu. DV hefur í þeim tilfellum orðið af tækifær- um til að spyrja forsætisráðherra gagnrýninna spurninga. DV óskaði í gær upplýsinga frá aðstoðarmanni og ritara forsætis- ráðherra um hvað hefði valdið því hverjum var boðið, hvaða skilyrði hafi verið sett og hvað hefði ráðið því hverjum var boðið og hverj- um ekki. Engin svör hafa fengist við því. Innantómt hjal Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis.- is, staðfesti í samtali við DV að fréttastofunni hefði verið boðið að senda fréttamann á fundinn, það boð hefði verið að frumkvæði forsætisráðherra. Stöðvarmenn sendu fréttateymi á vettvang en urðu fyrir vonbrigðum þegar myndatökumanni var bannað að mynda fundinn. „Það er sóun á tíma bæði blaða- manna og forsætisráðherra að eyða klukkutíma í innantómt hjal um málefni líðandi stundar. Það er alveg á hreinu að við munum ekki taka þátt í svona uppákom- um á vegum ráðherra framvegis, hvorki með ráðherrunum sjálfum eða spunameisturum þeirra,“ seg- ir Óskar. Leynifundur ritstjóranna Fundurinn í gær er ekki eini leynifundurinn með völdum fjöl- miðlum sem haldinn hefur verið að undanförnu. DV greindi frá því fyrr í þessari viku að fyrir nokkru voru Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Frétta- blaðsins, kallaðir á fund tveggja aðstoðarmanna ráðherranna í húsnæði Háskólans í Reykja- vík. Aðstoðarmennirnir voru þeir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, og Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Báðir eru fyrr- verandi fjölmiðlamenn. Eina ástæðan fyrir því að frétt- ist af þeim fundi er sú að það sást til nokkurra fundarmanna ganga á braut og var þeim upplýsingum komið á framfæri við DV. Í fyrstu vildu fæstir fundarmenn kannast við fundarefnið eða ræða það þegar DV leitaði upplýsinga um fundinn. Steingrímur neit- aði því að þarna hefði átt sér stað leynifundur milli valinna fjölmiðla og pólitískra trúnaðarmanna ríkis- stjórnarinnar. Samt sem áður sagði hann það vera trúnaðarmál hvað rætt hafi verið. „Á svona tímum er mikilvægt að menn ræði saman og að boðskiptaleiðir séu greiðar. Samfélagið lék á reiðiskjálfi á þess- um tímapunkti. Þá er ekki óeðli- legt að menn tali saman og heyri sjónarmið hver annars.“ Róbert Marshall, aðstoðarmað- ur samgönguráðherra, sagði síð- ar við DV, að ritstjórunum og út- varpsstjórunum hefði verið kynnt aðgerðaáætlun til að endurreisa traust og orðspor Íslands. Einn- ig hefði verið beðið um framlag þeirra og hugmyndir. Í þeim orð- um felst að efni fundarins hafi að hluta til hið minnsta verið að fá fulltrúa nokkurra helstu fjölmiðla landsins til að leggja stjórnvöld- um lið. GEIR Í GERVI SPUNAMEISTARA Völdum fjölmiðlum var boðið á fund Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Fundinn ætlaði Geir að nota til að koma málflutningi sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla, helst án þess að vitnað væri í hann. Það er alveg á hreinu að við tökum ekki framar þátt í svona uppákomum, hvorki með ráðherra né spunameisturum þeirra, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2. BrynjÓLfur ÞÓr Guðmundsson fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Bauð útvöldum til fundar geir H. Haarde hefur fundað mikið í ráðherrabústaðnum síðustu vikur. Á dögunum bauð hann útvöldum fjölmiðlum á fund sem bar keim af fundum spunameistara breskra forsætisráðherra með fjölmiðlum. 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.