Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 18
föstudagur 31. október 200818 Fréttir Í aðdraganda bankahrunsins var mikið um leyni- og neyðarfundi hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar með forsvarsmönnum í fjármála- geiranum. Algjör óvissa ríkti og Geir H. Haarde forsætisráðherra gerði hvað hann gat til að rugga ekki þjóð- arskútunni með því að láta uppi hvað til stóð. Ástandið var grafalvarlegt en annað mátti ráða af orðum Geirs og tilsvörum hans í fjölmiðlum. DV rifj- ar upp helstu ummæli forsætisráð- herrans í mesta brimrótinu. Enginn krísufundur „Nei, nei, nei, nei, ég var að koma frá Bandaríkjunum í morgun eins og þið vitið, búinn að vera nokkra daga í burtu og ákvað að nota daginn í að setja mig inn í það sem er búið að vera að gerast á meðan ég var fjar- verandi...“ Svona svaraði Geir fréttamanni Stöðvar 2 sem spurði hann hvort fundur hans með öllum þremur bankastjórum Seðlabankans í Stjórn- arráðinu laugardaginn 27. septemb- er hefði verið krísufundur. Það vildi Geir ekki kannast við og sagði ekk- ert óhefðbundið við fundinn. Seinna kom í ljós að þarna var rædd sú graf- alvarlega staða sem Glitnir var kom- inn í og beiðni stjórnenda hans um að Seðlabankinn kæmi bankanum til hjálpar. Á hefðbundnu róli „Nei, ég á ekkert sérstaklega von á því, það náttúrulega kemur fjár- lagafrumvarpið á miðvikudaginn og ég verð með stefnuræðu í Alþingi á fimmtudaginn. Það er allt saman á bara hefðbundnu róli...“ Eftir að hafa fundað með fulltrú- um allra flokka um bankakreppuna sem upp var komin með erfiðleikum Glitnis sagðist Geir hvorki eiga von á yfirlýsingu né aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum þann dag eða daginn eftir. Þvert á móti sagði Geir allt á hefðbundnu róli en þó hafði hann setið fundi tvo daga í röð vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem var komin upp. „Ja, ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstakt í það, við vinnum oft um helgar [...] maður þarf stund- um að finna tíma þar sem menn geta talað saman í ró og næði án þess að vera í eilífri tímapressu.“ Nýtir tímann með Björgólfi „Það var ekkert sérstakt sem gekk á, ég tala mikið við þessa menn og við ákváðum að hittast í gærkvöldi. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu og mér finnst ég hafa gagn af því og það er ekkert óeðlilegt við það að við hittumst eftir þessar breyt- ingar sem orðið hafa á markaðin- um,“ sagði Geir eftir kvöldfund sinn með Björgólfi Thor Björgólfssyni og forsvarsmönnum Landsbankans í forsætisráðuneytinu þann 29. sept- ember síðastliðinn. Fyrr um dag- inn hafði ríkið tilkynnt að það hefði keypt 75 prósenta hlut í Glitni. Geir vildi lítið tjá sig um hvað hefði farið fram á fundinum, annað en að þar hefði ekki verið farið fram á samein- ingu Glitnis og Landsbankans með formlegum hætti líkt og fréttamenn spurðu að. Fram hefur komið að á þessum fundi lögðu forsvarsmenn Landsbankans til að Glitnir, Lands- bankinn og Straumur yrðu samein- aðir. Ekki verst stadda þjóðin „Nei, nei. Ég myndi ekki segja að við værum neitt sérstaklega verr stödd.“ Þessu svaraði Geir H. Haar- de aðspurður hvort Ísland væri verr statt en aðrar þjóðir þann 5. október síðastliðinn. Daginn eftir voru neyð- arlögin sett þar sem Fjármálaeftirlit- inu var gefin heimild til að taka yfir bankastofnanir. Geir neitaði að ræða stöðu einstakra banka aðspurður hvort Landsbankinn færi sömu leið og Glitnir á blaðamannafundi 6. okt- óber. Daginn eftir fór fjármálaeftir- litið inn í Landsbankann og yfirtók reksturinn. 9. október gerðist slíkt hið sama hjá Kaupþingi. Aðgerð- um Breta og óvarlegum ummælum Davíðs Oddssonar var meðal annars kennt um hvernig fór. Leyndin stundum mikilvæg „Það er náttúrulega alltaf slæmt fyrir stjórnmálamenn að segja ósatt. Ég veit nú ekki hvort hann segir beinlínis ósatt þó hann gefi augljós- lega villandi skilaboð,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, að- spurður um svör Geirs H. Haarde í fjölmiðlum þegar í raun mikilvæg- ustu mál þjóðarinnar voru til um- ræðu á leynifundum. „Hins vegar er það auðvitað þannig í þessu tilfelli að það var lykilatriði í atburðarásinni að það færu ekki af stað sögusagnir eða orðrómur, hvað þá handfastar upp- lýsingar, um það hvað var í gangi. Því það hefði getað flýtt fyrir þeim hlutum sem síðar reyndar urðu, en menn höfðu kannski vonir um að væri hægt að forðast,“ segir Gunn- ar Helgi. Hann segir það í raun vera matsatriði þjóðarleiðtoga þegar við- kvæm mál eru í gangi, hvað þeir geta látið uppi. „Því ógætileg ummæli, eða upplýsingar, um þau mál sem ekki eru afgreidd geta hrundið af stað atburðarás sem enginn veit hvar endar. Það eru ákveðnir hlutir í pól- itík sem er nauðsynlegt að fari leynt áður en þeir verða að staðreynd.“ Gengi flokksins fellur með Geir Gunnar Helgi segir traust leika lykilhlutverk í starfi stjórnmála- manna. „Ráðherra sem þjóðin sér mjög oft ljúga, jafnvel þótt tilefn- ið sé gott, fær á sig ákveðna mynd í augum kjósenda. Að þarna sé ná- ungi sem hikar ekki við að segja ósatt ef það hentar honum. Og það er hættuspil fyrir stjórnmálamann. Það veit enginn hvenær sá segir satt sem er afar flinkur við að skrökva.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið mikinn skell undanfarið í skoðana- könnunum undir forystu Geirs og segir Gunnar Helgi að honum virðist hvorki hafa tekist að verja flokkinn né sjálfan sig því áfalli. Sama eigi að vísu við um fylgi allra ráðherra sem beðið hafi hnekki í ástandi undan- farinna vikna. EllEfu ósannindi GEirs 1 27. sEptEmBEr„Nei, nei, nei, nei, ég var að koma frá bandaríkjunum í morgun eins og þið vitið, búinn að vera nokkra daga í burtu og ákvað að nota daginn í að setja mig inn í það sem er búið að vera að gerast á meðan ég var fjarverandi.“ geir var spurður hvort fundur hans með seðlabankastjórunum þremur í stjórnarráðinu hafi verið krísufundur. grafalvarleg staða glitnis var rædd. geir flýtti heimför sinni frá bandaríkjunum til að mæta. 2 28. sEptEmBEr„Nei ég á ekkert sérstaklega von á því, það náttúrlega kemur fjárlagafrum-varpið á miðvikudaginn og ég verð með stefnuræðu í alþingi á fimmtudag- inn. Það er allt saman á bara hefðbundnu róli...“ svar geirs við því hvort von væri á yfirlýsingu eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir leynifund með fulltrúum allra flokka. Verið var að kynna alvarlega stöðu í efnhagsmálum fyrir viðstöddum. 3 28. sEptEmBEr „Ja, ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstakt í það, við vinnum oft um helgar[...] maður þarf stundum að finna tíma þar sem menn geta talað saman í ró og næði án þess að vera í eilífri tímapressu.“ geir aðspurður hvort ekki væri óvenjulegt að hann fundaði tvisvar sinnum yfir helgi með yfirstjórn seðlabankans. 4 29. sEptEmBEr„Það var ekkert sérstakt sem gekk á, ég tala mikið við þessa menn og við ákváðum að hittast í gærkvöldi. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við björgólf thor þegar hann er á landinu og mér finnst ég hafa gagn af því og það er ekkert óeðlilegt við það að við hittumst eftir þessar breytingar sem orðið hafa á markaðinum.“ geir vildi lítið tjá sig um hvað hefði farið fram á fundinum, en sagði að ekki hefði verið farið fram á sameiningu glitnis og Landsbankans með formlegum hætti. fram hefur komið að forsvarsmenn Landsbankans lögðu til að glitnir, Landsbank- inn og straumur yrðu sameinaðir. 5 5. októBEr„Nei, nei. Ég myndi ekki segja að við værum neitt sérstaklega verr stödd.“Þessu svaraði geir H. Haarde aðspurður hvort Ísland væri verr statt en aðrar þjóðir. daginn eftir voru neyðarlögin sett þar sem fjármálaeftirlitinu var gefin heimild til að taka yfir bankastofnanir. 6 5. októBErgeir neitaði að ræða einstaka stöðu banka aðspurður hvort Landsbankinn færi sömu leið og glitnir á blaðamannafundi 6. október. daginn eftir fór fjármálaeftirlitið inn í Landsbankann og yfirtók reksturinn. 9. október gerist slíkt hið sama hjá kaupþingi. GEir oG GjaldEyrisviðskiptin 7 9. októBErgeir H. Haarde fullyrðir að gjaldeyrisviðskipti séu að komast í eðlilegt horf. „seðlabankinn mun tímabundið veita fyrirgreiðslu ef hennar gerist þörf í þessu efni, þannig að öll venjuleg viðskipti inn og út úr landinu munu geta gengið fyrir sig með eðlilegum hætti.“ 8 12. októBErgeir H. Haarde treystir því að gjaldeyrisviðskipti geti gengið hnökralaust fyrir sig daginn eftir. „Ég held að allar eðlilegar afgreiðslur muni geta gengið fyrir sig, ef ekki í gegnum Landsbankann þá í gegnum seðlabankann.“ 9 13. októBErgjaldeyrisviðskipti liggja enn niðri hjá hjá glitni og kaupþingi. Hjá Nýja Landsbanka má kaupa gjaldeyri í takt við höft seðlabankans. „Það má vel vera að það séu erfiðleikar, einhverjir tímabundnir hjá einstaklingum eða fyrirtækjum og þá verðum við bara að vona að það greiðist úr því sem allra fyrst.“ 10 14. októBErgeir þorir ekki að segja hvenær gjaldeyrisviðskipti komist í eðlilegt horf. 11 30. októBErgjaldeyrisviðskipti enn í ólagi. Í aðdraganda bankakrísunnar á Íslandi var Geir H. Haarde forsætisráðherra ítrekað staðinn að því að greina ekki satt og rétt frá gangi mála, tilefni leynifunda og alvarleika þeirra. Prófessor í stjórnmálafræði segir Geir augljóslega hafa gefið villandi skilaboð. Alvarleiki málanna hafi hins verið slíkur að mikilvægt hafi verið að gefa ekki allt upp. DV rifjar upp ummæli Geirs þegar hann reyndi að lægja ólgusjóinn sem hélt þjóðinni í óvissu. Bankarnir féllu einn af öðrum, en eftir standa orðin um að ekkert væri í gangi. Ósannindi Geirs siGurður mikaEL jóNssoN blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Ráðherra sem þjóðin sér mjög oft ljúga, jafn- vel þótt tilefnið sé gott, fær á sig ákveðna mynd í augum kjósenda.“ Þjóðin sem fékk lítið að vita Í fjölmiðlum gerði forsætisráðherra sitt besta til að gera sem minnst úr ástandinu í aðdraganda efnahags- hörmunganna á Íslandi. stjórnmálafræðipróf- essor við Háskóla Íslands segir varasamt fyrir stjórnmálamenn að fara með ósannindi en oft sé það nauðsynlegt undir vissum kringum- stæðum til að gera ekki illt verra. myNd rakEL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.