Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 20
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 200820 Fréttir Skjár einn sagði upp öllum starfs- mönnum sínum í gær. 365 miðlar ætla að segja upp 20 til 30 manns um helgina og boða launalækkun þeirra sem hafa meira en 300 þús- und krónur í laun á mánuði. Mest verður skerðingin, 10 prósent, hjá þeim sem hafa 500 þúsund krónur í laun á mánuði og þar yfir. Útgáfu 24 stunda var hætt í mán- uðinum. 22 af 25 starfsmönnum blaðsins var sagt upp störfum og út- gáfan endanlega sameinuð Árvakri 10. október síðastliðinn. Margir starfsmanna 24 stunda starfa enn á Morgunblaðinu hvað svo sem fram- tíðin ber í skauti sér. Nýverið var Fréttablaðið og dreifingarfyrirtækið Pósthúsið lagt inn í Árvakur, útgáfu Morgunblaðs- ins, og eignuðust eigendur 365 þar með 36,5 prósenta hlut í Árvakri. Í kjölfarið var blaðberum Pósthúss- ins sagt upp störfum. Framtíð Við- skiptablaðsins kann að vera í óvissu vegna slakrar stöðu Exista. Bakhjarlar í vanda Ljóst er að með samruna Morg- unblaðsins og Fréttablaðsins und- ir einum hatti er djarflega teflt og hefur Samkeppniseftirlitið sam- runann til athugunar. Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, segir að unnt sé að sýna nokkurn sveigjanleika við erfiðar aðstæður. Augljóslega eiga aðaleig- endur Árvakurs og 365 erfitt með að auka hlutafé í fjölmiðlafyrirtækj- unum eftir bankahrunið. Stoðir og Stoðir Invest, fyrirtæki Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og fjölskyldu, hafa fengið greiðslustöðvun þar til í janúar. Jón er stærsti hluthafi í 365. Staða næststærsta hluthafans, Pálma Haraldssonar, fer versnandi en Sterling, flugfélag í hans eigu, var lýst gjaldþrota í vikunni. Þá er staða Björgólfs Guðmundssonar, stærsta hluthafa Árvakurs, óljós eftir fall Landsbankans. Með því að leggja niður 24 stund- ir og sameina Fréttablaðið og Morg- unblaðið undir einum hatti er þess freistað að hagræða í rekstri. Prent- smiðja Árvakurs í Hádegismóum prentar bæði blöðin, dreifing verð- ur sameiginleg og möguleikar skap- ast á samnýtingu eða samruna ljós- myndadeilda. Allt er þeim mótdrægt Í kjölfar bankahrunsins og gríðar- legrar hækkunar á verði aðfanga með gengisfalli krónunnar hefur rekstr- arkostnaður fjölmiðla hækkað upp úr öllu valdi. Vitað er að verð á dag- blaðapappír, bleki og öðrum rekstr- arvörum hefur hækkað í sumum tilvikum um tugi prósenta á skömm- um tíma. Verð á aðkeyptu sjóvarps- efni hefur hækkað mikið vegna mik- illar gengislækkunar krónunnar og veldur það sjónvarpsrekstri miklum búsifjum. Tekjur af auglýsingum hafa nán- ast hrunið á örfáum vikum. Birting auglýsinga skilar fjölmiðlum um 10 milljörðum króna á ári þannig að alvarlegur samdráttur er þeim mik- ið áfall. Ari Edwald, forstjóri 365, áætlar að auglýsingatekjur hafi dreg- ist saman um helming á örfáum vik- um í öllum miðlum. „Þetta eru mikil umskipti. Fyrstu þrjá mánuði ársins sigldi Fréttablaðið yfir áætlunum í auglýsingatekjum. Síðan þá hef- ur hallað hratt undan fæti, einnig í sjónvarpi og útvarpi. Fyrirsjáanlega verða auglýsingatekjurnar tugi pró- senta undir áætlunum í lok ársins.“ RÚV útrýmir sjónvarpi á einkamarkaði Ari gagnrýnir harðlega veru Rík- isútvarpsins á auglýsingamarkaði og tekur í einu og öllu undir sjónar- mið Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Skjás eins, sem neyddist í gær til að segja upp öllum starfsmönnum Skjásins. „Við sem störfum á almennum fjölmiðlamarkaði þekkjum dæmi um allt að 70 prósenta afslátt sem RÚV veitir þessa dagana frá auglýsinga- taxta sínum. Það hefur orðið grund- vallarbreyting á háttalagi RÚV eftir að það breyttist í opinbert hlutafélag með lögum. Það má vera augljóst að opinberar tekjur RÚV eru notaðar til þess að greiða niður auglýsingataxt- ana í samkeppni við miðla sem hafa ekki tryggar tekjur frá ríkinu.“ Ari segir að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á ástandinu. „Ef ekki verður áherslubreyting hjá stjórnvöldum felur núverandi stefna þeirra í sér að einkareknum sjónvarpsstöðvum í landinu verður útrýmt,“ segir Ari Edwald. Samkeppniseftirlitið rannsakar RÚV Samkeppniseftirlitið rannsakar nú að eigin frumkvæði hvort vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði raski samkeppni eða brjóti í bága við samkeppnislög að öðru leyti. Gunnar Páll Gunnarsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að athugunin nái yfir tímann frá því Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. Hann kveðst ekki geta sagt hvenær niðurstöðu sé að vænta. Í umsögn um frumvarp til laga um hlutafélagavæðingu RÚV í nóv- ember 2006 lýsti Samkeppniseftir- litið áhyggjum af þeirri mismunun sem af því leiðir að RÚV starf- ar á markaði fyrir birtingu auglýsinga og mark- aði fyrir kostun í frjálsri sam- keppni við aðra miðla jafnframt því að hafa tekjur af skattfé til útvarps- þjón- ustu í al- manna- þágu. Í umsögninni lagði Sam- keppniseftirlit- ið til að RÚV yrði tekið af augslýsinga- markaði. Að öðrum kosti yrði RÚV að aðskilja samkeppnisrekstur sinn á auglýsingamarkaði með því að reka sérstakar útvarps- og sjónvarpsrásir sem aðeins yrðu fjármagnaðar með auglýsingum. Með þeim hætti yrði tryggt að slík samkeppnisstarfsemi yrði ekki niður- greidd með skattfé. Ætla má að auglýs- ingatekjur RÚV séu allt að 1,4 milljarð- ar króna á ári í venjulegu árferði. Frá og með næstu áramótum falla af- notagjöld niður en upp verður tekinn nef- skattur sem skilar Ríkis- útvarpinu um 3 milljörð- um króna í árlegar tekjur. JóhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is fjölmiðlar berjast fyrir lífi sínu Framtíð einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er afar ótrygg um þessar mundir. Tekjur þeirra af auglýsingum hafa hrunið undanfarnar vikur og kostnaður hefur margfaldast. Fjölmiðlum fækkar, uppsagnir eru hafnar og gripið hefur verið til launalækkunar. Dagblöð Dagblöðum fækkar, rekstrarkostnaður eykst og tekjur þeirra minnka. 24 stundir gáfu upp öndina fyrir skemmstu. Ríkisútvarpið „Ef ekki verður áherslubreyting hjá stjórnvöldum felur núverandi stefna þeirra í sér að einkareknum sjónvarpsstöðv- um í landinu verður útrýmt.“ Ari Edwald Auglýsinga- tekjur fjölmiðla hafa minnkað um helming á aðeins nokkrum vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.