Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Blaðsíða 22
Svarthöfði getur verið nokkuð seinn að fatta en nú er þetta loksins orðið ljóst. Leiðin úr þessum mestu efnahagsþreng- ingum íslensku þjóðarinnar, sem ríð- ur henni hugsanlega að fullu, liggur auðvitað beint til Kanaríeyja. Davíð Oddsson átti nefni-lega kollgátuna þegar hann brást við Valdimarsdómn-um. Þessu atviki þegar kvótakerfinu virtist ógnað með skýrari hætti en nokkru sinni fyrr eða síðar vegna dóms Hæstaréttar um að allir landsmenn skyldu fá sama rétt til að veiða fiskinn í hafinu kringum landið. Þá velktist forsætisráðherrann ekki í vafa um að áhrifin fyrir íslenskt efna- hagslíf yrðu skelfileg - enda viðbúið að allir þeir Íslendingar og útlendingar sem einhvern áhuga hefðu á sjósókn myndu ryksuga upp allan fisk í sjón- um. „Og þá getum við þá væntanlega lokað hér sjoppunni og farið bara öll til Kanarí á meðan og komið svo heim eft- ir 10 mánuði og sjá hvort eitt- hvað verður eftir af landinu það er að segja efnahagslíf- inu.“ En reyndar tókst Davíð að bjarga deginum á þessum ve- sælu vordög- um árið 2000 og tryggja að Ísland héldist í byggð í nokkur ár í viðbót. En þá þegar lá sem sagt ljós fyrir lausnin á þessum miklu hremmingum okkar á Íslandi. Síðasta vígi Íslendingsins verður nefnilega á Kanarí. Og þetta hefur ekki Davíð einn uppgötvað. Framsóknarmenn hafa undirbúið sig vel og rækilega síðustu árin. Þar tóku þeir Sturla Þórðarson og Karl Arason sig til og efndu til vikulegra Framsókn- arhittinga á hinum goðsagnakennda Klörubar. Barnum hennar Klöru Bald- ursdóttur sem hefur hugsað vel um Ís- lendinga þar árum saman og meira að segja boðið upp á þjóðlegan íslenskan mat. Og auðvitað voru forystumenn Framsóknarflokksins ekki lengi að átta sig á sóknarfærunum sem liggja á Kanarí þó landar þeirra á gamla góða Fróni hefðu snúið við þeim baki. Þangað flaug Guðni Ágústsson og var í tvær vikur um síðustu páska. Þá hélt hann mikla ræðu yfir fundarmönnum en gætti þess þó að græta menn ekki með því að tala um hve allt væri erfitt heima vegna þess hversu illa ríkis- stjórnin hefði staðið sig. (Og hafið nú í huga að þetta var um síðustu páska en ekki í síðustu viku.) Kosningabarátt-an virðist því hafin og hún fer fram á Kanarí. „Hér vex Fram- sókn og þrífst vel. Menn verða framsóknar- menn hér á Kan- arí,“ sagði Guðni síðasta vor. Og þarna er kannski komin lausnin á tilvistarvanda Framsóknarflokksins. Flokkurinn sem eitt sinn réði lögum og lofum á Íslandi, og sat meira og minna samfleytt í ríkisstjórn frá 1971 til 2007 áður en fylgið gufaði upp eins og vatnsdropi í sumarsól, gæti kannski orðið flokkur Ný-Íslend- inga á Kanarí. Og hver veit nema að þetta kynni að verða lausnin á öllum okkar vandræðum. Kanaríeyjar hafa líka þann kost að þar er öllu hlýrra núna heldur en hér á Íslandi. Hér blasir við að um helgina verði hitastigið rétt yfir frost- marki og að við fáum rigningu, rign- ingu og aftur rigningu næstu daga. Á Kanarí er hins vegar sól og blíða, 20 stiga hiti og vart ský að sjá á himni. Og sennilega yrði það ekki minni kostur að Íslending-ar færu að vinna sér inn evrur í stað króna. Kannski fólk hefði þá minni ástæðu til að frysta myntkörfulánin sín. föstudagur 31. október 200822 Umræða Til Kanarí svarthöfði reynir TrausTason riTsTjóri sKrifar Börnum er kennt að segja satt. Lygar og leyndarmál Leiðari Geir Haarde forsætisráðherra hefur orðið uppvís að lygum í starfi sínu á vegum þjóðarinnar. Í aðdraganda hruns bankanna lýsti hann krísufundum með seðlabankastjórum, bankastjórum og eigendum banka sem hefðbundnum spjall- fundum. Fjölmiðlar sem spurðu út í leyni- fundina fengu þau svör að allt væri með felldu. Sama framganga hefur einkennt for- sætisráðherrann í eftirleiknum. Daglega hef- ur hann sagt ósatt um stöðu mála og reynt að telja fjölmiðlum trú um að svart væri hvítt. Sú árátta að segja ósatt hefur í gegnum tíðina verið talinn mikill löstur. Börnum er kennt að segja satt til að verða ekki ærulaus. Sú innræting heiðarlegs fólks hefur verið viðurkennd sem góðra manna verk. Sann- leikurinn á að vera einn af hornsteinum í sið- uðu samfélagi. Nú er annað uppi á borðinu. Skilaboð forsætisráðherra til þjóðar sinnar eru þau að sjálfsagt sé að segja ósatt. Auð- vitað geta stjórnvöld ekki sagt allt um gang viðkvæmra mála á meðan þau ganga yfir. En þá er krafan sú að menn einfaldlega tjái sig ekki um þau mál. Lygaárátta stjórnvalda er ein af dökkum hliðum samfélagsins. Önnur hlið mála sem snýr að fjölmiðlum er einn- ig ógeðfelld. Forsætisráðherra og aðstoðar- menn ráðherra hafa tekið upp á því að boða valda fjölmiðla til leynifunda. Það hlýtur að vera til að stýra umfjöllun og jafnvel að undirbyggja lygar. Á fimmtudag boðaði for- sætisráðherra Morgunblaðið, Fréttablað- ið og fleiri valda miðla til slíks leynifundar þar sem bannað var að vera með upptöku- tæki. DV fékk ekki boð um aðild að þeim leynifundi fremur en öðrum. Það eru bestu meðmæli sem einn fjölmiðill getur fengið. Þeir sem vilja gerast handbendi siðlausra stjórnvalda verða að gera það upp við sam- visku sína. Aðrir fjalla um mál á forsendum almennings í landinu og hafa sannleikann að leiðarljósi fremur en afskræmingu þeirra sem svívirða eigin þjóð með lygum og leynd. Fjölmiðlar eiga að vinna í þágu fólks en ekki valdhafa. spurningin „Við deilum öðru til þriðja sætinu með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon , formaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs. gallup birti könnun í gær þar sem Vg mælist með 27 prósenta fylgi og sjálfstæðisflokkurinn með 26 prósent. Þetta er í fyrsta skiptið í sögu Vg sem hann mælist ofar en sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Hver er þriðji sTærsTi sTjórnmálafloKKur landsins? sandkorn n Sverrir Stormsker þykir ein- staklega skeleggur og kjaftfor í þætti sínum á Útvarpi Sögu. Frægast varð þegar Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokks- ins, rauk út úr beinni útsend- ingu í fússi. Sverrir hefur þann hátt á að spila eingöngu eigin tónlist í þætti sínum. Þegar honum barst ósk um að spila lag með Bubba Morthens brást hann illa við og sagðist ein- göngu spila góða tónlist í þætti sínum. n Frétt DV um Birnu Einars- dóttur bankastjóra Glitnis sem ætlar með ólögmætum hætti að smeygja sér undan því að greiða fleiri hundruð milljónir vakti gríðar- lega athygli. Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt líkti máli hennar við það sem gerðist hjá Árna Johnsen. Í gær tóku menn sig saman um að senda tölvupóst á Birnu með áskorun um að hún hyrfi af bankastjórastóli. Sjálf vill hún sitja sem fastast og hefur beðið Fjármálaeftirlitið að rannsaka hana. n Staða Birnu Einarsdóttur sem bankastjóra Glitnis þyk- ir ótrygg og slæm byrjun á endurreisn bankans. Stallsystir Birnu, Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Landsbank- ans, er einn- ig umdeild. Hún svarar ekki skilaboðum fjölmiðla þar sem spurt er um aðild hennar að IceSave-reikningunum al- ræmdu. Hermt er að Elín hafi fengið drjúgan bónus vegna sparnaðar Bretanna sem nú er um það bil að setja Ísland á hausinn. Sjálf gætir hún þess vandlega að hundsa spurning- ar um slíkt. n Í sandkorni í DV fyrr í vikunni var sagt að Finnur Sveinbjörnsson, nýr banka- stjóri Kaupþings, væri mágur Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur utanrík- isráðherra og þá um leið Össurar Skarphéð- inssonar iðnaðarráð- herra. Þetta er rangt þótt vissu- lega deili Finnur föðurnafni með Árnýju, eiginkonu Öss- urar, og Hjörleifi, eiginmanni Ingibjargar Sólrúnar. Nýi bankastjórinn er ekki bróðir Árnýjar og Hjörleifs þótt Svein- björnsson sé hann vissulega. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dV á netinu: dV.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er heilmikið sagt frá útrásinni og aðkomu Ólafs að henni.“ n Guðjón Friðriksson sagnfræðngur sem gefur út bókina Saga af forseta. Hann þurfti að skrifa nýja for- og eftirmála sökum mikilla hamfara undanfarið. - DV „Ég tel það mikilvægasta málið til þess að styrkja stöðu okkar og varðveita efnahagslegt fullveldi okkar.“ n Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um að aðild að ESB sé rétta skrefið til að ná aftur stöðugleika. - DV „...og reiknað með því að eitthvað æðra réttlæti sé í þeirri stefnu.“ n Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson um að fólk hafi haft óhefta markaðshyggju fyrir trúarbrögð. - DV „Það hefur verið mikil svörun að utan og tugir þúsunda hafa skoðað vefinn.“ n Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu, en fyrirtækið flytur nú út notaða bíla út af efnahagsástandinu. - visir.is „Þetta eru álíka tæknileg mistök og þjófnaður Árna Johnsen.“ n Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, um þau rök Birnu Einarsdóttur, nýskipaðs bankastjóra Glitnis, að mannleg mistök hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af kaupum hennar á hlutabréfum í bankanum 2007. - DV bókstafLega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.