Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Qupperneq 23
föstudagur 31. október 2008 23Umræða Ég hvet fólk eindregið til þess að renna inn á netsíðuna www.kjosa.is og taka afstöðu til framtíðarinnar. Þrátt fyrir allt sem gerst hefur, ber fólkið í land- inu hita og þunga hinnar samfélags- legu ábyrgðar og þess vegna verður að virða vilja þess. Hér á eftir fara til- vitnanir í orð örfárra þeirra fjölmörgu landsmanna sem vilja að sem fyrst verði kosið til Alþingis og lýðræðið virt svo raunverulegt uppbyggingar- starf geti hafist. Ingibjörg Haraldsdóttir: Kosn- ingar til Alþingis eru eina leiðin til að draga úr þeirri tortryggni og óvissu sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Ég tel öldungis fráleitt að menn sem bera stærsta ábyrgð á fjármálakreppunni á Íslandi geti leyst þann vanda sem þeir hafa komið þjóðinni í. Til þess þarf nýtt fólk, fólk með þekkingu, getu og vilja til að bjarga því sem bjargað verður. Kristinn Ö. Jóhannesson: Ef enginn vill taka ábyrgð verðum við að fá tækifæri til að útdeila henni. Linda Vilhjálmsdóttir: Mistökin sem ríkisstjórn landsins gerði bæði fyrir og eftir bankahrunið eru skelfi- leg og gera byrðar almennings mun þyngri en þær hefðu þurft að vera. Það er algerlega óviðunandi að hér sitji ríkisstjórn sem hunsar bæði þing og þjóð ítekað og virðir ekki reglur lýðræðisins. Sú stjórn verður að víkja. Valgeir Bjarnason: Með atburð- um októbermánaðar í efnahaglífi íslensku þjóðarinnar tel ég að um- boð sitjandi þings sé rofið. Það er því eðlileg krafa að kosið sé nýtt þing með umboð til að ráða fram úr efna- hagsvandanum. Kolbrún Þorkelsdóttir: Kjósum um jöfnuð, félagslegt og fjárhagslegt réttlæti. Einar Bergmundur Arnbjörns- son: Burtséð frá öllum stjórnmála- skoðunum er ljóst að það Alþingi sem nú situr var kosið á allt öðrum forsendum en nú eru til staðar í land- inu. Því þarf að kjósa að nýju. Það er skýlaus réttur þjóðarinnar að hafa eitthvað um þær skuldbindingar að segja sem nú standa fyrir dyrum. Guðrún Lára Pálmadóttir: Ég treysti ekki því fólki sem nú situr við völd og hefur komið landinu í hrun til að leiða okkur út úr vandræðun- um aftur. Ég vil nýtt fólk við stjórn- völinn sem fyrst og að ríkisstjórn og seðlabankastjórar segi af sér strax! Björn Thorarensen: Núverandi ráðamenn hafa fyrirgert trausti þjóð- arinnar og ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér þegar í stað og boða til kosninga eins fljótt og auðið er. Ingiríður Br. Þórhallsdóttir: Ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að byggja hér upp réttlátt þjóðfélag. Gunnar Breiðfjörð: Ef þetta fólk sem myndar þessa ríkisstjórn væri að vinna á almennum vinnumark- aði væri fyrir löngu búið að segja því upp, það ræður ekki við starfið. Mínerva M. Haraldsdóttir: Mig langar til að þessi samstaða og þrýst- ingur frá fólkinu í landinu, sem er alltaf að færast í aukana, verði til þess að efla ábyrgð og vandvirkni stjórn- málamanna í framtíðinni. Þeir karl- ar og konur í stjórnsýslunni sem hafa gert öll þessu grundvallarmistök að undanförnu og eru enn að... ég bið ykkur að skapa nýja hefð á Íslandi: SEGIÐ AF YKKUR! Þjóðin biður um nýja forystu með aðra og lengri fram- tíðarsýn. Burt með valdahroka og spillingu. Böðvar Guðmundsson: Er búin að fá algerlega nóg af þessum þreyttu og ómögulegu ráðamönnum okkar yndislega lands. Hver er maðurinn? „guðjón Valur sigurðsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er bara að vera með metnað til að gera stöðugt betur, læra nýja hluti og vera glaður og jákvæður.“ Hvar ertu uppalinn? „Á seltjarnar- nesi.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er eiginlega bara allt íslenskt. Þegar maður býr úti og kemur sjaldan heim þarf maður einhvern veginn að fá sér allt íslenskt. Maður verður að fá sér fisk og svo vill maður lambakjöt og svo verður alltaf að fá sér einn góðan hamborgara og bara allt þar á milli.“ Hvað hefur þú æft handbolta lengi? „Ég fór á mína fyrstu æfingu þegar ég var 7 ára en hef sennilega farið að æfa reglulega 8 til 9 ára.“ Hvernig er að vera þriðji maðurinn til að rjúfa þúsund marka múrinn í A-landsliði? „tilfinningin að vakna í gær og í morgun var alveg sú sama. Það er jú gaman að þessu en handbolti er liðsíþrótt og einstaklingsárangur telur lítið. Það er gaman að ná árangri en þessi er meira fyrir einhverja sem hafa gaman af tölfræðinni. breytti ekki lífi mínu.“ Stefnir þú á að ná tvö þúsund mörkum? „Ég held að það sé einfaldlega ekki möguleiki og nei, ég set mér ekki markmið að skoruðum mörkum, frekar að vinna leiki og ná árangri.“ Hvar geymir þú silfrið frá ólympíuleikunum? „Það er heima hjá mér. allar medalíur hafa farið heim til foreldra minna en ég tók ólympíusilfrið með mér og ætla að hafa það heima hjá mér.“ Áttu einhver ráð handa ungum og upprennandi handknattleiks- mönnum? „bara æfa vel og hafa gaman af sportinu. einnig að vera tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og ekki láta vinda sig niður. Það er mjög mikilvægt að vera tilbúinn að læra og vera opinn fyrir nýjungum. eins að læra eitthvað af eldri leikmönnum.“ Kjósa Fögur er Hlíðin Íslensk náttúra stendur enn óhögguð í allri sinni köldu fegurð þótt samfélagið sé á hliðinni. Við fólki blasa hvergi bleikir akrar eða slegin tún í efnahagslíf- inu og því spyrja sig margir hvort sé betra að fara í útlegð eða fara hvergi. MYnD róbert reYniSSon Hefur einHver nákominn þér misst vinnuna nýlega? „Nei, en við hjónin vinnum bæði hjá fyrirtæki þar sem uppsagnir hafa verið.“ HAFrún MAgnúSDóttir 53 Ára baNkastarfsMaður „Já. kollegar mínir í verkamanna- geiranum hafa misst mikla vinnu.“ MAgnúS KArlSSon 72 Ára ellilÍfeyrisÞegi „Nei. Maður óttast það samt alltaf.“ Jón gunnArSSon 29 Ára stuðNiNgsfulltrúi Í Hólabrekkuskóla „Nei, enginn sem ég þekki. Maður er samt alltaf svolítið hræddur um það.“ berglinD AðAlSteinSDóttir 17 Ára NeMi Dómstóll götunnar guðJón vAlur SigurðSSon er þriðji handknattleiksmaðurinn í sögu Íslands til að ná þeim árangri að skora þúsund mörk. Geymi silfrið heima „Já. tvær dætur mínar, báðar með háskólapróf, hafa misst vinnuna. önnur var í skrifstofumennsku og hin í bankastarfsemi.“ PÁlMi ólAFSSon 74 Ára ellilÍfeyrisÞegi kjallari mynDin maður Dagsins vigDíS gríMSDóttir rithöfundur skrifar „Þrátt fyrir allt sem gerst hefur, ber fólkið í landinu hita og þunga hinnar samfélagslegu ábyrgðar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.