Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 32
föstudagur 31. október 200832 Helgarblað Ég keypti mér íbúð fyrir einu og hálfu ári á erlendum lán-um. Ég á ekki von á því að geta haldið þeirri eign,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir hreinskilnis- lega við blaðamann á kaffihúsi í mið- bænum. Erlenda myntkörfulánið henn- ar verður fryst í fjóra til sex mánuði. „Að bíða eftir því að ríkisstjórnin tæki ákvörðun um frystingu lána var taugastrekkjandi tími,“ viðurkennir hún. „Að sjálfsögðu er ég líka hrædd. En við megum ekki panikera. Ef ég tapa húsinu mínu, tapa ég öllu því sem ég lagði í það, sem er aleigan mín,“ segir hún. „En ég ákvað fyrir viku að hugsa ekki um það. Peningar skipta ekki máli. Ef við höfum ofan í okkur og á erum við í góðu lagi. Við verðum að trúa að þetta ástand muni ekki vara of lengi, að við munum sjá bjartan dag á ný. En fyrst þurfum við að hreinsa til, svo að það geti gerst,“ bætir hún við. Kolfinna Baldvinsdóttir hefur lít- ið sofið undanfarnar vikur og spyr blaðamann hvort einhver sofi vel á svona stundu. Hún leiðir nú þjóð- ina áfram í vikulegum mótmælum ásamt góðum hópi af fólki og segist ekki ætla að hætta fyrr en takmarkinu sé náð – að Íslendingar fái að kjósa á nýjan leik og segja sitt. „Það er eina tækið sem við höfum til að ná kröfum okkar fram.“ Kannski er hún með þennan eld- móð í genunum, kannski á hann ræt- ur sínar í uppeldinu. „Auðvitað er hægt að fara út í freudískar kenning- ar til að útskýra hver maður er. En ég hef alveg frá því að ég var krakki, þótt mér sé illa við að tala um sjálfa mig, verið með sterka réttlætiskennd. Hvort sem það er uppeldið eða genin eða barasta ég sjálf! Ég veit það ekki, og ekki mitt að dæma,“ útskýrir Kol- finna, dóttir Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Bryndísar Schram. Burt með landamæri „Þegar ég kom aftur til Íslands fyrir tveimur árum, eftir 10 ára dvöl erlendis, kom ég heim í gerbreytt samfélag. Eftir að hafa búið í Banda- ríkjunum í þrjú ár hafði ég lært að markaðshyggjan í sinni hreinustu mynd er mannskemmandi. Þá spáði ég því að ekki myndi líða á löngu þar til fólk myndi rísa gegn þeirri ómann- úð og ójöfnuði sem henni fylgir. Ég gaf þessu 20 ár. Ég var sem sagt ekki sannspá,“ segir Kolfinna og brosir, og vitnar í þá staðreynd sem rætt er um á heimsvísu „að hin ótamda skepna sé komin á bakið“. Eftir dvöl sína í Bandaríkjunum var ferðinni heitið til Belgíu þar sem Kolfinna vann fyrir Evrópusamband- ið í þrjú ár. „Ég er einlægur Evrópu- sinni. Hugmyndafræði ESB hefur ekki einungis sannað sig, hún er það sem við verðum að hlúa að. Hún er byggð á því að með aukinni sam- vinnu komum við í veg fyrir stríð. Það gerist ekkert á einum degi, þótt verk- efnið hafi bifast áfram á fimm ára- tugum hægt og hljótt, en við verðum að halda ótrauð áfram í anda þeirr- ar hugmyndafræði, sama hvaða mis- tök verða á leiðinni,“ segir Kolfinna. „Það fallegasta sem ég upplifði þeg- ar ég bjó á meginlandinu var þegar landamæri voru lögð niður. Það var byrjunin á framtíðinni. Það á ekki að flokka fólk eftir þjóðerni frekar en stétt, frekar en auði. Ég er jafnaðar- manneskja og trúi því að við eigum öll að hafa jöfn tækifæri til að lifa líf- inu,“ bætir hún við. Fyrir fimm árum stofnaði Kol- finna félag sem kallast EU-phoria og er megintakmark þess að flytja ESB-boðskapinn heim til Íslands. „Ég skipulagði ráðstefnu sem tók mig hálft ár og flutti hingað heim háttsetta starfsmenn framkvæmda- stjórnar ESB auk þingmanna ESB og sagði þá í viðtali: Ef við göngum ekki í Evrópusambandið núna förum við betlandi inn í það síðar. Ég reyndist sannspá í því,“ segir Kolfinna og bros- ir aftur. FramFarir geta orðið Kolfinna segir að í því ófremdar- og ótrúlega ástandi sem ríki hér á landi í dag séu mómæli eitt af þeim fáu tólum sem Íslendingar geta not- ast við sem stendur. Aðeins þannig geti rödd kjósenda heyrst, nú þegar búið er að svíkja þá svo hræðilega. „Ríkisstjórnir verða að hafa að- hald. Aðhald í formi þrýstihópa, „think tanks“, í formi mótmæla og svo framvegis. Ríkisstjórn Íslands er ekki vön slíku en við verðum að venja hana við. Það er ekki hægt að fara með okkur sem meðvitundar- laust fólk. Við verðum að skapa hefð fyrir slíku hér, þótt ekki sé nema til að koma í veg fyrir að örfáir valdahópar stýri meiru en góðu hófi gegnir. Mót- mæli eru tæki til að gefa ríkisstjórn- inni skýr skilaboð. Það liggur í aug- um uppi að svona gengur þetta ekki. Við getum ekki sagt: „En svona hefur þetta alltaf verið.“ Hvernig get- ur þá einhver framför orðið ef við köllum ekki á hana? Við hljótum að þurfa að reyna hvað við getum til að okkar rödd heyrist, því ekki horf- um við á heiminn hrynja fyrir fram- an okkur og höldum áfram að sitja heima við tölvuna að pípa. Við þurf- um að kalla fram algerar breytingar á flokkadráttum, kerfinu, innviðum þessa lýðræðis, um það eru allir sam- mála, og bara með kosningum ger- um við það.“ glæpur að vera dóttir Föður síns Eitthvað er hún að gera rétt. Fólk er byrjað að leita til hennar og fær hún símhringingar dag eftir dag frá Íslendingum um land allt sem vilja tjá henni stöðu sína. Kolfinna gat ómögulega setið heima með hend- ur í skauti og ekki gert neitt. „Sjötti október er afmælisdagur minn. Það er dagurinn sem líf mitt og okkar allra gerbreyttist. Ég var hrifsuð inn í hringrás sem ég veit alls ekki hvar endar. Lítill hópur af fólki, sem aldrei hafði áður hist, kom saman,“ útskýr- ir Kolfinna og bætir við: „Ég er mjög ánægð með síðustu mótmæli þó svo að margt hefði mátt fara betur, enda höfðum við aðeins þrjá daga til að koma skilaboðunum út. Fréttaflutn- ingur hér heima var mikið á skjön við þann sem við fengum á heimsvísu. Óhuggulegt, að mér fannst, og enn annað dæmi um hvað við þurfum að laga.“ Kolfinna fékk skilaboð frá öllum heimshornum, allt frá Afganistan til Kósóvó. „Vinir mínir í Kósóvó hafa boðist til að senda hingað hóp af fólki til að kenna okkur að mótmæla al- mennilega,“ segir hún og skellir upp úr. En í Kósóvó lærði Kolfinna hversu fljótt innviðir heils samfélags geta hrunið og lög og regluleysi taka við. Henni er heitt í hamsi. Það sést langar leiðir. Hún talar hratt og mikið og vefst henni oft tunga um tönn. „Þú verður að fyrirgefa, en mér liggur svo mikið á hjarta. Ég skamma mig fyrir að tala um það sem við þurfum að gera. Ég vil tala um það hvernig við ætlum að gera það sem við þurfum að gera.“ Hún segist alltaf hafa verið póli- tísk. En hún segir það að vera dóttir föður síns dragi dilk á eftir sér. „Það er stundum eins og mér leyfist ekki að vera pólitísk því þá sé ég einung- is að tala máli föður míns og það að sumra mati er mikill glæpur.“ Stór- fjölskyldan er öll pólitísk, í báðar ætt- ir, og eins og málshátturinn segir fell- ur eplið sjaldan langt frá eikinni. En Kolfinna segir: „Ég er að verða fertug, hef sankað reynslu í minn poka, með tvö nánast uppkom- in börn. Ég hlýt að tala út frá þeirri reynslu, út frá minni sannfæringu, og það má hver sem er deila um það hvort það sé genetískt, uppeldið, eða bara ég sjálf. Ég geri það ekki. Ég hlýt að standa og falla rétt eins og aðrir með því sem ég trúi,“ segir Kolfinna og bætir við: „Á tímum góðærisins var ég kölluð „litla helvítis komma- stelpan“ fyrir að voga mér að tala gegn einkavæðingu. Mig hryllir við einkavæðingu mennta- og heilbrigð- iskerfis. En þetta eru orð sem Sjálf- stæðisflokkinn hryllir við að heyra.“ sjónvarpsþátturinn þurFti að víkja Pólitískar skoðanir hennar hafa áhrif á fleiri stöðum. „Ég var með sjónvarpsþætti á ÍNN. En nú þegar ég hef gefið mína rödd í rás mótmæla er það einungis eðlilegt að ég haldi þeim ekki áfram. Þannig á það auð- vitað að vera í lýðræði,“ segir Kolf- inna. Eftirsjáin er því engin því eins og Kolfinna segir: „Við höfum engu meira að tapa, þetta er allt farið. Nú þurfum við að ýta öllu til hliðar og hefja uppbyggingarstarf,“ rétt eins og hún vann við í Kósóvó. Hún tel- ur að kosningar séu óhjákvæmileg- ar á þessu stigi málsins sem muni stokka upp flokkakerfið. „Það get- ur ekki verið eðlilegt fyrir lýðræði að hafa yfir sér þennan stóra Sjálfstæð- isflokk, sem er arkitektinn að því sem við erum að upplifa. Við þurfum að brjóta hann niður. Og við höfum bara eitt tækifæri til þess og það er núna,“ útskýrir Kolfinna. „Fyrir rúmu hálfu ári voru Íslend- ingar efstir á lista yfir þær þjóðir sem búa við bestu lífskjör heims,“ segir Kolfinna gapandi. „Ég furðaði mig satt best að segja á því. Ef lifistand- ard fólks fer eftir stærð húss eða bíls er mælikvarðinn ekki réttur. Menn- ing, menntun og heilbrigði, og jafn aðgangur að öllu þessu, án tillits til hversu vel fjáður þú ert, er mæli- kvarðinn. Velferðarkerfið hér heima hefur gerbreyst á þessum tíu árum sem ég var í burtu. Það þekkist ekki í Evrópu að fólk þurfi að borga svo mikið fyrir tannlæknakostnað að það hafi ekki efni á að fá sér nýjar tennur til að geta tuggið matinn sinn, að það hafi ekki efni á að kaupa nauðsynleg lyf. Hvers vegna vildi fólk kjósa af sér þetta velferðarkerfi? Hver hagnaðist á því?“ spyr Kolfinna. ísland var eitt sinn Fyrirmyndin Hún segir Ísland sem hún kvaddi fyrir áratug ekki vera það Ísland sem hún þekkir í dag. „Ég fór einstæð móðir með tvö börn undan tveim- ur pöbbum, sem þykir eiginlega skandalös í hefðbundnari samfélög- um. Innan um búrókratana sem ég vann með í framkvæmdastjórn ESB fannst þeim þetta ótrúlegt, hvernig ætti einstæð móðir yfirhöfuð að hafa getað sótt sér menntun? Ég sagði þeim stolt að ég væri frá Íslandi og að þar í landi væri aðgangur að mennt- un fyrir alla, sama menntun fyrir alla, ekki verri eða betri eftir því sem þú borgar meira. Námslánasjóður til staðar fyrir þá sem ekki ættu fyrir því. Fyrir þeim sem á hlýddu var Ísland fyrirmyndarland. Við hefðum getað gert það enn fallegra, að fyrirmynd annarra þjóðfélaga þar sem kon- ur jafnt sem karlar fá að njóta sín til jafns, svo ég tali ekki um umhverfis- mál,“ segir Kolfinna og stoppar sig af í orðaflauminum. „Það er ekki auðvelt fyrir einstæður mæður að stunda tilhugalíf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.