Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 40
föstudagur 31. október 200840 Sport
Sport Ísland mætir noregi Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því norska á laugardaginn í öðrum leik sínum í undankeppni evr-ópumótsins. Leikurinn fer fram í drammen. Á meðan íslenska liðið valtaði yfir það belgíska var svipað uppi á teningnum hjá Norðmönnunum sem áttu ekki í teljandi vandræðum með eista í sínum fyrsta leik. Leikurinn gegn belgum nýtist Íslend-ingum lítið fyrir Noregsleikinn þar sem það er augljóslega mun betra lið og spilar allt aðra vörn. Lykilmenn vantar bæði í íslenska og norska liðið. Leikurinn er í beinni útsendingu á rÚV og hefst klukkan 14.45.
Uppi er svipuð staða í Formúlunni
fyrir lokakeppnina á Interlagos í
Brasilíu og var á sama tíma í fyrra.
Þá var Lewis Hamilton með fjög-
urra stiga forystu á liðsfélaga sinn,
Fernando Alonso, og sjö stiga for-
ystu á Ferrari-ökuþórinn Kimi Ra-
ikkonen sem var í þriðja sæti í
keppninni um heimsmeistaratitil-
inn. Pressan varð Hamilton ofviða
í fyrra og tryggði Raikkonen sér sig-
urinn á ótrúlegan hátt.
Hamilton getur enn orðið sá
yngsti frá upphafi til að sigra en
hann er með sjö stiga forystu á Fel-
ipe Massa fyrir keppnina á sunnu-
daginn. Hann fór illa með mögu-
leika sína í næstsíðustu keppninni
í fyrra en í ár hristi hann af sér alla
fortíðardrauga og keyrði með eld-
ingarhraða langfyrstur í mark. Geri
hann slíkt hið sama á sunnudaginn
verður hann sá yngsti til að vinna
heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1
frá upphafi keppninnar.
Í góðum félagsskap
Einn er sá sem vill ekki sjá Ham-
ilton vinna titilinn á sunnudaginn.
Það er maðurinn sem átti að heita
liðsfélagi en var í raun hans versti
óvinur hjá McLaren í fyrra, Fern-
ando Alonso, en hann hefur op-
inberlega lýst yfir stuðningi við
Massa. Það er þó önnur og meiri
ástæða fyrir því en bara fýla þó sú
ástæða dugir venjulega hinum gíf-
urlega óhressa Alonso. Staðreynd-
in er sú að í dag er hann yngsti sig-
urvegari Formúlu 1 frá upphafi.
Þegar hann vann sinn fyrsta titil
2005 var hann aðeins 24 ára og 58
daga gamall. Hann bætti því met
Emersons Fittipaldi sem var 25
ára og 273 daga gamall þegar hann
vann sinn fyrsta titil. Í þriðja sæti
er sjálfur sjöfaldi heimsmeistarinn
í greininni, Michael Schumacher,
en hann var 25 ára og 314 daga
gamall þegar hans fyrsti titill kom
í hús. Hamilton verður 23 ára og
301 dags gamall á sunnudaginn og
skýst því upp fyrir alla þessa merku
menn.
Passaðu þig, Hamilton
Lewis Hamilton hefur að und-
anförnu verið mikið gagnrýndur
af öðrum ökuþórum í Formúlunni
fyrir það sem lögreglan myndi
kalla á götunum gáleysi við akst-
ur. Margir ökumenn hafa stigið
fram að undanförnu og sagt hann
bera enga virðingu fyrir neinu og
beinlínis neyða menn út af braut-
inni. Hann fékk þó smá sýnishorn
af sínu eigin bragði í fyrstu beygju
síðustu keppni þegar Felipe Massa
fór langt með að keyra inn í bíl
Hamiltons.
Eddie Jordan, stofnandi Silver-
stone-liðsins sem nú heitir Force
India, hefur sagt landa sínum Ham-
ilton að passa sig á öllum óþverra-
brögðum Ferrari í keppninni. Það
er ljótt að segja en vissulega stað-
reynd að Kimi Raikkonen hefur að
litlu að keppa og geta stjórnendur
Ferrari notað hann í að gera Ham-
ilton lífið leitt. Einkar fróðlegt verð-
ur líka að sjá hversu illa Alonso er
við Hamilton en margir Formúlu-
spekingar, sérstaklega breskir, vilja
ekki að Alonso og Hamilton hittist
á brautinni.
ljúfmennið massa
Massa er ekki þekktur fyrir
bellibrögð á brautum Formúlunn-
ar. Hann er margrómað ljúfmenni
og er líklega eini vinur Lewis Ham-
ilton í Formúlunni eins og staðan
er núna. Þrátt fyrir baráttu þeirra í
ár eru þeir mestu mátar og má vart
á milli sjá hvor er ánægðari fyrir
hönd hins þegar þeir hafa skipst á
sigrum í ár. Því tók Massa orðum
Jordans ekki vel.
„Síðan Jordan seldi liðið sitt hef-
ur hann ekkert með Formúluna að
gera fyrir utan það sem hann er að
tjá sig í blöðunum,“ svaraði Massa
reiður þegar blaðamenn báru orð
Jordans undir hann þar sem hann
var við æfingar í Brasilíu. „Fólk
virðist aldrei hafa trú á mér. En það
er gaman að gera vel þegar enginn
býst við því af manni,“ segir Massa
sem endaði í öðru sæti á heimavelli
í síðustu keppni og hjálpaði þar
liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen,
að vinna heimsmeistaratitilinn.
Hugsar aðeins um að vinna
DV bar ásakanir ökumannanna
sem hafa verið ósáttir við Hamilton
undir Formúlu-sérfræðing Íslands,
Gunnlaug Rögnvaldsson, sem
birtist fyrir keppnina í Singapúr.
Gunnlaugur svaraði um hæl: „Eru
þeir ekki bara að tala um Schum-
acher?“ Sjálfur reynir Hamilton að
halda í hógværðina en hefur óbil-
andi keppnisanda og hugsar um
ekkert annað en að vinna. Enda er
hann langlíklegastur til að hampa
titlinum á sunnudaginn.
„Ég myndi aldrei segja að ég
væri betri en nokkur annar. En ég
er ökumaður í Formúlu 1 og við
þurfum allir að hafa trú á að við
getum náð okkar markmiðum.
Maður verður að trúa því að hægt
sé að vinna hverja keppni. Það er
það sem hjálpar manni að ná ár-
angri í keppnum og í lífinu. Þegar
ég horfi á aðra ökumenn hugsa ég
aðeins um að sigra þá,“ segir Ham-
ilton.
Hamilton getur orðið
yngsti meistarinn
lewis Hamilton getur á sunnudaginn orðið yngsti heimsmeistarinn í Formúlu 1 frá upphafi. Lokakeppni árs-
ins fer fram á heimavelli hans eina keppinauts um titilinn, Brasilíu. Hamilton er með sjö stiga forskot á Fel-
ipe massa og dugar fimmta sætið sama hvað Massa gerir til að vinna titilinn. Bretinn ungi hefur verið varað-
ur við bellibrögðum Ferrari en Kimi raikkonen mun lítið annað gera en vernda félaga sinn hjá Ferrari.
„Þegar ég horfi á aðra
ökumenn hugsa ég að-
eins um að sigra þá.“
tÓmas ÞÓr ÞÓrÐarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Baráttan í hnotskurn Hamilton hefur
verið sagt að passa sig á óþverrabrögðum
ferrari. Hann byrjar með forskot á Massa.
mynd getty images
metabætir Hamilton bætir
met fjandvinar síns alonsos
sigri hann á sunnudaginn.
mynd getty images
© GRAPHIC NEWS
BRASILÍSKI KAPPAKSTURINN
KEPPNI 18: INTERLAGOS Í SAO PAULO 2. NÓVEMBER
RÁSMARK
Heildarlengd: 71 hringur – 305,909 km Lengd hringsins: 4,309 km
14
15
13
12
11
10
Beygja 1
2
3
4
8
9
7
6
5
km/klstGír
Tímatökusvæði
Öryggissvæði
3
2
1
5 275
2204
1433
1202
2454
Descida do Lago
1773
Juncao
Senna “S”
Curva do Sol
Descida do Sol
Reta Oposta
Ferradura
Laranja
Pinheirinho
Mergulho
Cotovelo
Arquibancadas
1483 1703 1102
2906
2966
2706
2444
741882
802