Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 42
Þröstur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp fram á unglingsár og síð- an í Reykjavík. Hann var í barnaskóla í Hafnarfirði og í Hagaskóla, stund- aði nám við Stýrimannaskólann og lauk þaðan stýrimannaprófi. Þá lauk hann sjúkraliðaprófi síðar. Þröstur fór ungur til sjós og var í farmennsku sem háseti á Fellunum, skipum Sambandsins, og síðan stýri- maður í allmörg ár. Er Þröstur kom í land hóf hann ritstörf en hann hefur sent frá sér tuttugu barnabækur, þá fyrstu er hann var nítján ára. Þá sendi hann frá sér skáldsöguna Skugginn. Eftir að hann lauk prófi sem sjúkraliði hefur hann verið sjúkraliði á geðdeild Landspítalans og á Drop- laugarstöðum þar sem hann starfar enn. Þröstur bjó í Lúxemborg í nokkur ár þar sem hann vann við skriftir og var þá m.a. virkur í skákfélagi Íslend- inga þar. Þröstur fór á vegum Ástþórs Magnússonar sem jólasveinn til Sarajevo í árslok 1995 til að dreifa þar matvælum og jólagjöfum til stríðshrjáðra barna. Fjölskylda Eiginkona Þrastar var Elísabet Ingólfsdóttir, f. 9.7. 1953, þjónustu- fulltrúi hjá Póstinum. Þau skildu. Sonur Þrastar frá því áður er Tryggvi Kristófer Þrastarson, f. 30.4. 1970, búsettur í Reykjavík. Börn Þrastar og Elísabetar eru Sig- urgyða Þrastardóttir, f. 22.10. 1974, nemi í Reykjavík; Ingólfur Þrastar- son, f. 31.12. 1977, þjónustufulltrúi hjá Póstinum; Guðrún Ósk Þrastar- dóttir, f. 20.1. 1981, snyrtifræðingur og læknaritari í Reykjavík. Systkini Þrastar eru Sigrún Stella Karlsdóttir, f. 1.2. 1954, búsett í Portú- gal; Harpa Karlsdóttir, f. 9.4. 1961, myndlistarkona og læknafulltrúi í Reykjavík; Guðrún Glódís Gunnars- dóttir, f. 13.12. 1968, veitingahúsa- eigandi í Wales. Foreldrar Þrastar eru Karl Júlíus- son, f. 26.4. 1924, fyrrv. bryti hjá SÍS, áður hótelstjóri á Búðum á Snæfells- nesi og Hótel Þresti í Hafnarfirði, og Guðrún Jacobsen, f. 30.10. 1930, rit- höfundur í Reykjavík. Ætt Karl er sonur Júlísar Sigurðs- sonar, b. og sjómanns í Fagurey og í Hrappsey og síðar skipstjóra í Stykk- ishólmi, og Guðrúnar Mörtu Skúla- dóttur húsmóður. Júlíus var ættaður frá Miðhúsum í Mýrasýslu en Guð- rún frá Fagurey á Breiðafirði. Faðir Guðrúnar Jacobsen var af dönskum ættum en móðir hennar var Þorbjörg Björnsdóttir. Þröstur gerir sér glaðan dag með vinum og ættingjum á laugardags- kvöldið til heiðurs Drakúla greifa (Christopher Lee). 60 ára á laugardag Þröstur J. Karlsson rithöfundur og sjúkraliði í reykjavík Ættfræði Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sína Bjarnadóttir fyrrv. saumakona í Reykjavík Sína fæddist á Fjalla- Skaga við Dýrafjörð. Hún ólst upp við öll venju- leg sveitastörf. Hún var í vistum við þjónustu- störf, fyrst á Þingeyri og síðar í Reykjavík. Sína var við nám í Húsmæðraskóla Reykja- víkur veturinn 1939-40. Hún var saumakona í Reykjavík um áratugi, starfaði að ýmsum fé- lagsmálum og söng í kirkjukór Hallgríms- kirkju í tuttugu og sjö ár. Í Reykjavík bjó hún lengst af á Víf- ilsgötu 20 og á þar enn heima. Fjölskylda Sína eignaðist fjórtán systkini: Rannveig, f. 19.7. 1901, d. 11.6. 1987, húsfreyja í Stóru-Sandvík í Flóa; Sigríður, f. 15.9. 1901, nú látin, húsfreyja í Lambadal; Jón- asína, f. 11.9. 1908, d. 26.2. 2004, húsfreyja í Grafardal í Borgar- firði, seinni á Þyrli í Hvalfirði; Sigurður, f. 27.8. 1909, d. 13.10. 1988, bóndi í Lambadal, síð- ar trésmiður í Reykjavík; Guð- mundur, f. 17.10. 1910, d. 5.6. 1991, bóndi í Lambadal og síð- ar verslunarmaður í Reykjavík; Ólöf, f. 25.11. 1911, d. 8.6. 1998, húsmóðir á Næfranesi í Dýrafirði; Sæmundur, f. 18.5. 1913, fórst á tog- aranum Karlsefni 1944; Vigdís, f. 14.6. 1914, nú látin, húsmóðir á Patr- eksfirði, síðar búsett í Reykjavík; Jóhannes, f. 10.7. 1915, d. 1.9. 1972, togarasjómaður og síð- ar verslunarmaður í Reykjavík; Sigurlaugur, f. 16.10. 1916, d. 11.2. 1978, bóndi á Vestra- Miðfelli í Hvalfirði, Ytrahóli í Landeyjum og síðast á Ragnheiðarstöðum í Flóa; Jón, f. 29.9. 1917, nú látinn, bóndi í Hlíð á Hvalfjarðarströnd; Ingibjartur, f. 1.9. 1921, d. 19.12. 1981, var bústjóri við Hlíðardals- skóla, átti síðar heima í Hvera- gerði og vann hjá Náttúrulækn- ingafélaginu; Árný, f. 28.1. 1923, d. 22.9. 1957, húsmóðir á Hvassa- felli og Stokkahlöðum í Eyjafirði; Ingibjörg, f. 22.9. 1926, lengst af bóndi á Gnúpufelli í Eyjafirði. Foreldrar Sínu voru Bjarni Sigurðsson, f. að Botni í Dýra- firði 27.5. 1868, d. 3.10. 1951, í Innri-Lambadal, og Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir, f. 16.9. 1881, húsfreyja. 90 ára á sunnudag Harpa Rós Heimisdóttir bankastarfsmaður, búsett í Kópavogi Harpa fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún var í Kópavogsskóla, stundaði nám við MK og lauk stúd- entsprófi þaðan 1998. Harpa var í ungl- ingavinnunni á grunn- skólaárunum og starf- aði við Kópavogshælið í þrjú sumur á mennta- skólaárum. Hún starfaði hjá Kaupþingi frá hausti 1998-2007 en hóf þá störf hjá Glitni og hefur starfað þar síðan. Harpa sat í stjórn Starfsmanna- félags Kaupþings í þrjú ár. Fjölskylda Unnusti Hörpu er Þórður Guð- mundsson, f. 26.7. 1978, hdl. og starfsmaður hjá borgarlögmanni. Dóttir Hörpu og Þórðar er Kolf- inna Björt Þórðardóttir, f. 19.10. 2006. Alystir Hörpu er Hrafnhildur Heimisdótt- ir, f. 24.11. 1973, starfs- maður hjá Margt smátt/ Bol. Hálfsystkini Hörpu, samfeðra, eru Hafsteinn Már Heimisson, f. 1.9. 1987; Hrafndís Brá Heim- isdóttir, f. 19.4. 1991; Heimir Smári Heimis- son, f. 16.5. 1995. Hálfsystir Hörpu, sammæðra, er Jónína Kristbjörg Björnsdóttir, f. 12.2. 1993. Foreldrar Hörpu eru Heimir Hafsteinsson, f. 21.6. 1951, húsa- smíðameistari á Hellu á Rangár- völlum, og Hulda Katrín Ólafs- dóttir, f. 24.9. 1956, matráður á leikskólanum Kópasteini í Kópa- vogi. Kona Heimis er Særún Sæ- mundsdóttir, f. 13.8. 1965, kenn- ari. 30 ára á föstudag föstUdaGUr 31. oKtóber 200842 Ættfræði Eyþór Örn Eyjólfsson rafvirki hjá Smith og Norland Eyþór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sex ára aldurs en síð- an í Kópavogi, en býr nú í Reykjavík. Hann var í Seljaskóla, Hjallaskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan sveinsprófi í rafvirkjun árið 2000. Eyþór starfaði hjá Mjólkursamsölunni á framhaldsskólaárunum. Hann hóf störf hjá Smith og Norland sumarið 1999 og hefur verið þar rafvirki síðan. Fjölskylda Kona Eyþórs er Ingibjörg Björnsdóttir, f. 28.2. 1980, lagerstarfsmaður hjá Hýsingu. Sonur Eyþórs og Ingibjargar er Daníel Örn Eyþórsson, f. 3.2. 2003. Systur Eyþórs eru Diljá Erna Eyjólfsdóttir, f. 17.7. 1970, sjúkraliði í Kópavogi; Eva Rut Eyj- ólfsdóttir, f. 10.10. 1972, nemi í Kópavogi. Foreldrar Eyþórs eru Eyjólfur Karlsson, f. 27.6. 1948, slökkviliðs- maður á Keflavíkurflugvelli, og Fríður Gestsdóttir, f. 4.10. 1950, framkvæmdastjóri Læknastöðv- arinnar í Glæsibæ. 30 ára á föstudag Merkir Íslendingar Skúli Skúlason F. 31. október 1918, d. 5. febrúar 2008. Skúli fæddist í Hólsgerði í Ljósa- vatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Skúli Ágústsson, b. í Hólsgerði, og k.h., Sigurveig Jakobína Jóhannes- dóttir. Föðursystkini Skúla voru Sig- tryggur, faðir Karls skálds á Húsa- vík; Þorsteinn, faðir Hermanns, fyrrv. framkvæmdastjóra Hallgríms- kirkju; Bogi, langafi Boga Ágústs- sonar fréttastjóra, og Svava, móðir Þorsteins Stefánssonar, fyrrv. bæjar- gjaldkera á Akureyri. Móðursystkini Skúla voru Jóhann- es, faðir Þorsteins prófasts í Vatns- firði: Snorri, faðir Jóhanns verslun- armanns á Akureyri: Guðrún, móðir Jóhönnu Björnsdóttur á Ytra-Fjalli, og Sigurlaug, móðir Jakobs Jónsson- ar, skipstjóra á Akureyri. Skúli var við nám á tilraunabúi í Hriflu 1937-1938, var vinnumaður á Héðinshöfða á Tjörnesi, í Hraun- koti í Aðaldal og Vatnsenda í Ljósa- vatnsskarði, var í vegavinnu í Ljósa- vatnsskarði og við fjármennsku á Litlu-Laugum, kaupamaður og vetr- armaður á Hvassafelli og vetrarmað- ur á Guðrúnarstöðum í Eyjafirði, vann við vegagerð og virkjunarstörf í Andakíl í Borgarfirði, við húsa- byggingar hjá Brú hf. í Reykjavík, við brúarvinnu við Þjórsárbrú og við blaðaútburð og innheimtustörf frá 1948 og var innheimtumaður fé- lagsgjalda hjá Þingeyingafélaginu frá 1948. Skúli vann við örnefna- söfnun í Norður-Þingeyjarsýslu og sá um Árbók Þingeyinga um ára- bil frá 1958. Hann var virkur félagi í Góðtemplarareglunni frá 1952 og gegndi þar ýmum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Þá var Skúli mik- ilvirkur ættfræðingur og sendi m.a. frá sér Laxamýrarættina, 1958, og Hraunkotsættina, 1977, auk þess sem hann vann að samantekt á Reykjaætt í Fnjóskadal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.