Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 56
föstudagur 31. október 200856 Helgarblað DV Tónlist Steini með nýja plötu Hljómsveitin steini sendi frá sér plötuna Human Comfort í gær en á henni er að finna tólf lög og texta eftir steina. steini vann Þorskastríð Cod Music fyrr á árinu og hlaut að launum útgáfusamning hjá Cod en alls tóku hundrað og tvær hljómsveitir þátt í stríðinu. Á næstunni mun steini fagna útgáfu plötunnar með heljarinnar tónleikum sem verða auglýstir nánar síðar. uMsjón: krista Hall krista@dv.is „Ég hafði ekkert rosalega mik- inn áhuga á því að vera að syngja þegar ég var yngri en svo rétt fyrir fermingu langaði mig svo geðveikt að vera rosalega góð á gítar svo ég einsetti mér það og fór í nokkra tíma en hef síðan verið að glamra og læra bara sjálf,“ segir tónlistar- konan Elín Ey sem sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu 5. nóvember. Elín kemur úr mikilli tónlistar- ætt enda dóttir tónlistarfólksins Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunn- arssonar og á því ekki langt að sækja hæfileikana. Elín semur lög- in sín sjálf og spilar blús í bland við einlæga kassagítartónlist. „Um leið og ég var búin að læra að spila á gítarinn fór ég að semja tónlist. Ég var svolítið meira í emo- tónlistinni á unglingsárunum svo tónlistin var allt öðruvísi en sú sem ég er að semja í dag. Ég hef alltaf fílað blús en það er frekar nýlegt að ég spili hann og syngi sjálf.“ Reggí-útgáfa af Haddaway Frumburður Elínar hefur hlot- ið heitið See You in Dreamland og inniheldur átta frumsamin lög og tvö „cover“-lög, með Bítlunum og 90‘s-stjörnunni og Íslandsvininum Haddaway. „Haddaway var aðal- lega bara eitthvað djók en ég og vinkona mín stöndum fyrir svona open mic-kvöldum og ég byrjaði að syngja reggíútgáfu af What is Love sem fólki fannst svo flott að ég ákvað að láta það fylgja með. Bæði cover-lögin eru tónleikaupp- tökur,“ segir Elín en Bítlalagið sem hún valdi er Why Don‘t We Do It in the Road. „Það er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst skemmtilegt að syngja það.“ Sjálf er hún mikill að- daándi John Lennon. „Lennon er alveg minn uppá- haldstónlistarmaður og svo hef ég líka mjög gaman af Ninu Simone, Led Zeppelin og Bítlunum.“ Útgáfutónleikar Sama dag og See You in Dream- land kemur út heldur Elín útgáfu- tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt góðum gestum sem einn- ig spila með henni á plötunni. „Á plötunni spilar meðal annars KK frændi, Eyþór Gunnarsson, pabbi minn, og Sigga og Steini í dúett- inum Pikknikk. Þau verða öll með mér á tónleikunum.“ Það er frítt inn á tónleikana í Þjóðleikhúskjallaranum og all- ir velkomnir. Húsið verður opnað klukkan níu og hefjast tónleikarnir upp úr tíu. krista@dv.is elín ey sendir frá sér frumburðinn tónlistarkonan fagnar útgáfunni með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Sjáumst í draumalandi TónliSTarkonan Elín Ey SEndir frá Sér frumburð Sinn 5. nóvEmbEr. PlaTan nEfniST SEE you in drEamland En Sama kvöld og PlaTan kEmur úT æTlar Elín að fagna úTgáfunni mEð TónlEikum í ÞjóðlEikhúSkjallaranum. merkt.is Faxafeni 12 BETRI BÍL A YNGRI KO NUR ELDRA VI SKÝ MEIRI PEN ING Opið 10-18 virka daga 11-14 laugard. 557-1960 merkt@merkt.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.