Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 EIÐUR FÉKK MÍNÚTU „Hann fær plús í kladdann frá klúbbnum fyrir að vera áfram á Englandi og æfa,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar Ísland mætti Kýpur ytra fyrir skömmu. Þá fékk Eiður frí til þess að reyna að koma sér í lið Tottenham. Æfingarnar hafa skilað litlu því Eiður hefur lítið komið við sögu síðan landsleikurinn fór fram. Um helgina vann Tottenham Blackburn 3-1 og kom Eiður Smári inn á sem varamaður á 89. mínútu fyrir Luka Modric. Roman Pavlyuchenko skoraði tvö mörk fyrir Tottenham. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is ENSKA ÚRVALSDEILDIN TOTTENHAM - BLACKBURN 3-1 1-0 Jermain Defoe (‘45), 2-0 Roman Pavlyuchenko (‘55), 2-1 Christopher Samba (‘80), 3-1 Roman Pavlyuchenko (‘85) BIRMINGHAM - EVERTON 2-2 0-1 V. Anichebe (‘19), 0-2 A. Yakubu (‘22), 1-2 C. Jerome (‘26), 2-2 C. Gardner (‘52), BOLTON - WIGAN 4-0 1-0 J. Elmander (‘10), 2-0 K. Davies (‘47, víti), 3-0 F. Muamba (‘53), 4-0 M. Taylor (‘69) BURNLEY - WOLVES 1-2 0-1 M. Jarvis (‘26), 0-2 C. Carlisle (‘47, sjálfsmark), 1-2 S. Thompson (‘73) CHELSEA - WEST HAM 4-1 1-0 Alex (‘16), 1-1 S. Parker (‘30), 2-1 D. Drogba (‘56), 3-1 F. Malouda (‘77), 4-1 D. Drogba (‘90) STOKE CITY - ASTON VILLA 0-0 HULL CITY - ARSENAL 1-2 0-1 A. Arshavin (‘14), 1-1 J. Bullard (‘28, víti), 1-2 N. Bendtner (‘90) R: George Boateng, Hull (‘45) MAN. UTD - FULHAM 3-0 1-0 Wayne Rooney (‘46), 2-0 Wayne Rooney (‘84), 3-0 Dimitar Berbatov (‘89) SUNDERLAND - MAN. CITY 1-0 1-0 Kenwyne Jones (́ 9), 1-1 Adam Johnson (́ 90) STAÐAN Lið L U J T M St 1. Man. Utd 30 21 3 6 70:24 66 2. Chelsea 29 20 4 5 69:27 64 3. Arsenal 30 20 4 6 71:33 64 4. Tottenham 29 15 7 7 53:28 52 5. Man. City 27 13 10 4 52:35 49 6. Liverpool 29 14 6 9 45:29 48 7. Aston Villa 27 12 10 5 37:21 46 8. Birmingham 29 12 8 9 30:31 44 9. Everton 29 11 9 9 46:42 42 10. Fulham 29 10 8 11 32:32 38 11. Stoke City 29 8 12 9 28:33 36 12. Blackburn 29 9 7 13 31:48 34 13. Bolton 30 8 8 14 36:54 32 14. Sunderland 28 7 9 12 36:44 30 15. Wigan 29 7 7 15 27:57 28 16. West Ham 29 6 9 14 37:49 27 17. Wolves 29 7 6 16 23:47 27 18. Burnley 30 6 6 18 31:63 24 19. Hull 29 5 9 15 27:61 24 20. Portsmouth 28 5 4 19 24:47 10 CHAMPIONSHIP BARNSLEY - CRYSTAL PALACE 0-0 COVENTRY - PLYMOUTH 1-1 DONCASTER - DERBY COUNTY 2-1 IPSWICH - SCUNTHORPE UNITED 1-0 LEICESTER - CARDIFF 1-0 MIDDLESBROUGH - NEWCASTLE 2-2 PRESTON - NOTTINGHAM 3-2 READING - BRISTOL CITY 2-0 SHEFF UNITED - QPR 1-1 SWANSEA - SHEFF. WED. 0-0 WATFORD - PETERBOROUGH 0-1 WBA - BLACKPOOL 3-2 STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 35 21 10 4 66:26 73 2. WBA 36 20 9 7 71:40 69 3. Nott. Forest 36 18 10 8 51:30 64 4. Swansea 36 15 15 6 31:23 60 5. Leicester 35 15 12 8 43:33 57 6. Cardiff 35 15 7 13 57:44 52 7. Blackpool 36 13 11 12 53:44 50 8. Coventry 36 13 11 12 41:47 50 9. Sheff. Utd 36 13 10 13 49:48 49 10. Middlesbro 36 13 9 14 47:40 48 11. Doncaster 36 12 12 12 47:44 48 12. Preston 36 12 11 13 45:52 47 13. Barnsley 35 13 7 15 44:54 46 14. Bristol City 36 10 15 11 40:51 45 15. QPR 35 11 11 13 49:53 44 16. Reading 34 12 8 14 46:50 44 17. Ipswich 36 9 17 10 40:46 44 18. Derby 36 12 6 18 43:54 42 19. Watford 34 10 9 15 44:51 39 20. C. Palace 35 12 12 11 36:37 38 21. Sheff. Wed. 36 10 8 18 38:56 38 22. Scunthorpe 35 10 8 17 41:62 38 23. Plymouth 35 8 7 20 33:51 31 24. Peterborough 36 7 9 20 38:57 30 LEIKMAÐURINN ENSKI BOLTINN „Það verða alltaf einhverjir sem ef- ast um mig. Það verða alltaf skipt- ar skoðanir um mig sem fótbolta- mann. Ég veit hins vegar að ég get orðið einn af bestu leikmönnum heims. Ég þarf bara að halda áfram að hafa trú á því, halda mig á jörð- inni og einblína á það að verða betri. Ég efast ekki um að ég verði einn af þeim bestu. Þess vegna er ég svona rólegur,“ sagði Nicklas Bendtner þegar hann var að brjóta sér leið í aðallið Arsenal. Þá fékk hann töluverða gagnrýni á sig sem hefur fylgt honum síðan; að nýta ekki góð færi. Sú gagnrýni fór þó aldrei hærra en eftir leikinn gegn Burnley þegar hann klikkaði á fjöl- mörgum góðum marktækifærum. Hann hefur hins vegar sýnt mikinn karakter og látið verkin tala. Sló í gegn með Birmingham Nicklas Bendtner kom til Norður- Lundúna þegar hann var aðeins 16 ára og var í fjóra daga á reynslu. Arsenal-menn voru hrifnir af því sem þeir sáu og sömdu við pilt. Hann spilaði með unglingaliðinu til að byrja með og myndaði sterkt framherjapar með Arturo Lupoli. Fyrsti leikurinn hans með aðallið- inu kom gegn Sunderland í deild- arbikarnum 2005 þegar hann hljóp inn fyrir Quincy Owusu-Abeyie. Bendtner var lánaður til Birm- ingham tímabilið 2006-7 þar sem hann skoraði 11 mörk og hjálpaði Birmingham að komast upp í deild þeirra bestu. Hann tryggði liðinu þrjú stig strax í fyrsta leik þegar hann skoraði sigurmark gegn Col- chester. Stuðningsmenn kunnu vel að meta framlag Danans og það gerði Steve Bruce líka sem þá stýrði Birmingham. „Ég hef sagt það allan tímann að það væri erfitt að halda Nicklas hér hjá okkur. Við munum skoða stöðuna síðar en ég býst við að hann fari aftur til Arsenal,“ sagði Bruce á sínum tíma. Mark eftir 1,8 sekúndur Bendtner kaus að berjast fyrir sæti sínu í sterku Arsenal-liði sem skart- aði Robin van Persie, Eduardo og Emmanuel Adebayor sem allir voru fyrir framan hann í goggun- arröðinni. Fyrsta markið hans fyr- ir Arsenal var sögulegt. Hann hljóp inn á fyrir Emmanuel Eboue gegn Tottenham þegar Arsenal átti horn- spyrnu. 1,8 sekúndu síðar var bolt- inn kominn í netið og er það met. Skömmu síðar fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu gegn Everton. Það var ekki alveg draumabyrjun því hann fékk rautt spjald og Arsen- al tapaði 2-0. Vilja sumir meina að Daninn hafi átt fyrsta markið. Eduardo og Robin van Persie meiddust og voru lengi frá og fékk Bendtner að reyna sig með Ade- bayor í framlínunni. Þeir voru eng- ir sérstakir vinir utan vallar og þeg- ar Tottenham rústaði Arsenal 5-1 í deildarbikarnum slógust þeir fé- lagar. Bendtner fékk skurð á nefið. William Gallas, fyrirliði Arsenal, og dómarinn Howard Webb gripu inn í en dómarinn sá ekki allt atvik- ið. Þeir sögðu síðan báðir fyrirgefðu og virtust vera ágætir vinir. Eftir að Adebayor var síðan seld- ur til Man. City rifjaði hann upp slagsmálin. „Hann gaf mér fingur- inn og það gerirðu ekki við sam- herja. Hann hefur átt auðvelda ævi - kom til Arsenal 15 ára og hef- ur fengið að blómstra. Ég þurfti að hafa fyrir hlutunum. Hann kom alltaf inn í klefann í skónum sín- um þrátt fyrir að reglur félagsins bönnuðu slíkt. Ég talaði við hann um þetta en hann er mikill egóisti. Allt of mikill,“ sagði Tógó-maðurinn meðal annars. Bleiku skórnir Þrátt fyrir að vera tiltölulega vel lið- inn hjá stuðningsmönnum Arsen- al var stór hluti sem var ekki sáttur þegar Bendtner mætti einn góðan veðurdag í bleikum Nike-skóm á völlinn. Afar sjaldgæft er að menn spili í bleikum skóm og fannst mörgum að virðing hans fyrir Ars- enal væri ekki næg. Eitthvað sem Bendtner sjálfur hefur hlegið að og segist vilja vera hjá Arsenal all- an sinn feril. „Það eru flottir hlutir í gangi hjá Arsenal og mér líður mjög vel hér Þetta er staðurinn þar sem ég vil vera. Þetta er eitthvað sérstakt og ég vil vera hluti af því. Þetta er fé- lag sem ég vil spila með og það hef- ur alltaf verið þannig.“ STEFNIR Á AÐ VERÐA SÁ BESTI Í BLEIKUM SKÓM Eftir leikinn gegn Burnley, þar sem Danan-um Nicklas Bendtner var hreinlega fyrir- munað að skora, hefur hann skorað fjögur mörk í tveimur leikjum og farið á kost- um. Bendtner kom til Arsenal árið 2004 og hefur afrekað margt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára. Hann hefur slegist við liðsfélaga, lifað af bílslys, verið myndaður á nærbrókinni og gengið í gegnum markaþurrð og meiðsli. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamaður skrifar: benni@dv.is NÚMER 52 Bendtner var áður í treyju númer 26. „Sú tala skiptir mig miklu máli persónulega. Vonandi færir númerið mér gæfu.“ SLÓST VIÐ ADEBAYOR Nicklas Bendtner gaf samherja sínum fingur- inn og fékk að kenna á því. 32 LANDSLEIKIR - 11 MÖRK Bendtner skoraði mark í fyrsta landsleik Óla Jóh í 3-0 sigri Dana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.