Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 23
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 23
Af VettVAnGi félAGsins
málatilbúnaður í einkamálum og rekstur
þeirra fyrir héraðsdómi 24. og 29. október 2013
fjallað verður um rekstur einkamála í héraði og hvernig
lögmenn geta betur gætt hagsmuna umbjóðenda sinna. Lögð
verður áherzla á gerð stefnu og greinargerðar og hvernig
lögmenn geta afmarkað betur málsgrundvöllinn. fjallað verður
um tilvik þar sem ólíkum kröfum er teflt fram í sama máli (t.d.
skaðabótakröfur utan og innan samninga, skaðabótakröfur
og kröfur um vátryggingabætur). Ennfremur verður fjallað
um aðstæður sem upp geta komið undir rekstri mála og
hvernig bezt sé að gæta hagsmuna málsaðila.
markmiðið með námskeiðinu er að bæta skjalagerð
í einkamálum, gera lögmenn meðvitaðri um eðli grund-
vallarskjala og hvert vera eigi efni þeirra, svo og auka
meðvitund þeirra um bætta hagsmunagæzlu fyrir umbjóðendur
sína. námskeiðið er fyrst og fremst ætla yngri lögmönnum.
Kennari: viðar már matthíasson hæstaréttardómari.
Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, reykjavík.
Tími: Alls 6. klst. Fimmtudagur 24. okt. og þriðjudagur
29. okt. 2013 kl. 16:00-19:00.
Verð: Kr. 35.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 26.250,-
__________________________________________________
Frestur er á illu bestur 31. október 2013
farið verður yfir fyrningafresti, tómlætisfresti, málshöfð-
unarfresti og aðra fresti sem lögmenn þurfa að huga að í
einkamálum. fjallað verður um hina ýmsu fresti og túlkun
þeirra. Leitast verður við að svara því hver sé upphafstími
helstu fresta, lengd þeirra og hvernig þeir verða rofnir. Hversu
langir eru tómlætisfrestir í kröfurétti og vátryggingarétti?
Hvenær hefjast þeir og á hverjum hvílir sönnunarbyrðin
um rof þeirra?
Kennari: Hildur Ýr viðarsdóttir hdl. hjá Landslögum.
Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, reykjavík.
Tími: Fimmtudagur 31. okt. kl. 16:00-19:00.
Verð: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,-
__________________________________________________
úr hlýju hjónasængur 5. nóvember 2013
farið verður yfir reglur um fjárskipti hjóna og sambúðarfólks
við slit sambúðar. nýlegir dómar verða reifaðir og vangaveltur
um hvort breyting hafi orðið með nýjum dómum Hæstaréttar
á rétti sambúðarfólks vegna fjárskipta.
Kennari: Hulda rós rúriksdóttir hrl. hjá Lögmönnum
Laugavegi 3.
Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, 108 reykjavík.
Tími: Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 16:00-19:00.
Verð: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,-
__________________________________________________
Skráning stendur yfir á heimasíðu www.lmfi.is
upplýsingagjöf og útboð verðbréfa
19. nóvember 2013
upplýsingagjöf útgefanda verðbréfa er ein forsenda skilvirks
verðbréfamarkaðar. Á námskeiðinu verður fjallað um
nokkur álitaefni í tengslum útboð verðbréfa og töku þeirra
til viðskipta, skyldur útgefenda til að birta upplýsingar og
tilkynningar um viðskipti innherja. reglur um þetta efni
verða skoðaðar í ljósi túlkana fmE og dóma, íslenskra sem
erlendra. jafnframt verður fjallað um samspil þessara reglna
og reglna um gjaldeyrishöft.
Kennari: guðmundur Thorlacius ragnarsson hdl. hjá
Arion banka.
Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, 108 reykjavík.
Tími: 3 klst. Þriðjudagur 19. nóvember 2013
kl. 16:00-19:00
Verð: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,-
__________________________________________________
Framkvæmd eesréttar í ljósi nýlegra dóma
eFtadómstólsins og mála hjá esa
26. nóvember 2013
Á síðustu misserum hefur EfTA-dómstóllinn kveðið upp
marga áhugaverða dóma, m.a sem varða álitaefni tengd
skaðabótaábyrgð ríkisins vegna brota á EES-samningnum.
Þar hefur dómstóllinn gefið til kynna að aðrar og jafnvel
vægari kröfur eigi að gera til „alvarleika brots” í EES-rétti
en í ESB-rétti. Eins hefur hann dæmt að sé löggjöf ekki
réttilega tilkynnt til ESA geti það leitt til þess að ekki sé unnt
að beita henni. Samband EfTA-dómstólsins og dómstóla í
EfTA-ríkjunum hefur einnig verið í deiglunni sem og mál
er varða samkeppnisrétt og ríkisstyrki.
Á námskeiðinu verður farið yfir nýlega dóma frá EfTA-
dómstólnum sem og áhugaverð mál sem hafa verið til
meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EfTA (ESA). Sjónum verður
sérstaklega beint að málum sem varða Ísland eða eru
áhugaverð fyrir íslenska lögfræðinga. Að lokum verður
sjónum beint að nokkrum íslenskum dómsmálum þar sem
íslenskar reglur sem upprunnar eru í tilskipunum EES réttar
hafa verið skýrðar samkvæmt orðanna hljóðan, án þess að
litið sé til uppruna þeirra. Í því ljósi verður vikið að mikilvægi
þess að málsaðilar nýti sér það að fullu að byggja á reglum
EES-réttar þ.m.t. dómum Evrópudómstólsins í málatilbúnaði.
Kennari: Ólafur jóhannes Einarsson framkvæmdastjóri
skrifstofu innri markaðar hjá EfTA.
Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, 108 reykjavík.
Tími: 3 klst. Þriðjudagur 26. nóvember 2013
kl. 16:00-19:00
Verð: Kr. 25.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 19.000,-
__________________________________________________