Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 2
2 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað Stærsta áhætta Íslands 3 Útgerðarfé-lagið Sam- herji, og tengd fyrirtæki, er orðið stærsta einstaka kerfisáhættan í ís- lenska bankakerf- inu hvað varðar lánveitingar til einstaka fyrirtækis eða fyrirtækjanets. Þetta herma heimildir DV. Samherji skuldaði um 75 milljarða króna í íslenska banka- kerfinu í október 2008. Öfugt við mörg af stærri fyrirtækjum landsins, sem voru mjög skuldsett fyrir hrun, hefur Samherji ekki gengið í gegn- um erfiðleika síðustu ár. Þvert á móti hefur Samherji veitt vindi í seglin og keypt upp fyrirtæki sem lent hafa í fangi bankanna eftir hrun. Fleiri í mál við Boga 2 „Þetta mál er sérlega sársaukafullt og sorglegt fyrir mig og hefur verið dómsmál síðan árið 2011. Lögmað- ur minn hefur ráð- lagt mér að ræða ekki um málið op- inberlega meðan það er fyrir dómi,“ sagði Eggert Dagbjartsson, fjár- festir sem búsettur er í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum, í DV á miðvikudag. Blaðið fjallaði þá um dómsmál sem Eggert hefur höfðað gegn eignarhaldsfélagi Boga Pálssonar fjárfestis, Shd Acquisition LLC, vegna viðskipta þess með svefnrannsóknar fyrirtækið Flögu í ágúst í fyrra. Leyniplagg rannsakað 1 Komið hefur upp á yfir- borðið leyniplagg sem varpar nýju ljósi á deilurnar um Bónusgrísinn. Skjalið er frá árinu 1991 og veitir Bón- us notkunarrétt á Bónusgrísnum til tuttugu ára að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um. Samningurinn er undirritaður af feðgunum Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni auk hönnuðar vörumerkisins, Edithar Randýjar Ásgeirsdóttur. Fjallað var um málið í mánudagsblaði DV en samkvæmt heimildum blaðsins hafa Jóhannes og Jón Ásgeir aldrei viljað kannast við samninginn. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Braut vegg með beltagröfu Útveggur í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ brotnaði í vikunni þegar skófla á stórri beltagröfu rakst í hann. Unnið var að því að rífa niður bílskúr í nágrenni við húsið þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang en þá sást að búið var að dælda bárujárn á einni hlið hússins. Þegar inn var komið reyndist veggurinn hins vegar brotinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að sá sem var að vinna á beltagröfunni hafði talið að hann hefði farið of nærri veggnum með áðurgreindum afleiðingum. Safna fyrir bændur Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að efna til söfnunar til að styðja við bakið á bændum sem urðu fyrir áföllum í óveðr- inu sem gekk yfir Norðurland í byrjun septembermánaðar. Sér- stök verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að hafa umsjón með söfnuninni með Guðna Ágústs- son, fyrrverandi landbúnað- arráðherra, í fararbroddi. Auk hans eiga Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðahrepps, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, fyrr- verandi vígslubiskup á Hólum, Friðrik Friðriksson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri á Dalvík, og Þórarinn Ingi Pétursson, for- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda, sæti í stjórninni. Þeir sem vilja styðja leggja málefn- inu lið geta lagt framlag inn á reikning nr. 0161-15-380370, kt. 630885-1409, í Landsbankanum á Sauðárkróki. Sækja refSibætur til boga í Denver H éraðsdómur í borginni Denver í Colorado í Banda- ríkjunum hefur úrskurðað að Arion banki og íslenski fjárfestirinn Eggert Dag- bjartsson megi bæta refsibótakröfu (e. punitive damages) við stefnur sínar gegn Boga Pálssyni. Líkt og DV greindi frá í vikunni hafa Arion banki og Eggert stefnt Boga í Den- ver vegna viðskipta hans með svefn- rannsóknarfyrirtækið Flögu í fyrra. Dómurinn í Denver úrskurðaði um refsibótakröfuna á þriðjudaginn var, daginn eftir að DV greindi frá málaferlunum gegn Boga. Þetta kemur fram í úrskurðunum frá dóminum í Denver sem DV hefur undir höndum. Refsibótakröfurnar bætast því við skaðabótakröfurnar sem Arion banki og Eggert hafa nú þegar sett fram gegn Boga og félög- um hans. Telur refsiverða háttsemi líklega Samkvæmt gildandi lögum í Colorado- fylki geta dómstólar þar fallist á refsi- bótakröfur þegar „skaðinn sem um ræðir er tilkominn vegna fjársvika, refsiverðs ásetnings til að valda öðrum tjóni eða tilefnislauss, vísvit- andi brots“, samkvæmt því sem fram kemur í lögunum. Þetta er einmitt niðurstaða dómsins en orðrétt segir í úrskurðinum: „Dómurinn, sem býr yfir nægjanlegum upplýsingum og sér rök fyrir kröfunni sem lögð er fram, fellst hér með á hana.“ Þrátt fyrir að dómurinn hafi fallist á kröfur Arion banka og Eggerts um refsibótakröfurnar þá þýðir það ekki að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að Bogi og eignarhaldsfélög hans hafi brotið lög, gerst sek um fjársvik, held- ur aðeins að rétturinn telji staðreynd- ir málaferlanna réttlæta kröfugerð þeirra gegn Boga. Kæra gegn Boga og félögum hans hefur hins vegar ekki verið lögð fram til opinberra aðila í Bandaríkjunum. Bogi og eignarhaldsfélög hans hafa 14 daga til að svara breytingunum á stefnum Arion banka og Eggerts gegn Boga og félögum hans. Hagnaðist verulega Stefnurnar ganga út á að Bogi Pálsson hafi svikið og blekkt Arion banka og Eggert í ágúst í fyrra þegar hann keypti tæplega 12 milljóna dollara skuldir Flögu af bankanum fyrir 4 milljónir dollara. Þremur vikum seinna seldi Bogi eitt af dótturfélögum Flögu fyrir 16 milljónir dollara, fjórum sinn- um hærra verð. Eggert var hluthafi og stjórnarmaður í félaginu en vissi ekk- ert um viðskipti Boga við bankann fyrr en þau voru frágengin. Arion banki og Eggert vilja báðir láta slíta kaupsamn- ingi bankans og Boga á þeim grund- velli að um fjársvik hafi verið að ræða. Bogi hafði gert samning við bank- ann í árslok 2008 í tengslum við fjár- hagslega endurskipulagningu Flögu en samkvæmt honum átti hann að vinna að því fyrir hönd bankans að selja eignir Flögu uppi í skuldirnar við Arion banka og eða endurfjármagna félag- ið. Bogi greindi bankanum hins vegar frá því að ekkert gengi að finna kaup- anda að eignum Flögu, sumarið 2011, eftir að hann hafði hafið samningavið- ræður um kaup bandaríska svefnrann- sóknarfyrirtækisins Natus á einu af dótturfélögum Flögu, Emblu. Fyrir vik- ið hagnaðist hann um milljónir dollara á kostnað Arion banka sem þurfti að afskrifa hluta af skuldum Flögu eftir söluna á svefnrannsóknarfyrirtækinu. Ekki náðist í Helga Jóhannes- son, lögmann Boga, við vinnslu fréttarinnar. Bogi sjálfur hefur ekki viljað ræða beint við blaðið heldur hefur vísað á Helga. n n Arion banki og Eggert geta sótt refsibætur til Boga„Dómurinn, sem býr yfir nægjan- legum upplýsingum og sér rök fyrir kröfunni sem lögð er fram, fellst hér með á hana. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sækja refsibætur til Boga Arion banki og Eggert Dagbjartsson mega sækja refsibætur til Boga Pálssonar og eignarhaldsfélaga hans vegna viðskipta með svefn- rannsóknarfyrirtækið Flögu í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.