Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 14
14 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað Meistaranám á sviði skapandi greina. Nám í alþjóðlegum fagháskólum er einstakt tæki- færi til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í samstarfi við háskóla sem standa í fremstu röð á sínu sviði getum við boðið hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er jafnframt í náinni samvinnu við alþjóðleg fyrirtæki. Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsóknar- og vinnustofum og kennarar reyndir sérfræðingar hver í sinni grein. Nám erlendis í hönnun, sjónlistum, stjórnun, eða tísku gefur einnig möguleika á að hitta rétta fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Hönnun, Sjónlistir, Stjórnun og Tízka. Interior Design • Food Design • Product Design • Sustainable Architecture • Transportation Design • Yacht Design • Fashion Communication / Stylist & PR • Fashion Marketing / Product & Retail Management • Brand Management & Communication Design Management • Visual Communications • Graphic Design • Fashion Events & Public Relations • Arts Management Luxury Marketing Management. Borgir í boði; Milano, Roma, Firenze, Torino, Barcelona, Madrid, Bournemoth, Glasgow, London. Hægt er að hefja nám í janúar, apríl, eða september 2013. Kennt er á ensku. ES SE M M 0 9/ 12 Vill gögn um Guðlaug Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hef­ ur farið fram á að saksóknari afli upplýsinga um viðskipti Guðlaugs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf­ stæðisflokksins við Landsbank­ ann árið 2003. Á vef RÚV segir að Gunnar segist ekki geta varið sig fyllilega gegn ákæru nema saksóknarinn komist yfir þessar upplýsingar. Gunnar verst ákæru vegna meints brots á þagnar­ skyldu með því að koma upplýs­ ingum um kaup Landsbankans á umboði fyrir tryggingar Swiss Life af félagi Guðlaugs, til DV. Kröfu Gunnars um að ákærunni yrði vísað frá var hafnað af dómara á miðvikudagsmorgun en dómari var ósammála honum að vara­ ríkissaksóknari sem fer með málið væri vanhæfur til þess. Innheimta sekta gengur mjög illa Ríkisendurskoðun lýsir áhyggj­ um af því hve illa gangi að inn­ heimta dómsektir vegna skatta­ lagabrota hér á landi. Í frétt á vef Ríkisendurskoðunar segir að lítið hafi miðað í þessum efnum á síð­ ustu árum og að stofnunin telji að rýmka eigi heimildir stjórnvalda til innheimtuaðgerða en takmarka möguleika einstaklinga á að fulln­ usta sekt sína með samfélagsþjón­ ustu. Enn fremur kemur fram að í júní 2009 hafi Ríkisendurskoðun birt skýrslu um hvernig staðið hefði verið að því að innheimta sektir og sakarkostnað sem dóm­ stólar hér á landi úrskurðuðu á ár­ unum 2000–2006. Meginniðurstaða skýrslunn­ ar var sú að mjög lítill hluti dóm­ sekta umfram 8 milljónir króna fékkst greiddur. Í öllum tilvikum hafi verið að ræða sektir vegna skattalagabrota og algengast var að sektarþolar gerðu þær upp með svokallaðri samfélagsþjónustu. Heimilt er samkvæmt lögum að fullnusta vararefsingu fésekta með slíkri þjónustu. V ið vonumst í rauninni til þess að geta fjármagnað heilt stúdíó,“ segir Sindri Freyr Steinsson, stuðnings­ fulltrúi og ráðgjafi á endur­ hæfingardeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á Laugarásvegi. Sindri Freyr og samstarfsfólk hans vinna nú að því metnaðarfulla verk­ efni að koma á fót allsherjartónlist­ araðstöðu í húsnæði Landspítalans í Víðihlíð. Hugmyndin er sú að koma á fót aðstöðu fyrir þjónustuþega til þess að tjá sig í gegnum tónlist. Sindri Freyr útskýrir í samtali við DV að hugmyndin sé fengin frá Bretlandi, en reynslan þar sýni að tónlistar­ þerapía af þessu tagi geti reynst fólki með geðrofssjúkdóma einstaklega vel. Til þess að markmiðið náist þarf fjármuni til kaupa á ýmsum græjum, svo sem trommum, gítar, bassa og mixer, svo eitthvað sé nefnt. Starfs­ fólk endurhæfingardeildarinnar býður nú svokallaða brospinna til sölu en allur ágóði mun renna í verk­ efnið. Að frumkvæði starfsfólks Starfsfólk og þjónustuþegar á endur­ hæfingardeildinni hafa frá því í sumar verið að taka til í Víðihlíðar­ húsnæðinu, að sögn Sindra Freys. „Húsnæðið var svona hálfpartinn nýtt sem geymsla síðustu tvö árin en við höfum verið að ryðja burt, laga til og stilla upp. Núna vantar bara pening til þess að kaupa allar þess­ ar græjur og gera klárt,“ segir Sindri Freyr sem er einn þeirra sem átti frumkvæðið að því að farið var af stað í þetta verkefni. „Þetta kemur frá okkur þessi vilji, ekki frá stjórnend­ um eða neitt slíkt,“ segir hann. Sindri Freyr segir Víðihlíðarhús­ næðið henta vel í verkefnið enda eigi það sér merkilega sögu. „Í þessu hús­ næði var löngum geðdeild en eins og margir þekkja lá Megas meira að segja þar inni og samdi lag.“ Auk þess að koma á fót tónlistarstúdíói í hús­ næðinu er hugmyndin að þar verði lítið kaffihús, myndlistaraðstaða sem og svið fyrir tónleika. „Þarna verður bókakrókur og spil og von­ andi svona félagsmiðstöðvafílingur fyrir þjónustuþegana,“ segir Sindri Freyr og bætir við að á efri hæðinni sé stór fundarsalur en ætlunin sé að nýta hann sem fyrirlestrarsal fyrir að­ standendur. Hópefli og gleði En hvers vegna tónlist? Sindri Freyr segir tónlistarsköpun geta hjálpað fólki með geðrofseinkenni að tjá sig. „Á ákveðnum stigum þessara geð­ rofssjúkdóma þá er fólk mjög lokað og á erfitt með að tjá sig en í gegnum þessa tónlistarþerapíu fær fólk tæki­ færi og tæki til þess að tjá tilfinningar í tónlist sem það kemur ekki orðum að. Það hefur sýnt sig að þetta bætir líðan fólks.“ Sindri Freyr, sem er einmitt tónlistarmaður sjálfur, segir hug­ myndina vera að breskri fyrirmynd. „Við fengum heimsókn í fyrra frá þeim sem standa að þessu úti í London. Þau komu og héldu svona djammsessjón inni í stofu hérna á Laugarásvegi og það var þvílíkt stuð og partí.“ Hann segir hópeflið og gleðina ekki hafa leynt sér í þeim hópi. Brospinnar Frá árinu 2010 hafa starfsmenn geðsviðs LSH farið í fjáröflun fyrir geðdeildir Landspítalans, en félagið hannaði og seldi svokallaða bros­ pinna til þess að afla fjár. Starfsfólk endurhæfingardeildar fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma hyggst næstu misseri bjóða slíka brospinna til sölu og rennur allur ágóði af sölunni í þetta mikla tónlistarverkefni. Í til­ kynningu frá hópnum eru fólk og fyrirtæki hvött til þess að fjárfesta í brospinnum: „Þetta er stórt og þarft verkefni sem þarfnast mikilla fjár­ muna. Við viljum að þjónustuþegum okkar líði vel og að þeir fái krefjandi verkefni til að ná enn betri árangri í endurhæfingu.“ Sindri Freyr segir brospinnana kosta 1.000 krónur og hægt sé að kaupa þá beint af starfsfólki á Laugar­ ásvegi 71 ásamt því sem bros pinnar verði seldir í Mjódd fyrir deildina dagana 12.–14.október. Þá sé einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið johannaa@landspitali.is og tilgreina fjölda brospinna og hvert óskað sé eftir að þeir berist. Þá getur fólk milli­ fært 1.000 krónur fyrir hvern bro­ spinna á reikning 1175­26­006812, kennitala 681210­0400 en nauðsyn­ legt er að merkja slíkar færslur með „ELR BROS“. n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is n Víðihlíðarhúsnæðinu breytt í hljóðver að frumkvæði starfsfólks Safna fyrir hljóðfærum Meiri tónlist Sindri Freyr Steinsson og Sigurður Sveinsson stuðningsfulltrúar stilltu sér upp fyrir framan Víðihlíð. Mynd eyþór árnAson „Núna vantar bara pening til þess að kaupa allar þessar græjur og gera klárt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.