Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 16
Mörg fórnarlöMb
ofbeldis kvenna
16 Fréttir
Þ
að eru þolendur alls konar of
beldis sem leita til okkar. Kyn
ferðisofbeldis, eineltis, líkam
legs ofbeldis, andlegs ofbeldis,
vanrækslu og fleira. Þetta er rosalega
stór hópur sem leitar til okkar,“ seg
ir Thelma Ásdísardóttir hjá samtök
unum Drekaslóð. Samtökin aðstoða
þolendur hvers konar ofbeldis með
einstaklingsviðtölum, hópastarfi og
fræðslu. Samtökin hafa starfað í um
tvö ár og aðsóknin er gríðarleg, svo
mikil að nú hefur verið ráðist í söfn
un til þess að hægt sé að anna þeirri
eftirspurn sem er til staðar. „Við
höfum verið starfandi í um tvö ár og
það eru á fjórða hundrað manns sem
hafa leitað til okkar,“ segir Thelma.
Bæði fyrir karla og konur
Hún segir það hafa komið á óvart
hversu margir þolendur eineltis
sækja aðstoð til Drekaslóðar – konur
og karlmenn. „Það sem er kannski
mest sláandi í okkar starfi og kemur
okkur á óvart, er bæði hversu stórt
hópur þolenda eineltis eru hjá okkur.
Það segir okkur kannski að það hef
ur ekki verið alveg nógu mikið í boði
fyrir þennan hóp. Síðan hafa karl
ar verið yfir 20 prósent þeirra sem
sækja aðstoð til okkar sem er frá
bært. Við lögðum mikla áherslu á
það í upphafi að við værum bæði fyr
ir karla og konur. Við vinnum ekki út
frá femínískum kenningum um of
beldi, heldur lítum við þannig á að
karlar, konur og börn geta beitt karla,
konur og börn ofbeldi. Sem gerir það
að verkum að við erum að fá til okkar
heldur stóran hóp sem eru þolendur
ofbeldis kvenna,“ segir Thelma.
Þolendur ofbeldis kvenna
Hún segir þolendur ofbeldis
kvenna vera fleiri en þau bjugg
ust við. „Stærsti hópurinn sem
kemur vegna ofbeldis kvenna kem
ur vegna ofbeldis mæðra. Svo koma
til dæmis til okkar karlmenn vegna
ofbeldis kvenna í parasamböndum.
Það er þá alls konar ofbeldi. Andlegt
og líkamlegt og jafnvel kynferðis
legt.“ Hún segir hegðun kvenna sem
beita ofbeldi ekki ólíka hegðun karla
sem beita ofbeldi. „Nú hef ég ver
ið að vinna bæði á Stígamótum og í
Kvennaathvarfinu og í rauninni er
hegðun kvenna sem beita ofbeldi
í parasamböndum ekkert svo ólík
hegðun karla sem beita ofbeldi. Það
sem greinir á milli er að að öllu jöfnu
aflsmunurinn. Þær eru yfirleitt ekki
líkamlega sterkari, en auðvitað er
kjarninn í ofbeldi sá að manneskjan
er brotin andlega niður.“
Verja sig ekki
Thelma segir það innrætt í marga
karlmenn að berjast ekki á móti kon
um og því oft sem þeir verji sig ekki.
„Það er líka eitt sem er nýtt í mínum
eyrum, og gott að fá þá hlið, að karl
menn nefna stundum að þegar kona
beitir þá ofbeldi þá beita þeir sér ekki
á móti því það er búið að ala þá upp
við það að það megi ekki lemja kon
ur. Þeir eru ákveðnir í því að vera ekki
aðili sem ræðst á konur og bera því
ekki hönd fyrir höfuð sér. Sérstak
lega til að byrja með, og svo vefur
vandamálið upp á sig. Svo brýtur of
beldið þá náttúrulega niður og síðan
er þetta svo langt gengið að þeir hafa
ekki möguleika á svara fyrir sig, því
þeim líður það illa.“
Þörfin brýn
Thelma segir þörfina fyrir starfsemi
Drekaslóðar vera brýna. Þó vanti
fjármagn til þess að geta sinn þessari
brýnu þörf betur. Þess vegna hafi þau
ákveðið ásamt Aflinu á Akureyri, sem
eru sambærileg samtök og Dreka
slóð, að safna fyrir rekstrinum. „Við
höfum náð mjög góðu samstarfi við
Aflið á Akureyri. Það eru samtök lík
okkur, grasrótarsamtök sem eru að
aðstoða þolendur ofbeldis. Við erum
í raun bara að safna svo við getum
haldið okkur á floti.“
Í stjórn Drekaslóðar eru sjö
manns og hafa stjórnarmeðlimir ver
ið að taka viðtöl í sjálfboðaliðastarfi.
„Auðvitað getur þetta ekki gengið
svona til lengdar – að treysta á sjálf
boðastarf. Við fengum þrjár og hálfa
milljón í fjárlögum á þessu ári, sem
er alveg frábært en bara því miður
ekki nóg. Þannig við þurfum alltaf
að hafa klærnar úti og reyna að fjár
magna okkur líka.“ Thelma býst við
að söfnunin fari í gang í næstu viku.
„Þetta er símasöfnun og til að byrja
með ætlum við að hringja í fyrirtæki.
Við vonumst bara til að sem flestir
taki vel á móti okkur.“ n
Aflið og Drekaslóð
með landssöfnun
n Síðustu misseri hafa samtökin Aflið
á Akureyri og Drekaslóð í Reykjavík
verið í viðræðum um samstarf á ýmsum
vígstöðvum. Bæði samtökin eru gras
rótarsamtök, allir starfsmenn þeirra
eru þolendur ofbeldis og hafa unnið úr
sínum málum. Starfsemi þeirra er þörf,
og má nefna að hjá Aflinu fyrir norðan
var 60,4% aukning á viðtölum milli ára
2010 og 2011.
n Söfnunin sem nú er að fara af stað
fyrir samtökin er á landsvísu. Þar sem
samtökin ganga fyrir styrkjum hafa þau
orðið fyrir niðurskurði líkt og önnur í
þjóðfélaginu. Peningunum verður varið
í að stækka og styrkja samtökin, og
hreinlega halda starfseminni gangandi.
Á Norðurlandi er orðin brýn þörf á
Kvennaathvarfi og er það draumur
Aflskvenna að opna þess háttar athvarf
á Akureyri.
n Aflið er með vaktsíma allan sólar
hringinn, allan ársins hring. Aflið er
með þjónustu fyrir þolendur kynferðis
ofbeldis, heimilisofbeldis og eineltis, en
reynslan hefur sýnt að þolendur þessa
ofbeldis stríða við sömu afleiðingar og
tilfinningar. Karlmenn eru farnir að leita
til samtakanna í auknum mæli og er það
gott, en umræðan um að drengir eða
karlmenn séu misnotaðir er að aukast
og ekki þykir lengur skömm að því fyrir
karlmenn að sækja sér aðstoð til sam
taka á borð við Afl og Drekaslóð.
n Mikil aðsókn n Um 400 manns leitað sér hjálpar hjá Drekaslóð á tveimur árum
„Svo koma til
dæmis til okkar
karlmenn sem koma
vegna ofbeldis kvenna
í parasamböndum. Það
er þá alls konar ofbeldi.
Andlegt og líkamlegt og
jafnvel kynferðislegt.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
12.–14. október 2012 Helgarblað
Brýn þörf Thelma segir mikla þörf vera fyrir starfsemi Drekaslóðar. Til Drekaslóðar leita
fjölmörg fórnarlömb ofbeldis. mynd sigtryggur ari